Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 14, miðvikudaginn 20. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Íslandsmótið Pepsí-deild
karla í knattspyrnu
30. apríl.
Farið verður um víðan völl
og fróðlegar upplýsingar
um liðin sem leika
sumarið 2011.
ÍSLANDSMÓTIÐ
sé
rb
la
ð
PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2011
MEÐAL EFNIS:
Umfjöllun um öll liðin í Pepsí-deild karla.
Allir leikmenn og ítarlegar
upplýsingar um þá.
Sérfræðingar spá í styrkleika liðanna .
Allir leikdagar sumarsins.
Árangur liða í gegnum tíðina
og hagkvæmar upplýsingar.
Dómarar sumarsins.
Ásamt fullt af spennandi efni.
þetta er blaðið sem íþróttaunnendur
geyma í allt sumar. –– Meira fyrir lesendur
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðs-maður í knattspyrnu, fékk að
spreyta sig í tuttugu mínútur með
Hoffenheim í þýsku 1. deildinni á
laugardaginn. Hoffenheim gerði
markalaust jafntefli gegn HSV á
heimavelli og er í 9. sæti deildar-
innar.
Kenny Dal-glish, knatt-
spyrnustjóri Liv-
erpool, upplýsti
eftir ósigurinn
gegn WBA í
ensku úrvals-
deildinni að
meiðsli hefðu tekið sig upp að nýju
hjá fyrirliðanum Steven Gerrard á
föstudaginn.Til stóð að Gerrard yrði
með í leiknum gegn WBA eftir
nokkra fjarveru vegna nárameiðsla.
„Hann var á æfingu á föstudaginn,
tilbúinn í slaginn gegn WBA, þegar
hann ætlaði að snúa sér með boltann
og fann þá stingandi sársauka. Þetta
er í sama svæðinu í náranum, en
ekki eins og fyrri meiðslin. Við látum
skoða hann vel og vitum betur hvar
hann stendur þegar líður á vikuna,“
sagði Dalglish við BBC.
Brynjar Björn Gunnarsson og Ív-ar Ingimarsson voru báðir í liði
Reading í dag þegar það vann 2:0
sigur á Hermanni Hreiðarssyni og
félögum í Portsmouth. Reading
komst með sigrinum upp í 6. sæti
ensku B-deildarinnar. Liðin sem
enda í 3.-6. sæti deildarinnar spila
sín á milli um að fylgja liðunum í 1.
og 2. sæti upp í úrvalsdeildina. Her-
mann lék fyrstu 77 mínútur leiksins.
Aron Einar Gunnarsson lék allan
leikinn fyrir Coventry sem hrósaði
loks sigri eftir sjö leiki í röð án sig-
urs. Coventry vann Watford 2:0.
Fólk sport@mbl.is
ENGLAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„#%&##%&##%&#,“ sagði
enski landsliðsmaðurinn Wayne
Rooney við sjónvarpsáhorfendur
um heim allan, í beinni útsendingu
frá Lundúnum síðastliðinn laugar-
dag. Hafi einhver kveikt á imba-
kassanum á þessu augnabliki hefur
sá hinn sami hugsað með sér að
óskaplega hlyti að liggja illa á þess-
um unga manni, sem grár fyrir
járnum setti trýnið upp að mynda-
vélalinsunni og jós fúkyrðum yfir
áhorfendur.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
Wayne þessi Rooney hafði augna-
bliki áður lokið við að fullkomna
þrennu sína í leiknum og snúið tap-
aðri 0:2 stöðu í vænlega 3:2 fyrir
stórveldið Manchester United gegn
West Ham.
Bölvað í tíma og ótíma
Þegar fylgst er með ensku knatt-
spyrnunni þá virðist það vera alger
lenska að leikmenn séu bölvandi í
tíma og ótíma. Eins og áðurnefnd
tækifærisræða sýnir, þá virðist ekki
skipta máli hvort vel gengur eða illa
inni á vellinum. Orðaforðinn er ekki
fjölbreyttur því þegar sjónvarps-
vélarnar ganga nærri knattspyrnu-
hetjunum, þá má iðulega lesa ná-
kvæmlega sömu orðin af vörum
þessara djúpvitru mann: „F... off.“
Undirritaður hefur orðið vitni að
heilu rökræðunum í sjónvarpi, þar
sem knattspyrnumenn á Englandi
standa augliti til auglitis, og
skiptast á því að hreyta þessum
fleygu orðum hver í annan meðan á
leik stendur. Engu líkara er en að
leikmennirnir séu í einhverjum sér-
trúarsöfnuði þar sem þeim er mein-
að að nota annað orðalag en „F...
off.“ Þennan söfnuð mætti þá kalla
„Munnsöfnuðinn.“
Þegar upp úr sauð í ensku knatt-
spyrnunni á árum áður þá létu
harðjaxlar eins og Johnny Giles
einfaldlega hnefana tala. Ekki var
það nú jákvætt fyrir íþróttina en nú
sleppa leikmenn ekki fram af sér
beislinu með þeim hætti því við-
urlögin við slíkri háttsemi eru hörð.
Dregur ræðan dilk á eftir sér?
Eftir atburði helgarinnar er
Wayne Rooney líklegur kandídat í
stöðu æðsta prests í „Munnsöfn-
uðinum“ en ekki eru allir tilbúnir að
taka við bænheyrslu frá séra Roo-
ney. Stjórn enska knattspyrnu-
sambandsins ætlar að funda í dag
og þar á bæ virðist mönnum ekki
hafa verið skemmt yfir þessari
ótímabæru eldmessu séra Rooneys
miðað við fréttaskeyti sem borist
hafa frá Bretlandseyjum.
Trevor Brooking, stjórnarmaður
enska knattspyrnusambandsins,
staðfesti við BBC í gær að mál Roo-
neys yrði tekið fyrir á stjórnarfundi
í dag. „Við tökum ákvörðun á morg-
un. Það var óvænt að hann skyldi
fagna þrennu á þennan hátt. Við
verðum að skoða það,“ sagði Brook-
ing. Samkvæmt því ætti að skýrast
í dag hvort ræðuhöld séra Rooneys
muni draga dilk á eftir sér fyrir
hann og meistaraefnin í United. Þar
á bæ hefur stjóranum Sir Alex
Ferguson þegar verið refsað fyrir
munnsöfnuð af stjórn sambandsins.
Munnsöfnuðurinn
Wayne Rooney gerir tilkall til stöðu æðsta prests í „Munnsöfnuðinum“
Eldmessan á Upton Park gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir kappann
Reuters
Ræðuskörungur Wayne Rooney lét dæluna ganga á laugardaginn en baðst síðar afsökunar.
Fögnuður Rooneys
» Fátt vakti meiri athygli á
Bretlandseyjum um helgina en
hvernig Wayne Rooney fagnaði
þrennu sinni fyrir Manchester
United gegn West Ham um
helgina.
» Rooney tók á rás upp að
sjónvarpsmyndavél og lét
blótsyrðunum rigna yfir lins-
una. Stjórnarmönnum í enska
knattspyrnusambandinu virð-
ist ekki skemmt og atvikið
gæti haft afleiðingar.
Japanski kylfingurinn Ryo
Ishikawa hefur ákveðið að
gefa allt verðlaunafé sem
hann fær á golfmótum árs-
ins til fórnarlamba nátt-
úruhamfaranna í Japan.
Ishikawa, sem er aðeins
19 ára, er einn alþekktasti
íþróttamaður Japans.
Hann hefur sigrað níu
sinnum á japönsku móta-
röðinni en leikur einnig á
PGA mótaröðinni bandarísku. Fyrst
sigraði hann er hann var aðeins
fimmtán ára og síðan þá hafa jap-
anskir fjölmiðlar fylgt honum hvert
fótmál. „Ég lít ekki á þetta sem auk-
inn þrýsting á að gera vel. Þess í
stað virkar þetta á mig sem enn
meiri hvatning. Mér líður
eins og að leikur minn muni
hafa æðri tilgang í ár,“ segir
Ishikawa í tilkynningu sem
hann sendi til Associated
Press. Ishikawa vann rúm-
lega 1,8 milljónir dollara á
japönsku mótaröðinni í fyrra.
Ishikawa ætlar einnig að
gefa 100 þúsund yen, eða
u.þ.b. 1.200 dollara fyrir
hvern fugl sem hann fær. Í
fyrra fékk Ishikawa flesta fugla allra
á japönsku mótaröðinni, eða alls 341.
Leiki hann það eftir í ár munu þess-
ar aukagreiðslur nema rúmlega 400
þúsund dollurum. Frá þessu er
greint á vefsíðunni Pressan.is.
kris@mbl.is
Gefur verðlaunafé til Japans
Ryo
Ishikawa