Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 15.04.2011, Síða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ P áskarnir eru hátíð fram- tíðar og vonar, segir Guð- rún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Þeir eru mikilvægasta hátíð kristins fólks. Án páskaboðskap- arins missum við kjarnann í krist- inni trú sem er að Jesús reis upp frá dauðum. Hann sigraði dauðann. Hið góða sigraði hið illa. Steininum var velt frá gröfinni og frelsunin varð raunveruleiki. Á eftir myrkri kemur ljós „Þetta hlýtur að vera mesti von- arboðskapur sem hægt er að hugsa sér, að hið góða sigri að lokum. Það má líka segja að páskarnir séu hátíð lífsins þar sem við fögnum sigri lífs- ins,“ segir Guðrún. Hún bendir að atburðir páskanna fyrir ríflega tvö þúsund árum komi okkur við árið 2011 því þeir boða okkur von um að hið góða muni bera sigur úr býtum. Að á eftir myrkri kemur ljós, að lífið sigrar dauðann. „Það er boðskapur sem fólk þarf að heyra á öllum tímum og er sér- staklega mikilvægur inn í aðstæður okkar særðu þjóðar í dag. Atburðir páskahátíðarinnar segja okkur margt um fyrirgefningu og sátt og það er boðskapur sem alltaf er mik- ilvægur og okkur veitir ekki af að minna okkur reglulega á. Atburð- irnir segja okkur að Guð er fyrirgef- andi Guð sem vill sátt við mannfólkið og sem hvetur okkur til lífs í sátt og samlyndi.“ Öllu tjaldað til Í kirkjum landsins er mikið helgi- hald um páskana og það getur verið sterk upplifun að taka þátt í því alla dagana og vera þannig þátttakandi í sögunni. Á skírdagskvöld er á mörg- um stöðum boðið upp á altarisgöngu þar sem síðasta kvöldmáltíðin og at- burðirnir í kringum hana eru rifjaðir upp. „Þar má segja að við setjumst til borðs með Jesú í síðasta sinn fyrir handtökuna og krossfestinguna. Á föstudaginn langa er í mörgum kirkjum boðið upp á guðsþjónustu þar sem krossfestingarinnar og þjáningarinnar er minnst. Oft eru Passíusálmar sr. Hallgríms Péturs- sonar lesnir á þessum degi. Svo er það stóra upprisuhátíðin á páska- dagsmorgunn. Sumar kirkjur bjóða upp á miðnæturguðsþjónustu en al- gengast er að þær séu um kl. 8 eða 11 fyrir hádegi. Þá er stærsta hátíð kristninnar haldin með pomp og prakt og gjarnan er öllu tjaldað til,“ segir sr. Guðrún Karlsdóttir sem vekur athygli á því að eins og í öllum hátíðum kirkjunnar snúast páskarn- ir einnig um samfélag og samvistir fólks, sem komi til að minnast, upp- lifa, fagna og njóta samfélags hvað við annað. sbs@mbl.is Í kirkjunni „Fyrirgefandi Guð vill sátt við mannfólkið og hvetur okkur til lífs í sátt,“ segir Guðrún Karlsdóttir Grafarvogsprestur. Mikilvægur boðskapur til særðrar þjóðar Páskarnir eru ævintýri sem endar vel. Munurinn á góðu ævintýri og páskunum er þó sá að páskarnir snúast um raunverulega atburði sem skipta máli, segir sr. Guðrún Karlsdóttir, prest- ur í Grafarvogskirkju. Páskarnir eiga uppruna í útförinni af Egyptalandi þegar Móses leiddi Ísraelsmenn út úr ánauðinni hjá Faraó, gegn- um Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands. Svo Guð gæti þekkt hvar gyðingarnir bjuggu var þeim uppálagt að slátra lambi og rjóða blóði þess á dyra- stafi hýbýla sinna. Í flestum kristnum kirkjudeildum eru páskar mesta hátíð kirkjuársins enda nefndu kirkjufeðurnir páskana hátíð há- tíðanna. Tilefnið er upprisa Jesú en kristnir menn trúa því að hann hafi risið upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann var krossfestur á árabilinu 27 til 33 eftir Kristsburð. Samkvæmt frásögum í Nýja testamentinu bar handtöku og krossfestingu Jesú upp á páskahátíð gyðinga. Páskalambið varð að tákni fyrir Jesú í hugum kristinna manna því hon- um var fórnað á sama hátt og lambinu. Óvíst er hvenær kristnir menn fóru að halda upp á páska. Í frumkristni var sunnudagurinn haldinn heilagur til áminn- is um upprisu Jesú. Samkvæmt hefð og guðspjöllunum dó Jesús á föstudegi og reis upp frá dauðum á sunnudegi. Fast í sessi á annarri öld Talið er að byrjað hafi verið að halda upp á páska á ein- staka svæðum. Er nefnt að hvorki Jesús né postularnir hafi haldið upp á páska, ekki frekar en aðrar hátíðir. Þegar á annarri öld er hins vegar greinilegt að páskahátíðin var orð- in föst í sessi. Lengi vel var sá siður í kaþólsku kirkjunni að fasta í 40 daga fyrir páska sem innlifun í píningu og píslarvætti Jesú. Rétttrúnaðarkirkjan heldur enn í þennan sið. Fastan fólst í því að ekki mátti neyta kjötmetis. Síðasta vikan fyrir páska er oftast nefnd dymbilvika eða kyrravika á íslensku. Dymbilvikan hefst með pálmasunnudegi en samkvæmt Mattheusarguðspjalli reið Jesú þann dag á asna inn í Jerú- salem til að halda páska gyðinga. Á fimmtudegi borðaði Jesús með lærisveinum sínum í síðasta sinn og er það nefnt síðasta kvöldmáltíðin. Dagurinn er nefndur skírdagur en þá þvoði Jesús fætur lærisveina sina fyrir máltíðina. Skír í þessu samhengi merkir því hreinn. Ekki lengur í gröfinni Föstudagurinn langi snýst allur um sakfellingu Jesú, krossfestingu og dauða. Á sunnudeginum var venjulegur virkur dagur. Það var þá sem María Magdalena og María móðir Jakobs sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Kristnir menn halda þess vegna páskadag með gleði. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar. (Stuðst við alfræðiritið Wikipedia.) Páskarnir eru forsenda kristinnar trúar Reuters Kristur Hvarvetna er frelsarinn nálægður og í átökum á dögunum brugðu Egyptar myndum af honum á loft. Í flestum kristnum deildum eru páskar mesta hátíð kirkjuársins. Tilefnið er upp- risa Jesú en kristnir menn trúa því að hann hafi risið upp frá dauðum á þriðja degi eftir krossfestingu. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.