Siglfirðingur - 01.03.1946, Blaðsíða 1
Siglufjarðarprentsmiðja 9. tbl. Föstudaginn 1. marz 1946. 19. árgangur
JÓN PÁLMASON, forseti sameinaðs Alþingis
Bandalag allra
I stjórnmálabaráttu þjóðarinnár
hefur lengst af svo til gengið
síðustu áratugina að allir and-
stöðuflokkar okkar Sjálfstæðis-
manna hafa í ræðu og riti útmálað
okkar flokk sem sinn sameigin-
lega óvin. Þeir hafa líkt honum
við afturhaldsflokka og auðhringa
annarra landa og haft í frammi
hverskonar brígsl.
Heildsalar, kaupmenn og stór-
ríkir útgerðarmenn ættu að vera
flokksins aðal kjami og allir þess-
ir menn væru eingöngu að verja
sinn auð, en hugsuðu aldrei um
þjóðarinnar hag.
AUt þetta moldviðri, sem þeytt
hefur verið yfir þjóðina áratugum
saman er í öllum aðalatriðum í
ósamræmi við sannleikann, en hef-
ir þó' haft sínar verkanir eins og
oft á sér stað um margendurtek-
inn áróður, þó lítið sannleiksgildi
hafi.
En auk þessa hefir oft slæðst
með eitt og annað satt og sannan-
legt, því auðvitað hefir okkar
flokkur sína galla eins og aðrir
þó stefna hans sé rétt. Sumt af
því,- Sem er þessa eðlis, er þó á
þá leið, að við teljum það hól þó
aðrir telji það lastyrði. Þannig er
með þá setningu sem er yfirskrift
þéssarar greinar og sém kom fyrir
nokkrum árum í grein eftir gáfað-
an andstæðing. öll var setningin
hér um bil á þessa leið: „Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki í venju-
legri merkingu orðsins, flokkur
heldur einskonar bandalag allra
stétta.
Frá sjónarmiði mannsins átti
þetta að vera til niðrunar og frá
hans hlið «r öll setningin ákveðin
sannindi.
Hann hugsar eins og okkar and-
stæðingum sé títt um stéttarbar-
áttuna og ágæti hennar.
Slíkir menn telja að það sé ekki'
flokkur sem ekki byggir á grund-
velli hennar. Þessvegna sé Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki flokkur. —
Hann sé bara bandalag allra stétta.
Frá sjónarhóli stéttarbaráttu
mannsins er þetta hárrétt skýring
og hún er það vinsamleg þó sögð
sé í niðrandi tón, að við getum
verið ánægðir með.
Okkar hugsunarháttur og stjóm
málavilji er í andstöðu við stéttar-
baráttu grundvöllinn. Við lítum á
okkar litla þjóðfélag sem eina heild
eins og t. d. mannlegan líkama.
Stéttirnar hafa mismunandi hlut
verk eins og limir líkamans. Bar-
átta þeirra milli stefnir að okkar
dómi til veikinda og dauða allrar
heildarinnar.
Við teljum stéttarflokka hverju
nafni sem nefnast, gróðurstíur
fyrir óvandaða pólitískra braskara
til að afla sér fjár og frama, en
þjóðarheildinni allri til tjóns, ef
ekki strax, þá síðar.
Þessvegna teljum við, að flokkur
og bandalag allra stétta geti vel
samrýmast, — það sé hin rétti hug
myndar flokksgrundvöllur. Þess-
vegna erum við ánægðir með ein-
kunnarbrðið „Bandalag allra
stétta.“ Við teljum þau sönnunar-
gögn fyrir þeirri staðhæfingu okk-
ar að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini
stjórnmálaflokkur þjóðarinnar allr
ar. Hver hinna er fyrir hluta af
þjóðinni og miða til sundrungar
en ekki sahivinnu.
„Flokkur sem bandalag allra
stétta“ getur ekki lifað til lengdar,
segja ýmsir okkar andstæðingar.
Hans framtíð er dauðadæmd. —
Þeir byggja þetta á því, að hver
aðili hljóti að fylgja sínum stéttar-
flokki vegna sinna persónulegu
hagsmuna. Stéttarflokkarnir hljóti
að hafa völdin og forkólfar þeirra
að fara með þau.
Þetta er framtíðarskipulagið,
sem þessir menn óska að fá. Þeir
hafa mikið til síns máls ef miða
skyldi við það, að allir hugsi ein-
göngu um persónulega stundar-
hagsmuni. Það er og sá eiginleiki
sem þeir vilja þroska og hafa
þroskað.
Þess vegna hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn verið og er í varnar-
andstöðu. Hann og þjóðfélagið eru
stétta
á sameiginlegri hagsmUnalínu.
Þessvegna er það svo að formæl-
endur stéttarbaráttunnar aðgæta
ekki það þegar þeir vilja dauða-
dæma bandalag allra stétta —
Sjálfstæðisflokkinn — þá dauða-
dæma þeir þjóðfélagið um leið.
Væri því öllu skipt upp í stétta-
flokka, þá hlýtur það að farast.
Upp af rótum þess rís að vísu eitt-
þvað nýtt eftir að fólkið hefur
gengið í gegnum sömu hörmungar
og þeir er missa húsaskjól og
aleigu í eldsvoða. Þá getur alræði
öreigans fyrst notið sín og ein-
ræðisfyrirkomulag ætti þá bezta
jarðveginn.
En ætli það væri nokkur gæfa
að gangá í gegn um eldraunina?
Mundi það ekki eins holt og efla
og styrkja bandalag allra stétta?
I því sambandi er vert að drepa
á afstöðu f jölmennustu stétta þjóð
arinnar, verkamenn og bændur.
Það virðist t. d. ekki neitt því til
fyrirstöðu og raunar er það eitt
eðlilegt, að verkamenn hafi mis-
Einn af vinsælustu borguium
bæjarins, Flóvent Jóhannsson varð
75 ára 17. þ. m.
Heimsóttu margir Siglfirðingar
hann á afmælisdaginn, til að árna
honum hamingju á þessum merkis-
deegi ævi hans, og þakka honum
allt það mikla, sem hann hefur
áorkað um æfina með óvenjulegum
dugnaði.
FÍóvent er fæddur að Bragaholti
við Eyjafjörð, 17. febr., 1871.
Stundaði hann nám að Hólum á
árunum 1894—1896, en annaðist
síðan kennslustörf þar á staðnum
til ársins 1898. Árið 1901 siglir
svo Flóvent út til Kaupmanna-
hafnar til framhaldsnáms við bún-
aðarháskólann þar í borg. 1902 tek
ur hann við bústjórn á Hólum, en
flytur nokkrum árum síðar að
munandi skoðanir á þjóðfélagsmál-
um. Það væri harla undarlegt, ef *
þeir tryðu því allir, að allsherjar
ríkisrekstur atvinnutækja og at-
vinnuvega sé eitthvert bjargræði
umfram það frjálsa fyrirkomulag
sem verið hefur. Enda er það áreið
anl.egt, að f jöldi verkamanna telur
stéttarbaráttuna ekkert allsherjar
bjargræði.
Þeir vita að eins og voldugasta
stórveldi heimsins Bandaríki Ame-
ríku er af því voldugt, að það
stendur saman af mörgum smá-
ríkjum undir einni allsherjarstjórn
eins getur okkar litla þjóðfélag því
aðeins lifað sem sjálfstætt ríki, að
bandaríki allra stétta, allra smá-
ríkja þjóðarinnar geti samið og
rætt ágreiningsmálin í einni sam-
eiginlegri stjójm.
Sama máli gegnir með bændur
og einnig hverja aðra þjóðfélags-
stétt.
Það hafa margir undrast það,
að bændur skuli vera í tveim eða
fleiri stjórnmálaflokkum. Heyrast
meira að segja raddir um það, að
slíkt sé hið mesta vanþroskamerki.
Eg lít þveröfugt á það mál. Það
er svo eðlilegt sem mest má vera,
að menn í fjölmennri stétt hafi
mismunandi skoðanir. Þó hér yrðu
aðeins tveir stjórnmálaflokkar,
sem séu þjóðnýtingarmenn og
Sjávarborg, en þar bjó hann svo
um skeið. Árið 1916 flyzt hann
til Siglufjarðar og var í mcrg ár
verkstjóri hjá Ásgeiri Péturssyni.
1 bæjarstjórii Siglufjarðar sat
Flóvent frá 1919 til 1928. Gengdi
hann störfum sínum þar með prýði
og af miklum dugnaði.
Flóvent er drengskaparmaður og
hefir unnið sér velvild og virðingu
allra, sem honum hafa kynnzt.
Voru því margir, sem heimsóttu
hann á afmælisdaginn til að óska
honum langra lífdaga og þakka
liðnar stundir.
Siglfirðingur óskar afmælisbarn-
inu til hamingju með þennan dag
um leið og það vonar, að bærinn
megi sem lengst njóta verka þessa
mikla athafnamanns. ' ..
(Framhald á 4. síðu)
Flóvent Jóhannsson 75 ára