Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.04.1953, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 08.04.1953, Qupperneq 2
" 2 SIGLFIRÐINGUR Indverskur fulltrúi á æskulýðsmúti kommún- ista afhjúpar tilgang þeirra við það frelsi, er erlendir frétta- meenn njóta í flest öllum löndum utan járntjaldsins. I Bandaríkj- unum t.d. njóta fréttaritarar frá Tass, hinni opinberu fréttastofu Ráðstjórnarríkjanna, sömu rétt- inda og blaðamenn heima fyrir, og sömu reglur gilda um frétta- sendingar þeirra út úr landinu. 1 Moskvu má útlendur frétta- maður, jafnvel ekki fara út úr borginni án sérstaks. leyfis. Ef hann getur aflað sér þessa leyfis, „fylgir“ honum venjulega meðlim- ur r.ússnesku leynilögreglunnar á ákvörðunarstaðinn og heim aft- ur. Einu fréttalindir þessara fáu erlendu fréttaritara ( þeir eru 6 talsins eins og stendur), sem hleypt hefur verið inn í landið, eru upptuggur þessara fátæklegu, gagnritskoðuðu fréttadálka í PRAVDA og fleiri rússneskum blöðum. Fyrrverandi fréttaritari í Rúss- landi hefur sagt, að eiginlega beittu Rússar þrennskonar rit- skoðun. Hann leitar frétta hjá dagblöðunum, er eigi birta annað en það, sem þegar hefur verið ritskoðað. 1 öðru lagi verður hann að taka fullt tillit til hinna ströngu ritskoðunarreglna er hann skrifar fréttagreinar sínar. Og í þriðja lagi þurrkar ritskoð- andinn sjálfur burt hvaðeina, er hann teelur Ráðstjórnarríkjunum í óhag. En fjórði þátturinn rit- skoðun'arinnar felst í því, að flest- ir fréttaritaranna eiga rússneskar eiginkonur. Ef fréttaritarinn am- ast á einhvem hátt við ritskoð- andanum, er hann tafarlaust rek- inn úr landi og konu hans haldið eftir. Erlendu fréttaritararnir eiga það ilíka stöðugt yfir höfði sér, að vera handteknir og ákærðir fyrir njósnir, eins og William Oatis, er var handtekinn í Tékkó- slóvakíu. Samkvæmt rússneskum lögum frá árinu 1947, má sækja mannafundi. Sendiherra Ráðstjórnarríkj- anna, Andrei Gromyko, sagði eitt sinni, að erlendir fréttaritarar í Moskvu væru skoðaðir sem njósn arar,. Eina ástæðan fyrir tilveru- rétti þeirra innan landamæra Rússlands, eru not þau, er stjórn- in getur af þeim haft, þ.e. þeir opna rússneskum áróðri greið- færar leiðir til lýðræðislandanna. Tveir fyrrverandi leiðtogar Rússlands hafa í fáum orðum lýst vel áliti rússnesku stjórnar- innar á hlutverki blaðanna. Lenin sagði, að dagblaðið væri „ekki aðeins sameiginlegt áróðrus- og æsingatæki, heldur einnig sam- eiginlegur skipuleggjari“. Árið 1948 sagði Stalin: „Ef, nokkum tíma hallaði undan fæti fyrir áróðri okkar, myndi allt ríki- dæmi okkar hrynja á samri stundu.“ Berlín, 26. marz. — USIS. Margvíglegar eru þœr leiðir, er flóttamönnum handan Jórn- tjaldsins hugkvœmist til að ná frelsi. Hjón ein i austur Þýzkalandi hafa sýnt fram á einn möguleikann enn Eiginkonan, frú August Suckner, ók manni sínum, sem er lamaður, í hjólastóli yfir 100 mílur (160 km.), sm er vegalengdin frá heimili þeirra hjóna innan Járntjaldsins og til brezka hernámssvœðisins. Komu þau til Vestur- Berlínar síðastliðinn þriðjudag. Suckner er nú 50 ára gamall. Hann varð lamaður fyrir 11 árum síðan ,er maður úr stormsveit nazista sló hann í rot með- riffli. Eigi er það ofsagt, að flóttamenn hafi sýnt mikla hugkvœmni og úrrœðasemi við að forða sór og sínum undan áþján kommúnista. Vörubílar eða mótorhjól hafa reynzt sumum flóttamönnum vel. Aðrir hafa komizt undan á herteknum flugvélum eða járnbrautarlestum. Enn aðrir hafa flúið fótgangandi eða sjó- leiðis, ýmist með handhœgum gúmmíbátum eða jafnvel með skemmtiferðaskipum, er rúma allt að 500 farþega. Nýjustu fregnir af flóttamannastraumnum herma frá flótta nokkurra Tékka, er neyddu flugmenn tókkneskrar farþegaflugvélar, sem þeir höfðu tekið sór far með, til að lenda við aðalbœkistöð ameríska flughersins við Rinar- fljót, skammt frá borginni Frankfurt. Höfðu þeir hafið ráðagerðir um flóttann fyrir um það bil tveimur árum. Sex af 29 farþegum flug- vélarinnar báðu um hœli, sem pólitiskir flótta- menn. Síðastliðinn mánudag komu einnig tveir vörubílar með flóttamenn frá hernámssvœði Austur-Þýzkalands. Brutust þeir áfram gegnum skógarvirki til Vestur-Berlínar og til frelsisins. Vínarborg, 30. marz. — Æsku- lýðsþing ikommúnista, sem haldið var hér í borg í síðustu viku’ varð fyrir harðorðri gagnrýni af hálfu indverskra fulltrúa, er þingið sátu. Er þinginu lauk sagði Shatrug- an Prasad Singh, framkvæmda- stjóri Bisar menningarstofnunar- innar í Patna í Indlandi, við blaðamenn, að hann væri sann- færður um, að slík „friðarþing“ væru enginn staður fyrir sanna og trúa friðarunnendur. Hann kvaðst hafa verið algerlega and- varalaus, en hann kom til þings- ins, ,,en ég komst brátt að raun um, að kommúnistar nota þessi friðarþing sem yfirvarp til að ala á hatri og úlfúð meðal manna og þjóða. Singh kveðst hafa fyllzt viðbjóði á þessari „lúalegu mis- notkun“ kommúnista á hinum svokölluðu „þingum til varnar rétti æskulýðsins". Ennfremur þótti honum það ærið eftirtektar- vert, að „meirihluti þátttakenda æskulýðsmótsirs voru gráhærðir kommúnistaöldungar, í gerfi æskulýðsfulltrúa." Það er og í frá- sögu færandi, að kommúnistar heimiluðu Singh ekki að tala á þinginu, enda þótt hann hefði ver- ið löglega kosinn fulltrúi þjóðar sinnar til setu á þessu þingi. Erlendir hlaðamenn í Ráðstjórnarríkjunum háðir strangri ritskoðun. Zurich, 23. marz, — USIS — Undanfarið hafa allar þjóðir heims fylgzt af áhuga með til- kynningum frá fréttariturum ým- issa þjóða í Ráðstjórnarríkjunum, varðandi væntanleg áhrif af dauða Stalíns forsætisráðherra á rás heimsviðburðanna. Sérhvert orð í fnéttasendingu frá Moskva til erlendra dagblaða um þessa atburði hefur verið háð strangri ritskoðun. — Ástæðan fyrir því er sú, að öll fréttaþjón- usta í Ráðstjórnarrríkjunum og leppilikjum þeirra heyrir undir ríkið og er háð algerri ritskoðun. Þetta eru staðreyndir, sem allir erlendir fréttamenn í Moskvu eru sammála um. Er þetta í algerri mótsetningu þá að lögum fyrir njósnir. Nýlega gengu í gildi lög í Ráð- stjórnarríkjunum, þar sem borg- urunum er, bannað að tala við ókunnuga. Má fangelsa þá fyrir slíkt. Fréttaritararnir eiga þvi tvenns konar hættu yfir höfði sér: að vera fangelsaðir sjálfir, eða orsaka fangelsun saklauss rúss- nesks borgara með því eingöngu að tala við hann. Af þessu leiðir, að þessir fáu fréttaritarar í Moskvu, umgang- ast eingöngu útlendinga þar í borg. Fundir með blaðamönnum eru jafn fátíðir i Ráðstjórnarríkj- unum og auðkýfingar i Moskvu. Fréttaritari einn, sem var þar nokkur ár sagði, að hann hefði verið viðstaddur aðeins 3 blaða- Hörmulegí slys 1 gærdag var vitavörðurinn á Sauðanesi Oddur Oddsson ásamt vinnumanni sínum Gunnlaugi Ein- arssyni staddur hér í verzlunar- erindum. Höfðu þeir komið land- veg frá Sauðanesi. Oddur fékk svo lánaðan lítinn trillubát með 3ja manna áhöfn til að flytja sig og varining sinn út á Sauðanes. Á trillubátnum voru þessir menn auk Sauðanesmanna: Hann- es Garðarsson, Ólafur Guðbrands- son og Pétur Þorláksson. Litla skektu höfðu þeir með til að flytja varninginn á til lands. Norðansvelja var á, en kviku- lítið. Þegar út á Sauðanesvita kom, reyndist lendandi, og fluttu þeir varninginn ásamt heimamönn um í land. En skjótt brimar við úthafsströndina og meðan varn- ingurinn var barinn úr bátnum jókst sveljubáran. Pétur og Ólaf- ur, sem fóru á milli lands og, trillubátsins, freistuðu þó þess að reyna að komast út í trillu- bátinn, en með þeim afleiðingum, að þegar þeir voru rétt lausir við land skall sjór á bátinn, sem hvolfdi honum. Ólafur losnaði við bátinn og barist skjótt á land, en Pétur sást ekki fyrr en skömmu síðar, að hann rak á land —.liðinn. Símað var strax frá Sauðanesi til formanns. Slysavarnafélagsins, Þórarins Dúasonar, um aðstoð, og fór héðan hjálparsveit til aðstoð- ar. Or því sem komið var, var ekkert hægt að gena nema að koma hingað í trygga höfn trillu- bát og þeim sem eftir lifðu. — Líki Péturs sál. var hagrætt á Sauðanesi, en verður sótt í dag ef veður leyfir. Hér hefur Ægir höggvið enn eitt skarð i ungmennahóp Siglu- fjarðar. Hann er allt of harð- hentur og óvæginn, þegan hann leikur sér að vanmætti okkar mannanna. Þungur harmur og sár er að foreldrum og skyldfólki kveðinn, og margur saknar Péturs heitins úr vinahóp. Blessuð sé minning hans. t Sigþór Guðnason Svo sem fréttir hermdu fórst hann með m.b. Guðrúnu frá Vest- mannaeyjum. Sigþór var fæddur og uppalinn hér, sonur hjónanna PáMnu Jóns- dóttur og Guðna Guðnasonar, sem allir Siglfirðingar kannast við. Sigþór heitinn var mjög efni- legur ungur maður. Þótti hann með ötulustu og lægnustu sjó- mönnum þessa bæjar. Töldu þeir, sem kunnugir honum voru, að þarna væri á þroskabrautinni vænlegur starfsmaður þjóðar sinnar. — En hér var, sem oft áður, breytt um áætlun okkar mannanna. Nú hefur þótt væn- legast að taka þennan efnilega mann til annarra starfa en meðal vor. Því verður ekki neitað, að svona sviplegar breytingar í lífi okkar samferðamannanna veldur sárum trega og söknuði hjá öll- um, en þó sérstaklega hjá aldur- hnignum foreldrum og systkinum og þá einnig hjá eftirlifandi konu hans, sem hafði við hlið elskhuga síns séð framtíðina fagra og heill- andi blasa við. Á skirdag fór fram minningar- athöfn í Siglufjarðarkirkju um Sigþór heitinn og Guðna heitinn Rósmundsson. Fór sú athöfn vel og virðulega fram. Ábyrgðarmaður: Ólafúr Ragnars Siglufjarðarprentsmiðja

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.