Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 21
stór og hentar vel fyrir lesturinn. „Það er góður tónn í húsinu og líka mjög góður andi. Þar er gott að vera,“ lýsir Sigurður, en Passíusál- malesturinn virðist strax orðinn fastur liður hjá bæði heimamönn- um og gestum sem vilja ekki missa af þessum viðburði. „Það er góður hópur sem kemur í kirkjuna meðan á lestrinum stendur. Flestir staldra við um stund og hlusta á nokkur erindi áð- ur en haldið er aftur af stað. Aðrir dvelja lengur og til eru þeir sem hlýða á allan lesturinn, þótt ekki séu þeir nú margir.“ Áhrifamikil orð Sigurður segir Passíusálmana einstakt verk og margbrotið, bæði að inntaki og formi. „Tvímælalaust var Hallgrímur frábært skáld og í Passíusálmunum nær hann ótrúleg- um hæðum. Útkoman er nánast óviðjafnanleg tegund af skáldskap,“ segir Sigurður. „Fyrir mér birtist í sálmunum maður sem er einlægur og hreinn í sinni trú og mér finnst það ótrúlega áhrifamikið þegar svona hæfileikaríkur maður gefur sig heilan og óskiptan í sitt verk út í ystu æsar.“ Krafturinn í Passíusálmunum er þess eðlis, að mati Sigurðar, að fólk hlýtur að hrífast, jafnvel óháð trúarskoðunum. „Ég er kannski ekkert sérstaklega heittrúaður sjálfur, en ýmislegt í mörgum trúarbrögðum sem hrífur mig og þá frekar það sem er sameiginlegt með þeim í kjarna sínum en hitt. Hvað sálma Hallgríms snertir er óhjákvæmilegt að hrífast af einlæg- um trúarhita hans og ást á Jesú Kristi og boðskap hans.“ Við hvern lestur segir Sigurður að skilningurinn dýpki, en að sálm- arnir geri heilmiklar kröfur. „Mað- ur þarf að skilja bakgrunninn, maður þarf að hafa einhverja hug- mynd um píslarsöguna, um mann- kynssögu þess tíma og svo um tíma Hallgríms, því hann skírskotar jafnt fram og aftur í sálmunum. Mér sýnist það hreinlega vera efni í ævistarf að ná góðu valdi á flutn- ingi þeirra, hvað varðar þekkingu, skilning og getu til þess að koma þeim vel yfir á sínu formi.“ ai@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ | 21 20 fjallgöngur sem eru á færi barna frá 6 ára aldri og allrar fjölskyldunnar Önnur prentun komin í verslanir Gleðilega Páska Eitt helsta trúarrit Íslendinga í gullfallegri útgáfu Valdir biblíutextar sem búa yfir visku, styrk og hvatningu – gott veganesti fyrir lífið Fermingargjafir sem fylgja barninu alla ævi Skemmtilegar sumargjafir fyrir börnin Gömlu góðu gildin í í bráðskemmtilegri sögu Önnur prentun komin í verslanir Bók sem eflir hugmyndaflug og sköpunarkraft barnanna „...ekki aðeins barnabók heldur listaverk fyrir alla.“  Morgunblaðið. Gullfalleg bók um skemmtilegan prakkara sem heillar yngstu börnin salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Lestur Passíusálmanna er ekki bara erfiður fyrir þær sakir hvað lest- urinn er langur, heldur er stíllinn líka krefjandi ef flutningurinn á að vera góður. „Lesarinn þarf að vera vel undirbúinn og í þokkalegu jafn- vægi líkamlega, andlega og raddlega. Hann verður að hafa nægan vökva við höndina og vera ágætlega nærður og kannski fæ ég mér eins og eina ginsengtöflu líka,“ segir Sigurður og hlær. „Sálmarnir eru þannig samdir að þeir eru mjög háttbundnir og hættan sú að falla inn í hrynjandina og rímið. Þá getur útkoman orðið nokkuð eintóna, eins konar söngl, og viðbúið að áheyrendur hreinlega sofni. Þetta er í raun mesta glíman: að láta formið ekki taka yfir, heldur lifa undir niðri, en sagan sjálf fái að njóta sín, að hún komist yfir á lifandi hátt.“ Lesturinn undirbýr Sigurður m.a. með því að fara vandlega yfir hvern sálm dagana og vikurnar fyrir páska. „Ég hef líka leitað til fólks sem er sérfrótt um Hallgrím og um Passíusálmana, og þannig getað dýpkað skilning minn á textanum. Samt er það svo að alltaf er maður að uppgötva nýja merkingu, og öðlast aðra og betri sýn á hina og þessa staði í textanum.“ Glíman við formið Gæði Passíusálmanna sjást kannski best á því hvað boð- skapur þeirra og fegurð virkar enn sterkt á Íslendinga, næstum þremur og hálfri öld eftir að sálmarnir voru samdir. „Hall- grímur skrifar á góðri og mergj- aðri íslensku, og jafnvel þótt málið hafi tekið breytingum lifir orðfæri hans enn með þjóðinni. Fólk á öllum stigum samfélags- ins hendir á lofti línur og jafnvel heilu erindin því boðskapurinn á um margt eins vel við í dag og á tíma Hallgríms,“ segir Sigurður. „Hann deilir t.d. á illa meðferð yfirvalda á almenningi, hann deilir á ýmiss konar græðgi eins og til að mynda fégræðgi. Sumt af þessu barst inn í umræðuna sem spannst í kjölfar hrunsins og einstaka línur og jafnvel heil erindi falla eins og flís við rass við þjóðmálaumræðu okkar tíma.“ Boðskapurinn á erindi Eygló Egilsdóttir. Ljósmynd/Heiða Lára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.