Siglfirðingur - 25.07.1952, Síða 1
Grjótkast úr glerhúsi
1 ,,Mjölni“, sem út kom 9. þ.m.
birtist grein, sem nefnist: ,,Að
falla í ónáð“.
Grein þessi er athyglisverð að
ýmsu leyti, ekki hvað sízt vegna
þess, að 'í henni er hrúgað saman
fjarstæðum af ýmislegu tagi. —
Greinarhöfundur finnur t.d. að því
að ekki skuli vera látið uppi, hvers
vegna embættismaður, sem leyst-
ur er frá störfum samkvæmt eigin
ósk, skuli vera leystur frá störf-
um. Forsetinn eða þeir, sem fara
með forsetavald eru ekki vanir
því, og þaðan af síður skyldir til
að tilkynna, hversvegna hann eða
þeir leysa embættismenn fr‘á störf
um að eigin ósk þeirra, enda eng-
in ástæða til að furða sig. á þeirri
ráðstöfun að veita manni lausn,
þegar lausnin er í samræmi við
eigin óskir hans.
Öðru máli gegnir, ef embættis-
manni er vi'kið frá störfum um
stundarsakir og síðan höfðað mál
gegn honum til embættismissis. í
slíkum tilfellum væri eðlilegt og
óhjákvæmilegit að láta uppi fyrir
hvaða sakir embættismanninum
væri vikið frá eða hann sviptur
embætti, sem þó yrði ek'ki geit
uema að undangenginni rannsókn
og siðan dómi.
Þetta allt er svo auðis’kilið mál,
að naumast virðist þurfa að ræða
það. Bak við ósk manns um, að
hann verði leystur frá störfum
geta legið þær ástæður, að hvorki
hann né aðrir kæri sig um, að þær
Verði látnar uppi.
Hugleiðingar „Mjölnis" um það
af hvaða ástæðum sá embættis-
maður, sem hann nefnir í um-
íæddri grein, hafi beðizt lausnar,
eru því óviðeigandi og kjamm-
skemmdar dylgjur.
En það er fleira í þessari grein,
sem kemur öfgalausum mönnum
ainkennilega fyrir sjónir. Þar seg-
ir m.a. að jafnan sé fylgt þeirri
í'eglu austan járntjalds að gefa
almenningi skýringu á því, hvers-
vegna sé skipt um menn í opin-
berum störfum, í hverju van-
r®ksla eða afbrot þess brott-
Vikna felst og birtar séu þær nið-
úrstöður rannsókna, sem hafnar
eru út af þeim. Þetta er vissu-
iega laukrétt. í stuttu máli hljóta
þeir ólánssömu menn, sem „falla
i ónáð“ austan járntjalds þessi
örlög og því fremur bíða þau
þeirra, sem þeir hafa áður skipað
virðulegri stöður:
Einn g'óðan veðurdag er til-
kynnt á opinberum stöðum þar
eystra, að viðkomandi manni hafi
verið vi'kið úr stöðu sinni og er
gjarnan látið þar við sitja að
sinni. Síðan heyrist svo, að þessi
sami maður hafi verið handtekinn
rannsókn hafin í máli hans og
honum gefið að sök að reka njósn-
ir fyrir fjandsamleg riki o.s.frv.
Af óskiljanlegum ákafa tekur
sakborninguriim síðan að játa á
sig hverskonar misferli, svo sem
landráð, sviksemi við málstað
verkalýðsins og jafnvel morð, svo
að eitthvað sé nefnt.
Eins og nærri má geta hlýtur
maður, sem ber er orðinn að slik-
um verkum, dóm, og hann ekki
mildan, sem ekki er heldur von.
Dómstóllinn, sem með málið fer,
er oft fjölskipaður austur þar,
stundum nefndur alþýðudómstóll
og stundum eitthvað annað. Aust-
ur í Kína mun jafnvel þekkjast,
að fundarmenn, sem skipta hundr-
uðum og jafnvel þúsundum ráði
úrslitum slíkra landráðamála. Skal
hér ekkert fullyrt um, hversu vel
fallnir slíkir dómarar eru til dóm-
starfa, né hversu líklegir þeir
þættu til hlutlauss mats á sakar-
efni í siðuðum rikjum. Eins og
kunnugt er fara mál manna, sem
fundir eru sekir um „landráð“ eða
þess háttar yfirsjónir yfirleitt
e’kki nema á einn veg austur þar.
Þeir eru dæmdir til lífláts og síð-
an hengdir eða aflífaðir á annan
einfaldan hátt. Slík eru örlög
þeirra, sem „falla virkilega í
ónáð“ austan járntjaldsins mikla.
Siðar í umræddri grein segir,
að ekki myndu það þykja nein
stór tíðindi fyrir austan járntjald,
þótt Bjarna Benediktssyni dóms-
málaráðherra væri vikið frá störf-
um. Menn geta væntanlega fljót-
lega áttað sig á, hvað honum
myndi verða gefið að sök þar;
Þjóviljinn og sjálfsagt Mjölnir
líka hafa svo oft bendlað hann
við verknað, sem nefndur er hér
að framan, að menn rennir sjálf-
sagt grun í, hvaða dóm hann
myndi hljóta fyrir alþýðudómi
eða þúsundadómi austan járn-
tjalds, eða annarsstaðar, þar sem
kommúnistar kynnu að hafa að-
stöðu til að dæma um mál manna
af alkunnu hlutleysi sínu og rétt-
læti.
Ekki getur höfundur greinar-
innar, sem hér er rætt um, stillt
sig um að minnast á það, sem
hann nefnir glæpafélög í Amer-
íku (Bandai'ikjunum) og stað-
hæfir, að ýmsir menn i háum opin
berum stöðum þar, séu samsekir
eða í vitorði með þeim. Án þess
að það sé ætlunin hér að ræða
álit kommúnista á Bandaríkjun-
um eða Bandaríkjamönnum, rík-
inu og mönnunum, sem komu ’i
veg fyrir það í síðustu heimsstyrj
öld, að Rússar biðu ósigur fyrir
herjum Hitlers, má aðeins benda
greinarhöfundi á, að ekki hafa
ráðamenn í Bandaríkjunum, drep-
ið eða látið drepa pólitíska and-
stæðinga og samherja, svo vitað
sé, en það er meira en hægt er að
segja um suma eða e.t.v. flesta
æðstu ráðamenn austan tjalds. —
Má því sjálfsagt lengi deila um,
I.
Alþýðuflokksblaðið í Siglufirði,
„Neisti“, er að reyna að vera
hress í anda út af úrslitum for-
setakosninganna. Er blaðinu það
kappsmál og endurtekur það hvað
eftir annað, að lýðræðið hafi sigr-
að. Þykist það sanna það mað því,
að fólkið hafi hópazt til Ásgeirs
vegna óvildar við r'ikisstjórnina.
Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu,
að það eitt hafi hjálpað Ásgeiri
upp í forsetaembættið.
Blaðið slær því þar með föstu,
að fólkinu hafi í raun og veru
ekkert þótt til forsetaefnisins Ás-
geirs koma, og aldrei æt'lað sér
að kjósa hann, en gert það þó,
til að gera ríkisstjórinni einhverja
bölvun, af því það bar á þessari
stundu óvildarhug til hennar.
Vart er hægt að gera minna úr
íslenzkum kjósendum. Þv'i er hald-
ið fram með þessu, að vart sé
íslenzkum kjósendum treystandi.
Jafnvel muni þeim trúandi til að
vinna á móti sínum hagsmunamál-
um ef þeir gerðu einhverjum ó-
vildarmönnum óleik með því. Fall-
eg aðdróttun. Það er lítt skiljan-
legt að forsetanum sé gerður mik-
ill greiði með þessu.
Það vær; ekki óeðlilegt, þó ís-
hvar mestu glæpamennirnir sitja
að völdum.
Og er þá loks komið, að þv'i
kjarnmesta í margnefndri grein,
þar sem segir í lok hennar, að það
sé allt annað „að falla í ónáð“
vestan megin tjalds og austan
Það er ekki vitað til, að þeir,
sem fá lausn frá embætti eða eru
leystir frá starfi vestan járntjalds
missi fyrir það höfuð sín, jafnvel
þótt þeir hafi skipað í byrgðar-
mikil embætti. Ekki verður þetta
sagt um alla þá, sem eins fer
fyrir austan tjaldsins.
Má því segja, að í greininni hafi
kjöftugum ratazt satt á munn.
Fróðlegt væri svo að endingu,
að vitneskju um, hvaða örlög
„Mjölnir“ télji, að b'.ði Önnu
kommúnista Pauker fyrrverandi
utanríkisráðherra Rúmoníu, og
| fyrir hvaða sakir hún var svipt
embætti sínu.
lenzkir kjósendur settu J:essa nið-
urstöðu „Neista“ á mimiið. Ekk-
ert undarlegt þó rísi öflug óá-
nægjualda meðal kjósenda út af
svona skrifum.
II.
Alþýðuflokksblaðið ,,Neisti“ vill
reyna að sanna það, að forseta-
kosningarnar hafi verið ramm-
pólitískar af hálfu stuðnings-
manna séra Bjarna, en algjöhlega
ópólitískar af hálfu stuðnings-
manna Ásgeirs. Það er alveg til-
gangslaust fyrir blaðið að reyna
það. Það er þegar öllum ljóst, að
stuðningsmenn séra Bjarna voru
úr öllum flokkum, og kjósendur
hans á kjördegi voru úr öllum
stjórnmálaflokkum. Sama má
ögi segja um stuðningsmenn og
kjósendur Ásgeirs Ásgeirssonar.
En munurinn var þó sá, að
næstum hver meðfylgjandi Al-
þýðuflokksins fylgdi Ásgeir. Það
er þegar ljóst orðið. Að vísu var
slíkt ebki látið uppi í fyrstu, og'
átti, svo sem vani þess flokks er,
að dylja og draga úr pólitískri
starfsemi, en það tókst nú ékki.
Ekki skal lá flokknum það.
Hann taldi sér það pólit'iskan á-
Framhald á i, síðu
Neisti og forsetakjörið