Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.06.1950, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 22.06.1950, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR ÖÐSBF. UM HLUTAFJARSÖFNUN Að frumkvæði bæjarstjómar Siglufjarðar hefir í dag verið stofnað Togarafélag Siglufjarðar h. f., er hafi það hlutverk að kaupa ehm hinna nýju togara, sem ríkisstjómin er að láta smíða í Bretlandi, að því tilsldldu, að næg þátttaka fáist. 1 samþykktunum era ákvæði mn það, að heimili félagsins skuli vera hér í bæ, og að skip félagsins skuii gera út héðan, og að meiri- hluti félagsstjómar skuli vera menn búsettir hér í bænum, og má aldrei breyta þessum ákvæðum. Hlutabréf hljóði á nafn hluthafa, og þarf samþykld félagsstjómar til að selja eða veðsetja hlutabréf Talið er, að hlutafé þurfi að vera a. m. k. ein milljón króna. Stofnendur hafa lofað hlutafé að fjárhæð kr. 13.000,00 — Safnist hér kr. 600.000,00, hefur bæjarstjórn ákveðið að leggja fram kr. 400.000,00. Hvert hlutabréf hljóðar um kr. 1.000,00. — Þeir sem vilja gerast hluthafar í félagi þessu, eru beðnir að skrá sig á einhverjum eftirtalinna staða: BÆJARSKKIFSTOFUNNI — ÚTVEGSBAtNKANUM — SPARISJÓÐNUM — BÆJARFÓGETASKRIF- STOFUNNI _ SKRIFSTOFU VERKAMANNA- FÉLAGSINS „1>RÖITUR“ Hlutaf jársöfnun þarf að vera lokið fyrir 25. júní n. k. og verður niðurstaðan birt á fimdi, sem sérstakiega verður til boðað í síðustu viku mánaðarins. Siglufirði, 13. júní 1950. GREINARGERÐ MALGAGN SIGLBIRZKRA SJÁLFSTÆ2ÐISMANNA AA^tg&arahaðar: RÍtiijóri: ifeAPUR RAGNARS STBFAN PRIÐBJARNARSGN thkoKiadagur: Fimmtudagur AmoQjatnffar: VBAMZ JÖNATANSSON A LEIfi Tll MEHNINGAR Það Ihelflur löngum verið talinn réttur mælikvarði á mennimgu landa og byggðarlaga hvernig hlúð er að æsku og elli. Sá mælikvarði er einnig notaður á byggðarlag olkkar. Og þótt við séum iangt frá toppi menningar á þvi sviði er þó verðugt, að halda því á lofti sem vel er í þessum efnum. Hér á Siglufirði hefur Kvenfél. ÍVon unnið þabkarvert og óeigin- gjarnt starf í iþessum efnum. 1 mörg ár hefur það rekið barna- heimilið „Leikvelli," þar sem yngsitu borgarar bæjariná geta not ið sumars og sólar, fjarri götu- rykinu, meðan foreldrarnir vinna — oft á tíðum báðir — að hag- nýtum framleiðslustörfum í sam- bandi við síldarvertáðina. Þannig hefur verið hiúð að yngsta gróðr- inum með starfi, sem miðar að heilbrigði og hreysti í röðum æsk- unnar. SkarfssVið fél. er víðtækara. — 19. júní s.l. efndi félagið til merkja sölu og bazars í tekjuöflunarskini fyrir væntanlegt ©Mheimili á Siglu firði. Takmarkið er samastaður laldraðs fólks, þar sem það getur notið ævikvöldsins 1 umhyggju og öryggi, en til slíks hefur hver og einn sá unnið, er eytt hefur árum ævi sinnar í einhverskonar störf í þágu lands og þjóðar. þessu starfi Kvenfélagsins verð ur aldrei um of haldið á lofti og ifleiri félög og féiagssambönd í Ibæn um ættu að taka virkann iþátt í sókninni til vaxandi menningar. —H— Það gleymist oft er samið er ium kaup og lengd vinnutíma, að fjalla um öryggi ávinnustað. Þó virðast ýms þau störf við vélar, sem unnin eru í sambandi við nýt- ingu síldar o.fl. istörf, veita annað en öryggi gegn slysum, a.m.k. í augum leikmanna. Enda vitna slys undanfarinna ára um, að betur mætti um ýmsa hnúta búið. Það ætti þó ekki, að vera minnsta hagsmunamál fólks, að fyrirvinnan komizt hjá slisum við störf sín. — Sem betur fer hefur miðað í rétta átt í þessum efnum, en hitt er sorglegra, að þetta at- riði virðist tíðast sett til hliðar öðr um kröfum, sem eiga meira áf „int eressu“ þeirra erum slík mál haf a fjallað. I Þetta er ekki hér sett fram til að kasta rýrð á einn eða neinn, heldur til að vek ja athygli á atr- iði, sem vert er að gefa gætur, oig verður að gefa gætur, ef takmark- ið á að vera aukin menning á þessu sviði, sem öðrum. —H— 1Á fjárhagsáætlunum undanfar- inna ára hefur verið veitt til bygg- ingu Gagnfræðaskóla og Bama- skóla stórum upphæðum — á pappírnum. Hinsvegar hefur þessu fé ekki verið safnað saman heldur eytt til annarra hluta, sem hvergi var að finna í fjárhagsáætlunum iþessaara ára. þetta er vægas sagt varhugaverð braut og lítt til fyr- irmyndar- Er þess að vænta, að í framtííð inni verði sliíkum áætlunum fylgt í ríkara mæli og fé veitt til bygg- ingu skóla lagt iti'l hliðar og var- veitt, á vöxtum, þar til aðstæður leyfa að hefja byggingu þessara menningarstofnana. I Lýðveldið 6 ára (Framliald af 1. síðu) er .því betur vopnuð í lífsbaráttu sinni, en þó hefur aldrei verið stærri þörf þjóðareiningar, ef tak- ast á að sigra erfiðleikana. En brátt mun þetta tímabil að baki. Þjóðin hlýtur að treysta bet- ur þann grunn, sem framleiðslan byggist á, samræma framleiðsiuna betur þeirn kröffum, sem igerðar eru til eftirsóttrar markaðsvöru og leggja á þessi atriði höfuð- áherzlu, þvi á þeim grundvallast sjálflstæði lýðveldisins. Enda þótt íslenzka lýðveldið þurfi nú að slíta barnsskónum í erfiðum jarðvegi, hefur þó full- komlega sannast, að rök þau, er sjálístæðishetjur þjóðarinnar byggðu frelsisbaráttu hennar á, hafa reynzt sönn og rétt. -Og sýni þjóðin nú þá einingu og þegnskap, sem megnar að buga þá erfiðleika, er við er að etja, og skapi sér þann veg batnandi tíma, hefur bún fullkomlega sannað um- heiminum, að hún sé fær um að standa á eigin fótum. Þetta getur þjóðin og verður að gera. Á sexi ára afmæli lýðveldisins er viðeig- andi, að hver Islendingur strengi þess heit að vera álltaf virkur að- ili í. ævarandi sjálfstæðisbaráttu Fjalkonunnar og skerast aldrei úr leik, er þjóðarvelferð krefst þjóðareiningar. Togari eá, sem hér er talað um að kaupa er all miklu stærri en Elliði, eða mn % stærra lest- arrúm ,hann er búinn ölum hin- um fullkomnustu itækjum, svo sem Radar, kælitækjum í lest, mjölvinnsluverksmiðju, er vinn- ur úr 24 tonnum af hráefni á sólarhring o.s.frv. Kaupverð skipsins eru 8 milj. króna, en gert ráð fyrir, að stór hiuti kaupverðsins verði með hagkvæmum greiðsluskil- málum (20 ára lán, afborgun- arlaust fyrstu 5 árin). Þó kaupverð þessa skips sé meira en helmingi hærra, en kaupverð eldri nýsköpunartog- aranna, benda þó allar líkur sterklega tii, að útgerð þess sé stórum arðvænlegri en þéirra eldri, sérstaklega fyrir bætta möguleika til nýtingar aflans. Þá er það stórt atriði i þessu máli, hve mikil beinn og óbeinn hagnaður er að útgerð slíks skips fyrir ibæjarfélagið og bæj- arbúa. Það er ekki óvarlegt að ætla, að laun skipverja á togara séu nú um 2 milj. króna, en vinnu- latm ffyrir vinnu í landi, sam- anlagt allt að einni milj. króna, en sé skipið á saltfiskveiðum allt árið þá itöiuvert meira. Þá er ótalið verzlun og vlðskipti, sem útgerð skipsins skapar. — Útsvör til bæjarfélagsins af tekjum þeim, sem menn fá við skipið, nema naumast minna en úr mil'ljón. Það eru því margra hagsmunir, eða réttara að orði Ikomist, allra Siglfirð- inga, að skipið fáist hingað til bæjarins. Góðir Siglfirðingar! Það er kannske Grettistak fyrir okkur að kaupa þetta stóra og glæsi- lega skip, en það er þá Grettis- tafc, sem nauðsyn ber til, að við lyftum. Útgerðina og atvinnuna í bænum verður að auka, jafn- vel þó giftaokkarverðisvomikil að síldveiðarnar aukizt aftur. En takist svo hörmulega til, að síldin bregðist áfram, horfir hér til hreinna vandræða, ef ekkert er aðgert. Hér eiga allir hlut að máli, og berum við gæfu til að standa vel saman um þetta stór fcostlega hagsmunamál okkar a'llra, er sigur vis. Það er mál málanna í dag á Siglufirði, að Ifá hingað þennan togara, þess er því að vænta, að enginn skerist úr leik, en hver leggi fram eftir því sem efni og ástæður leyfa. Ef væntanlegir hluthafar kynnu að óska einhverra frek- ari upplýsinga, er oss undirrit- uðum ljúft að gefa þær eftir því sem við getum. Sigluffirði, 11. júní 1950. I umboði bæjarstjómar og stofnenda Hafliði Helgason, Ragnar Jóhannesson Þóroddur Guðmundsson, Sveinn Þorsteinsson p

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.