Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.01.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 15.01.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 nr. 1/1955 frá Innflutningsskrifstofunni um endurútgáfu leyfa o.fl. Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar eru leyfis- veitingum, svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu, falla úr gildi 31. desember 1954, nema að þau hafi verið sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1955, eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári. Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur athygli umsækjenda, banka og tollyfirvalda á eftirfarandi atriðum: 1) Eftir 1. janúar 1955 er ekki hægt að tollafgreiða vörur, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem fallið hafa úr gildi 1954, nema að þau hafi verið endurnýjuð. 2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óloknum bankaábyrgðum, þótt leyfi hafi verið árituð fyrir ábyrgðarfjárhæðinni. Endur- nýjun þenrra mun skrifstofan annast í samvinnu við bankana séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu. 3) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást á Innflutningsskrif- stofunni og hjá bankaútibúum og tollyfirvöldum utan Reykja- stofunni og hjá bankaútibúum og tollyfirvöldum utan Reykja- víkur. Eðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til um. Allar beiðnir um endurnýjun leyfa frá innflytjendum í Reykja- vík þurfa að hafa borizt Innflutningsskrifstofunni fyrir 15. janúar 1955. Samskonar beiðnir drá Innflytjendum utan Reykjavíkur þarf að póstsenda til skrifstofunnar fyrir sama dag. Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirra hefur farið fram. i Reykjavík, 28. desember 1954. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN Skólavörðustíg 12 TILKYHNIHG Reikningar bæjarsjóðs Siglufjarðar, Rafveitu Siglufjarðar, hafnar- sjóðs Siglufjarðar, vatnsveitu Siglufjarðar, Sjúkrahúss Siglufjarðar og Hólsbúsins fyrir árið 1954, liggja frammi á bæjarskrifstofunni frá '3. janúar til 20. janúar n.k., að báðum dögum meðtöldum. Athygli er vakin á því, að afgreiðslutími á bæjarskrifstofunni er frá kl. 13 til kl. 18 alla daga nema laugardaga, þá frá kl. 10 tií 12. Bæjarstjórinn í Siglufirði, 3. janúar 1955. JÓN KJARTANSSON Nýkomið: Eldhúsklukkur Verð kr. 138,00. ENNFREMUR: V ek jar aklukkur Verð kr. 75,00 og 98,00. Ura- og skartgripaverzlun KRISTINS BJÖRNSSONAR Linoleumteppi og renningar (Stragula) Stærðir teppanna eru: 2x3, 2i/2X3, 3X4 metrar. EINCO Tilkynning tir. 2/1955 frá Innflutningsskrifstofunni Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o.fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar 1955 til og með 31. marz 1955. Nefnist hann „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“, prentaður á hvítan pappír með grænum og brúnum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömm- um af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjóma- bússmjör, eins og verið hefur. „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ afhendist aðeins gegn því að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FJÓRÐI SKÖMMT- UNARSEÐILL 1954“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæð- ingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. desember 1954. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN Hitt og þetfa ★ Tíðarfarið. Fyrri hluta þessa vetrar var tíðarfar óstillt. Engin aftaka veður gengu hér yfir, en úrkomusamt var oftast af norðri. Rétt fyrir jól stillti til. Veðrið um jólin var með eindæmum gott, daglega logn og blíða, stundum lítilsháttar kalsi um nætur. Á gamlárskvöld var sérlega gott veður. Kyndlum hafði verið raðað eftir brún Hvanneyrar- skálar og hátt upp í hnjúkana sinn hvoru megin. Kyndlum hafði einnig verið raðað í fjallshlíðina fyrir ofan bæinn. Mynduðu þeir ártalið 1955. Um kvöldið var svo kveikt á kyndlunum upp á brún- inni og kyndlunum í f jallshlíðinni, þegar gamla árið lauk og hið nýja byrjaði. Auk þess voru all víða smá- brennur upp í fjallinu. Öll þessi ljósadýrð naut sín vei í veður- blíðunni og skemmti bæjarbúum. Eiga þeir, sem sjá um þessar blysfarir á gamlaárskvöldin þakk- ir skildar. Um þrettánda dag jóla kólnaði í veðri með norðanátt og snjó- komu dálítilli. Síðustu daga hefur verið að mestu stillt veður með 10—12 stiga frosti. ★ B.v. Elliði kom af veiðum 6. þ m. og lagði upp tæp 270 tonn af fiski til herzlu og frystingar. Veiðiferðin hafði tekið 10 sólar- hringa. Hann fór aftur á veiðar. ★ B.v. Hafliði er enn í Þýzkalandi en búizt við, að hann leggi upp til heimferðar úr miðjum mánuð- inum. Frétzt hefur, að hann komi við í Feæreyjum og taki þar nokkra færeyska sjómenn, sem ætla að vera hásetar á honum um tíma. ★ Karlakórinn Vísir vantar nokkra góða raddmenn, einkum bassa. Þeir, sem kynnu að vilja láta prófa sig, snúi sér til söng- stjórans, Hauks Guðlaugssonar, hið allra fyrsta. Kvenfélagið Von Á fundi sínum 25. nóv. s.l. sam- þykkti Kvenfélagið Von að gefa andvirði 20 fermingarkirtla til Siglufjarðarkirkju. Einnig var samþykkt, að félagið héldi skemmtun fyrir gamla fólkið eins og undanfarin ár, og verður sú skemmtun haldin í næstu viku, að öllu forfallalausu. Þá var á fundinum samþykkt, að félagið gengist fyrir sauma- námskeiði í vetur. Námskeið þetta liefst þann 18. jan- n.k., og er kennari ráðinn frá Sambandi eyfirzkra kvenna. Námskeiðið mun standa í mánuð. Þær konur, sem taka vildu þátt í námskeið- inu eru beðnar að snúa sér til eftirtaldra kvenna, sem gefa allar nánari upplýsingar um námskeið- ið, Arnfríðar Kristinsdóttur, Guð- nýjar Fanndal, Sigurjónu Einars- dóttur og Ólafar Kristinsdóttur.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.