Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 2
Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Valur og Fram mætast annað árið í röð í úrslitum Íslandsmótsins í hand- knattleik kvenna. Það skýrðist end- anlega þegar Valur vann Fylki öðru sinni, 28:20, í Fylkishöllinni í Árbæ á laugardaginn. Úrslitaeinvígi Vals og Fram hefst á föstudagskvöldið en þau léku einnig til úrslita í fyrra og þá vann Valur og hefur þar með titil að verja. Íslandsmeistararnir slógu Fylki út úr undanúrslitunum 2:0 en Fylkir veitti Val nokkra keppni í síðari leiknum. Valskonur náðu reyndar góðu forskoti í fyrri hálfleik þar sem 3-3 vörn liðsins virkaði vel. Árbæing- um tókst hins vegar að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik en komust ekki nær Valsliðinu en fjögur mörk, aðallega þar sem leikmenn Fylkis fóru illa með góð marktækifæri. Anna Úrsúla meiddist Anett Köbli var markahæst hjá Val með sjö mörk. Íris Ásta Péturs- dóttir skoraði sex mörk eins og Hrafnhildur Skúladóttir. Camilla Transel skoraði fjögur mörk. Sunna Jónsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Fylki og nafna hennar Sunna María Einarsdóttir skoraði fjögur mörk. Nataly Valencia og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu þrjú mörk hvor. Línumaðurinn öflugi Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af leik- velli í fyrri hálfleik en kom aftur inn á í síðari hálfleik. Axlarmeiðsli eru að plaga Önnu og óljóst hversu mik- ið hún getur beitt sér í fyrsta leikn- um á móti Fram. Allir leikmenn þurfa að leggja sitt af mörkum Íris Ásta Pétursdóttir segir breiddina í leikmannahópnum skipta miklu máli hjá Val. „Við erum með allt annað lið en í fyrra. Við misstum marga leikmenn en fengum mjög góða leikmenn í staðinn. Í rauninni erum við með ágæta breidd og mjög gott lið. Við erum alls ekki verra lið en við vorum í fyrra og erum líklega betri ef eitthvað er. Breiddin skiptir rosalega miklu máli í úrslitakeppn- inni. Þar þurfa allir leikmenn að leggja sitt af mörkum. Við erum með fjórtán leikmenn og þeir vita allir að þeir þurfa á einhverjum tímapunkti að fara inn á völlinn og spila. Hvort það eru tíu mínútur eða fimmtíu mínútur, það skiptir engu máli og það er frábært að hafa slíka breidd. Ég hef alltaf sagt að Valur og Fram séu tvö bestu liðin á landinu og það er alltaf gaman að spila á móti þeim,“ sagði Íris í samtali við Morg- unblaðið á laugardaginn.  Á mbl.is/sport/handbolti er að finna myndskeið með viðtölum við Stefán Arnarson, þjálfara Vals, og Finnboga Grétar Sigurbjörnsson, þjálfara Fylkis. Fylkir úr leik Morgunblaðið/Golli Línusending Íris Ásta reynir línusendingu á Önnu Úrsúlu en óvíst er hvort þeirrar síðarnefndu njóti við á næstunni þegar Valur mætir Fram.  Veitti meisturunum mótspyrnu í síðari leiknum  Valur sigraði þó 2:0  Valur og Fram mætast eina ferðina enn Á VELLINUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta var örugglega ekki fallegasti handboltaleikur sem fram hefur far- ið. Mikið var um tæknimistök á báða bóga en okkur tókst að vinna og tryggja okkur sæti í úrslitunum, það skipti meginmáli þegar upp var staðið,“ sagði Stella Sigurðardóttir, markahæsti leikmaður Fram með sex mörk, eftir að hún og liðsfélagar hennar unnu Stjörnuna öðru sinni í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik á laugardaginn, loka- tölur: 22:21. Fram vann fyrri viður- eignina á heimavelli á síðasta mið- vikudag, 38:30, og leikur þar með til úrslita við Val um Íslandsmeistara- titilinn og hefst rimma liðanna á föstudag. Eins og Stella sagði var viður- eignin ekkert sérstök fyrir augað. Talsverða spenna var í leikmönnum og hver mistökin ráku önnur. Nærri 30 tæknimistök, aðallega rangar sendingar, voru í fyrri hálfleik, og hætti undirritaður hreinlega að telja þegar komið var fram í síðari hálf- leikinn, slíkur var fjöldinn. Bæði lið eiga að geta leikið mikið betur. Miklar sveiflur voru í leiknum, sem e.t.v. var afleiðing margra mis- taka. Fram-liðið var með frum- kvæðið í leiknum lengst af og náði oft tveggja til þriggja marka og stundum fjögurra marka forskoti en hélst illa á því. Baráttuglaðir leik- menn Stjörnunnar voru svo sann- arlega ekki tilbúnir að gefa mögu- leikann á hugsanlegum oddaleik frá sér átakalaust. Stjarnan lék lengst af 5/1 vörn með Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur sem fremsta mann. Fram-liðinu gekk illa, einkum framan af leiknum að finna leiðir til þess að opna fyrir Stellu, aðalskyttu sína. Varnarleikur beggja liða var í góðu lagi og markverðirnir, Íris Björk Símonardóttir hjá Fram og Sólveig Björk Ásmunardóttir, Stjörnunni, voru með á nótunum. Einkum varði Íris Björk jafnt og þétt allan leikinn og sennilega reið framganga hennar baggamuninn fyrir Fram að þessu sinni. Jafnt varð að loknum fyrri hálf- leik, 11:11. Fram byrjaði síðari hálf- leikinn af krafti og komst í 15:11 og virtist ætla að taka völdin í leiknum. Sú varð ekki raunin. Stjarnan jafn- aði metin, 17:17, og eftir það var mikil barátta á báða bóga. Stjarnan náði í fyrsta sinn forystu, 20:19, þeg- ar sjö mínútur voru eftir. Liðið bætti síðan marki við, 21:19, og virtist ætla að hafa sigur. Sú varð ekki raunin. Fram-liðið var sterkara á enda- sprettinum og skoraði þrjú síðustu mörkin. Sigurmarkið skoraði Karen Knútsdóttir úr vítakasti þegar ein mínúta var eftir. Eftir að ruðningur var dæmdur á Stjörnuna 14 sek- úndum fyrir leikslok rann síðasti möguleiki liðsins á að jafna metin og knýja út framlengingu, út í sandinn. Eigum harma að hefna „Það verður gaman að takast á við Val í úrslitunum. Við eigum harma að hefna fyrir síðasta ár þegar við töpuðum fyrir Valsliðinu í úrslit- unum. Við erum staðráðnar í að mæta af fullum krafti í einvígið við Val og hefna fyrir síðasta ár. Við ætlum okkur að vinna að þessu sinni,“ sagði Stella Sigurðardóttir, stórskytta Fram-liðsins.  Á mbl.is/handbolti er að finna myndskeið með viðtölum við Einar Jónsson þjálfara Fram og Gústaf Adolf Björnsson, þjálfara Stjörn- unnar. Íris Björk frábær Morgunblaðið/Kristinn Áfram Ásta Birna Gunnarsdótir, fyrirliði Fram, og samherjar eru komnir í úrslit eftir að hafa unnið Stjörnuna í tvígang í undanúrslitum.  Fram skoraði síðustu þrjú mörkin gegn Stjörnunni og tryggði sér sæti í úrslitum þriðja árið í röð 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Mýrin, undanúrslit kvenna í hand- knattleik, N1-deildin, annar leikur laugardaginn 2. apríl 2011. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 3:3, 5:9, 9:9, 9:11, 11:11, 11:15, 14:15, 19:19, 21:19, 21:22. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6/3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Gunnur Sveinsdóttir 3, Solveig Lára Kjærnested 3, El- ísabet Gunnarsdóttir 2, Hildur Harð- ardóttir 1, Kristín Jóhanna Clausen 1. Varin skot: Sólveig Björk Ásmund- ardóttir 11/1 (þaraf 3 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Kar- en Knútsdóttir 4/1, Ásta Birna Gunn- arsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17 (þaraf 1 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Svavar Pétursson og Arn- ar Sigurjónsson, ekkert sérstakir. Áhorfendur: Innan við 100.  Fram vann einvígið, 2:0. Stjarnan - Fram 21:22 Fylkishöll, undanúrslit kvenna í hand- knattleik, N1-deildin, annar leikur laugardaginn 2. apríl 2011. Gangur leiksins: 6:10, 10:16, 17:21, 20:28. Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Unnur Ómarsdóttr 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12 Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Vals: Anett Köbli 7, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 1, Rebekka Rut Skúladóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds- dóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Brynjar Einarsson og Val- geir Ómarsson. Áhorfendur: 100.  Valur vann einvígið, 2:0. Fylkir - Valur 20:28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.