Siglfirðingur - 06.10.1944, Page 1
Siglfirðingur
Blað Sjálfstæðismanna í
Siglufirði.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Sigurður Björgólfsson
40. tbl. Föstudaginn £. okt. 1944. 17. árgangur.
Siglufjarðarprentsmiðja
Hvað gerist á alþingi?
Þessa spurningu heyrir almenn-
ingur daglega, og þannig spyr mað
ur mann um land allt.
Það gerist vafalaust margt á
Alþingi, og þingmenn eru önnum
kafnir dag hvern við nefndarstörf
—1 og baktjaldamakk, sem svo er
kallað, en það útlegst: samningar
og pólitísk verzlunarviðskipti og
hrossakaup milli flokkanna. Það
er því enganveginn þýðingarlaust
fyrir hvern flokk, að eiga slynga
og sniðuga ,,verzlunarmenn“ á
þinginu. Og þó ekki sé nema um
venjuleg hrossakaup að ræða á
sveitamanna vísu, þá þarf engu
að síður þekkingu á hrossum til
þess að láta ekki „snuða sig.“ Og
ekki þarf síður mikillar þekkingar
á pólitískri sálgreiningu á la Freud
til þess að láta ekki stæltustu og
ófyrirleitnustu hrossakaupmenn
þingsins draga sér burst úr nefi.
Því er nú að fer sem fer með
stjórnarmyndunina, að ekki má í
milli sjá, milli hinna bitviljr.gustu
athesta flokkanna. Þar sækjast
sér um líkir, svo að aldrei má í
milli sjá, hver sigra muni. En þjóð-
in bíður, þolinmóð enn sem komið
er — og hlustar og horfir á atið.
I.
Eift af þeim málum, s<?m er
einna allra hljóðast um á Alþingi,
er ,,launamálið“ svokallaða, þ. e.
um laun starfsmanna ríkisins. Er
þar um að ræða eitt allra mesta
réttlætismálið, sem þingið hefur
fengið tækifæri til að fjalla um
síðasta áratug og lengur. Skal hér
farið nokkrum orðum um þetta
frumvarp.
Það er samið af milliþinganefnd,
er f jármálaráðherra skipaði í júlí-
mánuði 1943, til að undirbúa og
gera tillögur um frumvarp til
launalaga, sem ríkisstjórnin hafði
í hyggju að leggja fyrir Alþingi
þá um haustið. Var nefnd þessi
skipuð samkvæmt ályktun Alþing-
is frá 1940 og 28. ágúst 1942, og
áttu sæti í henni fulltrúar stjórn-
málaflokkanna, ríkisstjórnarinnar
og Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja. I desember 1943 afhenti
nefndin fjármálaráðherra tillögur
sínar um launaflokka og launa-
stigaífcn greinargerð og nánari til-
lögur bárust frá ráðuneýtinu síð-
ar. Tii þcssa hofur ríkisstjórnin
ekki borið fram neinar tillögur á
Alþingi um launamál hins opin-
bera, eins og þó var ætiazt til, og
er sýnt þótti, að stjórnin ætlaði
ekkert að sinna málinu, en svæfa
það eða að minnsta kosti að tefja
framgang þess fyrst um sinn, gerð
ust til þess menn frá öllum flokk-
um að flytja málið á Alþingi og
freista þess að fá það afgreitt þar
til fulls á þessu þingi. Er frum-
varpið borið fram eins og launa-
málanefndin skilaði . því, ásamt
greinargerð hennar.
Það, sem nefnd þessi hefur álit-
ið höfuðviðfangsefni sitt og hlut-
verk, er einkum, eins og greinar-
gerðin innir, þetta tvennt:
1. að safna í eina heild öllum
gildandi launalagaákvæðum, hvort
sem þau voru sett með lögum eða
ákveðin af framkvæmdavaldinu.
2. að samræma laun og launa-
kjör þeirra starfsmanna á þann
hátt, að verða mætti grundvöllur
undir heildarlöggjöf, er búa mætti
við fyrst um sinn.
Svo sem kunnugt er, þá er aðal-
uppistaða launalaga ríkisins frá
1919, eða aldarfjórðungs gömul,
og því að mestu algjörlega úrelt,
því að síðan haf gerzt ótrúlegar
breytingar á lífsvenjum, lífsvið-
horfum, atvinnuvegum og launa-
þörf og launakröfum þjóðarinnar.
Enda hefur sífellt á hverju einasta
þingi síðan 1919 launum hinna
ýmsu launþega verið breytt og þá
eigi síður hitt, að aragrúi nýrra
embætta verið stofnað með ólíkum
og hærri stofnlaunum en fyrir voru
og svo síðar þeim launum aftur
breytt. Enda er nú svo komið, að
starfsmenn ríkis og bæja taka nú
laun sín eftir 77 LAGAÁKVÆÐ-
UM! Yrði of langt mál að rekja þá
„langavitleysu" hér, enda hefur
framkvæmdavaldið sjálft ákveðið
laun meiri hluta þeirra starfs-
manna, er það hefur ráðið í þjón-
ustu sína síðan 1919.
Launanefnd er skipuð var 1934
og rannsakaði iaunakjör opinberra
starfsmanna, bæði .gamalla og
þeirra, er komizt höfðu í embætti
þá á síðustu árum. Leizt launa-
nefnd þessari ekki á blikuna um
ranglætið og ósamræmið í launa-
greiðslunum og kemst svo að orði
um það.
„Þá liafa þær bætur mjög tíðk-
azt á launakjörum ef bætivr skýldi
kalla, að greiða einstökum mönn-
um persónulegar launabætur eða
lilynna að þeim með svonefndum
bitlingum. Kveður sv o rammt að
þeim bótum, að þess eru eigi alífá
dæmi, að slíkar launabætur starfs-
manna ríkisins VÆKU ANNAÐ-
HVORT LITLU MINNI, EÐA.
JAFNVEL MEIKI, en
grunnlaunin og dýrtíðaruppbót
samaalagt.
Þegar ný embætti hafa verið
stofnuð, liefur sjaldan þótt fært
að ákveða laun fyrir þau í sam-
ræmi við launalög. Stofnanir rík-
isins, sem að einliverju eða öllu
leyti hafa sjálfstæðan fjárliag,
hafa líka með öllu forðazt að sníða
launaákvæði eftir launalögum rík-
isins, heldur liafa þær ákveðið
starfsmönnum sínum laun eftir
geðþótta, eða eftir því, sem gerist
í einkarekstri.“
Það hefur alllengi verið þannig
um kaupgreiðslur til f jöldamargra
starfsmanna hins opinbera, að þær
eru svo margbrotnar, að launþeg-
inn eða starfsmaðurinn hefur ekki
hugmynd um hvað hann á að fá
eða hvað honum ber samkvæmt
öllum gildandi launalögum, göml-
um og nýjum. Þar koma til greina
launauppbætur, eiíi eða tvær eða
þrjár, grunnlaun, dýrtíðaruppbæt-
ur, verðlagsuppbætur, staðarupp-
bætur, lögákveðin aukavinna, önn-
ur aukavinna, dýrtíðaruppbætur á
hvorttveggja o. fl.
Sumir starfsmenn ríkisins hafa
svo mikla aukabitlinga og upp-
bætur, að laun þeirra eru komin
upp í 50—60 þúsundir á ári. Aðrir
starfsmenn fá ekki með öllum upp-
bótum meira en 8—10 þús. og
sumir miklu minna. Láglaunuðu
starfsmennirnir eru miklu fleiri,
þess vegna nemur launahækkun
hinna mörgu láglaunamanna nokk-
Tilraun til nýrrar
Stjðrnarmyndimar.
Forseti hefur falið Ólafi Tliors
formanni Sjálfstæðisfloklisins,
sem er stærsti flokkur þingsins, að
gera tilraun til að mynda þing-
ræðislega stjórn. Tilraun hinna
pólitísku flokka um fjögra flokka
samsteypustjórn mun nú með öllu
farin út um þúfur, og því vonlaust
að mynduð verði þingræðisstjórn í
því formi.
Aftur á móti mun eigi vonlaust
um það ennþá, að takast megi að
mynda stjórn með einhverjum
hætti er hefur að baki sér meiri
hluta þings. Mislieppnist þessi
lokatilraun, er ekki annað sýnna
en að íslenzkt stjórnarfar lendi í
tómri upplausn og glundroða.
Mun vænta meiga nokkurra tíð-
inda af þesstt á næstu dögum.
uru hærri fjárhæð, en lækkun á
kaupi hinna mun færri hálauna-
manna. Talið er, að eftir þessum
launalögimi (frumvarpinu) verði
hækkun af þeirra völdum á launa-
greiðslur ríkissjóðsins um 11%,
eða tæp 1.1 milljón króna.
Laun lægst launuðu starfs-
manna hafa síðan 1939 hækkað
um 25 — 30% og er hér átt við
grunnlaun.
Til samanburðar skal hér sýnd
hækkun gninnlauna nokkurra
starfsstétta á sama tíma:
Tímakaup: .
Húsgagnabólstrara hafa hækk-
að um 81.8%
á einu ári og síðar um 104.5%
Húsgagnasmiða 117.5%
Sömu við vélavinnu 120.6%
Skipasmiða 71%
Verkakvenna 75%
Verkamanna 78%
Vikukaup:
Bakara 4 ára 64%
— 5 ára 83.7%
— 6 ára 63.3%
Bifvélavirkja 94.9%
Bókbindarar 55%
(Framhald á 2. síhu)