Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.04.2011, Qupperneq 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að er friðurinn og róin sem draga okkur hingað,“ svarar Einar og lítur upp úr blaðinu sem hann er að lesa. Hann kveður þá venju þeirra hjóna að fara í sum- arbústað um páska eiga sér langan aðdraganda. „Fyrstu páskana sem við dvöldum í sveitinni saman vor- um við í sumarbústað ömmu minn- ar og afa að Litlu-Skógum í Borg- arfirði, þá vorum við rétt innan við tvítugt og fórum í þessa ferð með vinafólki okkar. Þá var svo mikill snjór að við urðum að skilja annan bílinn eftir, hann komst ekki í gang. Við vorum 12 tíma að koma okkur í Borgarnes,“ segir Einar. Páskar með öðrum brag En þau létu ekki hugfallast við þessa lífsreynslu. Skömmu síðar byggðu þau sumarhús í landi fyrr- nefndrar jarðar ásamt frænku Ein- ars og manni hennar. Hófst þá fyrir alvöru sumarhúsadvöl þeirra hjóna á páskum og auðvitað sumrum og jafnvel stundum milli jóla og nýárs. „Við fórum alltaf upp í sum- arbústað um páska þegar við vor- um heima en um árabil bjuggum við erlendis vegna starfs Einars en hann var flugmaður,“ segir Auður. Þau hjón eiga fimm börn sem öll eru alvön sumarbústaðalífi og koma oft um hátíðar að heimsækja for- eldrana ásamt mökum og börnum. Einmitt þessa helgi sem blaðamað- ur kom í heimsókn var þar elsta dóttirin ásamt manni og dóttur og frændfólk að auki. „Eftir að við fluttum heim til Ís- lands aftur fórum við alltaf upp í sumarbústað um páskana ef Einar var ekki að vinna,“ bætir Auður við. „Við höfum þá yfirleitt farið á skír- dag og dvalið í bústaðnum alveg yf- ir páskahátíðina,“ segir hún. Þau fóru þá með páskaeggin með sér og gáfu börnunum meðan þau voru yngri. En földu þau eggin úti í nátt- úrunni? „Nei, reyndar ekki, það hefði orðið of erfitt,“ svarar Auður og brosir. Dóttirin Elísabet hlær og segir að þau systkinin hafi ekki kynnst þeim sið að fela páskaegg fyrr en í Lúxemborg. Þau segja páskana þar talsvert með öðrum brag en gerist á Íslandi. Ef Einar var að fljúga um páska meðan þau bjuggu þar fór Auður með börnin sem þá voru fjögur í heimsókn til vinafólks. „Hjá því fólki voru falin egg úti um allan garð og við leit- uðum og leituðum og fengum svo kannski kanínukjöt á eftir,“ segir Elísabet. „Það er ágætt með brúnni sósu,“ bætir hún við. Annars segir hún lambakjöt vinsælt þar eins og hér á landi. Elísabet kveður mikið gert af því í Lúxemborg að blása úr eggjum og mála þau svo. Miklar skreytingar séu á heimilum. Sjálf bjó hún um árabil í Lúxemborg ásamt manni og börnum, en maður hennar er flugvirki. Dvalið hér lungann úr árinu Nú eru nokkur ár síðan þau Auð- ur og Einar fengu sér nýjan sum- arbústað sem þau eiga ein. „Við vorum orðin þreytt á að vera án rafmagns og ýmissa annarra þæg- inda og fundum okkur bústað ekki fjarri gömlum slóðum og hér höfum við unað okkur vel,“ segir Einar. Hann segist ungur hafa lært til smíðaverka þar sem hann var í sveit sem drengur og sú kunnátta hefur sannarlega komið sér vel í sumarbústaðalífi þeirra. „Einar er mikið við smíðar af ýmsu tagi. Hann byggði með aðstoð góðra sveina frá verktaka úr Borgarnesi við bústaðinn hér og nú fyrir skömmu breytti hann á sama hátt bústaðnum þannig að eldhúsið varð miklu rýmra og salerni stærra og fullkomnara að gerð. En þessar breytingar urðu á kostnað gesta- herbergis. En það gerir ekkert til að sögn hjónanna, nægt er rýmið, þrjú svefnherbergi og svefnloft. Upp á svefnloftið er þó öllu smá- fólki harðbannað að leggja leið sína. „Þau gætu slasað sig í stiganum,“ segir Einar. „Þróunin hefur orðið sú að eftir að við fengum þennan nýja bústað höfum við dvalið hér lungann úr árinu. Ég er hættur að fljúga og því gefst nú tækifæri til að smíða og njóta náttúrunnar hér í Borg- arfirðinum sem er afskaplega fögur sveit og veðurblíð yfirleitt,“ segir Einar sem gjarnan hefur fengist við að skera út í frístundum sínum. Prjónað, lesið, spilað og sungið „Við erum bara hér af því að hér líður okkur vel,“ segir Auður og tekur fram prjónana. Mörg flíkin hefur orðið til meðan húsmóðirin situr og hlustar á útvarpið, oft á síðkvöldum. „Mér finnst svo þægi- legt að prjóna eða sauma út meðan ég hlusta,“ segir hún. En ekki líður að löngu þar til hún leggur frá sér prjónana og fer að hafa til kaffi og með því. Blaðamaður spyr hvort mikill gestagangur sé hjá þeim á páskunum? „Ekki nærri því eins mikill og á sumrin,“ svarar Auður. „Þá er stundum fullt hús og meira til, kannski tvö eða þrjú hjól- eða felli- hýsi hér fyrir utan, ekki síst um verslunarmannahelgina, stundum allt að 30 manns.“ – „Þá er gjarnan spilað á gítar og sungið,“ segir Ein- ar og bendir út um gluggann á flöt þar sem flaggstöng ber hátt við himin. „Hann flaggar alltaf þegar við erum hér,“ segir Auður og hlær. Og fáninn blaktir mjúklega í apr- ílgolunni orðum hennar til áherslu. Þau hafa sett niður runna og blómplöntur við bústaðinn en að öðru leyti er umhverfið kjarri vaxið og talsvert segja þau um berjalyng í landareigninni. Spurt er um eftirminnilegustu páskana? „Fyrstu páskarnir í bú- staðnum hennar ömmu eru nú minnisstæðastir. Óveðrið var svo mikið. Ekki var salerni í þeim bú- Sæludagar í sveitinni um páskana Páskahátíðin er ýmsum til- efni til sumarhúsadvalar fjarri skarkala borgarlífs- ins. Hjónin Auður Egils- dóttir og Einar E. Guð- laugsson sátu í makindum úti á verönd í svalri apríl- sólinni um hádegisbil þeg- ar blaðamann bar að garði. Steinkarlar Litlu hjúin sem skreyta veröndina árið um kring. Bústaðurinn Einar byggði með aðstoð Borgnesinga þetta hús sem nýlega var stækkað. Sólarmegin Setið á veröndinni á fallegum vormorgni í sveitinni og gluggað í blöðin. Eldhúsverk Auður við vaskinn í nýja eldhúsinu í sumarhúsinu. Því gefst nú tækifæri til að smíða og njóta náttúr- unnar hér í Borgarfirð- inum sem er afskaplega fögur sveit og veðurblíð yfirleitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.