Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.09.1952, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 18.09.1952, Blaðsíða 1
I Nýtt hraðfrystihús Atvinnumálaráðherra heimilar framkvœmdir á vegum S. R. ATVINNA Þau gleðitiðindi spurðust hing- að s.l- laugardag, að atvinnu- málaráðherra, Ólafur Thors, hefði gefið Síldarveifksmiðjum r'ikisins heimild til að hefja bygg- ingu hraðfrystihúss hér í Siglu- firði. Er ráð fyrir gert, að frysti- húsið verði staðsett í mjölhúsi S.R.N. Hefur þegar verið ráðstaf- að kr. 1.500.000 — ein milljón og fimm hundruð þúsund krónum — til þessara framkvæmda. Stofn- kostnaður er þó áætlaður all- miklu hærri og vinnur stjóm S.R. nú að öflun frekari fjármagns til framkvæmda. Ætla má, að for- ráðamenn verksmiðjanna eygi fjáröflunarleið, þar sem fram- kvæmdir eru þegar fyrirhugaðar. Framkvæmdir í haust og vetur. Gera má ráð fyrir að töluverð vinna skapist við byggingu frysti hússins, aðallega þó fyrir fag- lærða iðnaðarmenn. Atvinnubót sú, sem verður af þessu atvinnu- tæki, er fram líða stundir, verður og veruleg. Er það hvorttveggja að það mun stuðla að vaxandi Nú er það orðið fullljóst öllum þorra landsmanna, að sú stefna, sem vinstri flokkarnir hafa barist fyrir í verkalýðsmálum nú um alllangt skeið, hefur ekki reynzt heihavænleg. Hún hefur ekki skapað íslenzkum verkalýð skil- yrði til viðunanlegrar og öruggr- ar lífsafkomu enn sem komið er. Það vantaði svo sem ekki fögur orð og girnileg loforð hjá þeim, sem í fyrstu buðu sig fram til baráttu fyrir verkalýðinn. Það er sjálfsagt mörgum í fersku minni þau ósköp, sem á gengu, þegar forystumenn ikommúnistafl. og Alþýðuflokksins ruddust fram á vígvöllinn. Það var eins og þeir jsttu allan heiminn, og. allt væri þorskútgerð hér og skapa atvinnu við vinnslu aflans. Er því ástæða til að fagna þessari ákvörðun atvinnumálaráðherra Þrátt fyrir allt. Þessi tiðindi eru öllum Sigl- firðingum gleðileg. Allt, sem miðar að lækningu á hinu geig- vænlegasta böli, atvinnuleysinu, er kærkohaið. Hitt er svo jafnrétt, að hér er engin alhliða lausn á ferðinni, aðeins áfangi að settu marki: sem mestu atvinnuöryggi. Á það má benda, að þetta hrað frystihúsmál er nú komið heilt í höfn, þrátt fyrir látlausar árásir kommúnista og krata á at- vinnumálaráðherra í sam- bandi við mál þetta, árásir, sem voru sízt til þess fallnar, að vinna að framgangi máls- ins á hærri stöðum né tryggja því öruggan fram- gang. Athug.unarvert er einnig, að lausn þessa máls fékkst, þótt engin sendisveit héðan gisti Rvík. þeim leyfilegt og sjálfsagt. Þeir efndu til óeirða og jafnvel haturs milli verkalýðs og vinnuveitenda. Þeir hrópuðu ókvæðisorð af þeim mönnum, sem sýnt höfðu ein- hverja viðleitni til athafna og sjálfsbjargar, og vildu lifa sem frjálsir og sjálfstæðir menn. Þeir voru nefndir blóðsugur, braskar- ar, burgeisar, okrar, sníkjudýr, glæpamenn o.s.frv- Gegn þessum mönnum var svo baráttan hafin. Verkalýðnum var att út í hat- rammar ikaupdeilur, verkföll og blóðuga bardaga við samborgara sína til að fá kröfum sínum fram- gengt. Markmið kommúnista var að leggja 1 auðn athafnal'íf fótum- troða frelsi og sjálfforræði ein- staklingsins og koma öllu undir stjórn einhvers einræðisherra, sem bældi þjóðina til þegnskapar og hlýðni, svo sem gert mun vera i landinu austan járntjalds- ins. Alþýðuflokkurinn tóik ógleði mikla, ofbauð frekja og ofbeldis- verk kommúnista, og neitaði að berjast undir sama merki og hann. Síðan hefur staðið þrotlaus barátta milli þessara flokka um völdin í Alþýðusambandi íslands. Til þessara innbyrðis styrjaldar hefur verið varið miklum tíma frá nauðsynlegum störfum, sem beðið hafa úrlausnar, og miklu fé, sem plokkað hefur verið úr vasa verkalýðsins. En, hvað hefur nú áunnist í hagsmunamálum verkalýðsins á liðnum árum? Það er bezt að láta AB, blað hinna vinnandi stétta svara. I þvi blaði birtist nýlega grein með yfirskrift: Bar- áttan fyrir hinni vinnandi stétt“. Þar er litið yfir liðin starfsár, og leitast við að finna það, sem áunnist hefur. Kemst greinar- höfundur að þeirri niðurstöðu, að í raua og sannleika hafi lítið unn- ist annað en það, að kaupgjald hafi hækkað nokkuð, en enn þá bóli ekki á festu og öryggi á sviði atvinnumálanna. — Greinarhöf- undur veigrar sér við að fara nánar út í það, og minnist efcki á, hvernig ástandið sé hjá verkalýðn um í dag, eftir öll þessi baráttu- ár. En hvað segir reynslan, hún er alltaf dálítið hreinsklin. Hún segir: Islenzkur verkalýður hefur aldrei verið í meiri óvissu um Tifsafkomu sína eins og nú. Við honum blasir nú algjört öryggis- leysi með framtíðar atvinnu, og í kjölfar þess siglir fjárhags- vandræðin með hungurvofuna í taumi, inn á heimilin. Ekiki er fallegt svar reynslunnar- I fljótu bragði virðist þetta vera ótrúlegt* en við nána og rólega athugun, kemur í ljós, að „hin gamla og góða reynsla fer þarna með rétt mál“. Hvernig stendur á, að ástandið er þá svona í dag? Það munu allir sjá, sem vilja um þessi mál hugsa með rólegri í hugun. Það er af þv'í, að undirstaða sú, sem forráðamenn kommún-> ista og Alþýðufl. hafa lagt til að byggja á framtíðarhag verka- lýðsins er skökk. Á henni verður aldrei byggð sú farsældarhöil, sem verkalýðnum var í fyrstu lofað. Þeir slitu úr tengslum þá aðila, sem óumflýjanlega áttu að sameinast í undirstöðu undir byggingu trausts og farsæls þjóð- félags sem sé kaupgjald og. fram leiðslu. Þeir einblíndu á kaup- gjaldið eingöngu, hleyptu á stað háværum kröfum um síhækkandi kaup, án þess að athuga nokkuð um samræmi milli þessara tveggja aðila, um sannvirði kaup gjalds og framleiðslu. Þessar lát- lausu ikauphækkanir hafa svo orðið til þess að kreppa að gjald- þoli framleiðslunnar, svo að hún hefur sumpart dregist saman og sumpart stöðvast, atvinna fólks- ins rýrnað, öryggisleysið og öng- þveitið tvímennt á atvinnuleysinu og reitt fyrir framan sig og aftan örbyrgð og hungurvofuna inn á 'islenzku heimlin. Þetta er nú ástandið í dag. — Ekki er það glæsilegt. Ömurlegt fyrir kommúnista sérstaklega að sjá þessa uppskeru síns strits. Ein spurning vaknar. Hvers- vegna hafa kommúnistar lagt mesta áherzlu á kauphækkanir ? Þessari spurningu má svara þann ig: I fyrsta lagi hefur reynslan sýnt, að innan þessara tveggja flokka hefur verið rekin harla ósvífin sérhagsmunapólitík, og forkólfarnir ýtt hver sínum tota fram og gætt þess hver og einn að verða aðnjótandi góðra launa og ýmiskonar fríðinda fyrir þessa baráttu s’ina fyrir verka- lýðinn og „almenning í landinu", vilja þeir láta segja. Ef svo inn- an þessara flokka hafa vaxið „kapítalistar“ og myndast „auð- hringir" á íslenzka vísu, sem eru svo í andstöðu við hagsmunamál verkalýðsins og almennings í landinu, þá er ástandið í fram- leiðslu- og atvinnumálum þjóðar- innar skiljanlegt. Laun sín hafa þessir forkólfar fengið hjá verka- lýðnum og til þess að gera honum mögulegt að inna þetta gjald af hendi, var horfið að því ráði að hækka kaupið eftir því sem þurfti í launagreiðslurnar, án þess að athuga afleiðingarnar. Nú eru þær að sýna sig. I öðru lagi þetta: Kommúnistar hófu skelegga baráttu að því, að leggja að velli sjálfbjargarvið- leitni, einstaklingsframtak, allt sjálfstætt og frjálst athafnalíf !i landinu. Eina ráðið var að skapa sem mest ósamræmi og öngþveiti Framhald á 3. síðu, Öngþveitið og öryggisleysið í atvinnulífinu aldrei meira en nú

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.