Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 26
bílar26 14. apríl 2011
Svipmikil hönnun þessar nýjahugmyndabíls er tákn umeinbeitta atorku og kraft. Íbílnum ber tæknilega hæst
nýja forþjappaða fjögurra strokka
bensínvél, tvíþætta kúplingu og rat-
sjártengdan árekstrarvara sem
tengdur er bremsukerfinu.
Hugmyndabíllinn markar upphaf
þriðju kynslóðar þessa litla Benza, en
hann mun fyrst koma fyrir sjónir al-
mennings á bílasýningu í Sjanghæ í
Kína í næstu viku. Samspil lína og yf-
irborðsflata; ílangt vélarhús og lágar
útlínur ásamt lágum gluggum gefur
honum sportlegt útlit. Innblástur við
hönnunina var m.a. sóttur í vindinn,
sjávarölduna og lögmál flugsins.
Hlaðinn tækninýjungum
Það er ekki bara útlitið sem er nýtt
heldur boðar hugmyndabíllinn nýtt
skeið smærri Mercedes-Benz bíla.
Hann er m.a. hlaðinn alls kyns tækni-
nýjungum þótt eflaust verði ekki
staður fyrir þær allar í endanlegum
framleiðslubíl.
Vélin er af nýju M270-kynslóðinni
og þverstæð í vélarhúsinu, tveggja
lítra og sparneytin. Bein innspýting
og forþjappa bjóða upp á mikinn
kraft, 155 kílóvött eða 210 hestöfl, en
um leið litla losun gróðurhúsalofts.
Við bláskilvirknisvél þessa, eins og
Mercedes-Benz kallar hana, er tengd
tvíþætt gírskipting.
Ratsjártengd árekstrarvörn
Og í fyrsta sinn í flokki smærri bíla
er boðið upp á ratsjártengda árekstr-
arvörn sem tengd er bremsukerfinu.
Hún er sögð draga úr hættu á aftan-
ákeyrslu. Árekstrarvari aðvarar ann-
ars skeytingarlausan ökumann með
bæði hljóð- og ljósmerki og undirbýr
bremsukerfið undir hemlun í sam-
ræmi við hættuna. Þegar ökumaður
svo stígur á fetilinn er kerfið und-
irbúið og skilar réttri hemlun.
Bílinn hefur hrífandi útlit og fag-
urlega meitlað. Þar leika og flæða
saman línur og fletir eins og sást fyrst
með F800 Style-bílnum sem frum-
sýndur var í fyrra. Sama hvernig er á
hann horft, að innan eða utan, að
framan, aftan eða frá hlið, þá er óhætt
að segja, að þarna sé þokkafullur bíll
á ferðinni. Nú er bara að bíða og sjá
hvort hin endanleg útgáfa bílsins
verði alveg eins og hugmyndabílsins.
agas@mbl.is
Hinn nýi Mercedes-Benz einkennist af sportlegum línum sem ekki hafa sést áður í hinum þýska eðalbíl.
Hrífandi og þokkafullur
Nýr hugmyndabíll Merce-
des Benz mun að líkindum
gefa til kynna hvernig A-
klassi framtíðarinnar mun
líta út. Sem ættaður úr
annarri veröld.
Hér fer vel um ökumann og farþega. Bíllinn er rúmgóður og öllu vel fyrir komið.
Bíllinn hefur hrífandi útlit
og fagurlega meitlað. Þar
leika og flæða saman línur
og fletir.
Á laugardag kl. 12 og 16 verður
stórsýning hjá seljendum
Toyota í Kópavogi, Reykja-
nesbæ, á Selfossi og Akureyri.
Á sýningunni verður stór-
glæsileg vörulína Toyota kynnt
og sértilboð á völdum Toyota-
bifreiðum.
Sýningin er haldin í samvinnu
við Ellingsen sem mun sýna
ferðavagna og útivistarvörur hjá
Toyota í Kópavogi. Ellingsen
býður sýningargestum um land
allt upp á sérstök afsláttarkjör í
tengslum við sýninguna. Einnig
gefst frábært tækifæri til þess
að undirbúa bílinn fyrir sumarið
með dráttarbeisli, gluggavind-
hlífum, húddhlífum og fleiru því
20% afsláttur verður af öllum
Toyota-aukahlutum.
Margskonar glaðningur verð-
ur í boði, til að mynda happ-
drætti með góðum vinningum
frá Ellingsen, páskaglaðningur
fyrir börnin og veitingar.
sbs@mbl.is
Bílasýning hjá Toyota
Sýnt á fjórum stöðum á landinu
Morgunblaðið/RAX
Hybrid Toyota eru traustir bílar og verða sýndir víða um helgina.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Öflugir High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
- Notaðir bílar -
Bíldshöfða 10 - Sími 587 1000
BMW M5 507 hö. Verð 11.900 þús.
Nýskráður 02.2008 - ekinn 20 þús.
Leðurinnrétting, active sportsæti, Xenon ökuljós, Bluetooth símkerfi, 19”
álfelgur, vetrardekk á 18” álfelgum, aksturstölva, topplúga, rafmagnslokun á
hurðum, hiti og kæling í sætum o.m.fl. Einn með öllu.
Staðgreitt 9.900 þús.