Morgunblaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 27
stóru þar sem tónleikarnir fara fram. „Núna eigum við von á rétt um 30 hljómsveitum, og þar sem orðið er í tísku að hafa þetta sjö manns í hljómsveit þurfum við að taka á móti um 150-200 listamönnum,“ segir Jón, en allir, bæði listamenn og starfs- menn hátíðarinnar, gefa vinnu sína. Í skiptum fyrir tónlistina sjá aðstand- endur hátíðarinnar og bakhjarlar um að koma listamönnunum vestur og sjá þeim fyrir fæði og gistingu. Eitthvað fyrir alla Eitt einkenni Aldrei fór ég suður er hve tónlistin er fjölbreytt. „Það hefur alltaf verið markmiðið að bjóða upp á mjög fjölbreytta tónlist og blanda saman tónlistarmönnum af svæðinu og böndum úr höfuðborg- inni. Bæði er gaman að færa heima- fólki með þessum hætti rjómann af íslenskri tónlist, en svo eru líka margir gestanna að uppgötva Ísa- fjörð. Viðburður eins og þessi gerir bæinn að áhugaverðum áfangastað fyrir ákveðinn hóp sem horfir kannski ekkert mikið í vesturátt alla jafna.“ Jón bendir líka á að stemningin sem skapast sé allt önnur en t.d. á bæjarhátíð um verslunarmanna- helgi. „Á þessum tíma árs er ekki beinlíns möguleiki að tjalda, lífið er allt á einum stað í bæjarfélaginu. Síðan held ég að það breyti líka upp- lifuninni að tónlistardagskráin er ókeypis og ekkert peningaplokk. Það munar miklu að geta slappað af og notið þess sem mann langar til að njóta frekar en finna sig knúinn til að hanga fyrst maður er á annað borð búinn að borga sig inn. Dagskráin er líka þannig gerð að hún höfðar til allra, við sjáum jafnólík bönd og U.S.I. sem er ísfirskt bílskúrsband, Grafík sem gerði garðinn frægan á 9. áratugnum, tónleika Mugison með nemendum tónlistarskólans í bæn- um og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar. Þetta er breiður hópur.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Rokkstjóri Jón Þór Þorleifsson væntir um þrjátíu sveita á hátíðina í ár. MORGUNBLAÐIÐ | 27 Hróður hátíðarinnar Aldrei fór ég suður er farinn að berast út fyrir landsteinana. „Síðustu fimm til sex árin höfum við fengið til okkar erlenda blaðamenn sem allir hafa fallið fyrir hátíðinni. Þeim þykir mikið til þess koma að upplifa svona viðburð og hefur umfjöllun þeirra vakið athygli. Með hverju árinu sjáum við hátíðina laða að fleiri erlenda ferðamenn,“ segir Jón og bætir við skemmtilegri sögu um að ekki eru allir erlendu gestirnir undirbúnir. „Hingað kom t.d. eitt sinn hópur sem gerði sér enga grein fyrir að Ísafjörður væri ekki stórborg. Þegar þeir komu var hvergi svefnpláss og umsjónarmenn hátíðarinnar gengu þá í að finna fólkinu næturstað. Það varð úr að hópurinn varði nóttinni í fangaklefum lögreglustöðvarinnar, enda voru þeir tómir það kvöldið og fólkið lofaði að hegða sér vel.“ Sagan af útlendingunum í fangaklefunum lýsir því vel hvernig allir eru boðnir og búnir að leggjast á eitt til að gera Aldrei fór ég suður að skemmtilegri upplifun fyrir alla. „Annað skýrt dæmi er til dæmis að húsnæðið þar sem öll dagskráin fer fram hýsir vinnuvélaverkstæði. Þar taka menn sig til, hreinsa allt og þrífa til þess að við getum haldið þetta festival okkar. Sviðið er síðan smíðað í kringum bílalyftuna.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Söngur Hin dáða söngkona Lay Low er að sunnan en söng þó á hátíð- inni Aldrei fór ég suður í fyrra og gerði þar virkilega góða lukku. Allir leggjast á eitt ÞISTILHJÖRTU RISOTTO FERSKT PASTA LAMBALÆRI WASABI KRYDDJURTIR ESP- RESSO VILLIBRÁÐ GORGONZOLA TORT- ILLA OSTRUR ÓLÍFUR ASPAS HÁKARL KÓKOSHNETUR NORI ESPRESSO SNIGL- AR FETA DÁDÝR SUSHI TÚLIPANAR PES- TO SÍTRÓNUGRAS FURUHNETUR PETIT- FOUR KRÆKLINGUR BALSAMEDIK ÞIST- ILHJÖRTU RISOTTO FERSKT PASTA LAMBALÆRI WASABI KRYDDJURTIR ESP- RESSO VILLIBRÁÐ GORGONZOLA TORT- ILLA OSTRUR ÓLÍFUR ASPAS HÁKARL KÓKOSHNETUR NORI ESPRESSO SNIGL- persónuleg þjónusta - fjölbreytni - ferskleiki - glæsileg kjötborð þjóðlegt japanskt ítalskt indverskt mexíkóskt Móðir náttúra - lífrænt, íslenskt íslenskt og evrópskt spænskt Val sælkerans fjölbreytni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.