Morgunblaðið - 21.04.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2011
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Strandveiðar hefjast innan skamms
þriðja sumarið í röð. Heimilt verður
að halda til veiðanna að fengnu leyfi
Fiskistofu mánudaginn 2. maí og er
fyrirkomulagið svipað og á seinasta
ári.
Strandveiðibátum er heimilt að
veiða á handfæri í fjóra mánuði skv.
lögum sem sett voru í fyrra, á tíma-
bilinu maí, júní, júlí og ágúst, allt að
6.000 lestir af óslægðum botnfiski.
Umsóknir streyma inn þessa dag-
ana samkvæmt upplýsingum Fiski-
stofu í gær.
Aflaheimildirnar skiptast á fjögur
landsvæði og eru lítilsháttar breyt-
ingar gerðar á tilfærslu aflaheimild-
anna milli svæða á einu svæði.
Vakna upp við vondan draum
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra gaf út nýja reglugerð um
strandveiðarnar fyrr í mánuðinum
og þar er gerð sú breyting að heim-
ildir til að fá útgefið leyfi eru
þrengdar þar sem ekki má nú veita
fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi
aflamark, í þorskígildum talið, verið
flutt af skipinu umfram það afla-
mark sem flutt hefur verið til þess á
sama fiskveiðiári.
„Það er aðeins þrengt að því
hverjir komast inn í strandveiðarn-
ar,“ segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda. „Það er sett það skil-
yrði að þeir sem fái strandveiðileyfi
hafi ekki leigt meiri kvóta frá sér en
þeir hafa tekið til sín á fiskveiði-
árinu,“ segir hann.
„Þetta er til þess fallið að þrengja
að kvótaframsali og við erum ekki
talsmenn þess að þrengja að kvóta-
framsalinu,“ segir Örn. „Við viljum
hafa það frjálst og þannig séu mögu-
leikar á því að menn geti nýtt veiði-
heimildirnar eins vel og hægt er.
Þegar þrengt er að kvótaframsali er
líka erfiðara fyrir nýja menn að
koma inn í greinina.“
Þessi breyting hefur þegar útilok-
að nokkra smábátaeigendur sem
hafa endurnýjað og keypt sér bát á
fiskveiðiárinu þar sem fyrri eigandi
hefur leigt frá sér fiskveiðiheimild-
irnar sem voru á bátnum. Afleið-
ingin getur þá orðið sú að nýi eig-
andinn fær ekki leyfi til strandveiða.
Skv. upplýsingum Fiskistofu hafa
þónokkur dæmi um þetta komið
upp.
Örn bendir á að breytingin stöðvi
bátasölu. LS hafi séð nokkur dæmi
þar sem viðkomandi hefur verið að
endurnýja bát og vaknar síðan upp
við vondan draum þegar hann áttar
sig á að hann fær ekki leyfi til
strandveiða þar veiðiheimildirnar
fylgdu ekki með frá fyrri eig-
anda. „Við höfum
hvatt þessa
menn til
að sækja
engu að
síður um strandveiði-
leyfi vegna þess að það var alls ekki
meiningin með þessari lagabreyt-
ingu að stöðva öll viðskipti með
báta,“ segir hann.
Heimilt verði að hætta strand-
veiðum um mánaðamót
Örn segir smábátasjómenn al-
mennt mjög ánægða með að strand-
veiðar eru áfram heimilaðar en vilji
að gerðar verði ýmsar breytingar.
Það er m.a. krafa Landssambands-
ins að ufsaveiðar á handfæri verði
gefnar frjálsar á tímabilinu frá apríl
og til og með ágúst.
Einnig vill landssambandið að
heimilt verði að menn sem byrja á
strandveiðum geti farið út úr þeim
um hver mánaðamót og þurfi ekki
að vera bundnir innan strandveið-
anna út fiskveiðiárið.
Umsóknirnar streyma inn
Strandveiðar byrja 2. maí Óheimilt að veita leyfi ef fluttur hefur verið meiri kvóti af skipi en til þess
Dæmi um að sjómenn sem hafa endurnýjað skip fái ekki leyfi vegna breytingarinnar
Morgunblaðið/Heiðar
Óvænt Frá löndun á Snæfellsnesi í fyrra. Breytingin hefur þegar útilokað
nokkra sem endurnýjuðu eða keyptu bát þar sem fyrri eigandi hafði leigt
frá sér fiskveiðiheimildir bátsins.
Vilja breytingar
» Landssamband smábátaeig-
enda hefur gagnrýnt að sá afli
sem er ætlaður til strandveið-
anna sé dreginn frá heildarafla
fiskveiðiársins.
» LS vill líka að sú breyting
verði gerð að heildarafli
strandveiðanna sem er mæld-
ur í 6 þúsund tonnum af botn-
fiski verði mældur í þorskígild-
istonnum.
Stjórn Samtaka íslenskra fiski-
manna harmar í ályktun þá
ákvörðun stjórnvalda að hafa fyr-
irkomulag strandveiða með sama
hætti og í jafnlitlum mæli
og í fyrra. Minnt er á
að fyrir síðustu
kosningar lofuðu
núverandi stjórnar-
flokkar frjálsum
handfæraveiðum og sett hafi verið
lög um strandveiðar. Fjöldi manna
hafi fjárfest í bátum og búnaði til
þess að stunda þessar veiðar og
eigi allt sitt undir því að fá að
stunda þær. „Augljóst er að ekkert
annað en gjaldþrot bíður margra
útgerða sem létu blekkjast af lof-
orðum stjórnmálamanna um frelsi
til strandveiða.“
Eiga allt undir að fá að veiða
SAMTÖK ÍSLENSKRA FISKIMANNA GAGNRÝNA STJÓRNVÖLD
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir
mun í lok sumars taka stöðu í héraðs-
hljómsveit Hyogo-héraðs í Japan.
Melkorka var valin úr rúmlega
hundrað manna hópi sem sótti um
stöðuna, en sveitin leggur áherslu á
að fá ungt fólk hvaðanæva úr heim-
inum til liðs við sig.
Hljómsveitin var stofnuð þegar tíu
ár voru liðin frá Kobe-jarðskjálft-
anum árið 1995. Hátt í sjö þúsund
manns létu lífið í hamförunum sem
lögðu stórt landsvæði í rúst. Hyogo
varð einna verst úti eftir skjálftann.
Tekin var ákvörðun um að byggja
upp svæðið, byggja menningarsetur
og stofna nýja, alþjóðlega hljómsveit.
Listrænn stjórnandi hennar er Yu-
taka Sado, einn fremsti stjórnandi
Japana.
Japanir meðvitaðir um
mikilvægi menningar
„Hugmyndin með þessari hljóm-
sveit og þessu starfi var að vekja nýja
von fyrir fólkið sem var á þessu ham-
farasvæði. Þetta er dæmi um hvernig
Japanir tækla svona áföll. Þeir
byggja upp og eru meðvitaðir um að
svona menningarstarf skiptir máli,“
segir Melkorka.
„Þetta hús ákváðu þeir að byggja
eftir hamfarirnar. Þótt það væri allt í
rúst tóku þeir samt ákvörðun um að
þetta væri mikilvægur hluti af því að
byggja upp samfélagið aftur. Og
þetta er það. Þetta vekur von hjá
fólki.“
Melkorka er einn þrettán hljóð-
færaleikara í sveitinni sem eru ekki
frá Japan. Hún segir sveitina mjög
góða, þótt hún sé fyrst og fremst
hugsuð sem stökkpallur fyrir hljóð-
færaleikarana sem allir eru yngri en
35 ára. Aðeins er ráðið til eins árs í
senn, en lengst er hægt að vera í
þrjú.
„Þeir gera rosalega vel við mann.
Við fáum íbúð með hljóðeinangruðu
herbergi og það er meira að segja
borgað undir okkur ef við viljum fara
í prufuspil annars staðar. Það er ver-
ið að hugsa um að hjálpa manni að
komast áfram.“ Melkorka segir þetta
fyrirkomulag nokkuð óvenjulegt.
„Þetta er mjög mikill heiður og það
voru yfir hundrað umsækjendur um
þessa flautustöðu. Fyrst þurftu um-
sækjendur að senda upptökur og svo
var valið úr þeim og boðið í prufu. Ég
fór til London í prufu og gerði mér
ekki miklar vonir, en varð rosalega
glöð.“ Áheyrnarprufur fyrir sveitina
eru jafnan haldnar á þremur stöðum,
í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.
Færir Japan heim í Hörpu
„Það eru sumir sem spyrja hvort
ég eigi ekki að vera að spila fyrir
landa mína ef ég vil taka þátt í að
byggja upp. Auðvitað myndi ég helst
vilja það, en það eru bara þrjár fastar
stöður fyrir flautuleikara í Sinfóní-
unni hérna heima, þannig að það er
ekki í boði núna. En það kemur
kannski að því,“ segir Melkorka sem
vonast til þess að geta fært einhverja
kunnáttu heim sem hún mun tileinka
sér í Japan.
Melkorka hefur aldrei komið til
Japans áður. Til stóð að hún færi með
Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleika-
ferð þangað fyrir þremur árum, sem
síðan var hætt við.
Melkorka er spennt fyrir því að
flytja út. „Ég held það verði mjög
spennandi og ábyggilega margt sem
ég get lært af því. Þeir virðast vera
ótrúlegt fólk, Japanir, og það verður
gaman að kynnast þeim.“
Melkorka fer til Japans í ágúst.
Hún stoppar þó stutt við og kemur
heim í lok september til að spila ein-
leik með Sinfóníunni í Hörpu.
„Þá mun ég akkúrat spila japanskt
verk, sem er ennþá skemmtilegra,
með nýja aðalhljómsveitarstjóranum,
Ilan Volkov. Þá kem ég með smá Jap-
an heim,“ segir Melkorka.
Ný von með vorinu
Nýja tónlistarhúsið við Reykjavík-
urhöfn á margt sameiginlegt með
menningarsetrinu og héraðssveitinni
í Hyogo, að sögn Melkorku.
„Eins og þessi hljómsveit átti að
færa þessu fólki nýja von held ég að
Harpa geti líka fært okkur nýja von
með vorinu. Ég held að tónlist geti
fært okkur nær því sem skiptir máli,
einhverju öðru en peningum og því
sem við höfum lifað eftir síðustu ár-
in.“
Flautuleikari á hamfarasvæði
Fékk hljómsveitarstöðu í Japan Einn af yfir hundrað umsækjendum Hljómsveitin stofnuð eft-
ir að Kobe-jarðskjálftinn reið yfir Tónlistin mikilvægur þáttur í enduruppbyggingu samfélagsins
Morgunblaðið/Kristinn
Á leið austur Melkorka mun gegna stöðu annars tveggja flautuleikara hljómsveitarinnar í Hyogo.
Melkorka segir það aðdáunarvert
hvernig Japanir hafi unnið úr sín-
um vandamálum, hversu fljótir
þeir séu að byggja upp og harka
af sér og ákveða hvað skipti þá
máli. „Ég var í bréfasamskiptum
við ritara hljómsveitarinnar akk-
úrat á þessum tíma sem jarð-
skjálftinn reið yfir í mars síðast-
liðnum. Ég skrifaði þeim daginn
fyrir jarðskjálftann og fékk svar
tveimur dögum síðar. Þá baðst
hann afsökunar á því að hafa
ekki svarað í gær, því þá hefði
skrifstofan verið lokuð og minnt-
ist ekki einu orði á jarðskjálft-
ann. Þetta fannst mér dæmigert,
því þeir eru ekkert að velta sér
upp úr svona, þeir takast bara á
við vandamálin.“
Baðst afsök-
unar á skjálfta
AÐDÁUNARVERÐ VIÐBRÖGÐ