Siglfirðingur - 18.09.1952, Blaðsíða 3
SIGLFIKÐINGUR 3
t/ahfn n*n imuliUU'
Brjóta þarf blað
Hinn landsfrægi Arnarhóls-
fundur er talandi dæmi um um-
komuleysi hins svokallaða Al-
þýðuflokks. Hin seinheppna for-
ysta flokksins hafði hóað hingað
til lands helztu broddum sós'ial-
demókrata á Norðurlöndum og
auglýst með veldi og látum mikl-
um útifund á Arnarhóli — undir
styttu hins fyrsta landnáms-
manns. Þessi útlendu stórmenni
skyldu verka sem segull, er sygi
fólkið að flokksnefnunni. En svo
illa tókst til, að áheyrendurnir.
urðu litlu fleiri en ræðumennirnir
og hinir erlendu gistivinir boðuðu
sósíaldemókratiið yfir fölnandi
grasi og fallandi bifukollum. Svo
illa þreifst Alþ.fl. undir fótstalli
hins fyrsta landnámsmanns!
Þessi sögulegi fundur væri ekki
umtalsins verður ef hann væri
ekki svo táknrænt dæmi um sögu
Alþ.fl. síðustu árin. Það er sem
sé víðar en við styttu landnáms-
mannsins, sem flokkur þessi hef-
ur sopið dauðann úr skál. Hér er
ekki og hefur aldrei verið sú
múgmennska, sem slíkar stefnur
dafna í- Hér gefur fólkið sér
t'íma til umþenkingar, hér mótar
einstaklingurinn eigið sjónarmið
— og í því er fólgið skapadægur
þeirra kenninga, er þarfnast hóp-
sefjunar og múgmennsku til að
dafna í.
Æska Islands í dag má ekki
skera á þau bönd, sem binda
hana horfnum kynslóðum. Hún
veit, að á lærdómi liðinnar tíðar
verður að byggja hagsæld fram-
tíðarinnar. Og sá lærdómur ber
þess gleggstan vottinn, að frelsi
til framtaks, ekki siður en and-
legt frelsi, er hornsteinn sannra
framfara. Það er vegna þessa
lærdóms, sem æskan á samleið
með Sjálfstæðisflokknum.
Ríkis- og bæjarrekstur hefur
reynzt algjörlega vanmáttugur
þess að halda uppi blómlegu at-
hafnalífi- Reynsla Siglufjarðar,
háborgar slíks reksturs, er þar
talandi dæmi, sem ekki verður
með rökum móti mælt. Hér sem
annars staðar verður endurvakn-
ing einkaframtaks, samfara hóf-
legri skattapólitík og heilbrigðri
lánastarfssemi, eina trygga leið-
in til viðreisnar byggðar og
byggjenda. Sósíalisminn er verri
en síldarleysið. Hann er deyfilyf;
sem lamar athafnaþrá og athafna
yilja eínstaklinganna. En orka til
athafna, knúin af heilbrigðri
ágóðavon, er þörf og fær til að
þrýsta þjóðiuni úr öldudal of-
stjórnar og, eymdar og skapa
atvinnu handa öllum og velmegun.
Atvinnuleysið er böl. Sósíalism-
inn er ópíum, fölsk fróun, sem
lyiftir fólkinu upp í ský og hyll-
ingar, en er raunverulega flótti
frá róttækum aðgjörðum. Sér-
eignarstefnan, sjálfstæðisstefnan,
leysir úr læðingi vilja og getu til
átaka. Það þarf að létta á skatta-
birði þess opinbera á atvinnu-
vegunum, skapa framgjörnum
einstaklingum fjármagn til fram-
★ Mikill viðbúnaður er í Kreml
undir flokkssamkundu Kommún-
istaflokks Ráðstjórnarríkjanna,
sem boðað hefur verið til í fyrsta
skipti í herrans háa tíð. Eru
nokkrar breytingar sagðar á
döfinni á skipan flokksins. Þær
helztu ku í því fólgnar, að enn
frekara vald verður fært til
Kreml úr hinum ýmsu hlutum
einveldisins, og er það kallað á
fínu máli „þróun frá sósialisma
til kommúnisma!“ Jafnframt "er
talið, að Stalín hyggi nú á val
eftirmanns síns, en hann gerist
nú hrumur og elliþreyttur.
★ Mikið hefur borið á utanstefn-
um leppflokkanna í ýmsum lönd-
um heims til „föðurlands sósíal-
ismans“. Skýra margir það á
þann veg, að endurskipulagning
flokksins utan „föðurlandsins“
eigi að fylgja breytingunum
heima fyrir. Mesta athygli hefur
vakið för kinverkskrar sendi-
nefndar undir forsæti Chou En-
Lai, þess slungna refs, sem
næstur stendur hinum mikla Maó,
einvalda Kina. Þá hefur og,
spurst, að Thorez hinn franski,
sé á heimleið eftir 2 ára Rúss-
landsdvöl með nýjasta línuspott-
ann.
★ Brynjólfur Bjarnason, íslenzki
deildarstjórinn, hefur og brugðið
sér í pílagrímsför til Rússlands.
Kommúnistablöðin íslenzku þegja
vendilega yfir för hans sem öðr-
um utanstefnum foringjaliðsins.
En þessi þögn blaða þeirra vekja
enn frekari athygli islenzks al-
mennings á för Brynjólfs, og
þess er að vænta, að varhugur
verði goldinn þeim kenningum og
fyrirmælum, sem geymd verða í
hnakktösku hans er hann kemur
þeysandi síntun gerska gæðingi í
hlað Fjallkonunnar á ný-
kvæmda. — Þá mun vissulega
muna „nokkuð á leið“, svo sem
Jónas kvað forðum.
Það er ekki undarlegt, þótt
æskan fylki sér undir merki sjálf-
stæðisstefnunnar. Flóttin úr her-
búðum ,,hækjuliðsins“ (Þorvaldur
Garðar etc.) er eðlileg og heil-
brigð þróun málanna. Æskan á
ekki samleið með fölnandi haust-
laufi Alþ.flokksins & kommún-
ista, hún er sjálf vor komandi
tíma, þeirra tíma, þar sem frelsi
og framtakssemi eru aðalsmerki
fólks, sem unir glatt við sinn hag.
FUS-félagi
★ Lítið hefur borið á þjóðnýt-
ingarversum í húslestrum komm-
únista nýverið. Þykir reynslan af
ýmsu bæjarreksturs- og þjóðnýt-
ingarbrölti lítt til þess fallin, að
flagga um of með slík stefnu-
skrármál rauðliða. Það sem flýt-
ur ofan á í áróðri bolsévikka
þessa dagana eru „frigðarpillur“
og „hernám Grímseyjar“, en
heilarúm þeirra og blaðakostur
virðist trauðla rúma annað né
meira um þessa mundir. Heldur
þykir þó slíkt heilafóstur lélegur
vopnakostur í baráttunni við
dómgreind almennings, sem stað-
ið hefur af sér brimsjóa áróðurs-
ins. Er þess að vænta, að byggða-
lög þau, sem enn eru haldin
bakteríu kommúnismans, leiti sér
lækningar í lind lýðræðislegs
hugarfars og kenningum klass-
iskrar hagfræði um frjálsa sam-
keppni og framtak einstaklinga.
Þá mun rísa á ný sól velmegunar
og vinnandi handa, en rauðar
stjörnur hrapa af himni stjórn-
málanna.
ÖNGÞVEITIÐ 1 ATVINNU-
LlFINU
Framhald af 1. síðu
á sviði atvinnumálanna. Þess
vegna tóku þeir einn liðinn, kaup-
gjaldsmálin, úr tengslum, og
ruddust fram með stórbreytingar
á honum i þeirri góðu trú, að
vænlegar horfði um að koma því
skipulagi á, isem þeim hefur ver-
ið falið að berjast fyrir.
Sem betur fer hefur þeim fat-
ast 1 útreikningnum. Það er enn
eftir dálítið sjálfstæði í eðli Is-
lendingsins. Það er enn eftir þrá
og þróttur til framtaks og at-
hafna. Og þó dimmur og 'iskyggi-
legur skuggi hvíli yfir atvinnu-
rekstri þjóðarinnar í dag, þá mun
Islendingurinn, eftir reynslunni
að dæma, rísa upp með mörg
vopn á lofti og svifta af sér öll-
um einræðisfjötrum og ganga
frjáls og einhuga að þegnlegum
þjóðfélagsstörfum.
Islenzkur verkalýður. Nú er
stundin komin.
Hafið þið veitt því
athygli?
★ að það var fyrir forgöngu Sjálf '
stæðisflokksins, að horfið var
inn á braut smáíbúðabygging-
anna, sem lausn á húsnæðis-
vandanum.
★ að það var fyrir forgöngu Ól-
afs Thors, að sett voru bráða-
birgðalög, sem tryggja síldveiði
sjómönnum greiðslu kauptrygg
ingar, nú eftir 8. síldarleysis-
sumarið.
'★ að virkjanir Sogs- og Laxár,
ásamt áburðarverksmiðju og
sementsverksmiðju, er jákvætt
áframhald nýsköpunarstefnu
Ólafs Thors: Sköpun vaxandi
athafnalífs.
★ að vikkun landhelginnar, sem
framkv. var af núv. ríkisstjórn,
vegna forystu sjávarútvegs-
málaráðherra sem er form.
Sjálfst.fl., er stærsta skrefið til
tryggingar íslenzks sjálfstæðis,
sem stigið hefur verið frá stofn
un lýðveldisins.
TILKYNNING UM LÖGTÖK
Samkvæmt beiðni bæjargjaldkerans í Siglufjarðarkaupstað
og að undangengnum úrskurði, tilkynnist hér með, að lögtök
til lúkningar ógreiddum gjöldum til bæjarsjóðs Siglufjarðar
fyrir árið 1952, auk dráttarvaxta, kostnaðar við lögtaksgerðina
og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, mega án frekari fyrirvara
fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar tilkynningar.
Gjöldin eru þessi:
Utsvör, kirkjugarðsgjöld, fasteignaskattur, vatnsskattur og
lóðargjöld. t
Lögtökin fara fram á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð
bæjarsjóðs.
Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað, 16. sept. 1952.
EINAR INGIMUNDARSON
Raudar stjörnur