Siglfirðingur - 07.03.1952, Page 4
Skíðamót Sigluf jarðar
Árshátið Sjálfstæðisfélaganna í Siglufirði
hófst laugardaginn 1. marz með
svigi í öllum aldursflokkum.
Lengd brautar A og B fl. var
350 m. 70 hlið, fallhæð 500 m.
A-flokbur:
1. Guðm. Árnason ......101,2 sek.
2. Jónas Ásgeirsson .... 101,8 sek.
B-flokkur:
1. Hjálmar Stefánsson 96,2 sek.
2. Gunnar Finnsson ... 96,4 sek.
C-flokkur:
1. Jóhann Vilbergsson 84,4 sek.
2. Geir Sigurjónsson 91,4 sek.
3. Har. Kristmarsson 104,9 sek.
1 flokki drengja 13—15 ára:
Lengd brautar 200 m., 40 hlið
1. Ólafur Nílsson ..... 61,5 sek.
2. Sveinn Sveinsson .... 63,2 sek.
3. Matthías Gestsson .... 71,5 sek.
1 flokki drengja 10—12 ára:
150 m., 30 hlið.
1. Gunnl. Sigurðsson .... 31,6 sek.
2. Bojgi Nílsson ...... 38,5 sek.
3. Birgir Guðlaugsson 44,00 sek.
I flokki drengja 7—9 ára:
100 m. braut, 20 hlið.
1. Haukur Freysteinss. 53,3 sek.
2. Sig. B. Þorkelsson 72,5 sek.
3. Jónas Blöndal ...... 74,5 sek.
4. Barði Þórhallsson .... 75,0 sek.
Sunnudaginn 2. marz fór fram
ganga í öllum aldursflokkum:
1 flokki 'karla 20—32 ára. 15 km.:
1. Friðrik Guðmundss. 48,19 mín.
1 flokki 17—19 ára. 15 km.:
1. Hartm. Jónsson .... 53,0 m'ín.
1 flokki drengja 13—15 ára. 9 km.
1. Ólafur Nílsson ... 22,36 mín.
2. Kári Jónsson ..... 24,18 mín.
3. Björn Pétursson .... 25,36 mín.
1 fl. drengja 10—12 ára. 5 km.:
1. Jónas Jónsson ..... 9,04 mín.
2. Örn Bethke ........ 9,20 mín.
3. Birgir Guðlaugsson 9,26 mín.
í fl. drengja 7—9 ára. 4 km.:
1 þessum flokki voru flestir kepp-
endur, alls 25.
1. Hlynur Óskarsson 12,02 mín.
2. Björgvin Jónsson .. 12,17 min.
3. Jónm. Hólmarsson 12,35 mín.
4. Orri Vigfússon ... 12,47 mín.
5. Sigþór Erlendsson 13,02 m'ín.
1 fl. drengja 5—6 ára. 1 km.:
1. Har. Eriendsson ...4.10 mín.
2. —3. Jón Sigurðsson 4.39 mín.
2.—3. Ólafur R. Ölafsson 4,39 mín
Sunnudaginn 9. marz heldur
mótið áfram, með Skíðastökki
karla. Stökkið fer fram í stærstu
stökkbraut landsins á Nauta-
skálahólum og keppa þar flestir
beztu stökkmenn Islands,
var haldið að Hótel Hvanneyri
laugardaginn 1. marz s.l. Hófst
hátíðin með sameiginlegu borð-
haldi.
Formaður eldra félagsins Ólafur
Ragnars kaupmaður setti sam-
komuna með ágætri ræðu. Á með-
an á borðhaldinu stóð hélt Þ.
Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri
snjalla ræðu, og var gerður fóður
rómur að máli hans. Ennfremur
fóru fram ýms skemmtiatriði, vel
undirbúin, sem vöktu mikinn gleð-
skap.
Þá fór fram happdrætti. Dregið
var um raflampa forkunnarfagr-
an. Hafði Hjörtur Ármannsson
lögregluþjónn smíðað þennan kjör
grip. Var hann útskorinn af mikl-
um hagleik, og má segja: „gjörð-
urur af meistarahöndum". Lamp-
ann hlaut frú Steinunn Rögnvalds
dóttir kona Helga Sveinssonar
leikfimikennara. Var það heppi-
legt fyrir ungu hjónin, sem nú eru
að stofna heimili, að fá þennan
vandaða og fallega grip til afnota
og prýði.
Þessi skemmtun fór mjög vel
Frá bæjarstjórn
Fyrir skömmu samþ. bæjarstj.,
að gera þá breytingu á að kjósa
bæjarráð 1 stað allsherjarnefdar.
Fulltrúi Framsóknarfl. hreyfði
þeirri uppástungu að í fyrirhug-
uðu bæjarráði ættu sæti 5 menn.
Endirinn var sá að samþykkt var
að í hinu fyrirhuguðu bæjarráði
sætu þrír menn.
Með þessari breytingu, fellur
niður fyrst og, fremst allsherjar-
nefnd og nokkrar aðrar undir
nefdir, og fellur þeirra starf undir
bæjarráð.
Ennfremur var, samkv. tillögu
Kristjáns Sigurðssonar, samþykkt
að fækka stjórnarnefndarmönnum
í stjóm Rauðku úr 5 mönnum í 3.
Fylgdu fulltrúar Sjálfstæðisfl.
og Alþýðuflokksins þessari þönfu
breytingu, en fulltrúar Framsókn-
ar greiddu atkvæði á móti.
Á sama fundi komu fram frá
fulltrúa Framsóknarflokksins til-
lögur um að fjölga mönnum í
stjórn Rauðku úr 5 og upp í 7 og
fjölga mönnum í stjórn bæjarút-
gerðarinnar úr 3 upp í 5 menn.
Þessar tillögur voru felldar af
fulltr. Sjálfst.fl. og Alþ.fl.
Til þess að koma breytingu á
um bæjarráð þarf að leita samþ.
Félagsmálaráðuneytisins. Þegar
það er fengið fara fram kosningar
í bæjarráð, nefndir og stjórnar-
nefndir atvinnufyrirtækja bæjar-
ins.
og ánægjulega fram, og er það
mál manna, að hún hafi verið með
ánægjulegustu skemmtunum, sem
haldnar hafa verið á vegum fé-
laganna. Má færa undirbúnings-
nefndinni og þá sérstaklega þeim
frú Sigríði Guðmundsdóttur og
frú Önnu Hertervig, sem aðal-
þuniginn hvíldi á, kærar þakkir
fyrir frábæra stjórn og hug-
kvæmni.
Að tilhlutun sóknarprestsins,
séra Kristjáns Róbertssonar, var
haldið svonefnt kirkjukvöld í húsa
kynnum Gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar á kirkjuloftinu.
Samkomuna setti séra Kristján
með stuttu ávarpi.
Þá flutti Ólafur Ólafsson reglu-
boði stutt erindi. Að því loknu
sýndi Ólafur kvikmyndir.
Kirkjukór Siglufjarðar söng nokk-
ur lög undir stjórn Páls Erlends-
sonar.
Þessari kvöldstund lauk með
því, að séra Kristján flutti bæn,
og á eftir risu allir úr sætum og
sungu: Son guðs ertu með sanni.
Hvert sæti í samkomusalnum
var skipað. Þessi kvöldstund þótti
hin ánægjulegasta.
Sjúkrahús Norður-
lands eða fjórðungs-
sjúkrahúsið á
Akureyri
Um þriggja ára skeið hefur
staðið yfir bygging fjórðunigs-
sjúkrahúss á Akureyri. Er þetta
geysi myndarleg bygging, og hef-
ur þurft mikið fjármagn til s'in.
Nú er komið að lokaþætti þess-
arar byggingar, og hefur verið
hafin allsherjar fjársöfnun um
Norðurland, svo hægt verði að
láta sjúkrahúsið taka til starfa á
þessu ári.
Safnast hefur allveruleg fjár-
hæð í Eyjafjarðarsýslu og víðar.
Siglfirzkar konur hafa fundið
hvöt hjá sér til að hlynna að
þessu nauðsynjamáli, og samþ. á
fundi sínum, í Kvenfélaginu Von,
að gefa eitt þúsund krónur til
sjúkrahúsbyggingarinnar á Akur-
eyri.
Vilja ekki fleiri Siglfirðingar
feta í fótspor kvenfélagsins og
láta eitthvað af hendi rakna til
styrktar þessari byggingu.
Togaradeilan leyst
í gærmorgun kl. 8 voru undir-
skrifaðir nýir samnimgar milli út-
gerðarmanna og sjómanna á tog-
urunum. Samkv. þeim samningi
fá hásetar 12 klst. hvíld á ísfiski,
og v'ísitala reiknuð á kaup þeirra.
Hlutum fjölgar úr 31 í 33.
Undir þessa samninga var skrif
að með þeim fyrirvara, að þeir
yrðu samþykktir af hlutaðeigandi
útgerðarmönnum og sjómönnum.
Vonandi verður þetta samkomu-
lag samninganefndanna sam-
þykkt. Mundi það valda miklu
fjárhagslegu tjóni, ef svo yrði
ekki. Þá mundi allur togaraflot-
inn verða bundinn við bryggjur,
atvinnuleysi og örbyrgð halda
innreið sína.
Tilkynnt var í útvarpinu í gær,
að stjórn Alþýðusambands ís-
lands hefði lagt drög fyrir, að ís-
lenzku togurunum yrði ekki seld-
ur ís í Englandi. Sést á þessu, að
á lífæðina hefur átt að skera, ef
samningar ekki tækjust.
Skiigga-Sveisin
St. Framsókn hefur undanfarið
verið að æfa og undirbúa til sýn-
inga hið gamla og vinsæla leik-
rit Matthíasar skálds Jochums-
sonar, Skugga-Svein, og efndi til
fyrstu leiksýningar s'íðastl. laug-
ardagskvöld.
Er leiknum yfirleitt vel tekið,
enda mjög umræddur í bænum.
Eðlilega eru skiptar skoðanir um
hann, og eðlilega gerður saman-
burður á, hvernig hann hafi verið
leikinn hér áður og hvernig hann
er leikinn nú. Ekki skal gert upp
á milli þessara skoðana hér, og að
sjálfsögðu má margt að þessum
leik finna, enda væri annað mjög
óeðlilegt, en hitt er víst, að nú á
dögum eru gerðar meiri kröfur
til leikflutnings en þá, og ber þar
margt til, svo sem leikflutningur
útvarpsins o.fl.
Er því alls ekki óhyggilegt að
ætla, að kröfur manna til leik-
listarstarfsemi séu meiri en þá,
en ekki af hinu, að þessi leikur
sé á neinn hátt verri en verið hafi
hér áður.
Þeir sem séð hafa leikrit fyrir
mörgum árum, geyma fegurstu
endurminningarnar, sem leikurinn
skyldi eftir hjá þeim, en hafa
hinsvegar gleymt því, sem illa
fór. Þetta vitum við öll, enda er
þessi hæfileiki okkar mannanna,
að geta gleymt því ljóta og leiðin-
lega, einn sá dásamlegasti, er við
ráðum yfir.
Leikur þessi er fyllilega þess
verður, að á hann sé fjölmennt,
enda hefur aðsókn verið afbragðs-
góð.
4. sýning leiksins verður í kvöld
(föstudag),að öllu forfallalausu.
★ Vegna rúmleysis verður grein
um leiklistarstarfsemi í bænum að
bíða næsta blaðs.