Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 14
K
ristín segir að um páskana
leggi þau áherslu á að
bjóða upp á ferskan kal-
kún. Þá er fuglunum slátr-
að rétt fyrir páska. Hún
segir að eftirspurnin hafi aukist eftir
nýslátruðum fuglum og eins vilji fólk
stærri kalkúna en áður. „Vinsælasta
stærðin hjá okkur var 4-6 kíló en við
finnum fyrir því að nú vill fólk mun
stærri fugla. Fuglar sem eru 6-8 kíló
eru mest seldir. Ástæðan er líklega
sú að stórar fjölskyldur koma saman
og borða kalkún, enda dugar hann
vel í slíkum veislum,“ segir Kristín.
Fæstir láta sér kannski koma til
hugar að grilla kalkún á útigrilli en
Kristín segir að það sé vel hægt. Þau
hafa sjálf verið að prófa það. „Kal-
kúnninn er grillaður heill og það er
lítið mál,“ segir hún. „Það er ágætt
að vera með fugl sem er 4-5 kíló.
Fyrst er hann penslaður með olíu og
síðan kryddaður með salti, pipar,
rósmaríni, hvítlauk eða öðru góðu
kryddi eftir smekk. Síðan er fuglinn
lagður á álbakka á grillinu, það er
stillt á meðalhita og lokið sett yfir.
Þetta tekur um 75 mínútur og gott
er að snúa honum á eldunartímanum
og pensla með olíunni,“ segir Krist-
ín.
Engin aukefni
Kalkúnn er hollur matur og eng-
um aukefnum er sprautað í heilan
fugl. Hann er góð tilbreyting frá
reyktum og söltum hátíðarmat.
„Kalkúnabringur eru líka mjög vin-
sælar en við seljum þær allt árið í
heimaverslun okkar hér uppi í Mos-
fellsbæ en hún er opin á fimmtudög-
um og föstudögum á milli klukkan
16-18.30. Þar eru einnig til sölu snit-
sel, strimlar, bringur, reyktar og
nýjar, hamborgarar, kalkúnahakk
og bollur. Við setjum engin aukefni í
hakkið eða hamborgarana svo þetta
er ómenguð vara,“ segir Kristín.
„Einnig seljum við fugl til Ísfugls
sem vinnur hann og setur á mark-
að.“
Kalkúnabúið að Reykjum er eini
kalkúnaframleiðandinn á landinu.
Kristín segir að þau hafi reynt að
stilla verðinu í hóf en miklar fóð-
urhækkanir hafi orðið eftir hrunið.
Kalkúnninn hækkaði því nokkuð
fyrir jólin en verðið mun ekki hækka
fyrir páskana. „Það er mjög kostn-
aðarsamt að framleiða kalkúna og
mikil vinna að halda þessu gang-
andi. Ísfugl sér um slátrun fyrir
okkur og við sendum fugla til þeirra
einu sinni í viku. Fyrir jól og páska
aukum við það magn,“ útskýrir
Kristín.
Undanfarið hefur aukist að bjóða
upp á kalkún í
fermingar- og
brúðakaups-
veislum.
Kristín segir
að bringurnar
séu sér-
staklega vin-
sælar í veislum. Á
vefsíðu fyrirtæk-
isins, kalkunn.is, má sjá
ýmsar uppskriftir og leið-
beiningar um eldun. „Fólk er
óhræddara við að elda stóran kal-
kún en áður var. Fyrir fimmtán ár-
um stoppaði ekki síminn því fólk
hringdi og bað um ráð við eldun. Í
dag fást tilbúnar fyllingar ef fólk
treystir sér ekki í þær en það er
ekki nauðsynlegt að fylla fuglinn.
Sumir setja fuglinn í saltpækil og
telja sig fá mýkra kjöt en mér
finnst betra að hafa hann ferskan.
Kalkúnninn er holdmeiri í dag en
áður var þannig að bringan og lær-
in þurfa svipaðan eldunartíma. Þá
er minni hætta á að hann sé þurr.“
Hvernig á að
grilla kalkún?
1 kalkúnn, ca. 4-4,5
kg, fyrir 8-9 manns.
Hitið grillið að hálfu,
u.þ.b. 150°C/300°F. Ef
brennarar eru þrír er
gott að slökkva á
miðbrennaranum en hafa
hina á hálfum hita.
Kryddið og smyrjið kalkún-
inn eftir smekk. Hann er ekki fylltur
en gott að skera 1 appelsínu í báta og setja inn í hann.
Setjið kalkúninn á heilan álbakka (ekki grillbakka með rifum) og ekk-
ert yfir, en lokið grillinu svo ekki tapist hiti. Gott er að snúa fuglinum um
það bil tvisvar um 180° meðan gillað er svo hann verði jafnt grillaður.
Grilltíminn er u.þ.b. 1 klst. og 15 mín. eða þar til kjarnhiti nær 70°C,
alls ekki meira. Grillin geta verið misjöfn og því er alveg nauðsynlegt að
hafa kjöthitamæli.
Að grilltíma loknum er gott að pakka fuglinum í álpappír, setja jafnvel
handklæði yfir til einangrunar og láta hann svo standa í 20 mín. áður en
hann er borinn fram.
elal@simnet.is
Heill kalkúnn er góður á grillið
Kalkúnn er vinsæll matur
um páska og hjónin á kal-
kúnabúinu að Reykjum í
Mosfellsbæ eru meðvituð
um það. Kristín Sverr-
isdóttir, sem rekur búið
ásamt manni sínum, Jóni
M. Jónssyni, segist finna
fyrir auknum áhuga fólks á
því að borða frekar ljóst
kjöt en reyktan mat um
páska.
Hátíðarmatur Kalkúnar
Kristínar Sverrisdóttur
njóta vinsælda meðal sæl-
kera en nauðsynlegt er að
fylgja uppskrift við elda-
mennskuna.
Morgunblaðið/Ómar
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Skemmtanir, svo sem dansleikir eða
einkasamkvæmi á opinberum veit-
ingastöðum eða á öðrum stöðum
sem almenningur hefur aðgang að,
eru bannaðar á ákveðnum tíma um
bænadaga og páska. Hið sama gildir
um opinberar sýningar og skemmt-
anir þar sem happdrætti, bingó eða
önnur spil fara fram.
Listin undanþegin
Tekið skal fram að listsýningar,
tónleikar, leiksýningar og kvik-
myndasýningar eru undanþegnar
banni um helgidagafrið á föstudag-
inn langa en slíkir viðburðir mega þó
ekki hefjast fyrr en klukkan 15 þann
dag. Þetta segir í tilkynningu frá lög-
reglunni.
Heimilt er að hafa gisti- og veit-
ingastaði opna allan sólarhringinn
skv. lögum um helgidagafrið. Áfeng-
isveitingastaðir eru þó háðir tíma-
mörkum í leyfum sveitarstjórna á
hverjum stað. Skal stöðunum lokað
þegar leyfðum veitingatíma áfengis
lýkur og allir gestir farnir innan
klukkustundar.
Heimilt er að opna staðina að nýju
tveimur klukkustundum eftir að
áfengisveitingum átti að ljúka. Veit-
ingar áfengis mega samt ekki hefjast
aftur fyrr en reglur sveitarstjórna
kveða á um.
Lágvær tónlist í lagi
Lögreglan gerir, skv. tilkynningu,
ekki athugasemdir við lágværa tón-
list eða flutning sjónvarpsefnis á
veitingastöðum um páskana enda sé
guðsþjónusta, kirkjuathöfn eða ann-
að helgihald ekki truflað.
Bannað að
spila bingó
á bæna-
dögum
Ganga skal hægt um
gleðinnar dyr um
páskana. Listviðburðir
eru leyfðir en skemmtanir
eru háðar takmörkum.
Hótelin eru alltaf opin.
Morgunblaðið/Sverrir
Lukkuspil Samkomur sem raska rónni eru yfirleitt bannaðar um páska.
Nýjungar frá Milda
NÝTT
Milda til matargerðar, inniheldur aðeins
4% fitu og þess vegna má merkja þá
vöru með hollustumerkingunni Græna
skráargatinu. Milda til matargerðar
hefur samskonar eiginleika og
matreiðslurjómi.
Milda til þeytingar og matargerðar
inniheldur einungis 26% fitu. Bragð
og áferð eins og besti rjómi
en bara fituminni.
Veldu léttari kost í þína matargerð, veldu Milda.