Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.01.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 15.01.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Uppbótarþingmenn - áhrifamenn STUTT SVAR VIÐ VINSAM- LEGRI JÓLAKVEÐJU (Framhald af 1. síðu) atvinnulífsins á staðnum. Um þetta atriði erum við áreiðanlega sammála. Það, sem okkur „Mjölnis“-menn greinir hinsvegar á um er, hvaða leiðir beri að fara til þess að ná þessu marki. — „Mjölnis“-menn virðast telja þá leið vænlegasta, að bera fram til- tögu á Alþingi um, að staðnum verði veitt þessi aðstoð, jafnvel þótt vissa sé fyrir hendi um, að slík tillaga verði felld, en ég tel hinsvegar þá leið vænlegri að vinna að framgangi málsins beint við ríkisstjórnina, sem mál þessi heyra raunar undir og sérstaka ástæðu hefi ég til þess að velja þessa leið fremur, þar sem ég hefi ástæðu til að halda, að hin leiðin, það er að fara með málið inn á Alþingi greiði ekki fyrir framgangi þess, nema ef til vill síður sé. Bæjarstjórnin fól okkur Gunn- ari Jóhannssyni að vinna að þess- um málum eftir þeim leiðum, sem við töldum heppilegastar. Við völd um hvor sína leið, en báðir erum við í okkar fulla rétti, þrátt fyrir það. Um ,leið og ég þakka þeim „Mjölnis“-mönnum jólakveðjuna, og óska þeim gleðilegs nýárs, get ég ekki stillt mig um að lýsa þeirri ósk minni og von, að þeim lærist nú loks á hinu nýbyrjaða ári að gera frekari greinarmun á réttu og röngu í málflutningi sínum, en þeir virðast hafa kunn- að eða viljað gera til þessa. Einar Ingimundarson JÓLABOÐSKAPUR „MJÖLNIS* (Framhald af 1. síðu) an sagt, tel ég, að öllu óbreyttu, ekki hyggilegt að flytja þá tillögu, sem hér ræðir um. Hins þarf ég naumast að geta, að ég mun hér eftir sem hingað til, reyna að stuðla að því eftir mætti, að at- vinnubótafjárframlagið til Siglu- fjarðar verði sem hæst á næsta ári, en tel hinsvegar vænlegra til árangurs að keppa að því marki við ríkisstjórnina, en ekki á Al- þingi, enda hefur Alþingi ekki fram að þessu látið úthlutun at- vinnubótafjár til sín taka, heldur hefur slík úthlutun verið í hönd- um ríkisstjórnarinnar. Ég hefi móttekið símskeyti yðar dags. í dag (7. des.), þar sem lýst er samþykkt bæjarstjórnar um að óska eftir, að við Gunnar Jóhannsson flyttum tillögu um 4 milljón kr. viðbótarframlag til at- vinnubótafjár, sem ganga skuli til uppbyggingar atvinnulífs á Siglufirði. Ut af þessu lief ég kynnt mér viðhorf meirihluta fjárveitinganefndar og fleiri að- ila til þess. Samkvæmt þeirri könnun, er gjörsamlega vonlaust um, að slík tillaga næði fram að ganga á Alþingi, og sé ég ekki að neina þýðingu hafi að flytja hána. Hinsvegar mun ég vinna að því eftir fremstu getu við ríkis- stjórnina, að aðstoð sú, sem í ráði er að veita Bæjarútgerðinni til áframhaldandi reksturs togar- anna verði veitt sem viðbótar- framlag við atvinnubótafjárupp- hæðina (5millj. kr.) þannig, að Siglufjörður eigi eftir sem áður óskertan rétt til hluta af þeirri upphæð, og mun ég að sjálfsögðu, eins og ég hefi áður lýst, stuðla að því, eftir fremsta rnegni, að sá hluti verði sem stærstur. Bréf Einars Ingimundarsonar er mjög greinargott og rökfast, og sýnir, að hann hefur kynnt sér vandlega viðhorf fjárveitinga- nefndar og fleiri þingmanna. Að þeirri athugun lokinni telur E. I. gjörsamlega vonlaust, að Alþingi • fengizt til að samþykkja 4 milljón kr. tillöguna, og þar sem hér sé um mjög viðkvæmt mál að ræða, þá sé jafnvel eigi rétt að flytja hana opinberlega á þinginu. Af bréfinu sézt ennfremur, að E. I. telur hyggilegra að flytja þetta mál við ríkisstjórnina og gerir sér vonir um, að ríkisstjórnin muni bæði veita Siglufirði aðstoð til reksturs togaranna og auk þess mjög ríflegan hluta af at- vinnubótafé því, sem veitt er á fjárlögum fyrir árið 1955. „Siglfirðingur" telur, eftir bréfi E. I. að dæma og öðrum upplýs- ingum, sem blaðið hefur fengið, að skætingur „Mjölnis" í garð þingmannsins sé mjög ómaklegur, og að E. I. eigi þvert á móti lof skilið fyrir viturlega framkomu 1 máli þessu. Þess vegna er líka vonandi, að „Mjölnir“ láti ekki á sér standa, og lofi E. I. að njóta sannmælis, fái hann góð málalok hjá Ríkisstjórninni, sem vonandi verður. Svívirðingar „Mjölnis" um meirihluta bæjarstjórnar telur „Siglfirðingur“ einnig mjög óvið- eigandi, því sýnilega hefur hann haft vit fyrir minnihlutanum, svo sem vænta mátti. Bæjarstjórnin átti eigi annars völ en að brýna fyrir þingmönnum bæjarins, að vinna að þessu máli, eftir þeim leiðum, sem þeir sjálfir teldu heppilegast. Að skipta um skoðun eða „hafa það heldur, er sannara (hyggilegra) reynis", það er hverj um manni til sóma — en eigi til skammar — eins og „Mjölnir“ tel- ur vera. Hrakyrði „Mjölnis' ‘um meiri- hluta Alþingis eru svívirðingar, sem vonandi berast hvorki til eyrna né augna Alþingis, því hætt er við, að „Mjölnir” tækist seint „að berja eða skamma Alþingi til hlýðni“ við það, er honum þókn- ast. Að endingu vill „Siglfirðingur“ geta þess, að fáir munu trúa því, að jólaboðskapur „Mjölnis" sé Það er haft fyrir satt, að við nýafstaðnar útvarpsumræður um vantraust á menntamálaráðherra, þar sem stjórnarandstæðingar fóru hinar verstu hrakfarir, hafi allflestir hlustendur, nema komm- únistar, lokað fyrir útvarpstæki sín, þegar uppbótaþingmaður Siglfirðinga, Gunnar Jóhannsson, hóf mál sitt. Sálfræðilega séð er það skiljan- legt, að Gunnari þyki vænt um að sjá ræðu sína á prenti nú, þegar hann er kominn hingað norður í ríki sitt, en blaðið „Mjölnir“ er komið út á hálan ís, þegar það tekur sér fyrir hendur að gera samanburð á störfum Einars Ingimundarsonar, þingsmanns Siglfirðinga og fram- komu Gunnars Jóhannssonar á Alþingi. Enda er það allkátbroslegt, að blaðið telur upp öll kynstrin af málum, sem G. J. barðist fyrir og náðu ekki fram að ganga, en kemst eðlilega ekki hjá því, að banda á mál þau, sem Einar flutti á þingi og náðu samþykki. Getur hver maður, sem les þetta Mjölnisblað séð, að hér er rétt með farið. Annars er það vel skiljanlegt, að Gunnar, sem er bezta skinn, er lætur stjórnast af sér verri öflum, vilji halda um hið hrörn- andi fylgi kommúnista hér um slóðir og telji, að bezta ráðið sé, að láta svo líta út, sem áhrifa hans gæti í ríkum mæli á þingi. Kunnugir vita, að enginn tekur mark á orðum hans í þingsölun- um, enda kvað hann hafa tek- ið sér þetta svo nærri, að hann hafi verið að hugleiða, að fara sömu leið og Áki forðum, — segja sig úr kommúnistaflokkn- um. Þeir, sem kunnugir eru málum þessa bæjarfélags vita vel, að fáir eða engir eru eins líklegir til þess að rétta hlut Siglufjarðar eins og Einar Ingimundarson bæj- arfógeti. Á það hefir oft verið bent í þessu blaði, og telur blaðið óþarft að rökstyðja það nánar en gjört verður í þessu blaði, þótt eitthvað ýlfri í Mjölni- skrifaður af áhuga fyrir velferð Siglufjarðar — nei, ónei. Það mun miklu fremur stafa af fýsn „Mjölnis" til að svívirða andstæð- inga sína í bæjarstjórn og á Al- þingi — einkum þó Einar Ingi- mundarson. Sá óskadraumur hefur sýnilega misheppnast — en við skulum vona, að áramótaboðskapur „Mjölnis" verði betri. En í sambandi við þessi mál, er eigi ófróðlegt að athuga hvern þátt hinn fjarstýrði flokkur kommúnista hefir átt í því að rýra álit þessa bæjarfélags út á við. Á þetta hefir oft sinnis verið bent í þessu blaði og nauðsyn krefst þess, að á það verði bent aftur og aftur, á meðan þessum flokki helzt uppi að grafa undan atvinnu lífi bæjarins. Það er fyrst og fremst þessi flokkur, sem því hefir til leiðar komið, að hér ríkir meira öryggis- leysi á sviði athafnalífsins en annars staðar. Ríki, bær, einstakl- ingar, samvinnufélög og hlutafé- lög hafa þá sögu að segja, að engar verðáætlanir geta hér stað- izt stundinni lengur, þar eð sífellt eru yfirvofandi samningsupp- sagnir, vinnustöðvanir og verk- föll. Eins og nú er ástatt verður ekki afkoma almennings tryggð nema með aðkominni aðstoð. Eigi er í önnur hús að leita en til þings og stjórnar. Því verður heldur ekki neitað, að núverandi ríkisstjórn hefir lagt fram drjúg- an skerf til styrktar atvinnulífi- bæjarins. — Hitt er svo annað mál, hvort þetta hefir verið metið sem skyldi. Það er sönnu nær, að minnsta kosti liðsoddar kommúnista hér í bæ hafa sýnt takmarkalausa fyrirlitningu fyrir afkomu at- vinnuveganna og á engan hátt tekið tillit til síldarbrests undan- farinna ára. Þetta hefir því miður orðið til þess, að þeim mönnum fer fjölg- andi utan iSiglufjarðar, sem telja vonlaust að rétta slíku bæjarfé- lagi hjálparhönd. — Þetta er örðugasti hjallinn. Þetta er það álit, sem því miður hefir skapazt um Siglufjörð í Reykjavík og víðar. Áramótaþankar (Frh. af 2. síðu) hlutað því slægnalandi, sem til er, en þó margir eftir, sem gjarn- an vildu fá leigðan blett. Þegar áhugi manna hér vakn- aði aftur fyrir kartöfluræktinni, þótti sjálfsagt að láta ekki standa á landi til þeirrar ræktunar. Var þá sú óhappaleið farin að taka ungan úr Hafnartúninu og hon- um deilt meðal þeirra, sem báðu um garðstæði. Þessi blettur hefði verið tilval- inn handa fjáreigendum, og rétt- ara að nota hann á þann hátt, af því kartöflugarðastæði eru víða á því landi, sem ekki er hægt að nota til túnræktar. En þetta er ein harmsagan horfinna ára.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.