Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 2
2 14. apríl 2011finnur.is
Finnska arkitektinn Alvar Aalto þekkja Íslend-
ingar fyrir að hafa teiknað Norræna húsið í
Reykjavík. Færri vita að Alvar Alto áheiðurinn
af þessum vinsæla vasa sem finna má á
mörgum heimilum. Vasinn er ýmist kallaður
Aalto-vasinn eða Savoy-vasinn, en hann var
meðal muna sem hjónin sérhönnuðu fyrir
Savoy veitingastaðinn í Helsinki. Hægt er að
finna Aalto-vasann í öllum litum, og ef leitað
er til Iittala-glerverksmiðjunnar í Finnlandi má
jafnvel fá vasann handblásinn og með sýni-
legum samskeytum, rétt eins og hann var
fyrst gerður fyrir 70 árum.
ai@mbl.is
Sígild hönnun
Vasinn hans Alvars
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími
5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes-
sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar
Sigurður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Blaða-
menn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius, Elín Alberts-
dóttir. Auglýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107
Prentun Landsprent ehf.
14. apríl
1695 Hafís rak inn á Faxaflóa í fyrsta
sinn í áttatíu ár. Ísinn rak suður með
Austfjörðum og vestur með Suðurlandi.
1931 Alþingi var rofið og boðað til kosn-
inga. Yfir þvera forsíðu Morgunblaðsins
daginn eftir stóð: Einræðisstjórn.
1962 Handritastofnun Íslands stofnuð
með sérstökum lögum þegar sá fyrir
endann á handritamálinu.
1963 Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Ís-
lands, fórst við Ósló og fórust tólf
manns, flestir Íslendingar. Þeirra á með-
al var leikkonan Anna Borg.
1980 Fyrsta hljómplata Iron Maiden,
Iron Maiden, kom út í Bretlandi.
1983 Ólafsvík fékk kaupstaðarréttindi.
1987 Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla-
víkurflugvelli vígð.
1992 Ráðhús Reykjavíkur var tekið í
notkun. Bygging þess kostaði á fjórða
milljarð króna.
Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott
og ég vildi ég gæti sofið heila öld.
Hvaða Íslendingur sem er þarf ekkiannað en að lesa þessi fleygu orðog magnaður söngur StefánsHilmarssonar og Eyjólfs Krist-
jánssonar byrjar að hljóma í höfðinu á honum.
Lesendur fara örugglega létt með að botna
þetta viðlag eins alvinsælasta dægurlags Ís-
lands fyrr og síðar enda varla haldin sú veisla
eða sá óskalagatími í útvarpi að Draumur um
Nínu sé ekki settur á fóninn.
Ótrúlegt en satt þá verða í maí liðin 20 ár frá
því þeir Stebbi og Eyfi stigu á svið í Róm og
færðu vanþakklátri heimsbyggðinni þetta
meistaraverk. „Þetta var auðvitað fyrir þann
tíma að reglunum var breytt og söngvurum
leyft að flytja lög sín á ensku,“ segir Eyjólfur
glettinn um það reginhneyksli að lagið skyldi
ekki komast hærra en í fimmtánda sæti.
Gæsahúðarmóment
Að öllu gríni slepptu er ljóst að Draumur um
Nínu er einstakt dægurlag. „Vinsældir lagsins
hafa ekki síst komið mér á óvart fyrir þær sakir
að textinn er í raun mjög dapurlegur og ætti
hreinlega að vera niðurdrepandi. Textinn
fjallar um ungan mann sem hefur misst unn-
ustu sína, saknar hennar geysimikið en sér
hana bara lifandi í draumum sínum og vill helst
sofa út í eitt. Ég held að Íslendingar vilji bara
leiða hjá sér textann og syngja lagið hástöfum,
sem er bara fínt í mínum huga,“ segir Eyjólfur.
Þar hefur laglínan örugglega sitt að segja,
enda kröftugt lag sem virðist til þess fallið að
blása fólki gleði og krafti í brjóst.
„Það eru auðvitað nokkur gæsahúð-
armóment inn á milli. Þetta er kraftballaða og
svo auðvitað syngur hann Stefán svo hátt og
glæsilega að það verður mikið úr laginu,“ segir
Eyjólfur.
Að sögn Eyjólfs lá enginn sérstakur inn-
blástur að baki laginu. „Ég held þetta hafi verið
í eina skiptið sem ég beinlínis settist niður og
samdi lag fyrir þessa söngvakeppni. Ég hafði
mótað með mér vissa hugmynd um viðfangsefni
textans en lagið kom fyrst og textinn í kjölfar-
ið.“
Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann
bara með jákvæðni til þess ævintýris sem
Draumur um Nínu var. „Í sjálfu sér markaði
þetta lag engin tímamót, hvorki hjá mér né
Stefáni, enda vorum við báðir búnir að koma
okkur nokkuð vel af stað á tónlistarferlinum.
Auðvitað var árangurinn í keppninni úti svolítil
vonbrigði, og við höfðum vonast til að ná að
minnsta kosti í topp tíu, en á heildina litið var
þetta skemmtileg ferð og góður tími sem við
eyddum þarna úti í Róm,“ segir hann.
Lifað vel með þjóðinni
„Síðan er náttúrlega yndislegt hvað lagið
hefur orðið vinsælt og lifað vel með þjóðinni.
Mér finnst alltaf jafnmerkilegt að ár eftir ár er
Draumur um Nínu valið vinsælasta íslenska
Eurovisionlagið og eru þó mörg önnur sem hef-
ur gengið miklu betur í sjálfri keppninni.“
Laugardaginn 30. apríl gefst svo kostur á að
hverfa 20 ár aftur í tímann, til tíma þar sem
enginn hafði heyrt minnst á Icesave, Kringlan
var rétt nýopnuð og Börn náttúrunnar frum-
sýnd í kvikmyndahúsum. Stefán og Eyjólfur
munu nefnilega halda sérstaka afmælistónleika
í Salnum í Kópavogi.
„Auk þess að gera Draumi um Nínu góð skil
ætlum við að syngja nokkur íslensk og erlend
Eurovisionlög sem okkur þykir vænt um, í
bland við okkar þekktustu sönglög,“ segir Eyj-
ólfur og bætir við að aldrei sé að vita nema
gömlu fjólubláu og myntugrænu jakkafötin úr
Rómarferðinni verði tekin fram úr geymslunni.
ai@mbl.is
Draumur um Nínu er gleðisöngur þrátt fyrir dapurlegan texta. Afmælistónleikar í lok mánaðarins
Syngja Nínu hástöfum
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Þetta er kraftballaða, segir Eyjólfur Kristjánsson, sem var á æfingu í vikunni með félaga sínum og vini, stórsöngvaranum Stefáni Hilmarssyni.
Eyvi og Stebbi sungu Draum um Nínu í Róm 1991
og æ síðan hefur verið tekið hraustlega undir.
Þótt ekki hafi gengið eins
vel og vonir stóðu til í
söngvakeppninni í Róm árið
1991 hefur Draumur um
Nínu í seinni tíð hlotið hálf-
gerða uppreisn æru. Suður-
afrískur tónlistarmaður, Bles
Bridges, tók sig t.d. til og
tók lagið upp á ensku fyrir
sinn heimamarkað og var
þónokkuð vinsælt á sínum
tíma.
„Svo hlera ég það endrum
og sinnum að þetta lag sé
býsna vinsælt hjá svoköll-
uðum Eurovision-nördum.
Þegar eldheitu Eurovision-
aðdáendurnir semja sína
vinsældalista kemst Draum-
ur um Nínu oft ofarlega á
blað,“ segir Eyjólfur.
Ofarlega
á blaðiVilt þú vita hvers virðieignin þín er í dag?
HRINGDU NÚNA
Bær820 8081
Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080
Rúnar S. Gíslason
Lögg. fasteignasali.
PANTAU FRÍTT
SÖLUVERMAT!
- nýr auglýsingamiðill
Þjónustu-
auglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma
569 1390 eða á
maja@mbl.is