Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 18

Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Bragðgott frá Ítalíu Forréttur – Antipasto Hægt er að útbúa antipasto disk fyrir hvern og einn gest en einnig er sniðugt að hafa stóran bakka á miðju borði með ýmsu góðgæti. Þannig getur hver og einn valið sér það sem honum finnst best. Gott brauð er nauðsynlegt með antipasto. Eftirfarandi er hægt að velja á bakkann en með þessu er einnig bor- ið fram tapenade, sulta eða pestó. Hráskinka, salami, pepperoni og beikon. Brie-ostur, bitar af parmesanosti, mozzarella, geitaostur og fetaostur. Sólþurrkaðir tómatar, marineruð paprika, þistilhjörtu, marineraðir sveppir, grænar og svartar ólífur. Melóna, jarðarber eða önnur ber, fíkjur, þurrkaðar apríkósur, döðlur. Aðalréttur – Kálfakjöt með sítrónusósu Kálfakjöt er afar vinsæll réttur á Ítalíu og hann er matreiddur á ýms- an hátt. Þessi uppskrift er mjög góð og sannkallaður veislumatur. Biðjið kjötkaupmanninn um gott kálfakjöt. Kálfakjöt (180-200 g á mann) smjör olía hveiti salt og pipar sítrónupipar 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1-2 skalottlaukar, smátt skornir safi úr tveimur sítrónum 1 bolli hvítvín um það bil peli rjómi kjúklingakraftur Aðferðin Skerið kjötið í hæfilegar sneiðar. Leggið plastfilmu á brauðbretti, eina kjötsneið þar á, plastfilmu aftur yfir kjötið og berjið það létt með buffhamri. Kjötið verður mun betra ef það er barið. Veltið kjötinu upp úr hveitinu og kryddið það með salti, pipar og sí- trónupipar. Setjið smjör og olíu á pönnu og brúnið kjötið vel á báðum hliðum. Leggið síðan til hliðar á disk. Þá er hvítlauk og skalottlauk bætt út á sömu pönnu og smjöri og olíu ef nauðsynlegt er. Steikið létt og bætið síðan sítrónusafa og hvítvíni á pönn- una ásamt einum teningi af kjúk- lingakrafti. Látið sjóða smávegis niður en bætið þá rjómanum saman við. Kryddið með salti, pipar og sí- trónupipar. Þykkið sósuna ef þarf. Setjið kjöt- ið út í sósuna og látið malla við væg- an hita í nokkrar mínútur. Með þessu er gott að bera fram bakaðar kartöflur og soðið sperg- ilkál eða annað grænmeti eftir smekk. Eftirréttur – Tiramisu Þetta er einn vinsælasti ítalski eft- irrétturinn. Það er auðvelt að búa hann til og öllum finnst hann góður. 3 eggjarauður 3 msk. sykur 250 g mascarpone-ostur 3 eggjahvítur ¼ tsk. salt 20 fingers kexkökur 3 dl kalt espresso kaffi 2 msk. amaretto líkjör 4 msk. rifið súkkulaði Aðferðin Þeytið eggjarauður með sykri þar til blandan verður létt og fín. Bætið þá ostinum saman við og hrærið áfram. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu. Hrærið varlega saman við ostablönduna. Dreifið blöndunni á botninn á fal- legu fati. Dýfið fingurkexinu í kaffi sem blandað hefur verið með líkjör en gætið að því að þær verði ekki of blautar. Leggið kökurnar á kremið og dreifið síðan blöndunni aftur yfir og endurtakið, síðast með blöndunni. Dreifið rifnu súkkulaði yfir. Spænskt páskaborð Tapas eru litlir spænskir smárétt- ir sem eru afar vinsælir. Meðal ta- pasrétta eru fylltir sveppir sem eru ákaflega góður forréttur. Forréttur – Fylltir sveppir 10 stórir sveppir 1 laukur 2 msk. ólífuolía 150 g hráskinka 2 hvítlauksgeirar 3 msk. fersk steinselja 1 tsk. paprikuduft ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Aðferðin Hreinsið sveppina og takið stilk- ana af þeim. Hakkið þá mjög fínt. Skrælið og fínhakkið laukinn. Steikið á pönnu í olíu ásamt stilk- unum. Bætið því næst fínt hakkaðri skinku og hvítlauk á pönn- una.Bragðbætið með salti, pipar og paprikudufti. Fyllið sveppina með blöndunni og dreifið steinselju yfir. Penslið eldfast fat og leggið sveppina þar í. Bakið við 200°C í 10- 12 mínútur. Gott er að hafa smá salat með þessum rétti. Gazpacho – köld súpa Mjög góð súpa sem upplagt er að bera fram um páska, hvort sem er í hádegi eða að kvöldi. 1 agúrka 1 rauð paprika ½ rauður chili-pipar 4 hvítlauksrif 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk. tómatmauk 1 tsk. pipar 1 tsk. salt 5 dl ískalt vatn 3 msk. rauðvínsedik 2 msk. ólífuolía 1 gul paprika fersk basilika 2 msk. ólífuolía Skerið grænmetið í litla bita og fínhakkið chili-piparinn. Steikið hvítlaukinn í olíu en pass- ið að hann brenni ekki. Setjið grænmeti, tómata og tómatmauk á pönnuna og steikið allt í stutta stund. Maukið með töfrasprota eða setj- ið í matvinnsluvél. Bragðbætið súpuna með salti, pipar og ediki eftir smekk. Berið súpuna fram kalda í skál eða bolla. Skreytið hana með fínt hakkaðri gulri papriku, basil og smávegis ólífuolíu. Aðalréttur – spænsk paella Frábær réttur til að bjóða gest- um. Gott er að drekka sangríu með paellu og búa til ekta spænska stemningu. Gestir geta jafnvel bor- ið eitthvað á sér eða klætt sig í föt frá Spáni. 1 stór kjúklingur 2 laukar 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 ½ dl ólífuolía 2 tsk. salt 1 tsk. pipar 500 g arborio-hrísgrjón (risotto-grjón) ½ g saffran krydd eða túrmerik u.þ.b. 1 lítri kjúklingasoð 2 dl hvítvín 12 stk. kræklingur 10 risarækjur ½ kg litlar rækjur ferskt tímían Aðferðin Hlutið kjúklinginn niður í átta parta. Skerið laukinn og hvítlaukinn mjög smátt og papriku í strimla. Hreinsið rækjurnar. Hitið olíu á víðri pönnu. Brúnið kjúklingabitana og kryddið með salti og pipar. Leggið þá síðan til hliðar. Steikið lauk, hvítlauk og papriku. Takið frá og setjið hrísgrjónin á pönnuna og kryddið með saffran. Bætið kjúklingasoði og hvítvíni út á pönnuna. Setjið lauk og kjúkling aft- ur á pönnuna og látið allt malla í 20 mínútur. Hrærið í á meðan. Setjið kræklinginn út á pönnuna og látið hann malla þar til skelin opnast. Steikið risarækjurnar í olíu á annarri pönnu þar til þær verða bleikar. Setjið stórar rækjur og litl- ar saman við hrísgrjónin og látið allt hitna vel í gegn. Skreytið með fersku tímían og afgangsrækjum ef einhverjar eru til. Eftirréttur – jarðarber með rjóma eða ís Spánverjar borða helst ávexti í eftirrétt. Kökur borða þeir frekar á morgnana en á kvöldin. Ís með ferskum jarðarberjum er vinsæll eftirréttur á Spáni. Til að gera réttinn enn meira spennandi er mjög gott að baka pönnukökur og fylla þær með ís og jarðarberjum. Hella síðan líkjör yfir. Ítalskt eða spænskt páskaborð Páskalambið er alltaf gott en það getur verið skemmti- legt að hafa annarra þjóða veislumat. Ítalskt veisluborð eða spænskt, allt eftir smekk. Hér koma uppskriftir fyrir þá sem vilja reyna eitthvað nýtt. P áskaeggin frá Nóa Siríusi eru meira en bara sæl- gæti. Þau eru menningar- fyrirbæri sem er löngu orðið inngreypt í þjóð- arsálina. Bæði er hvergi hægt að finna neitt í líkingu við íslensku páskaeggjahefðina, en svo eiga líka allir til sínar góðu minningar sem tengjast súkkulaðieggjunum: Að sitja sem barn fyrir framan sjón- varpið snemma á páskadags- morgni, með súkkulaði út á kinnar, eða við matarborðið hjá ömmu eftir góðan páskakvöldverð og fá glans- andi egg af stærð nr. 1 í eftirrétt. „Á mínu heimili leggjum við til dæmis mikið upp úr eggjaleitinni að morgni páskadags. Við foreldr- arnir setjum mikinn metnað í að fela eggin á góðum stöðum svo allir hafa gaman af leitinni,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs hjá Nóa Síríusi. Heilt ár í undirbúning Mikil vinna liggur að baki eggj- unum sem eru að koma í búðirnar um þessar mundir. Raunar kveðst Kristján nú þegar byrjaður að huga að súkkulaðieggjagerð næsta árs. „Upp úr júní þarf að ganga frá pöntunum á öllum aðföngum og skrauti. Við kaupum þessa vöru víðsvegar að úr heiminum og þarf góðan tíma til að koma öllu hráefni til landsins,“ segir hann. „Síðan er- um við stöðugt að þróa páskaeggin áfram, gera tilraunir með ný egg, þróa markaðsmálin, umbúðirnar og gera auglýsingar.“ Byrjað er að steypa eggin í jan- úar og veitir ekki af tímanum því töluvert föndur er að setja saman fallegt páskaegg. „Okkur hefur tekist nokkuð vel að áætla hversu mikið magn af eggjum markaður- inn kallar á, en eftir sem áður er um verulegan fjölda af eggjum að ræða og tekur tímann sinn að framleiða allt góðgætið. Obbinn af starfsmönnum fyrirtækisins kemur að eggjagerðinni og fjöldamörg handtök á bak við hvert egg,“ segir Kristján en eggin þarf að steypa, fylla með sælgæti, festa saman, skreyta og svo að lokum koma í umbúðir og dreifa til verslana. Hann segir að páskaeggjagerðin sé annað tveggja stærstu verkefna ársins, en hitt er konfekt- framleiðslan fyrir jól og áramót sem hefst í ágúst ár hvert. Það er auðvitað alltaf gaman að mæta í vinnuna þegar nóg er að gera en Kristján segir alveg sér- stakan anda yfir Nóa Siríusi þegar páskaeggin eru framleidd. „Þessi viðburður er stór hluti af tilveru okkar sem vinnum hjá fyrir- tækinu og bæði skemmtilegur vor- boði í okkar huga og svo hrein- lega er eins og páskarnir byrji um leið og fyrstu páskaeggjamótin eru tekin fram.“ Skemmtilegar tilraunir Eins og fyrr sagði eru íslensk páskaegg einstök í heiminum og þar við bætist að stöðugt er verið að gera áhugaverðar tilraunir og bæta við úrvalið. „Við leggjum okkur fram við að hlusta vel á neytendur og gætum þess bæði að gera eggin eins og þjóðin er vön og kann að meta, en líka stunda ákveðna nýj- ungagirni,“ segir Kristján. „Þannig settum við til dæmis á markað í fyrra egg með frönsku núggati í skurninni og lukkaðist afskaplega vel. Við munum því halda áfram sölu á því páskaeggi í ár og svo bætist við ný tegund með karamel- lukurli í skelinni,“ bætir Kristján við og ljóstrar því upp að karamell- an og Nóa-súkkulaðið eigi sérlega vel saman. Til viðbótar þessum tveimur eggjum má líka finna egg úr dökku Síríus Konsum-súkkulaði sem Kristján segir verða vinnsælli með hverju árinu, og svo egg með lakkrískurli. Um leið og gerðar eru áhugaverðar tilraunir seg- ir Kristján að passað sé upp á ákveðnar hefðir. „Við leggjum t.d. mikla vinnu í að hafa alltaf sama blæinn á málshátt- unum. Ákveðin endurnýjun á sér stað í páska- eggjamálshátt- unum ár hvert en passað er upp á að þeir séu þannig vald- ir að þeir séu hálfgerðir heila- brjótar.“ ai@mbl.is Töluvert föndur að setja saman fallegt páskaegg Klassík „Við leggjum okkur fram við að hlusta vel á neytendur og gætum þess bæði að gera eggin eins og þjóðin er vön og kann að meta, en líka stunda ákveðna nýjungagirni,“ segir Kristján. Sælgætisverksmiðja Nóa Siríusar er orðin undirlögð strax í janúar enda ekki lít- ið verk að framleiða góm- sæt páskaeggin ofan í þjóðina. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.