Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011
Síðasta bikarmót ársins var haldið á
laugardaginn og að því loknu var
uppskeruhátíð karatefólks haldin og
sigurvegarar bikarmótanna krýndir.
Bikarmeistarinn í karlaflokki í ka-
rate frá því í fyrra, Kristján Helgi
Carrasco, Víking, varði titil sinn
nokkuð örugglega en í öðru sæti
varð Elías Snorrason, KFR, og í
þriðja sæti Jóhannes Gauti Óttars-
son, Fylki. Harðari keppni var í
kvennaflokki þar sem nýr meistari
var krýndur. Aðalheiður Rósa Harð-
ardóttir, Karatefélagi Akraness,
varð bikarmeistari eftir harða
keppni við Telmu Rut Frímanns-
dóttur. Þær voru afar jafnar og voru
t.d. með jafn mörg stig að loknum
tveimur mótum.
Hekla Helgadóttir, Þórshamri,
varð svo í þriðja sæti.
Þess má geta að bæði Kristján
Helgi og Aðalheiður Rósa voru út-
nefnd karatemaður og -kona ársins
2010.
Nánari frétt má sjá á mbl.is/sport.
iben@mbl.is
Bikarmeist-
ari annað
árið í röð
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í
þýska meistaraliðinu Kiel tryggðu
sér sæti í 8-liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu með því að vinna
stórsigur á danska liðinu Kolding,
36:24, í síðari viðureign liðanna í 16-
liða úrslitum. Leikurinn fór fram í
Kiel að viðstöddum 10.250 áhorf-
endum.
Aron Pálmarsson hafði hægt um
sig í leiknum og skoraði aðeins einu
sinni.
Björgvin Páll Gústavsson, lands-
liðsmarkvörður, og félagar hans í
svissneska liðinu Kadetten máttu
hinsvegar bíta í það súra epli að falla
úr leik í 16-liða úrslitum í gær. Þeir
töpuðu fyrir Montpellier, 35:27, síð-
ari viðureigninni sem fram fór í
Montpellier.
Kadetten vann fyrri viðureignina
á heimavelli, 31:26, en það reyndist
ekki nóg þegar á hólminn var komið.
Montpellier vann með samtals
þriggja marka mun í tveimur viður-
eignum.
Björgvin Páll lék að vanda í marki
Kadetten sem nú getur einbeitt sér
að því á heimavelli að verja meist-
aratitilinn sem liðið vann fyrir ári.
Kiel áfram
en Kadett-
en úr leik
Guðjón Valur Sigurðsson endur-
heimti sæti sitt í liði Rhein-Neckar
Löwen í gær og þakkaði traustið
með því að leika afar vel og skora
m.a. sjö mörk í sigri liðsins á útivelli
á Melsungen, 37:28.
Róbert Gunnarsson og Ólafur
Stefánsson skoruðu tvö mörk hvor
fyrir Löwen. Þýski landsliðsmaður-
inn Michael Müller lék með Löwen á
ný en hann hefur verið lengi frá eftir
að hafa slitið krossband í hné. Müll-
er skoraði þrjú mörk að þessu sinni.
Með sigrinum færðist Löwen upp
í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar.
Liðið hefur 41 stig eins og Füchse
Berlín og á auk þess leik til góða.
Burgdorf vann tvö mikilvæg stig í
botnbaráttu deildarinnar þegar það
lagði Balingen á heimavelli, 26:25.
Sigurbergur Sveinsson skoraði þrjú
mörk fyrir Burgdorf og Hannes Jón
Jónsson, fyrirliði, eitt. Ásgeir Örn
Hallgrímsson náði ekki að skora
fremur en Vignir Svavarsson. Vignir
var útlokaður frá leiknum með þrjár
brottvísanir þegar 12 sekúndur voru
til leiksloka. iben@mbl.is
Guðjón Valur
með á ný og
skoraði sjö
Það var mikil dramatík í göngukeppninni á laugardaginn
þar sem Veronika Lagun frá Akureyri sigraði í hefðbundinni
göngu kvenna á 16 mínútum og 36 sekúndum. Önnur í mark
var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir frá Ísafirði á 16 mínútum
og 37 sekúndum. Hólmfríður Vala hafði ágæta forystu þegar
hún kom í síðustu beygjuna, en datt í henni, var samt snögg á
fætur aftur, en Veronika naut þess að vera á fullri ferð og
rétt skaust fram fyrir Hólmfríði Völu á endalínunni, en að-
eins ein sekúnda skildi þær að. Þriðja í göngunni varð síðan
Svava Jónsdóttir frá Ólafsfirði á 16,44.
Hólmfríður Vala varð þar með af gullinu í hefðbundinni
göngu en skaut samt eiginmanni sínum ref fyrir rass. Maður
hennar, margreyndur göngugarpur, fyrrverandi formaður
Skíðasambandsins og núverandi bæjarstjóri á Ísafirði, Daní-
el Jakobsson, varð í þriðja sæti í karlaflokki, á 27,31 þannig
að þau hjónin fóru vestur með silfur og brons. Sævar Birg-
isson frá Ólafsfirði sigraði í göngunni á 26,51 og Andri Stein-
dórsson frá Akureyri varð annar á 27,20. Reyndar voru einn-
ig veitt verðlaun í aldursflokki 35-49 ára og þar hlutu
bæjarstjórahjónin frá Ísafirði bæði gull og Þröstur Jó-
hannesson frá Ísafirði fékk gull í flokki 50 ára og eldri. Í
flokki 17-19 ára sigraði Gunnar Birgisson úr Ulli á 29,31
og hann sigraði einnig í tvíkeppninni í sínum flokki.
Veronika sigraði í tvíkeppni kvenna og hjá körlunum
var það Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri sem sigaði,
en hann kom fyrstur í mark með frjálsri aðferð á föstudag-
inn og varð fjórði með hefðbundinni aðferð.
Akureyringar sigruðu nokkuð örugglega í boðgöngunni
þar sem liðin gengu þrisvar sinnum 7,5 kílómetra, sá fyrsti
með hefðbundinni aðferð en hinir tveir með frjálsri. Andri
Steindórsson, Vadim Gusev og Brynjar Leó voru í sig-
ursveitinni á tímanum 59,28. Ólafsfirðingar komu næstir á
1.02,39 og Ísfirðingar þriðju á 1.05,10.
Ólafsfirðingar fengu flest verðlaun í göngunni, 16 tals-
ins, þrjú gull, sex silfur og 7 brons, en Akureyringar fóru
heim með 13 verðlaunapeninga, fimm gull, og voru þar á
toppnum, jafn marga silfurpeninga og þrjú bronsverðlaun.
skuli@mbl.is
Sekúnduspursmál og fall í spennandi
keppni í hefðbundinni göngu kvenna
Jafnt Veronika Lagun kemur í
Í FJALLINU
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Björgvin Björgvinsson, skíðamaður
frá Dalvík, heldur áfram að safna verð-
launagripum á Skíðamóti Íslands,
hann sigraði í svigi, stórsvigi, alpatví-
keppni og samhliðasvigi á mótinu sem
lauk í Bláfjöllum í gær. Fullt hús hjá
kappanum og þar með er hann búinn
að vinna til 34 gullverðlauna á mótum
þessum í gengum tíðina.
Það var ekki leiðinlegt að fylgjast
með keppni á Skíðamóti Íslands í Blá-
fjöllum í gær. Rjómablíða, fínt færi og
bæði jöfn og skemmtileg keppni. Það
gerist einfaldlega ekki mikið betra.
Skíðafólkið stóð líka fyrir sínu og
áhorfendur urðu vitni að skemmtilegri
keppni í blíðunni. Björgvin var með
besta tímann eftir fyrri ferðina í stór-
sviginu í gær, 47,77, en Sturla Snær
Snorrason úr SKRR, var ekki langt
undan á 48,04 og Gísli Rafn Guð-
mundsson, einnig úr SKRR, var með
þriðja besta tíma eftir fyrri ferð, 48,29.
Björgvin gerði engin mistök í síðari
ferðinni og landaði þar með sínum 33
Íslandsmeistaratitli, fékk sam-
anlagðan tíma 1.32,95 en Sturla Snær
varð annar á 1.33,82 og Gísli Rafn þriðji
á 1.34,06, en þeir Sturla Snær og Gísli
Rafn urðu í sjötta og sjöunda sæti í svig-
inu á laugardaginn þar sem Sturla Snær
gerði sér lítið fyrir og skaust upp um
nokkur sæti með því að eiga næstbestu
síðari ferð allra keppenda. Bestum tíma
í síðari ferðinni á laugardaginn náði Jak-
ob Helgi Bjarnason frá Dalvík og vann
hann sig upp í 18. sætið með þeim tíma.
Með bestan tíma í sviginu var Andri
Árnason, íslenskur skíðamaður sem
keppir fyrir Svíþjóð þar sem hann hefur
verið búsettur lengi, en hann skíðaði á
1.37,18 sekúndum. Björgvin var með
tímann 1.37,34, Brynjar Jökull Guð-
mundsson, SKRR, með 1.40,97 og hlaut
silfrið fyrir og bronsið féll í skaut Magn-
úsar Finnssonar frá Akureyri, en hann
fór ferðirnar tvær á 1.41,14.
„Þetta tókst,“ sagði Björgvin þegar
hann kom í mark í stórsviginu í gær.
„Strákarnir skíðuðu rosalega vel í dag
og ég óska þeim til hamingju með það,
það er gaman að fá góða keppni og það
var virkilega gaman að þessu. Ég þurfti
að hugsa minn gang og þetta var virki-
lega gaman,“ sagði Björgvin, sem hefur
ekki lagt áherslu á stórsvig síðustu árin,
heldur einbeitt sér að sviginu.
„Ég kann þetta greinilega ennþá.
Síðustu fjögur ár hef ég skíðað svona
um 15.000 beygjur í svigi en í kring um
900 beygjur á ári í stórsvigi þannig að
það er talsverður munur þarna á. En
ég hef svo góðan grunn í stórsviginu og
fínt að keyra það líka,“ sagði Björgvin
og sagðist stefna að því að sigra einnig í
samhliðasviginu sem fram fór síðar um
daginn. „Samhliðasvigið er skemmti-
legt form þar sem allt getur gerst.
Þetta eru ungir sprækir strákar og
gott start getur gert gæfumuninn. Við
sjáum til hvað setur,“ sagði Björgvin.
Hann vann síðan Brynjar Jökul Guð-
mundsson í úrslitum í samhliðasviginu,
Brynjar Jökull var fljótari í fyrri ferð-
inni, en Björgvin í þeirri síðari og vann
samanlagt. Þriðji varð Markús Már Jó-
hannsson úr Breiðabliki.
„Þeir eru víst orðnir 34 Íslands-
meistaratitlarnir og það er stefnt að
þeim fleirum. Ég er með fínt herbergi
heima hjá mömmu og pabba þar sem
ég geymi þetta allt þannig að ég þarf
ekkert að kaupa mér risastórt hús,“
sagði meistarinn brosandi spurður
hvort hann yrði ekki að fara að leita að
stærra húsnæði til að geyma alla verð-
launagripina.
Eftir fyrri ferðina í stórsviginu í gær
var ljóst að keppnin yrði spennandi
því munurinn var ekki svo mikill.
„Þegar aðstæður eru svona eins og
þær eru núna, þá getur þetta orðið
mjög tæpt því ég get ekki skíðað eins
og ég get best. Ég keppi alltaf í stór-
svigi þegar ég er á landinu og finnst
það rosalega gaman enda er ekki eins
mikil pressa á mér þar eins og í svig-
inu. Ég æfi það ekki, en samt ætlast
menn til að ég vinni þetta og ég legg
líka áherslu á að vinna,“ sagði Björg-
vin, sem sagðist vona að þeir skíða-
menn sem kæmu næstir á eftir honum
væru að nálgast hann eitthvað, en
hann hefur borið höfuð og herðar yfir
aðra skíðamenn hér á landi und-
anfarin ár.
Um næstu helgi verður Björgvin
meðal keppenda á Icelandair Cup
mótinu á Akureyri. „Ég vona í það
minnsta að ég geti keppt. Ég er að
fara að eignast mitt annað barn eftir
tvær vikur þannig að maður veit svo
sem ekki hvað gerist, hvort ég verð
uppi á fæðingadeild að taka á móti eða
í brautinni að keppa,“ sagði hinn verð-
andi faðir.
Á mbl.is/sport er að finna mynd-
skeið með viðtölum við Björgvin og Ír-
isi.
Morgunblaðið/Eggert
Sigurvegari Björgvin Björgvinsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í öllum fjórum alpagreinunum á Skíðamóti Íslands um helgina.
Bikurum fjölgar enn
Fullt hús hjá Björgvini á Skíðamóti Íslands 34 Íslandsmeistaratitlar komnir í
höfn Verðlaunasafnið vel geymt í herbergi heima hjá foreldrum meistarans