Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 24
bílar24 14. apríl 2011 André Citroën varð fyrstur evrópskra bíla- framleiðenda til að fjöldaframleiða bíla á færi- bandi úr stöðluðum einingum að hætti Henry Ford. Það var vorið 1919. Citroën varð ekki ein- ungis fyrsti bíllinn sem venjulegt fólk í Evrópu hafði efni á að kaupa heldur jafnframt gang- öruggari, hagkvæmari í rekstri og ending- arbetri en bílar keppinauta. Það var Model A af árgerð 1919; einfaldur, sterkbyggður en búinn ýmsum nýjungum: Um haustið hafði fyrsta sendingin komið til Danmerkur, 50 bílar. Einkaumboð var í höndum P.Andersen „Jy- den“ í Himmerland. Það var samsteypa margra fyrirtækja sem þá þegar rak vel skipulagt sölu- og þjónustunet fyrir bíla, reiðhjól og fleira í flestum borgum og bæjum. Stærst fyrirtækj- anna og umsvifamesti seljandi Citroën-bíla var „Autojyden“ í Kaupinhöfn sem þeir áttu saman Valdemar Hansen og Jens Kragholm. Mál þró- uðust þannig að Jens Kragholm ásamt Walther Langer yfirtóku einkaumboðið fyrir Citroën 1922. Varla hafði blekið þornað á samningnum er hafin var einhver árangursríkasta markaðs- setning bíltegundar í Evrópu. Þjónustan númer eitt Fyrirtækið Kragholm & Langer seldi ekki einungis Citroën í Danmörku heldur einnig öðrum löndum Skandinavíu, í Þýskalandi, Pól- landi og Eystrasaltslöndunum – Jens Krag- holm gerði Kaupinhöfn að evrópskri miðstöð bílasölu og það sem hann skipulagði og gang- setti í Danmörku á fyrstu áratugum 20. aldar er enn við lýði og sígilt alþjóðleg dæmi um hvernig standa ber að sölu nýrra bíla. Þegar André Citroën stofnaði sín eigin dótt- urfyrirtæki víðsvegar í Evrópu 1924 og keypti Kragholm & Langer réð það Jens Kragholm til að annast markaðssetningu utan Kaup- inhafnar. Sú ráðning skilaði sér heldur betur. Kragholm einbeitti sér að því að tryggja Citro- ën-þjónustu á landsvísu. Innan skamms var eitt af því fyrsta sem blasti við þegar ekið var inn í borg eða bæ skiltið „Citroën Service.“ Krag- holm sá til þess með þaulunnu skipulagi að skiltið stóð fyrir góða og hagkvæma þjónustu – það vafðist aldrei fyrir honum að þjónustan ætti að vera númer eitt – bílasalan númer tvö. Fyrstu ár Kragholm & Langer fór hagnaður fyrirtækisins í að byggja upp þjónustukerfið. Á hverju vori fór Jens Kragholm fyrir Citro- ën-sýningarlest sem þræddi hverja borg og bæ Danmerkur; – Citroën-dagurinn varð fastur viðburður með skemmtiatriðum og uppá- komum ásamt kynningu á nýjum bílum og þjónustu. Ár eftir ár var Citroën efst á lista yfir mest seldu bíla. Bilanatíðni minni í Danmörku Danir urðu fyrstir Citroën-eigenda í Evrópu til að fá nýja bíla með 3ja ára ábyrgð. Frá 1954 voru þjónustuskoðanir á 10 þús. km. fresti, að 30 þús. km, innifaldar í söluverði Citroën-bíla í Danmörku og jafnframt var danska Citroën fyrst evrópskra fyrirtækja til að taka upp skipulagt forvarnarviðhald tengt þessum skoð- unum. Bilanatíðni Citroën Traction Avant (1934 –1955) og Citroën ID 19/DS 1955-1974, en þessir bílar voru tæknilega 20 árum á undan keppinautum, var minni í Danmörku en jafnvel í Frakklandi! Enn þann dag í dag njóta danskir Citroën- eigendur þessa frumkvöðlastarfs sem m.a. sést á því að bilanatíðni Citroën-bíla er lægri í Dan- mörku en t.d. annars staðar á Norðurlöndum, endursöluvirði með því hæsta og sala nýrra bíla lífleg og jöfn. Það kemur áreiðanlega einhverjum á óvart að sömu sögu er að segja um gengi Citroën í Ástralíu – en þar nýtur Citroën sérstaks álits fyrir hagkvæmni í rekstri og örugga endursölu. Og það er ekki tilviljun því Ástralarnir byggðu upp þjónustukerfið í einu og öllu eftir danskri fyrirmynd. Niðurstaða: Það er þjónustan sem selur bíla. Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Alþjóðleg og sígild dönsk fyrirmynd Alþjóðlegt og sígilt. „Þar nýtur Citroën sérstaks álits fyrir hagkvæmni,“ segir um lúxusbílinn góða. Leó M. Jónsson véltæknifræðingur leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Öragnasía (DPF = Diesel Particle Filter) er hluti af tölvustýrðri mengunarvörn sem gerir Diesel-vél vistvænni en bensínvél. Ein „hreinasta“ Diesel-vélin á markaðnum nú er nýja 6,7 lítra Ford PowerStroke. Efnahvörf gera uppsafn- aða mengun í síunni skaðlausa með því að þvagefni er sprautað inn í brunahólf (Bluetech-hvati). Sían hreinsar sig reglulega með sjálfvirkum hætti. Hreinsunin tekur um eina mín. Þá birt- ist ljósboðið „Emission System Clean- ing.“ Mikilvægt er að drepa ekki á vél- inni fyrr en ljósboðið hefur slokknað. Sé þess ekki gætt verður vélin ekki gangsett nema á verkstæði. Ábending Gerir vélina vistvænni IMPREZA SPORT Nýskráður 10/2007, ekinn 40 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.890.000 SUBARU CR-V ELEGANCE Nýskráður 4/2007, ekinn 70 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 3.390.000 HONDA 206 PERFORMANCE S 1.6i Nýskráður 3/2007, ekinn 36 þ.km, bensín, sjálfskiptur Verð kr. 1.690.000 AYGO Nýskráður 6/2006, ekinn 53 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 1.190.000 TOYOTA 307 SW 1.6HDi Nýskráður 6/2006, ekinn 117 þ.km, dísel, 5 gírar. Verð kr. 1.450.000 PEUGEOT GETZ GLS 1.4i Nýskráður 5/2008, ekinn 80 þ.km, bensín, 5 gírar. 90% fjármögnun. Verð kr. 1.290.000 HYUNDAI VW POLO COMFORTLINE Nýskráður 3/2007, ekinn 106 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr.1.190.000 Tilboðsverð kr. 899.000 VW PASSAT II COMFORTLINE Nýskráður 9/2005, ekinn 123 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr.1.990.000 Tilboðsverð kr. 1.499.000 TOYOTA RAV-4 Nýskráður 6/2004, ekinn 70 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.970.000 Tilboðsverð kr 1.399.000 TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS HR-V SPORT Nýskráður 1/2001, ekinn 137 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 690.000 HONDA CIVIC ES Nýskráður 9/2007, ekinn 25 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.390.000 HONDA LAND CRUSIER 120 VX Nýskráður 10/2007, ekinn 79 þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð kr. 7.290.000 TOYOTA ACCORD EXECUTIVE 2.4i Nýskráður 5/2007, ekinn 27 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.750.000 HONDA Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.isVið seljum bílinn fyrir þig! Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 NOTAÐIR BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI PERFORMANCE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.