Siglfirðingur - 18.09.1952, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR
2
MÁLGAGN SIGLFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
Ritstjóru: Blaðnefndin Ábyrgðarmaður: Ólafur Ragnars
Augl.: Franz Jónatansson Útkomudagur: Fimmtudagur
K. $. Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu 52’
Meistaramót Norðurlands í
knattspymu fór fram hér á Siglu-
firði dagana 13., 14. og 15. sept.
s.l. Að þessu sinni tóku fjögur
félög þátt í keppninni: Knatt-
spyrnufélag Akureyrar, Iþrótta-
félagið ,,Þór“, Akureyri, íþrótta-
félagið Völsungur, Húsavik. og
Knattspymufélag Siglufjarðar.
Leikar fóm svo, að K.S- varð
Norðurlandsmeistari í knatt-
spyrnu árið 1952 og hlaut 5 stig.
Vann ,,Þór“ með 4 mörkum gegn
2 og ,,Völsunga“ með 5 gegn 1,
en gerði jafntefli við K.A., 2
mörk gegn 2.
,,Þór“ hlaut 4 stig. Vann K.a.
með 3 gegn 2 og Völsunga með
3 gegn 2, en tapaði fyrir K.S.
K.A. hlaut 3 stig. Vann Völs-
unga með 6 gegn 1, gerði jafn-
tefli við K.S. en tapaði fyrir Þór-
Völsungar hlutu ekkert stig,
töpuðu öllum leikjunum. Samt
var mjög ánægjulegt, að þeir
skyldu sæ'kja þetta mót, og eiga
þeir þakkir skyldar, og er von-
andi að þeir sæki áfram þetta
mót, og jafnvel, að þeir geti háð
það á s'ínum heimavelli næsta ár.
Einnig væri mjög æskilegt, að
nágrannafélögin á Ólafsfirði og
Sauðárkróki sæu sér fært að
sækja þetta mót í náinni fram-
tíð, og er hér með skorað á for-
ráðamenn þessara félaga, að at-
huga möguleikana á því næsta
ár.
Dómari þessa Knattspyrnumóts
Norðurlands var Hannes Sigurðs-
son úr Reykjavík, og er það al-
mennt viðurkennt að betri dómari
hafi aldrei dæmt þetta mót, og
má hiklaust þakka honum- hve
vel þetta mót fór fram í alla
staði.
Knattspyrnufélag Siglufjarðar
sá um þetta mót að þessu sinni.
Væri óskandi, að sá drengskap-
ur og íþróttaandi, sem r'íkti yfir
þessu móti mætti ávallt ríkja í
framtíðinni yfir Knattspyrnumóti
Norðurlands.
Niðursett verð!
Sel í dag og næstu daga
vefnaðarvöru
með 30—40% afslætti.
Komið !
Sjáið!
Kaupið !
Verzl. Bræðraá
Sími 76.
FREÐFISKURINN :
Framleiðsla:
1. ágúst 1952: 1. ágúst 1951 :
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ... 976 þús. ks. 836 þús. ks.
Samband íslenzkra samvinnufélaga. 208 — — 151 — —
Fiskiðjuver ríkisins ............. 52 — — 39 — —
Samtals 1236 þús. ks. 1026 þús. ks.
Afskipanir:
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna ...... 403 þús. ks.
Samband 'íslenzkra samvinnufélaga .... 127 — —
Fiskiðjuver ríkisins ............... 22 — —
Samtals 552 þús. ks.
Þungd kassanna er 50—60 lbs.
SALTFISKURINN :
Framleiðsla:
1- ágúst 1952: 1. ágúst 1951:
Fullstaðinn saltfiskur (bátafiskur) . 19698 lestir 17412 lestir
Fullstaðinn saltfiskur (togarafiskur) .... 19504 — 8127 —
, Samtals 39204 lestir 25539 lestir
lSFISKSÖLUR :
Söludagur: Skipsnafn Sölust.: Lestir: Meðalv. kg.
18. ágúst Akurey, Akranesi Bremerhaven 212 £ 4849 kr. 1.05
23- ágúst Bjarni Ólafsson, Akr. Bremerhaven 275 £ 5671 kr. 0,95
26. ágúst Egill rauði Neskaupst. Cuxhaven 217 £ 5660 kr, 1,20
##sr#'#^#<#N##s##N#s##\#\#'#s#\#s#v#^#>#<#v#s#\##\#>##s#\#v##v#*>#s#s##s#s#'##v#>#>#N##N*#>#s##N#s#\#'###\#s#\#\##N##s#Nr#
ITOBBA Á TORGINU talar um |
LiDANDI STUND |
'#####################w r#######################
mjólkurbúðina, eins og margir á
þeim tíma. Eitt shm fór . að bera
á því, að ef mjólkin var látin
standa í iláti nokkura stund, vildi
setjast eitthvað á botn ílátsins,
sem ekki virtist beinlínis vera
mjólk. Borgaranum var vel kunn-
ugt um, að ofan á mjólkina ætti
að setjast fitulag, sem kallað er
rjómi, en honum var alsendis
ókunnugt um, að undir mjólkina
ætti að setjast annað lag, dökk-
leitt að lit, og, að lykt svipað og
efni það, sem Þórbergur Þórðar-
son kallar einhversstaðar „gras-
mat“, en við nefnum venjulega
húsdýraáburð.
Þá er þetta hafði endurtekið
sig nokkra daga, að hið annarlega
efni settist undir mjólkina, hætti
þessi maður mjólkurtöku í bili,
og greiddi reikning sinn, en lét
þó standa eftir nokkrar krónur,
er hann neitaði að greiða, að svo
stöddu. Eftir hæfilegan tíma er
farið að ,,rukka“ borgarann harð-
lega um krónur þessar, en hann
þverskallast. Er þá reikningur-
inn sendur ibæjarfógeta til inn-
heimtu- Mættust þeir á götu
nokkru síðar, maður þessi og þá-
verandi bæjarfógeti.
„Komið þér nú sælir,“ segir fó-
g.eti. „Ekkert skil ég í yður,
prýðilega vel stæðum manni, að
þér skulið ekki borga þessar :fáu
krónur í Mjólkurbúðina“.
„Ég tel mig vera búinn að
greiða mjólkina“, svaraði borgar-
inn, „en mykjuna, sem undir
mjólkinni var, hefi ég ekki beðið
um, og ætla mér heldur ekiki að
borga hana“. Sagan segir, að
samræðan hafi ekki orðið lengri,
en ekki hafi oftar verið talað um
skuldina.
Þetta er nú sjálfsagt þjóðsaga,
eins og ég sagði áðan, Tobba
mín, og ég tek enga ábyrgð á
sannleiksgildi hennar. Sendi þér
bráðlega Unu aftur.
Vertu svo blessuð.
Jón úr Flóanum.
Nýkomið!
Vinnuhúfur
Verzl. Bræðraá
Jón gamli úr Flóanum sendi
mér langt bréf hér um daginn.
Jón er skritinn karl, og, hefi ég
oft haft gaman af bréfunum
hans, þó við séum ekki æfinlega
sammála. Birti ég hér kafla úr
síðasta bréfi Jóns.
„— Mér er sagt, að Búlgarar
framleiði rétt nokkurn, er þeir
kalli „yogihurt“ (ég er ekki alveg
viss um, hvort ég stafa nafnið
rétt). Mun þetta vera nokkurs-
konar súrmjólk, og er talin sér-
lega hollur réttur, og jafnvel ku
hann eiga sinn drjúga þátt í lang-
lífi Búlgara. Heyrt hefi ég einnig,
að Kósakkar framleiði drykk
þann er „Kumiss“ nefnist. Er
drykkur þessi áfengur og fram-
leiddur úr meramjólk, eftir því
sem læknar staðhæfa.
Mér hefir stundum i sumar
verið að detta í hug, þegar ég
hefi sopið á mjólkinni, sem hefir
verið á boðstólum hérna hjá okk-
ur á Siglufirði, hvort hinir vísu
mjólkurframleiðendur, er af mik-
illi náð gera tilraunir með að
framleiða annaðhvort hinn búlg,-
arska rétt „yoghurt“, eða kós-
akkadrykkinn „kumiss“, og hafa
okkur fyrir nokkurskonar tilrauna
skepnur.
Mjólkin hefir nefnilega alloft
haft allt annað bragð en mjólk-
urbragð. Hefir bragðið stundum
líkst súrmjólkurbragði, og^ dett-
ur manni þá ósjálfrátt búlgarski
rétturinn í hug, og að ætlunin
sé að gera okkur með þessu móti
hrausta og langlífa í landinu.
Stundum hefir aftur á móti
bragð og lykt mjólkurinnar helzt
minnt á illa tilbúið hvitöl, og er
þá ekki óeðlilegt, að manni detti
í hug að verið sé að gera til-
raunir með kósakkadrykkinn
„kumiss“, o'g þareð áfengi er,
eins og allir vita, óguðlega dýrt,
geta allir séð, að ekki væri það
lítill ibúhnykkur, ef menn gætu
vanist á „kumiss" drykkju, í
stað þess að kaupa rándýrt
brennivín hjá Bjarna.
Það má nú máske segja, að
við Siglfirðingar mættum vera
stoltir af, að þessar tilraunir
skulu vera gerðar á okkur, en
hræddur er ég um, að mörgum
hafi ekki fallið drykkurinn, og
ósjaldan mun meirihlutanum af
„mjólk“ þeirri, er keypt var að
morgni, hafa verið hellt niður að
kveldi.
Annars eru víst Siglfirðingar
ýmsu vanir í mjólkurmálunum. —
Ég heyrði skritna þjóðsögu um
daginn, sem á að hafa gerzt hér
fyrir nokkrum árum, og er bezt,
að ég segi þér sögifna;
Velmetinn borgari hér 1 bænum
hafði haft mánaðarreikning við
HJÓNABAND.
Laugardaginn 6. þ.m. voru gef-
in saman í hjónaband í Siglu-
fjarðarkirkju af séra Kristjáni
Róbertssyni, ungfrú Magðalena
Hallsdóttir og Guðlaugur Karls-
son. Siglfirðingur óskar hjónun-
um innilega tii hamingju,