Siglfirðingur - 01.03.1946, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR
'""T----
3
ÁVARP
til íslenzkrar œsku
Blaðið telur rétt að birta
þetta ávarp og ályktanir
sambandsþings ungra Sjálf-
stæðismanna, til að siglfirzk
æska geti kynnt sér stefnu
Sjálfstæðismanna í hinum
ýmsu landsmálum.
Áttunda þing Sambands ungra
Sjálfstæðismanna, haldið í Reykja-
vík 13.—19. júní 1945, beinir eftir-
farandi ávarpi til íslenzkrar æsku:
„Þingið fagnar endurreisn lýð-
veldisins 17. júní 1944, með þeim
eindæma samhug ungra og gam-
alla, er fram kom við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna.
Þingið telur, að framtíð hins
íslenzka lýðveldis beri að tryggja
með því að treysta og efla grund-
völl stjórnskipunarinnar — lýð-
ræði og þingræði. Skorar þingið á
æsku landsins að sameinast í bar-
áttunni fyrir frjálsræði einstak-
linganna til framkvæmda og at-
hafna og vinna gegn öllum til-
hneigingum til hverskonar einok-
unar eða óþarfa opinberra af-
skipta.
Þingið telur, að með myndun
núverandi þingræðisstjórnar, á síð
astliðnu hausti, hafi farsællega
tekist að bjarga þingræðinu frá
voða,' jafnframt því sem málefna-
grundvöllur ríkisstjórnarinnar fel-
ur í sér, möguleika til víðtækrar
nýsköpunar í atvinnulífinu og varð
veizlu vinnufriðar í landinu. Lýsir
þingið eindregnum stuðningi við
stefnu stjórnarinnar og heitir á
æsku landsins að fylkja sér af
einurð um þessa stefnu.
Þingið skorar á æskulýð lands-
ins að standa vel á verði um hin
þjóðlegu verðmæti og halda sí-
vakandi þjóðernistilfinningu sinni,
sem er aflgjafi framfara og sjálf-
stæðis.“
ÁLYKTANIR
S AMB ANDSÞIN GS
ATVINNUMÁL :
„Sambandsþing ungra Sjálfstæð
ismanna, haldið í Reykjavík í júní
1945, telur nauðsynlegt grundvall-
aratriði, að frjálsræði ríki í at-
vinnurekstri landsmanna, enda sé
atvinnulöggjöf þjóðarinnar þannig
hagað, að framtak einstaklingsins
sé verndað og viðuckennt, en hins-
vegar beri að forðast óþarfa af-
skipti ríkisins af atvinnumálum.
Þingið lýsir sig mótfallið hvers-
konar einokun, höftum og afskipt-
um af athafnafrelsi landsmanna.“
SJÁVARtTVEGSMÁL:
„Sambandsþingið telur nauðsyn
að efla sjávarútveginn sem mest
og gera framleiðsluna ^jölþættari
og telur heppilegt að gera það á
grundvelli nýsköpunaráforma ríkis
stjórnarinnar.
Þá telur þingið að stefria beri að
því, að skattalöggjöfinni verði
breytt í það horf, að útvegsmönn-
um sé heimilað að afskrifa skip
og tæki stórum meir en nú er leyft,
þannig, að þau komist sem fyrst
niður í það, sem telja má eðlilegt
verð.“
LANDBÚNAÐARMÁL:
„Sambandsþingið telur nauðsyn-
legt að koma á nýsköpun á sviði
landbúnaðarmálanna. Það telur ó-
eðlilega skipun á þessum málum,
að landbúnaðurinn þurfi á beinum
styrkjum að halda sýr til fram-
dráttar. Hins vegar telur þingið
nauðsynlegt að stofnaður verði
einn sjálfstæður, öflugur sjóður,
sem veiti veruleg lán með hag-.
kvæmum kjörum, til bygginga og
ræktunarframkvæmda í sveitum
landsins. Þingið er því eindregið
fylgjandi, að flestar jarðir komist
í sjálfsábúð.
Þingið treystir fyllilega bændum
og sveitaæskunni til að endurreisa
landbúnaðinn og koma honum í ný-
tízku horf.“
VERZLUN OG IÐNAÐUR :
„Þingið er eindregið fylgjandí
framtaki einstaklinga í verzlun og
iðnaði. Það telur nauðsyn að létta
af viðskiptalífinu hömlum og íhlut-
un hins opinbera, sem komið hefir
verið á á kreppu- og styrjaldar-
tímum. — Það átelur harðlega
þann órétt, sem yngri fyrirtæki
og einstaklingar hafa verið beittir
í úthlutun innflutningsleyfa. Til
þess að íslenzkur iðnaður geti stað
ist samkeppni við erlendan iðnað,
telur þingið nauðsynlegt að tollar
á hráefnum til iðnaðar verði stór-
nm lækkaðir eða jafnvel með öllu
afnumdir.
Þingið telur nauðsyn að komið
verði upp raforkuverum um land
allt fyrir sveitir og sjávarþorp,
svo að iðnaður, hvar sem er á
landinu, eigi kost á nægilegu raf-
•magni til starfsrækslu sinnar.
Þá telur þingið, að iðnaðurinn í
landinu sé hætta búin af lokun
iðngreinanna, þar sem það skapar
kyrrstöðu í iðnaðinum og útilokar
oft og tíðum hæfa æskumenn frá
námi í þeim iðngreinum, sem hugur
þeirra stendur til.“
Menningarmál
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna ítrekar ályktanir
fyrri sambandsþinga um þjóðernis-
mál og beinir þeirri áskorun til
íslenzkrar æsku og allra góðra ís-
lendinga að fylkja sér með djörf-
ung og festu um varðveizlu hinna
þjóðlegu verðmæta. Sé lögð á það
aukin áherzla með félagssamtök
um í uppeldis- og menntastofnun-
um þjóðarinnar og með hverju því
móti, er verða má, að örfa og
glæða íslenzka þjóðemiskennd og
þjóðrækni.“
„8. Sambandsþíng ungra Sjálf-
stæðismanna beinir hér með eftir-
farandi áskorun til Alþingis og
ríkisstjórnar:
1. að 17. júní verði lögskipaður
frídagur þjóðarinnar.
2. að sú breyting verði gerð á
skipan fánadaga, að sjómanna-
dagurinn og frídagur verzlunar
manna, fyrsti mánudagur í
ágúst, verði teknir upp í tölu
fánadaganna.“
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna beinir þeirri áskorun
til ríkisstjórnarinnar, að hún láti
framfylgja til hlýtar gildandi laga-
fyrirmælum um eftirlit með út-
lendingum.
Sambandsþingið lætur einnig í
ljós það álit sitt, að löggjafarvald-
inu beri hverju sinni að kynna sér
rækilega hagi og fortíð þeirra ein-
staklinga, sem það hyggst veita
íslenzkan borgararétt."
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna fagnar því, að álykt-
un síðasta Sambandsþings um fána
löggjöf skuli vera komin í fram-
kvæmd. — Heitir þingið á unga
Sjálfstæðismenn um land allt og
þjóðina 1 heild að varðveita sem
bezt þetta helga tákn þjóðfrelsis
og gæta þess ,að því sé sýnd til-
hlýðileg virðing.“
MENNTAMÁL :
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna lýsir eindregnu fylgi
sínu við ályktanir landsfundar
Sjálfstæðisflokksins í menntamál-
um og telur höfuðnauðsyn, að þær
komizt allar í framkvæmd.
Þingið vill leggja sérstaka á-
herzlu á það, að öllum æskulýð
þjóðarinnar verði gefinn kostur á
að öðlast þá menntun, sem hver og
einn kýs, og enginn efnilegur náms
maður þurfi að fara menntunar á
mis vegna efnaskorts. Telur þing-
ið miklu varða fyrir framtíð þjóð-
arinnar, að æska landsins sé sem
bezt menntuð.
Þingið telur brýna nauðsyn bera
til að þjóðin eignist sérfróða menn
á sem flestum sviðum og skorar
á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja
þjóðfélaginu krafta slíkra manna
að námi loknu.
Þingið telur reynsluna hafa leitt
í ljós, að þörf sé fleiri mennta-
skóla eða að núverandi mennta-
skólar verði stækkaðir. Þingið tel-
ur miklu varða, að ekki verði
dregið úr kröfum þeim, sem nú
eru gerðar til undirbúnings
stúdentsprófi.
Þingið telur æskilegt að hafa
heimavistir við sem flesta skóla
og telur einkum nauðsynlegt að
stækka nú þegar heimavist Menta-
skólans á Akureyri, sem hefir um
margra ára skeið ekki getað full-
nægt eftirspurn.“
IÞRÓTTAMÁL:
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna telur hina méstu
nauðsyn fyrir framtíð þjóðarinn-
ar, að tryggð sé eftir megni and-
leg og líkamleg heilbrigði æskunn-
ar í landinu. Telur þingið í því sam
bandi mikilsvert, að íþróttastarf-
semin sé elfd eftir megni. Skorar
þingið á Alþingi og ríkisstjórn að
styðja sem bezt og styrkja öll þau
æskusamtök, sem vinna að íþrótta-
málum og leitast á annan hátt við
að temja æskunni holla lifnaðar-
hætti og heilbrigt útiíif.
Að öðru leyti vísar þingið til
ályktunar síðasta Sambandsþings
um íþróttamál og ítrekar þau at-
riði, sem þar koma fram. Auk
þess leggur þingið áherzlu á það,
að leitast verði við að sérmennta
menn í byggingu íþróttaleikvanga
og sunglauga, svo að þessar fram-
kvæmdir komi að sem beztum not-
um.“
ÁFENGISMÁL :
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna telur siðferði og heil-
brigði æskunnar í landinu stafa
mikla hættu af hinu mikla áfengis-
flóði og hinu óheilbrigða samkvæm
islífi, sem það hefir skapað. Skorar
þingið á Alþingi og ríkisstjórn að
taka áfengismálin til rækilegrar
íhugunar.
Þingið skorar á fræðslumála-
stjórnina að láta framkvæma betur
en verið hefir fyrirmælin um bind-
indisfræðslu í skólum.
Þingið lýsir vanþóknun sinni á
því, að ekki skuli vera auðið að
fá stærsta hótel landsins leigt til
samkomuhalds, nema hafa þar vín-
veitingar um hönd.“
ÁSKORUN U. M. F. í. :
„8. Sambandsþing ungra Sjálf-
stæðismanna lýsir eindregnum
(Framhald á 4. síðu)