Morgunblaðið - 15.04.2011, Side 32
www.fi.is SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT!
Ferðafélag Íslands
FJÖLBREYTT STARFSEMI Í YFIR 80 ÁR
Líf og fjör í starfseminni
Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur
það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og
fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöng-
um og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf
og fjör í starfseminni.
Allir finna eitthvað við sitt hæfi
Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum
breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru fé-
lagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar
sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins
geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum
hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með
yfir 200.000 þátttakendum.
Öflug útgáfustarfsemi
Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta
félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og
í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn ár
bókina senda heim á hverju ári og er það hluti af
árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um
land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag
Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu og
upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu
landshluta.
Sjálfboðastarf í góðum félagsskap
Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst
af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið
að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í
skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að
uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og
margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir,
fæði og félagsskap.
Samgöngubætur og uppbygging svæða
Félagið hefur unnið markvisst að samgöngu
bótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft
samstarf við sveitarfélög um landgræðslu,
náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d.
í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum.
Sæluhúsin standa öllum opin
Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins
úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferða
lagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum
víðsvegar um landið og getur allur almenningur
nýtt þau óháð aðild að félaginu.