Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.02.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 11.02.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Siglfirðingur MALGAGN siglfirzkra sjAlfstæðismanna Ritstjórn: Blaðncfndin Abycgðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz Jónatansson J. ------------------------------i GUi>SPJÖLL EINHERJA (Framhald af 1. síðu) ingin var að flytja þær strax inn fyrir fjall. Rafveitustjóri .fékk því fram- gengt, að vélarnar væru geymdar í Englandi til vors 1953. Yfir veturinn 1952 og ’53 var svo unnið að því að útvega fé til að greiða vélarnar með. Það gekk illa, jafnvel þó hæstv. ríkisstjórn veitti aðstoð þar til. Að síðustu fengust þeir greiðsluskilmálar, fyrir milligöngu umboðsmanns verksmiðjanna hér á landi, að gefnir voru út 8 víxlar á 100 þús. kr. hver með ábyrgð ríkissjóðs, er áttu að greiðast með þriggja mán- aða millibili hver víxill. Vélarnar komu svo sumarið 1953. Þá voru þær kyrrsettar hér um tíma vegna tolls, sem á þeim hvíldi, en varð að greiða áður en til flutnings kæmi inn eftir. Þar ætl- aði hnífurinn að standa í kúnni. Rafveitan hafði ekki ástæður til að greiða þennan toll, sem var að upphæð 360 þús. kr., og bæjar- sjóður gat heldur ekkert. Að lok- um fékk rafveitustjóri lán í Út- vegsbankanum hér með ábyrgð ríkissjóðs og var þessari upphæð skipt niður á víxla. Til gamans má skjóta því hér inn, að rafveitan hefur nú greitt víxlana til Útvegsbankans, en greiðir næst síðasta víxilinn til Englands nú í þessum mánuði, en sá síðasti verður greiddur eftir 3 mánuði. Þetta er nú sagan um, þegar hafizt var handa með að koma annarri vélasamstæðu upp við Skeiðsfoss. Það er leiðinlegt að þurfa að marg segja hana, en leiðinlegra þó að vera þess vald- andi, að hún er sögð aftur og aftur. Ef nokkur gæti „gortað“ af sínum verkum er það Ásgeir Bjarnason rafveitustjóri, sem manna bezt vann að þessu og virtist hafa ráð undir hverju rifi, þegar aðrir lögðu árar í bát. NYKOMIÐ Vatnsglös (ÓBROTHÆTT) LITLABÚÐIN Bréí íiá NOKKUR ORÐ UM SKRÚÐGARÐINN I einu tölubl. „Siglfirðings' er minnzt á uppsetningu skrúð- garðs á tilteknum stað hér í bæn- um á blettinum fyrir neðan Hverf isgötu 17. Mér þótti sérlega vænt um, að „Siglfirðingur" vakti máls á þessu. Að koma upp skrúðgarði á þessum stað kostar að vísu dálítið, og má vera að sumum finnist það ofmikill „lúxus“ að kosta til slíks á þessum basl- og vandræðatíma. Mundu þessir „sumir“ telja, að vandræðin leyst- ust fyrr með sífelldu barlóms- væli? Eða mundu þeir álíta bein- ustu leið út úr vandræðunum að aðgerðarleysið troði í svaðið það, sem gæti orðið sólskinsblettir í lífi bæjarbúa? Máske þeir séu þeirrar trúar? Eg er ekki á þeirri skoðun. Eg tel, að við eigum með- an fært er að „brosa gegnum tár- in“; að við eigum að gera bæinn okkar vistlegan og fallegan þrátt fyrir allt og skapa okkur aðstæð- ur til þess að geta í glaðværra góðvina hópi á sólríkum sumar- dögum gengið inn í skrúðgarð, notið þar hvíldar og teygað að okkur hressandi ilm grózkumikils og fallegs trjágróðurs. í því and- rúmslofti mætti segja mér, að vöknuðu hugsanir eða fæddust þær hugsjónir, sem yrðu til að leysa mestu vandræðahnútana. Listaskáldið góða, Jónas Hall- grímsson segir í sínu sígilda kvæði: Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar falla stundum skjótt, en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss. Það er einmitt það, sem við „Siglfirðingar“ þörfnumst, við þörfnumst sólskinsbletta, skrúð- garða, sem við megum sitja í, hvílast og notið ánægjustunda með góðvinum á góðviðrisdögum sumarsins eftir langa, illveðra- sama, snjóþunga og sólarlausa vetur. Ekki myndi eða þyrftu slíkir garðar að kosta stórfé, ef hyggi- lega væri að farið. Því miður eig- um við Siglfirðingar ekki neina frú Schiöth eins og Akureyringar. Þó gæti það verið, ef vel væri leit- að, og ef til vill kæmi góður liðs- maður fram í dagsljósið, ef haf- ist væri handa með framkvæmd- ir á þessu sviði. Ég er því mjög fylgjandi, að bæjarstjórnin hlutizt til um, að áðurnefndur blettur fyrir neðan Hverfisgötu 17 en ofan Suðurgötu verði girtur á næsta vori, fenginn garðræktarsérfræðingur til að skipuleggja garðinn og leitað eftir lesendum sjálfboðaliði til að vinna að skipu- lagningu og gróðursetningu. Vonandi tekur bæjarstjórn þetta til rækilegrar athugunar. Áhugamaður um trjárækt. BYGGING ELLIHEIMILIS Blaðið Siglfirðingur! Mér finnst ég ekki geta setið lengur aðgjörðalaus, eða án þess að leggja orð í belg um þetta stór- nauðsynjamál. Reyndar er ég ekki nægilega ritfær til að skrifa — allra sízt í opinbert málgagn, en ég vona, að þú, herra ritstjóri, leiðréttir ritvillur og færir til betra máls, þar sem þarf. Þa$ hefur í mörg ár verið eitt af mínum hugðarefnum og hjart- ans ósk, aðhér risi af grunni myndarlegt heimili fyrir blessað gamla fólkið. Eg hef geymt þetta hjartans mál mitt í hugarheimi mínum og lítið aðhafst. Svo vill gangur lífsins verða fyrir okkur konum, sem barnmörgum heimil- um höfum að sinna, að við erum uppteknar frá morgni til kvölds við mat og þjónustu á börnum og bónda, sem vinnur úti hvern dag, ef vinna er fáanleg. Einu stundirnar, sem ég hef til minna ráða eru stundum kvöldstund- irnar, þegar ég hef komið bless- uðum börnunum í ró, en þá reikar hugurinn til hugðarefnanna, sem ég á utan skyldustarfanna við heimilið. Á einni slíkri stund rissa ég upp þessar fátæklegu línur með stirðri hendi eftir dagsins erfiði. Það sem kom mér til þess að setjast við eldhúsborðið mitt, og færa í letur hugsanir mínar, var grein, sem birtist í síðasta bl. Siglfirðings. Hún hreif mig. Það var eins og greinarhöfundur hafi lesið mínar leyndustu hugsanir svo nærri fór hann því, sem ég hef hugsað um þessi mál. Eg er greinarhöf. alveg sammála, að til þess að koma upp myndarlegu elliheimili þurfa stór átök og miklar fórnir. En þá finnst mér fyrst gaman að vinna þessu máli gagn. Eg er einnig sammála greinarhöfundi í því að þetta stór- mál á ekki nægileg ítök í hugum almennings í bænum. En það er fyrsta og æðsta sporið að gera það að almennings eign. Þess vegna þarf að hefja allsherjar vakningu. Hún verður bezt gerð með því að öll félagasamtök í bænum taki höndum saman og kjósi framkvæmdarnefnd, sem þegar hefji vel skipulagða sókn til fjársöfnunar á sem flestum vígstöðvum. Með þessu eina móti — með samstæðum vilja og sam- stilltum átökum, sjáum við hina þráðu byggingu rísa af grunni. Eg vil svo að lokum beina þeirri ákveðnu ósk til kvenfélagsins Von ar, sem hefur haft þetta góða mál til athugunar, og safnað fé í byggingarsjóð (góðar þakkir á það skilið fyrir það) — að það hafi forgöngu um að skrifa öllum félagassamtökum hér í bæ og óski eftir samstarfi við þau um þetta mál, og að þau hvert fyrir sig leggi til mann eða menn í framkvæmdanefnd, sem taki sem fyrst til starfa. Þetta er nú mín skoðun, og mig grunar að fleiri kynsystur mínar séu sömu skoð- unar og ég. — Afsakaðu svo klórið. Húsmóðir NOKKUR ORÐ UM GAGN- FRÆÐA- OG BARNASKÓLA- BYGGINGAR Nú hafa skólanefndir beggja skólanna Gagnfræðaskóla Siglu- f jarðar og Barnaskóla Siglufjarð- ar setið á rökstólum, að sögn, undanfarna daga. Svo sem kunnugt er, hefur barnaskólinn ekki getað fram- kvæmt fullkomna kennslu í vetur vegna skemmda, sem urðu á leik- fimisal skólans síðastl. vetur. — Að minnsta kosti hefur öll leik- fimikennsla lagst niður að öllu leyti innanhúss. Síðastl. sumar var 1 ráði að gera gagngerða breytingu á skólahúsinu og í sambandi við hana var viðbótarbygging hugsuð við húsið. Teikningar voru gerðar og kostnaðaráætlun. Ekkert varð úr framkvæmdum. Munu fjárhags örðugleikar hafa tafið. Nú á að reyna að koma þessum verki í kring á þessu ári. Ekki er vitað annað, en vöntun á fé til slíkrar breytingar og byggingar liggi enn við borð. Þess vegna er engin önnur leið til að geta fram- kvæmt þetta en sú, að fá lán. Nú er Gagnfræðaskólahúsið komið undir þak. Eftir er að ganga frá húsinu að innanverðu að öllu leyti. Til þess þarf mikinn pening. Þar situr fjárkreppan einnig í dyrum og stöðvar það verk. Að líkindum fæst enn styrk- ur úr ríkissjóði til byggingarinnar gegn áskildu framlagi úr bæjar- sjóði. Er þá ekki þarna um aðra lán- töku að ræða hjá bæjarsjóði, bæði til gagnfræðaskólahússins og breytinganna á barnaskólahúsinu. Ég spyr nú, eins og hver annar fáráðlingur: Er það ekki ofraun fyrir bæjarfélagið að standa straum af þessu? Er það ekki til of mikils mælzt af bæjarbúum, að þeir taki enn á sínar herðar lán og lán ofan, á þessum vandræða- tímum, eða bindi sér þá skulda- bagga, sem erftitt verður undir staðið, ef ekki birtir til í atvinnu- lífinu og fjárhagslegri afkomu bæjarbúa ? Eru ekki nægilegar þungar skuldabyrðar fyrir? Getum við aldrei með fullum drengskap viðurkennt fátæktina °S getuleysið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.