Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.04.1953, Page 3

Siglfirðingur - 08.04.1953, Page 3
SIGLFIRÐING U R 3 AOGLYSING nr. 1/1953 frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeifd Fjárhagsráðs Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. apríl 1953. Nefnist hann „AiNlNAlR SKÖMMTUNAR- SEiÐILL 1953“, prentaður á hvítan pappír með svörtum og grænum lit. Gildir hann samkvæmt því sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 6—10 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömm- um af smjörliki, hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. júní 1953. REITIRNIR: SMJ;ÖR gildi hvor um sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Reitir þessir gilda til og með 30. júní 1953. Eins og áður hefur verið auglýst, er verðið á bögglasmjöri greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör. „ANNAR SKÖMMTUNARSBÐILL“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „FYRSTA SKÖMMTUNARSEiÐLI 1953“, með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingadegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. marz 1953. INNFLUTNINGS- OG GJALDEYRISDEILD FJÁRHAGSRÁDS Lítil íbúð óskast til leigu. A. SCHIÖTH Frímerki — Frímerkil Kaupi háu verði öll íslenzk frí- merki; einnig liinna Norðurland- anna og einnig þýzk. Sendið merkin — greiðsla um hæl eða sendið lista — tilboð um hæl. SIGURDUR Þ. ÞORLÁKSSON S. R. Raufarhöfn N.-Þing. Ljótar fréttir Svo sem kunnugt er skýrðu blöð og útvarp í Moskva frá því fyrir nokkrum vikum, að komist hefði upp um samsæri 9 rúss- neskra lækna, sem hefðu ætlað að ráða ýmsa helztu leiðtoga Rússa af dögnm. Sagt var að sá, sem ljóstrað hefði samsæri þessu upp væri rússneskur kvenlæknir, en flestir sökudólganna væru mikils- metnir læknar af gyðingaættum, og hefðu þeir verið handteknir og varpað í dýflissu. Ennfremur var sagt, að kvenlæknir þessi hefði verið sæmdur Leníinorðunni, sem mun vera eitt æðsta og virðuleg- asta tignarmerki í Rússlandi. — Fregn þessi barst nokkru fyrir andlát Stal'ins sáluga og vakti mikla eftirtekt um allan heim. Fyrir nokkrum dögum birtist svo önnur fregn í „Pravda“ og Moskvaútvarpinu um sama efni, entalsverit frábrugðin, og sú vakti eigi minni undrun. Þar var sagt, að gyðingalæknarnir 15 (nú höfðu bæzt 6 í hópinn), sem hefðu ætlað að stúta leiðtogum Rússa, væru saklausir og að hinn kvenlegi stéttarbróðir þeirra hefði verið sviftur Leníinorðunni. I fregn þess ari er ennfremur deilt harðlega á rússneska öryggismálaráðherrann, Rjumin að nafni, fyrir að vernda eigi saklausa borgara fyrir röng- um aðdróttunum og rannsóknar- lögireglan vítt fyrir að kvelja og pína mexm til að játa á sig upp- lognar sakir. Þetta eru Ijótar fréttir og hefðu kommúnistar eflaust lýst þær vera brezkan eða banda'rísk- an áróður og lygar, ef þær hefðu eigi verið birtar í Moskvuútvarp- inu. Á undanförnum ájrum hefur rússneska útvarpið stundum skýrt frá því, að memi hafi verið sak- felddir og teknir af lífi fyrir föðurlandssvik. Og flóttamenn frá Rússlandi telja, að fólk af ýmsum stéttum, allt frá ráðherrum og biskupum og niður í óbreytta verkamenn, hafi verið skotnir og hengdir í þúsunda og tugþúsunda- tali fyrir litlar eða engar sakir. Svo það er eigi ný bóla. Hitt er spánýtt, að rússnesk blöð og út- varp skýri frá því, að yfirvöldin þar í landi hafi sakfellt nokkura menn að ósekju. Yfirleitt hafa Tiíkynning um betagreiðsíur aimanna- trygginganna árið 1353. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s.l. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins 1953 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bót- um síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjuri að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1952 og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1953 felldur, þegar framtöl til skatts liggja fyrir. Þeiri, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barna- lífeyris eða fjölskyldubóta, þurfa ekki, að þessu sinni, að sækja um framlengingu þessara bóti. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum almannatrygginga- laganna, að sækja á ný um fcætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða öro.1 kustyrki, ekkjulífeyrd, makabætur, bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á við- eigandi eyðublöð Tryggingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greini- lega eftir/ því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðs- manni ekki síðar en fyrir 15. maí næstkomandi. Áríðandi er að örorkustyrksþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku, sæki á tilsettum t.ma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess, að f jár- hæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu f.ylgja um- sóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendu^ sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með trygg- ingaskírteni sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sin skilvíslega. Vanskil varða skenðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi sklivís- lega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Norðurlandaþegnart, sem hér hafa búsetu eru minntir á, að skv. milliríkjasamningum hafa danskir, íinnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar ellilifeyrisrétt með tilheyrandi barnalíf- eyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ária búsetu þegar bót- anna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar fjölskyldubótarétt fyrir börn s'in, séu þeir ásamt börnunum skráðir á manntal hér, enda liafi þeir ásamt börnunum haft hér 6 mánaða samfellda búsetu áður en bótarétturinn kemur til greina. Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkis- borgara. Islenzkir ríkisborgarar, eiga gagnkvæman rétt til ellilífeyris og f jölskyldubóta í hinum Noinðurlöndunum. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fymst að öðrum kosti. Reykjavík, 25. marz 1953. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS kommúnistar talið rússnesk yfir- völd óskeikul eins og páfann og réttlát eins og Guð almáttugan. Hér er því eitthvað nýtt á ferð- inni. Sumir halda, að Stalin sálugi hafi verið farinn að ganga full langt í grimmd og mannfórnum, svo hinir nýju einræðisherrar telji hyggilegt að slaka ofurlítið á klónni, áður en rússneska þjóðar skútan sigli sig í kaf i blóðugri borgarastyrjöld. Aðrir telja, að hér geti veirið um blekkingar (,,bluff“) að ræða, til þess að villa mönnum sýn. En flestir vilja engu um þetta spá og telja rétt- ast að láta tímann leiða sann- leikann í Ijós. Gaman væri þó að heyra, hvað „Mjölnir“ segir um þeetta nýja rússneska fyrirbrigði; hann er en okkar sérfræðingur í rússnesk- um máluní og ætti því að geta skýrt það fyrir okkur Siglfirð- ingum. j 4

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.