Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að leggst mjög vel í mig að syngja með þeim félögum í hljómsveitinni Vanir menn. Ég söng með þeim eitt lag inn á plötu fyrir nokkrum ár- um. Það lag heitir Reiðlag. Í kjöl- farið söng ég inn á disk með einum úr hljóm- sveitinni, það voru lög sem tengjast Siglufirði. Föðurbróðir minn, Jónatan Ólafs- son, samdi mörg þekkt Siglufjarðarlög og þau hef ég oft sungið,“ segir Þuríður Sigurð- ardóttir. Hún hefur aldrei búið á Siglufirði en kom- ið þangað margoft. „Ég á marga góða vini á Siglufirði. Við hjónin fórum og fylgdumst með þegar Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í haust og það var skemmtileg upplifun. Ég kom fyrst til Siglufjarðar þegar ég var að byrja að syngja og mér hefur þótt gaman að sjá hvernig bærinn hefur þróast og bæj- arbúar viðhaldið hefðinni. Síldarminjasafnið er algjör gimsteinn. Einnig hafa gömul hús verið gerð upp á fallegan hátt. Við höfum oft borðað við höfnina á sólskinsdögum og þar er yndislegt útsýni. Það er heilmikil menn- ingarstarfsemi í gangi á Siglufirði og mér finnst alltaf gaman að koma þangað,“ segir Þuríður. Þegar Þuríður heimsótti Bátahúsið í haust hugsaði hún með sér að þarna yrði gaman að syngja. Á föstudaginn langa fær hún tæki- færi til þess og segist hlakka mikið til „Fólk mun þekkja lögin á tónleikunum og ég er viss um að það myndast góð stemning,“ segir hún. Þuríður segir að 45 ára tónlistarafmælið hafi í raun verið í lok síðasta árs en hún hef- ur ekki gefið sér tíma til að halda sér- staklega upp á það fyrr en nú. „Ferillinn minn er orðinn svo langur að hann á líkleg- ast best heima í minjasafni,“ segir Þuríður og hlær sínum þekkta hlátri. Þegar hún er spurð hvort framhald verði á tónleikahaldi svarar hún: „Þessir tónleikar kveikja óneitanlega í manni og ég hef aldrei verið hrædd við að stinga mér í djúpu laugina. Við verðum bara að sjá til með framhaldið.“ Á Kjarvalsstöðum Starfsvettvangur Þuríðar er myndlistin og hún hefur stundað hestamennsku alla tíð. Þetta tvennt hefur hún sameinað en hrossa- myndir Þuríðar eru vel þekktar, enda sér- stakar. Hún verður með tvær af myndum sínum á sýningu sem verður opnuð á Kjar- valsstöðum 7. maí. „Þetta er sýning þar sem farið verður yfir sögu hestsins í íslenskri myndlist. Þarna verða valin verk eftir 40 listamenn sem eru lýsandi fyrir þetta mynd- efni. Hrossamyndirnar mínar eru seinunnar þannig að ég gríp alltaf í annað myndefni á milli. Ég elska hesta og þessa snertingu við feld þeirra. Það hefur skilað sér í myndefn- inu,“ segir Þuríður. Eftir tónleikana á Siglufirði fer hún í skírnarveislu barnabarns númer tvö sem haldin verður í Reykjadal. Það eru því spennandi páskar framundan. „Son minn og tengdadóttur langaði að láta skíra barnið í lítilli sveitakirkju. Þetta er drengur en nafnið er leyndarmál.“ elal@simnet.is Ferillinn á kannski heima á minjasafni Þuríður Sigurðardóttir, myndlist- armaður og söngkona, heldur upp á 45 ára tónlistarferil sinn um þessar mundir. Hún hefur lítið komið fram opinberlega und- anfarin ár en ætlar að bæta úr því á tónleikunum á Siglufirði um páskana. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vinsæl Þuríður Sigurðardóttir rifjar upp ferilinn á tónleikum á Siglufirði um páskana. B irgir Ingimarsson er einn liðmannahljómsveit- arinnar Vanir menn en hana skipa ásamt honum Leó Ólason og Magnús Guðbrandsson. „Við erum allir Sigl- firðingar, þroskaðir popparar, en brottfluttir. Við spiluðum saman í hljómsveit hér áður fyrr sem heitir Miðaldamenn en síðan tókum við hlé í tæp 30 ár. Miðaldamenn eru enn starfandi fyrir norðan en við erum með aðra hljómsveit í Reykjavík sem við köllum Vanir menn,“ segir Birgir. „Þuríður ætlar að syngja með okk- ur á þessum tónleikum en okkur langar til að vera með Siglufjarð- arþema. Jónatan Ólafsson, föð- urbróðir Þuríðar, bjó á Siglufirði á síldarárunum og samdi mörg af sín- um þekktustu lögum þar. Má þar nefna Síldarvalsinn, Sigurður er sjó- maður, Landleguvalsinn og mörg fleiri þekkt lög. Einnig verður Sigl- firðingurinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Gunnar Hjálmarsson með okkur. Hann er mikið sjónskertur, flutti ungur til Danmerkur til náms og spilaði með þekktum dönskum tón- listarmönnum. Haraldur Gunnar lærði píanóstillingar og hefur unnið við það fag. Hann er núna fluttur heim og hefur leikið með hljómsveit- inni hér á landi,“ segir Birgir. Spilað um borð Hljómsveitin Vanir menn hefur leikið á árshátíðum, þorrablótum og hinum ýmsu skemmtunum und- anfarin ár. „Við lékum okkur saman sem strákar á Sigló og höfum alltaf haldið góðu sambandi. „Þegar ég byrjaði að spila þurfti ég undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að spila á sveitaballi. Maður var svo ungur þá,“ segir Birgir. „Þá var annað landslag í dansmenningunni, sveita- ball í hverju félagsheimili allar helg- ar.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Vanir menn halda tónleika á Siglufirði. „Við ætlum að vera í Bátahúsinu hjá Ör- lygi Kristfinnssyni. Fyrir þá sem ekki hafa komið í Bátahúsið skal þess get- ið að þar eru bryggjur og bátar sem liggja við þær. Bátarnir eru gamlir, orginalbátar frá síldarárunum. Hljómsveitin kemur sér fyrir í einum bátnum og gestir dreifa sér á bryggj- unum en þetta er mjög kósý. Það er mikil eftirspurn eftir að koma þarna fram, sérstaklega á sumrin,“ segir Birgir. „Flestir þekkja þjóðlagahátíð- ina sem er afar vinsæl en hún er hald- in í júní. Á tónleikunum okkar ætlum við bæði að syngja og tala við gesti, segja þeim frá uppruna þessara laga og stemningunni sem þarna var.“ Skíði og skemmtun Birgir segir að eftir að Héðinsfjarð- argöngin voru opnuð sé auðvelt að komast til Siglufjarðar og aðeins 50 mínútna akstur frá Akureyri. „Ólafs- fjarðarbúar renna yfir til okkar á nokkrum mínútum. Það hefur orðið algjör bylting í samgöngum þarna. Mér fannst ég vera að fara í gegnum tímavél þegar ég keyrði þarna fyrst í gegn,“ segir Birgir ennfremur. „Það er mikill uppgangur á Siglufirði og ákaflega gaman að koma þangað. Húsnæðisverð hefur hækkað og menn eru bjartsýnir. Góðærið náði aldrei til Siglufjarðar svo núna eru menn að upplifa nýja hluti. Svo má ekki gleyma því að skíðafærið er afbragð svo ekki má gleyma að taka skíðin með,“ segir Birgir sem hlakkar mikið til að leika undir hjá Þuríði Sigurðardóttur. „Hún er mikill listamaður og það er meiriháttar að leika með henni. Mér finnst Þuríður vera upp á sitt besta núna,“ segir Birgir sem bendir á vef- inn siglo.is en þar er hægt að fá ýms- an fróðleik um Siglufjörð, gistingu, matsölustaði, skíðafæri og fleira gagnlegt. elal@simnet.is Síldarstemning í Bátahúsi Menningin blómstrar á Siglufirði og svo verður einnig föstudaginn langa þegar hljómsveitin Vanir menn ásamt Þuríði Sigurðardóttur verður með tónleika í Bátahúsinu. Síldarævintýrið rifjað upp með sögum og söngvum. Ljósmynd/Jóhannes Frank Vanir menn Þeir eiga að baki langan feril í tónlistinni og eru allir saman Siglfirðingar. SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra Gas-hellur Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w Gas-ofnar Gas-vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas-eldavélar Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 130w Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30 Gleðilegt sumar! Led-ljós = minni eyðsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.