Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 6
6 14. apríl 2011finnur.is „Skemmtilegast finnst mér að fá í sölu vöru sem engir aðrir bjóða. Þar nefni ég t.d. heila ísbúð sem selst í pörtum, gínu í brúðarkjól, uppstoppaðan fugl, billjardborð og svo má ekki gleyma ferða- gufubaðinu,“ segir Andrés Pétur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Umboðssölunnar á Korputorgi. Verslunin er í um 2.000 fermetra húsnæði og veitir ekki af, svo margt er í boði. Þar má nefna hús- gögn í stofuna, svefnherbergið, eldhúsið á skrifstofuna o.fl., heim- ilistæki eins og þvottavélar, ís- skápa, eldavélar, hljómtæki, hljóð- færi, verkfæri, tómstundavörur og svo mætti áfram telja. Spara og gera góð kaup Smáauglýsingar dagblaða og vefsetur á borð við barnaland.is eru helsti vettvangur þeirra sem kaupa og selja notaðar vörur. Og nú er Umboðssalan komin til sög- unnar en fyrirtækið var sett á laggirnar fyrir tæpum tveimur ár- um. Var fyrst á Smáratorgi en ný- lega var starfsemin flutt í helmingi stærra húsnæði á Korputorgi. „Í árferði eins og núna er fólk nýtið og vill spara með því að gera góð kaup. Reynir eftir megni að gera sér einhvern pening úr því sem þarf að víkja fyrir nýjum hlut- um og sýnir sömuleiðis hagsýni í innkaupum. Margvíslegar að- stæður koma til þegar fólk er t.d. að selja úr innbúum; stundum selj- um við hluti sem koma úr dán- arbúum, fólk er að endurnýja eða breyta, aðrir eru að minnka við sig og svo framvegis. Þetta er öll flór- an,“ útskýrir Andrés Pétur og bæt- ir við að í Umboðssölunni fái fólk til dæmis sófasett, dekk undir bíl- inn, eldhúsinnréttingu sem var í eigu stórsöngvara, golfsett, reið- hjól, hnakka, þvottavélar, sláttu- vélar, ísskápa, rúm, ferðagufubað, sjónvörp og sé þá fátt eitt nefnt. „Við höfum gjarnan tekið í sölu skrifstofuhúsgögn og búnað frá fjármálafyrirtækjum, sem hafa verið að draga úr umsvifum. Einn- ig verslunartæki ýmiss konar sem við höfum fengið frá skiptastjórum þrotabúa. Eftir öllu slíku er tals- vert leitað í dag þegar margir eru að fara af stað með einhvern rekst- ur smáan eða stóran og vilja sýna hagsýni og gæta aðhalds, enda óþarfi að kaupa nýtt þegar þú get- ur fengið vörur í sömu gæðum á 25% af nývirði. Þeir sem til okkar leita hafa auðvitað sjálfdæmi um verðlagningu á því sem þeir setja í sölu. Hins vegar reynum við jafnan að fara einhvern milliveg og ráð- leggjum fólki hvaða verð- hugmyndir séu raunhæfar,“ segir Andrés Pétur um Umboðssöluna sem tekur þriðjung af söluandvirði í sinn hlut. sbs@mbl.is Margt í boði hjá Umboðssölunni á Korputorgi Morgunblaðið/Ómar Í árferði eins og nú er fólk nýtið og vill spara með því að gera góð kaup, segir Andrés Pétur Rúnarsson hjá Umboðssölunni. Gína í brúðarkjól og uppstoppaður fugl Reynir Sverrisson gerði heiðarlega tilraun til að losa sig við frímerkja- safnið sitt fyrir 17 árum. Hann leigði sér bás í Kolaportinu og áætlaði að þrjár helgar tæki að koma safninu í verð. Raunin varð allt önnur, hann er enn með bás og hefur meira að segja aukið umsvifin og selur nú auk frímerkja gömul póstkort. Fyrir tíu árum færði Reynir út kvíarnar og bætti við gömlum póstkortum. „Núna er ég með tvöfaldan bás og eftir því sem ég kemst næst selur enginn annar hér á landi gömul póst- kort. Mér hefur liðið óskaplega vel í Kolaportinu, annars væri ég sjálf- sagt ekki að þessu. Þetta er örugg- lega stærsta félagsmiðstöð lands- ins.“ Reynir kaupir flest frímerkin frá Bretlandi eða Norðurlöndunum og selur þau svo í básnum sínum í Kola- portinu „Útlendingar kaupa talsvert af mér, bæði frímerki og kort, enda hafa íslensk frímerki alltaf verið eft- irsóknarverð. Áhuginn hér á landi er sömuleiðis nokkur.“ Vinsælustu frímerkin eru þau sem voru gefin út á konungstímabilinu svokallaða, frá 1873-1944. Þetta voru samtals 267 merki og 74 þjón- ustumerki. „Þessi frímerki eru alltaf eftirsóknarverð. Hjá mér eru flugfrímerkin í uppáhaldi. Þau voru gefin út árið 1930 og teiknuð af Tryggva Magnússyni. Ég á nokkur sett og þau eru auðvitað til sölu eins og allt annað sem ég á í fórum mín- um,“ segir Reynir sem þykir sölu- mennskan í Kolaportinu gefandi og er ekki á förum. karlesp@mbl.is Reynir Sverrisson á vaktinni í sautján ár Frímerki og kort í Kolaporti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mér hefur liðið óskaplega vel Kola- porti, segir Reynir Sverrisson. Hver kannast ekki við að sjóða að- eins of mörg egg og gleyma afgangs- eggjunum svo inni í kæli? Sérfræð- ingar vara þó við því að soðin egg séu geymd lengi, því svo merklegt sem það er þá hafa eggin minna geymsluþol soðin en ef þau væru hrá. Soðið egg ætti ekki að geyma í kæli lengur en viku, og það sem meira er að skurnin veitir ekki neina vörn eftir suðu og óráðlegt að geyma soðnu eggin við stofuhita í meira en tvær klukkustundir, rétt eins og á við um allan annan eldaðan mat. Hrá egg eiga hins vegar að geym- ast í um þrjár til fimm vikur í kæl- inum. Ertu ekki viss hvort eggið er í lagi? Sama hvort um er að ræða hrátt eða soðið egg er besta prófið að þefa af innihaldi eggsins. Skemmd egg gefa frá sér vondan daun og eiga að fara rakleiðis í rusl- ið. Gott húsráð er svo að hafa nátt- úruvænt og eiturefnalaust túss í eld- hússkúffunni og merkja soðnu eggin áður en þau eru sett í kælinn. Þann- ig fer ekki milli mála hvaða egg geta farið beint á samlokuna eða í salatið næst þegar á að matbúa. ai@mbl.is Gagnleg húsráð og einföld matargerð Ekki lúra of lengi á eggjunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Eggin eru fullt hús matar, en kalla á rétta geymslu eins og önnur matvæli. NÝTT12 mánaðavaxtalausargreiðslur Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð SAGA10.000 kr.vöruúttekt fylgir öllum fermingarrúmum IQ-CARE Stærð Verð 120x200 109.900 kr. Stærð Verð 120x200 164.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.