Siglfirðingur - 29.04.1944, Side 4
4
SIGLFIRÐINGUR
Einræðisbrölt Þórodds.
Framhald af 1. síðu
Þetta dugði eigi og Þóroddur hugs-
aði málið í kyrrþey og svo komst
hann að þeijrri niðurstöðu, að ef
hann beitti allri sinni slægvizku
og brjóstviti, þá væri spilið
unnið.
Svo kallaði Þóroddur Gunnar Jó-
hannsson, Jörgensen og alla sína
helztu hjálparkokka á fund og til-
kynnti þeim, að það væri nóg að
gjöra, því hann hefði ákveðið, að
segja upp griðasamningnum um
kaupfélagið og svifta Jafnaðar- og
Framsóknarmenn þar öllum völd-
um, þeir væru handónýtir og
gjörðu eigi annað en flækjast fyr-
ir, t. d. Baldvin Þ. Að vísu yrðu
Kristján Sig. og Guðbrandur að
fá að lafa þar eitt ár enn, en svo
yrði þeim sparkað líka — hann
ætlaði sjálfur að taka forystuna!
Gunnar og Jörgensen mölduðu
eitthvað í móinn, — andstæðing-
arnir væru miklu fleiri og þetta
áhlaup gæti mistekizt og þá væri
ver farið en heima setið, og svo
væri eigi víst, að kaupfélagsmenn-
imir sættu sig við þetta o.s.frv.,
o.s.frv. — En Þóroddur kvaðst
eigi vilja hafa neitt ,,röfl“, hann
hefði ákveðið þetta og myndi sjálf
ur stjórna öllum undirbúningi og
áróðri. Hugmyndin væri, að láta
smíðum sínum og ritstörfum. En
sá minnisvarði, er ekki Siglfirðing-
um að þakka, né heldur er hann
séreign þeirra. Hann er eign allrar
þjóðarinnar.
En útgjaldalaust gætu þó Sigl-
firðingar reist honum minnisvarða,
er lengi mundi standa. Þeir ættu
að láta eina af aðalgötum þeim, er
hann skipulagði bera nafn hans
t. d. Túngötuna eða Norðurgötuna.
Þessar voru þær götur, er leið
hans lá helzt um, er hann gekk
niður í bæinn, eða heim til sín.
Eg vil svo enda þessar minn-
ingar horfinna sæludaga með því,
að biðja guð að blessa minningu
þessara tveggja heiðursmanna, er
hvor um sig og hvor á sinn hátt
lögðu fram krafta sína öll sín
beztu manndómsár til þess að
skapa framtíð Siglufjarðar og
plægja þann akur, er nú er að
bera okkur þá ávexti, er skapa
okkur lífsuppbeldi. Og enn munu
niðjar okkar um langan aldur
njóta starfa þeirra. Þessvegna ber
að halda á lofti minningu þeirra,
óg varðveita hana sem bezt.
O. Tynes.
(Erindi flutt í Rotaryklúbb Siglu-
fjarðar 1944).
konur kommúnista ganga inn í
kaupfélagið og ef þau ættu upp-
komin börn, þá væri rétt að láta
þau ganga inn líka. Síðan yrði haf-
inn öflugur áróður og kaupfélags-
kommúnistum skýrt frá því, að
Jafnaðar- og Framsóknarmenn
ættu engum hæfum mönnum á að
skipa í trúnaðarstöður, svo að
kaupfélagið myndi eigi dafna og
blómgast fyrr en kommúnistar
stjórnuðu því sjálfir, — eða rétt-
ara sagt Þóroddur, og til þess að
slíkt tækist yrðu þeir að sækja vel
deildarfundina — helzt hver ein-
asti maður, — og ef einhverjir
þeirra væru eigi vissir um hverja
bæri að kjósa er komið væri á kjör-
stað, þá yrðu þeir aðstoðaðir og
auk þess leiðbeint á kosningaskrif-
stofu, er yrði á sjálfum kjörstaðn-
um. Ef einhverjir gætu komið því
við, að kjósa í tveim deildum,
myndi það auðvitað hækka at-
kvæðatöluna.
Flest fór þetta eftir því, sem
Þóroddur hafði mælt fyrir. Fram-
sóknar- og Jafnaðarmenn stóðu
sig illa og um Sjálfstæðismennina
innan kaupfélagsins var eigi að
tala. — Þóroddur sigraði í kosn-
ingunni og símaði til Reykjavíkur,
að hann hefði unnið glæsilegan
varnarsigur (eins og Þjóðverjar)
gegn ofurefli andstæðinga, sem
beitt hefðu allskonar bolabrögð-
um, — en sínir menn hefðu runnið
sjálfkrafa á kjörstaðinn. Ennfrem-
ur skrifaði Þóroddur mergjaða
skammagrein í næsta Mjölni, sem
út kom 26. þ. m. Sú grein f jallaði
um Framsóknar-, Jafnaðar- og
Sjálfstæðismenn, sem eru í kaup-
félaginu og skýrir hann þar t. d.
frá því, að við engar kosningar
hefðu kommúnistar „verið lagðir
eins í einelti með lygum og rógi,
eins og nú var gert, og ekki verið
logið upp öðru eins ógrynni af til-
hæfulausum sögum.“ Síðar í sömu
grein farast Þóroddi svo orð: „Það
væri óskandi, að slík viðurstyggð
eins og kosningabarátta þessarar
Breiðfylkingar (Framsóknar, Jafn
aðar- og fáeinir Sjálfstæðismenn*)
nú, ætti ekki eftir að nedurtaka sig
aftur hér á Siglufirði.“
* Hvernig lízt mönnum á slík um-
mæli um samfélagsmenn sína? Við
hverju má þá búast, þegar gengið
verður til bæjarstjórnar- eða Al-
þingiskosninga!!
Hér hefur nú verið skýrt frá
ýmsu misjöfnu, en þó er sagan
enn eigi sögð öll — því að á aðal-
fundi kaupfélagsins, sem haldinn
var 27. þ. m. setti Þóroddur met
í hræsni og ósvífni. Framan af var
fundurinn mjög hógvær og frið-
* Það sem innan sviganna er, er
viðbót Siglfirðings.
samur. Menn ræddu þar í bróðerni
um hag félagsins og ýmislegt, sem
til bóta gæti staðið. Undir þeim
umræðum hélt Þóroddur langa og
hjartnæma ræðu um það, að menn
ættu að standa saman um kaupfé-
lagið og blöð bæjarins gætu unnið
félaginu stór gagn með því að
skrifa vinsamlega um það, hvetja
menn til þess að ganga í það
o.s.frv., o.s.frv. Ef Þóroddur hefði
verið ópólitískur kaupfélagsmaður
og engin afskipti haft af fulltrúa-
valinu á aðalfundinn, þá hefði
þessi ræða hans verið ágæt, — en
eftir allt, sem á undan var gengið,
þá var hún óhæf, hreint og beint
hnefahögg á nasir samfélags-
manna hans, er höfðu aðrar stjórn
málaskoðanir. Því hvað er féalgið
án meðlimanna, sem hann hafði
svívirt daginn áður í Mjölni og var
í þann veginn að svifta öllum á-
hrifum með því að sparka þeim úr
trúnaðarstöðum félagsins ?
Svari Þóroddur ef hann getur,
eða hyggur hann máske, að hann
geti svínbeygt alla sína stjórn-
málaandstæðinga til auðmjúkrar
hlýðni við sig?
Ofan á þessa hræsnisþrungnu
ræðu bætti svo Þóroddur síðar á
fundinum einu því gerræðisfyllsta
og einræðiskenndasta athæfi, sem
hægt er að fremja á almennum
fundi.
Þegar komið var að vali trúnað-
armanna lagði Kristján Sigurðs-
son fram þaraðlútandi tillögu og
fylgdi henni úr hlaði með stuttri
ræðu. Kvaddi Halldór læknir sér
þá hljóðs og hugðist að ræða til-
löguna. Hafði Jörgenseri, er var
fundarstjóri, veitt honum orðið og
átti hann sér einski ills von. En
það fór allt á aðra leið, því að
læknirinn hafði aðeins talað
skamma stund og mjög stillilega,
er Jörgensen svifti hann orðinu
og veitti Þóroddi það, þótt hann
væri alls eigi á mælendaskrá. Þór-
oddur skýrði þá frá því, að hann
myndi alls eigi leyfa að ræða fram-
komna tillögu, en láta kosningu
trúnaðarmanna fara fram án frek-'
ari umræðna og skipaði fundar-
stjóra að taka orðið algjörlega
af lækninum.
Jörgensen er vitanlega algjör-
lega viljalaust verkfæri í höndum
Þórodds og hlýddi því fyrirskipun-
um yfirboðara síns,— en læknirinn
mótmælti þessu einræðiskennda
broti á fundarsköpum með því að
ganga af fundi, ásamt nokkrum
öðrum, sem töldu sér og fundinum
misboðið.
Þessi stutti en leiðinlegi þáttur,
um valdabrölt Þórodds innan Kaup
félags Siglfirðinga verður rúmsins
vegna að nægja í bili, en e. t. v.
mun Siglfirðingur birta meira um
Nýjar bækur:
Heim til framtíðarinnar, eftir
Sigrid Undset.
Njálssaga, innb. og ób.
Síðasta tækifærið að gerast
áskrifandi að Heimskringlu er
á föstudag og laugardag. —
Áskriftarlistar liggja frammi
hjá okkur.
Bókaverzlun
Lárusar Þ. J. Blöndal.
Hinar margeftirspurðu
INNKAUPSTÖSKUR
eru komnar.
Verzl. Halldór Jónasson.
Eigum til nokkur stykki af
íslenzkum flögpm
Einar Jóhannsson & €o.
Olíustakkar
Olíubuxur
Olíusvuntur
Olíuermar
Sjóhattar
Samfestingar
Vinnubuxur
Vinnutreyjur
Sjóbuxur
Ullarpeysur
Ullarleistar
Ullarvettlingar
Vinnuhanzkar
Vinnuskyrtur
Nærföt
VERZLUNIN
SVEINN HJARTARSON
sama efni, þegar lokið verður fram
haldi aðalfundarins, er frestað var
til 7. maí n. k.
Að endingu þetta: Pólitíska of-
beldisseggi eins og Þórodd Guð-
mundsson þarf Kaupfélag Siglfirð-
inga umfram allt að forðast, ef
það ætlar að verða sterkt og öfl-
ugt fyrirtæki.
Linoleumdúkur.
Hefi fengið mikið úr-
val af linoleumdúk.
EINCO
%