Siglfirðingur - 17.05.1952, Side 1
«
FORSET AKOSNIN G ARN AR:
SÉRA BJARNIJÓNSSON i FRAMBODI
Sjálfstæðisflokkurimi og Framsóknarflokkurinn
lýsa yfir stuðningi við hann.
—0O0—
SAMKOMULAG
Föstudaginn 9. maí s.l. tókst
samkomulag milli Framsóknarfl.
og Sjálfstæðisfl. um framboð séra
Bjarna Jónssonar við væntanlegt
forsetakjör. Þeir, sem kjósa víð-
tækt samstarf til sköpunar þjóðar
einingar við forsetakjörið, hljóta
að fagna því, að tveir stærstu
stjórnmálaflokkar þjóðarinnar
hafa bundist samtökum um kosn-
ingu eins af ágætustu sonum fóst-
urjarðarinnar, séra Bjana Jóns-
sonar v'igslubiskups.
ÖLLUM KUNNUR
Séra Bjarni Jónsson er þjóðinni
allri löngu kunnur. Hann er fædd-
ur í Rvík 21. okt. 1881. Foreldrar
hans voru Jón Oddson, vérkamað-
ur og kona hans, Ólöf Hafliða-
dóttir. Hann lauk stúdentsprófi
1902 og embættisprófi í guðfræði
við Hafnarháskóla 1907. Var um
skeið skólastjóri á ísafirði og
dómkirkjuprestur í Rvík frá 1910
til 1951. Vígslubiskup í Skálholts-
stifti varð hann árið 1937. Hann
hefur um langt skeið verið for-
maður Kristilegs félags ungra
manna í Rvík. Árið 1941 sæmdi
Háskóli íslands hann nafnbótinni
heiðursdoktor 1 Guðfræði. Séra
Bjarni kvæntist árið 1913. Ás-
laugu Ágústsdóttur, dóttur
Ágústs Benediktssonar, þáv. verzl
unarstjóra á Isafirði, sérlega glæsi
legri og góðri konu.
ÞJÓÐAREINING
Séra Bjarni Jónsson er mjög
vinsæll meðal þjóðarinnar. — I
Reykjavík, þar sem hann hefur
lengstum starfað, mun enginn
finnast honum vinsælli. En vin-
sældir hans ná til hverrar byggð-
ar á landinu. Hann hefur litið
komið við stjórnmálaerjur, en er
þó manna glöggastur á stjórn-
málal’if landsins. Hann mun þv',
sökum sinnar ópólitísku afstöðu,
sökum vinsælda sinna og síðast en
ekki sízt vegna hæfni sinnar og
mannkosta verða þess umkominn
að efla samhug með þjóðinni og
verða henni það einingartákn,
sem forseti lýðveldisins á að vera.
LOKAORÐ
Það mun hafa komið mörgum á
óvart, að svo ópólitískur maður,
maður svo víðs fjarri erjum og
aðkasti stjórnmálalifsins á Is-
landi, skyldi fá stuðning tveggja
stærstu stjórnmálaflokka þjóðar-
innar við forsetakjör. En við 'ihug
un málsins verður ljóst, að hér
hefur einmitt verið réttilega á
málum haldið. Þessi alþýðlegi
mannvinur, mikilhæfi kennimaður,
hámenntaði og gáfaði ættjarðar-
vinur, mun einmitt líklegastur til
að viðhalda og auka þá virðingu
forsetaembættisins, sem hinn
látni forseti skóp því meðal sinn-
ar eigin þjóðar og annarra.
Til stuðningsmanna séra Bjarna Jónssonar
Þeir kjósendur í Siglufjarðarkaupstað, sem góðfúslega vildu
gjörast meðmælendur séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, við
væntanlegt forsetakjör 'islenzka lýðveldisins, skal bent k\ að eftir-
taldir aðilar annast meðmælasöfnum:
ANDRÉS HAFLIÐASON, forstjóri
ÞORKELL JÓNSSON, bifreiðastjóri
AAGE SCHIÖTH, lyfsali
JÓN KJARTANSSON, bæjarstjóri
PÉTUR BJÖRNSSON, kaupmaður
STEFÁN FRIÐRIKSSON, lögregluþjónn
JÓN STEFÁNSSON, framkvæmdastjóri
Alfons Jónsson
KAUPMAÐUR
Fæddur 26. júlí 1896.
Á þriðjudagsmorguninn 29. apr.
s.l. barst til bæjarins sú harma-
fregn, að Alfons Jónsson kaup-
maður hér í bæ hefði látist snögg-
lega á Hótel K.E.A. á Akureyri.
Menn setti hljóða. Fregnin kom
óvænt. Alfons hafði kvöldið áður
kvatt nokkra kunningja sína og
venzlafólk, glaður og reifur og
stigið á skipsfjöl á s.s. Selfoss, er
var á leið til Akureyrar.
Alfons var fæddur að Bakka á
Tjörneshreppi 26. júlí 1886. For-
eldrár hans voru Jón Guðmunds-
son, er síðast var verzlunarstjóri
við • ,,Hinar sameinuðu islenzku
verzlanir“ áður Gránufélagið á
Siglufirði, og Jóhanna Jónsdóttir.
Voru þau hjón af góðum þing-
eyskum bændaættum komin, og
nutu trausts samferðafólks síns í
hvívetna.
Alfons fluttist með foreldrum
sínum ungur að aldri til Húsa-
víkur, en eftir fárra ára dvöl þar,
fluttist hann með þeim til Akur-
eyrar. Þangað réðist faðir hans
sem sýsluskrifari.
Árið 1910 fluttust hjónin til
Siglufjarðar með fjölskyldu sína,‘
þegar Jón gerðist verzlunarstjóri
Hinna sameinuðu verzlana, sem
fyrr segir.
Alfons var settur til mennta og
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanmn i Reykjavík vorið 1918.
Síðan dvaldi hann einn vetur í
Köbmandsskolen í Kaupmanna-
höfn og lauk þaðan verzlunar-
prófi vorið 1920. Svo virðist, sem
— Dáinn 29. apríl 1952.
hann hafi ekki fundið fullnægju
við fengna menntun, því þegar
heim kom frá Danmörku, innritað
ist hann í Háskóla íslands og tek-
ur til við laganám, og lagaprófi
frá Háskóla Islands lauk hánn
árið 1926. Að loknu prófi, eða
haustið 1926, setti hann á stofn
málaflutn.skrifstofu hér og starf
rækti hana að jafnaði. Jafnframt
rak hann umfangsmikinn at-
vinnurekstur, og stofnaði skipa-
verzlun Víkings ásamt vefnaðar-
vöruverzlun, sem hans ágæta kona
aðallega hafði forstöðu fyrir.
Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi
Alfons. Hann var bæjarfulltrúi
um skeið og sat 'i ýmsum nefnd-
um, sem störfuðu á vegum bæjar.
1 útgerðarstjórn bæjarins átti
hann nú sæti að hálfu Sjálfstæðis-
flokksins.
Hann var einn stofnandi Rotary
klúbbs Siglufjarðar og annar for-
seti hans.
Vararæðismaður Finnlands, i
Siglufirði, varð hann árið 1930 og
liðsinnti hér finnskum mönnum,
er hingað komu. Vann hann sér
mikils álits og trausts meðal
finnsku þjóðarinnar og hlaut við-
urkenningu fyrir störf sín. Var
hann tvívegis sæmdur heiðurs-
merkjum, Ljónsorðunni og Hvítu
Rósaorðunni. Einnig var hann
sæmdur Frelsisorðu Kristjáns
konungs X.
(Framhald á 2. síðu)
Samþykkt
fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna hér.
Á fundi í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisfélaganna í Siglufirði var
eftirfarandi tillaga samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum s.l.
mánudag:
„Fundur í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisfél. í Siglufirði lýsir yfir
eindregnu fylgi sínu við framboð
séra Bjarna Jónssonar við væntan
legt forsetakjör og heitir honum
fýllsta stuðningi“.