Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.01.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 15.01.1955, Blaðsíða 2
% SIGLFIRÐINGUR Siglfirðingur mAlgagn siglfirzkra sialfstæðismanna Ritstjórn: Blaðnefndin Abyegðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz lónatansson Áramótaþankar Árið 1954 hefur kvatt. Eitt árið enn er fallið í djúp tímans. Ein- um þætti á leiksviði lífsins er lokið. — Tjaldið fallið. Um þennan þátt verða sjálfsagt skráðir margskonar dómar. Á þessum þætti hefur margt skeð og á ýmsu oltið. — Vonir hafa fæðst; sumar brugðizt, aðr- ar ræzt. Hugsanir hafið sig til flugs, sumar hvarflað vængbrotn- ar til sinna heimkynna, aðrar náð því að verða að veruleik. Mörg spor voru stígin; sum voru víxlspor, til óheilla stigin, önnur vel og giftusamlega. Samferðamenn hafa kvatt á ár- inu og horfið yfir landamæri lífs og dauða; nýtt líf hefur skapazt í nýjum þjóðfélagsþegnum, nýjum erfingjum, sem eiga að taka við og erfa landið. Margt hefur verið aðhafst í þesSUm þætti; mörgu gleymzt að sinna. ý Tjaldið er dregið frá. Nýr þátt- ur hefst. Enginn veit, hvernig hann tekst. Án þess að vita hvað næsti þáttur ber í skildi, hefjum við störfin. Það eina, sem styðj- ast má við, er það, sem gerðist í síðasta þætti, þeirri reynslu, þekkingu og þroska, sem okkur hefur áskotnast. Þessvegna er nauðsynlegt við hver þáttaskil, að athuga fyrst og fremst, hvað hafi gerzt í nýloknum þætti. — Hvað var það, sem studdi að happasælum sigrum ? Hvaða or- sakir lágu til ósigranna? Hvaða mistök áttu sér stað? Þetta er nauðsynlegt að athuga í ró og næði við þessi þáttaskil og haga sér svo eftir því um leið og við hefjum störf í þessum nýbyrjaða þætti. Það er sjálfsagt engum vafa undirorpið, að mörg hafa víxl- sporin verið stigin og mörg mis- tökin gerð, sem gæti með rólegri yfirvegun verið okkur góður reynsluskóli, og því er einmitt nú ástæða til að fjalla örlítið um það, sem mistök hafa á orðið, þó ekki sé gjört í þeim tilgangi að kasta rýrð á sína samferðamenn. Fegrun bæjarins. 1 allmörg ár hefur verið haldið óbyggðum nokkrum stöðum hér 1 bæ í þeim tilgangi að koma þar upp „skrúðgarði“. Einn þessara staða, sem hæst hefur á borið til þeirra hluta er syðsti og efsti hluti Siglufj arðareyrar. Þar hef- ur verið ákveðið að koma upp fyrirmyndar skrúðgarði, sem, að manni hefur skilizt, ætti að vera samkomustaður kaupstaðarbúa, og þar ættu þeir að fá að njóta sælu og sumarsólar „í lundum nýrra skóga“. Einnig mun vera ákveðið að reisa vestan við skrúð- garðinn reisulega byggingu, sem nefnt er ráðhús, enda hefur þessi umræddi staður fengið fyrir löngu nafnið Ráðhústorg. Á þessum stað standa nokkur hús, sem sagt var, að fyrir mörgum árum ættu að flytjast burtu. Á þessu var stag- azt, þar til ótrúin á að framfylgja' því var svo mikil, að farið var að leyfa að byggja smáskúra á þess- um stað, svo sem eins og til að tryggja það, að út í þá vitleysu væri aldrei farið að flytja hús af staðnum. Nú er svo komið, að óralangt verður þangað til, að draumur mannanna, sem dreymdi „sælusamkomustað” siglfirzkra borgara, rætizt. Þetta má segja, að séu mistök. Árið 1930, en þá mun hafa verið samþykkt að umskapa þennan stað í skrúðgarð, var mikið um góðar lóðir í bænum, og hægurinn hjá að flytja íbúðar- húsin með litlum kostnaði af torginu á ágætar lóðir. En það þótti þá ekki tímabært. Nú kostar offjár að flytja húsin, og þess utan ekki til lóðir, sem bærinn á, sem eigendur húsanna mundu vilja taka. Svona fór nú um sjóferð þá. — Hún ætti að minna okkur óþægi- lega á fyrirhyggjuleysi og van- skilning á því, sem gera skal. Ánnar skrúðgarðsstaður er neðan við Hverfisgötu 17. Hann hefur að þessu staðið ósnortinn. Það dylzt engum, að svolítill skrúðgarður yrði þarna bæjar- prýði. Um þetta er ekkert hugsað. Það er næsta furðulegt, hve seint gengur með allt, sem nefna má fegrun bæjarins. Hvernig stendur á því? Svarið mun verða: Engir peningar til að framkvæma slíkt. Það sem sé vantar peninga, peninga. — Manni verður á að spyrja: Fékk Tryggvi Gunnars- son peninga til að gróðursetja fyrsta vísinn að skrúðgarði Al- þingishússins. Fékk húsfreyjan í Múlakoti peninga, þegar hún byrj- aði á sínum fallega skrúðgarði. Fékk Lilja á iVíðivöllum styrk til að koma upp garði á Víðivöllum. Lengur má spyrja, en svarið er neitandi. Þá má spyrja enn. Fékk fólkið, sem hóf gróðursetningu í Heiðmörk syðra, peninga fyrir það? — Nei. Það var annað, sem ýtti þessu fólki í gróðurstarfið. Það var óeigingjörn ræktarsemi og ást á landinu, átthögunum; löngun til að gera landið hlýlegra og fall- egra, og veita gróðri vaxtarskil- yrði. Vantar ekki slíkt hér? Vantar ekki fólk með slíkt hugarfar og nefnt fólk hefur haft í ríkum mæli? Ef hægt væri að skapa slíkt hugarfar hér, mundu skrúðgarðar rísa á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til þeirra hluta. Væri nú ekki reynandi fyrir bæjarstjórn að útvega sér nokkr- ar trjáplöntur á næsta vori, og gera tilraun með þá leið að safna sjálfboðaliðum til að gróðursetja nokkrar plöntur á svæðinu fyrir neðan Hverfisgötu 17. Það þarf ekki mikla peninga til þess. Aðal- kostnaðurinn verður girðing um staðinn og plöntukaupin. Við sjáum nú tiL Elliheimili. í allmörg ár hefur sú hugmynd verið rædd að koma upp vist- heimili fyrir gamalt fólk. Einhverri f járhæð hefur verið safnað í þessu skyni. Hefur þessi söfnun gengið fremur seint eins og oft vill verða. Fólk, sem framarlega hef- ur þótzt standa, hefur stundum verið fullt af áhuga fyrir að koma þessu heimili upp, og viljað fara ákaflega greiðar leiðir og leysa þetta stórmál allt í einu með lítilli fyrirhöfn. Hefur þess gætt nokkuð, að aðalatriðið sé frekar að fá eitthvert nafn á það, eða hægt væri að segja, að vistheimili fyrir gamalmenni væri uppkomið og standsett, heldur en að það kæmi að tilætluðum not- um. Á síðastliðnu ári virtist áhugi fyrir þessu þýðingarmikla máli vera mikill. Uppástungur og til- lögur komu fram um að ná eign- arhaldi á húseignum víðsvegar um bæinn. Helzt hefur verið seilzt eftir húsum, sem bærinn hefur á hendinni, eða er talinn hafa eign- arhald á. Með ýmiskonar breyting um og tilfæringum átti svo að útbúa eitthvert þessara húsa og hafa það sem vistheimili fyrir gamla fólkið. Þá var að minnsta kosti komið nafnið á- Einhverra hluta vegna var frá þessu horfið. Mun að nokkru leyti hafa staðið í veginum, að um þetta voru mjög skiptar skoðanir og óger- legt að mynda um þessa leið sterkan meirihluta. Svo virtist þó, að alhr væru þessu hlynntir, og vildu allt gera til þess, að þessi hugmynd yrði að veruleika. En einhver sterkur aðili, líklega ósýnilegur, hefur sjálfsagt talið heppilegra að fara aðra leið til 'að framkvæma þessa fögru hug- sjón. Vonandi verður á næstu árum unnið kappsamlega að því, að myndarlegt elliheimih rísi af grunni hér í firðinum. Það þarf mikið átak til þess og miklar fórnir. Elliheimilið á að standa um aldir. Það á að bera þess vottinn, að hér hafi verið göfugir og framsýnir menn að verki, sem láti háleita hugsjón móta starfs- aðferðir sínar. Það er tvennt, sem verður að hafa hugfast í þessu sambandi. Annað er, að elliheimilið verði þægilegt og ánægjulegt fyrir gamla fólkið. Hitt, að það sé öll- um, sem lögðu stein í bygging- una, til sóma. Þetta verður að hafa ríkt í huga og má ekki gleymast. Það er bein vanhelgun á þess- ari göfugu hugsjón að reyna að sniðganga hana í hvirfilbyljum hins daglega þrass og skvaldurs. Því hefur verið haldið fram, og það réttilega, að elliheimilismálið sé ekki eingöngu mál einhvers einstaklings eða fámenns hóps manna. Það er og á að vera sam- eiginlegt áhugamál allra Siglfirð- inga. Það hefur áður verið á það bent, og er það líka rétt, að fé- lög þau, sem starfa hér í bæ, eiga að taka höndum saman um að hrinda þessu máli áleiðis, og koma því í örugga höfn. Til þess að öruggt undirbún- ingsstarf geti hafizt, þarf hugur og hönd að vinna saman af heil- indum og drengskap. — Þá opn- ast leiðir. — Þá finnast giftu- drjúg ráð. Sauðfjáreignin og kartöflu- garðar. Fyrir allmörgum árum var all- margt sauðfé hér í bæ- Margir fengu að afla heyja hér handa sínum kindum. Fengu sumir af- mælda engjabletti í Hafnarlandi, sem þeir girtu og ræktuðu og öfluðu sér á þann hátt heyja. Aðrir fengu til slægna smá bletti hingað og þangað í firð- inum. Svo voru aftur aðrir, sem keyptu hey annaðhvort í Skaga- firði eða Eyjafirði. Svo sem kunnugt, gekk hin svonefnda „garnaveiki“ um Skagafjörð austanverðan, og angi af henni kom hingað. Þá var Sigl- firðingum skipað að skera niður sitt fé. Eitt ár leið. Þá stóð þeim til boða, að fá sér kindur af ósýktu svæði. iFlestir, sem áður áttu kindur, keyptu sér stofn aftur. Tvö ár liðu eða svo, þá var fyrirskipaður niðurskurður aftur. Og aftur fengu þeir leyfi til að kaupa nýjan stofn. Flestir notuðu sér leyfið og fengu sér kindur. Nú er sem stendur töluverður áhugi fyrir því að eignast fáeinar kindur, rétt til afnota fyrir heim- ilið. Þykir það drýgra í búið og eitthvað ódýrara, en kaup það fyrir venjulegt kjötmarkaðsverð. Líklega má telja nauðsynlegt, að sem flestir Siglfirðingar, sérstak- lega siglfirzkir verkamenn komi sér upp dálitlum fjárstofni. Aðal- þröskuldurinn á þeirri leið, er hve lítið hér er um heyskaparland. Mundi margur fjáreigandi hér, kjósa helzt að afla heyjanna sjálf ur hér, minnsta kosti meðan sum- aratvinnan er lítil eða stopul, og jafnvel þó hún fjörgaðist. Nú hefur að mestu verið út- (Framhald á 4 síðu) j

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.