Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011 Pétur Eyþórsson úr Ármanni hlaut sæmdarheitið glímukóng- ur Íslands í sjötta sinn þegar hann sigraði í Íslandsglímunni sem fram fór íþróttahúsinu á Reyðarfirði á laugardaginn. Pét- ur hlaut sjö vinninga. Mývetning- urinn Bjarni Þór Gunnarsson hlaut annað sætið og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, ÚÍA, hafn- aði í þriðja sæti eftir að hafa lagt Jón Smára Eyþórsson, Ármanni, í viðureign um sætið. Pétur hlaut að launum Grett- isbeltið, elsta verðlaunagrip í ís- lenskri íþróttasögu. Sindri Freyr Jónsson heltist úr lestinni í keppninni í karlaflokki vegna meiðsla og því luku aðeins átta keppninni. Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, vann í kvennaflokki og hlaut Freyju- menið sem keppt hefur verið um eft- ir að keppni í kvennaflokki var tekin upp í Íslandsglímunni fyrir meira en áratug. Þetta er í fyrsta sinn sem Marín Laufey hlýtur sæmdarheitið glímudrottning Íslands. Talsverðir yfirburðir Marín Laufey hafði talsverða yf- irburði í keppninni og hlaut sjö og hálfan vinning af átta mögulegum. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, GFD, hafnaði í öðru sæti með fimm vinn- inga og Ragnheiður Jara Ragnars- dóttir, ÚÍA, varð í þriðja sæti. Svana Hrönn Jóhannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna, sem hafði unnið Freyjumenið fimm ár í röð, tók ekki þátt að þessu sinni. Pétur og Marín hlutu einnig Hjálmshornið og Rósina fyrir fagra glímu. Níu karlar og jafnmargar konur tóku þátt í Íslandsglímunni að þessu sinni en þetta var í 101. skiptið sem Íslandsglíman fór fram. Að sögn for- svarsmanna Glímusambands Íslands var keppnin í heild skemmtileg og ekki spillti það fyrir að fjölmargir áhorfendur mættu á völlinn og fylgdust með af áhuga. iben@mbl.is Pétur glímukóngur í sjötta sinn Glímukóngur Pétur Ingvarsson með verðlunagripina sína. Glímudrottning Marín Laufey Dav- íðsdóttir með verðlaungripina. JÚDÓ Kristján Jónsson kris@mbl.is Þormóður Árni Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Ármanni urðu tvöfaldir Íslandsmeist- arar um helgina. Þormóður sigraði í þungavigt og einnig í opnum flokki. Anna Soffía sigraði í opnum flokki og -78 kg flokki. Þormóður er í hörkuformi um þessar mundir og er ánægður með gang mála. „Þetta fór nokkurn veginn eins og ég hafði reiknað með en bjóst þó ekki við því að vera jafn fljótur að vina Valda (Þorvald Blöndal) í opnum flokki eins og raunin varð. Þar gekk eiginlega allt upp og á heildina litið get ég ekki beðið um neitt meira en að vinna báða flokkana. Ég er í mjög góðu formi,“ sagði Þormóður í sam- tali við Morgunblaðið í gær en hann varð Íslandsmeistari í þriðja skipti á ferlinum í hvorum flokki. Keppir í fleiri mótum í stað EM Evrópumeistaramótið er handan við hornið en Þormóður hefur hætt við þátt- töku á mótinu. Þess í stað mun hann keppa á fleiri heimsbikarmótum á næstu mánuðum. Þormóður segir þetta einfald- lega vera forgangsröðun, bæði hvað varð- ar nýtingu á því fjármagni sem hann hef- ur yfir að ráða, en einnig með stigasöfnun fyrir Ólympíuleikana í huga. „Við metum þetta þannig að skyn- samlegra sé að nota tímann og peningana til þess að fara á fleiri heimsbikarmót. Þess vegna verð ég að fórna þessu móti. EM er einnig stigamót fyrir heimslista en það eru meiri líkur á því að ég fái stig í heimsbikarmótunum. Ég mun því ein- beita mér að æfingum næstu vikurnar og keppi í framhaldinu í tveimur til þremur heimsbikarmótum, í stað þess að leggja alla áherslu á eitt mót, þ.e.a.s. EM,“ sagði Þormóður sem mun æfa hér heima næstu fjórar vikurnar. Þá taka við æfingabúðir í aðrar fjórar vikur, annaðhvort í Þýska- landi eða Tékklandi. Eftir þessa törn keppir Þormóður fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum og í framhaldinu mun hann keppa í heimsbik- armótum í Búkarest í Rúmeníu og í Tall- inn í Eistlandi. Að sögn Þormóðs er í skoðun hjá honum að taka einnig þátt í heimsbikarmóti í Miami í Bandaríkjunum í byrjun júlí en á því móti hefur hann aldr- ei glímt. „Ég mun leitast við að komast í mitt allra besta líkamlega form fyrir þessi mót. Ég mun geta notað Smáþjóðaleikana til að fínstilla mig fyrir heimsbikarmótin. Stærsti viðburður ársins verður HM í París síðsumars en ég mun ekki velta því móti neitt fyrir mér fyrr en eftir heims- bikarmótin,“ sagði Þormóður ennfremur en hann hefur sett stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í London að ári en hann komst í 16-manna úrslit í Peking ár- ið 2008. Þormóður keppir ekki á Evrópumeistaramótinu  Setur heimsbikarmótin í forgang  Þormóður og Anna Soffía sigruðu tvöfalt Morgunblaðið/Kristinn Ippon Þormóður Árni Jónsson vinnur fullnaðarsigur á Ingvari Erni Valdimarssyni í úrslitum í opnum flokki. Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar Kristján Jónsson, Sveinbjörn Jun Iura, Gunnar Nelsson og Karel Halldórsson unnu til verð- launa í -81 kg flokki en Gunnar er kunnur fyrir framgöngu sína í blönduðum bardagagreinum. Ágúst Jó-hannsson, þjálfari Lev- anger, hrósaði sigri í lokaumferð norsku úrvals- deildarinnar í handknattleik um helgina þegar lið hans lagði Selbu, 33:26, á heimavelli. Levanger hafn- aði í sjötta sæti og mætir Stabæk í úrslitakeppni átta efstu liða deild- arinnar. Fyrri viðureign liðanna fer fram um næstu helgi í Levanger. Rakel Dögg Bragadóttir var í leik- mannahópi Levanger á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna meiðsla um nokkurt skeið. Hún tók lítið þátt í leiknum og náði ekki að skora.    Kristján Andrésson, þjálfari Gu-if, er kominn með lið sitt í und- anúrslit um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla, eftir 34:29, sigur á Redbergslid á laugardag. Haukur, bróðir Kristjáns, lék að vanda með Guif en náði ekki að skora.    Arnór ÞórGunnarsson heldur áfram að raða inn mörkum með TV Bitten- feld í þýsku 2. deildinni í hand- knattleik. Hann var markahæstur með níu mörk þegar Bittenfeld vann Gross- Biberau, 31:19. Árni Þór Sigtryggs- son skoraði tvö af mörkum Bitten- feld. Fannar Þór Friðgeirsson skor- aði þrjú mörk í sigri Emsdetten, 34:31, á Altenholz á útivelli í norð- urriðli þýsku 2. deildarinnar. Sigfús Sigurðsson skoraði ekki fyrir Ems- detten og Hreiðar Levy Guðmunds- son stóð í marki liðsins.    Skagamaðurinn Arnór Smárasonvar valinn maður leiksins þegar Esbjerg gerði 1:1 jafntefli gegn dönsku meisturunum FCK í efstu deild dönsku knattspyrnunnar á laugardaginn. Sölvi Geir Ottesen lék ekki með FCK vegna meiðsla.    Slitnað hefur upp úr samninga-viðræðum leikmanna og danska handknattleikssambandsins um kaup og kjör leikmanna á meðan þeir leika fyrir danska landsliðið. Sökum þess hafa a.m.k. fimmtán handknattleikskonur tilkynnt að þær muni ekki gefa kost á sér í danska landsliðið í framtíðinni. Ein þekktasta handknattleikskona Dana, Rikke Skov, er þó ekki hópi þeirra sem ætla að hætta. Hún seg- ist taka ánægjuna af því að leika með landsliðinu fram yfir hærri laun. Engu að síður er ljóst að Jan Pytlick bíði erfitt verkefni að koma saman nýju landsliði fyrir leikina í und- ankeppni HM í júníbyrjun. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.