Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.02.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 26.02.1955, Blaðsíða 2
* SIGLFIE ÐINGUR Siglfirðingur MALGAGN siglfirzkra sjAlfstæðismanna Ritstjórn: Blaðnefndin Abf«0ðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz Jónatansson ______________________________J ÞVÆTTINGUR „MJÖLNIS“ (Framhald af 1. síðu) heil brú í því, sem hann lætur frá sér fara, og óvíst, að hann skilji sjálfan sig, hvað þá aðrir, sb.r. „Mjölnis“-klausuna, sem tilfærð er hér að framan. „Siglfirðingur“ er alls eigi viss um, að hann skilji þessa þvælu „Mjölnis" rétt, en kærir sig heldur eigi um að gjöra honum rangt til, og telur því réttast að láta Mjölni sjálfan hafa orðið. „Mjölnir“ virðist halda fram þeirri skoðun: (Að þó E.I. hefði flutt málið (þ.e. tillöguna) þrátt fyrir andstöðu í eigin flokki, án þess að eiga vísan stuðning fyrir fram, eru samt líkur til þess, að það hefði komizt í gegn). Þetta eru orð „Mjölnis“ óbreytt, en sýnilega trúir „Mjölnir" þessu eigi sjálfur, finnst hann verða að skýra þetta ótrúlega fyrirbrigði og skýringin er svohljóðandi: (Flokksbræður hans hefðu hikað við að bregðast honum í máli, sem var jafn þýðingarmikið fyrir kjördæmi hans, og gera hann að viðundri í augum kjósenda sinna) Já, þá vitum við þetta. — Lesend- ur verða að fyrirgefa, að „Sigl- firðingur“ tvítekur þessa „Mjöln- is“-dellu í sömu greininni, en „Siglfirðingi“ finnst hún vera svo ótrúleg, að nauðsynlegt sé að segja hana tvisvar, svo menn - haldi eigi, að hér sé um einhvern misskilning eða rangfærslu að ræða. Hvað á nú að segja um svona blaðaskrif um alvarlegt mál? „Siglfirðingur“ er þeirrar skoð- unar, að annaðhvort telji „Mjöln- ir“ sig geta boðið lesendum sínum ALLT, eða hann telji þingmenn Sjálfstæðisflokksins fífl upp til hópa. Af tvennu illu telur „Sigl- firðingur" þó, að „Mjölnir“ muni eigi hafa síðari skoðunina — og þá er hér að ræða um vísvitandi blekkingar og beinlínis móðgun við lesendur „Mjölnis“. Gott er það ekki, en máske drepur það engan. „Mjölnir“ veit betur en hann lætur. Allir, sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum og gangi mála á Al- þingi vita, að stórar f járveitingar fást eigi samþykktar á þingi, án þess að þær komi til umsagnar fjárveitinganefndar þingsins og hljóti samþykki og meðmæli hennar. Kaup á nýjum togara Þetta er eðlilegt fyrirkomulag, því án þess gæti engin stjórn borið ábyrgð á fjárhagsafkomu þjóðarinnar. En þó allir, eða flestir flokkar þingsins eigi full- trúa í Fjárveitinganefnd, þá eru stjórnarflokkarnir þar æfinlega í meirihluta og ráða því oftast hvaða fjárbeiðnir hljóta sam- þykki þingsins. Svona er gangur þessara mála á Alþingi, í aðal- dráttum. Þetta veit „Mjölnir“ vel, þó hann látist ekki vita það, þegar hann hnoðar saman þvættings- greinum til að blekkja lesendur sína og svívirða dugmikla og heiðarlega andstæðinga. „Mjölnir“ veit líka, að stjórnarandstæðingar, sem ætla sér enga ábyrgð að bera á fjárhagsafkomu þjóðar- innar — og jafnvel vilja hana feiga, eins og kommúnistar, — „Mjölnir" veit, að þeir geta leyft sér að bera fram sýndartillögur um fjárveitingar, aðeins til þess að gera sig góða í augum kjós- enda sinna og villa þeim sýn. Og „Mjölnir" veit líka, að ef eitt kjördæmi fær stórar fjárfúlgur úr ríkissjóði til sinna þarfa, þá bera aðrir þingmenn fram hliðstæðar fjárbeiðnir fyrir sín kjördæmi, og þá sjá allir hvernig fer. Þess vegna verður fjárveitinganefnd að vera íhaldssöm og skera niður ýmsar fjárbeiðnir, ef afgreiða skal hallalaus fjárlög. Allt þetta veit „Mjölnir" — og að þessvegna var þýðingarlaust að bera fram „tillöguna“ án þess að hafa sam- þykki Fjárveitinganefndar. En „Mjölnir“ veit meira — hann veit, að þetta athuga ekki allir lesendur hans — og í skjóli þess skrifar hann þvætting þann, sem „Siglfirðingur“ birtir hér að framan og fleira af svipuðu tagi — má heita merkilegt að nenna að leggja höfuðið í bleyti til að hnoða saman slíkum andlegum óþverra. En „Mjölnir“ heldur víst, að það sé sniýugt — eins og strákarnir segja — og verði hon- um þá að góðu! Þingskörungur „Mjölnis“ Samtímis því, sem „Mjölnir“ hefur lagt kapp á að ófrægja Einar Ingimundarson og gera sem minnst úr þingstörfum hans, þá hefur „Mjölnir“ gumað af dugn- aði og skörungsskap Gunnars Jó- hannssonar, sérstaklega í sam- bandi við flutning „tillögunnar“. „Mjölnir“ hefur verið drjúgur yfir því, að G. J. hafi fengið póli- tískan hálfbróður sinn, Hannibal Valdimarsson, sem meðflutnings- mann að „tillögunni“ og auk þess fylgi flokksbræðra þeirra beggja. Þetta er auðvitað gott og blessað, það sem það nær, en afrek geta þetta eigi talizt, af ástæðum, er nú skal greina. Allir þessir menn eru í stjórnarandstöðu og vissu því fyrirfram, að það yrði ekki tekið alvarlega, þótt þeir styddu „tillöguna" — og það af þeim I síðasta tölubl. „Siglfirðings var skýrt í stórum dráttum frá því, að sú hugmynd væri þegar vöknuð meðal nokkurra áhuga- samra manna um að nauðsyn bæri til, að fá hingað til bæjar- ins þriðja togarann til þess að færa í land meira hráefni bæði í skreið og til vinnslu í frystihús- um og um leið fá leyst það spurs- mál, sem mest er glímt við, en það er að veita nægilegri atvinnu inn í bæinn. Meirihluti bæjarstjórnar átti svo frumkvæði að því, að kosin var nefnd til að hafa þetta mál með höndum. Á öðrum stað í blaðinu birtist ávarp frá nefndinni til bæjarbúa, þar sem hún leitar eftir fjárfram- lagi til kaupa á nýjum togara. — Áður en nefndin sendi þetta ávarp og fjársöfnunarlista frá sér, hefur hún átt tal við stjórn- endur hraðfrystihúsanna ísafold- ar og Hrímnis og stjórn ÍRauðku og rætt um þýðingu þriðja togar- ans bæði fyrir frystihúsin, verka- fólk og sjómenn. Þessir aðilar tóku vel í þetta mál og töldu það mjög athyglis- vert. Hefir stjórn Rauðku þegar heitið 150 þús. kr. til fyrirhug- aðs togarahlutafélags með skil- yrði þó, en það er að þessi upp- hæð fáist að láni af atvinnubóta- fé fyrir árið 1955. Stjórn Kaupfélags Siglfirðinga hefur samþykkt að leggja fram kr. 25 þús. til hlutafjárkaupa, verði af fyrirhugaðri hlutafélags- stofnun um togarann. Nefndin hefur og rætt við kaup menn og forstjóra kaupsýslufyrir- tækja og vakið athygli á nauð- syn þessa máls. Það er vart þörf á að hafa ástæðum, er bent var á hér að framan. Það hefur því tæplega kostað G.J. miklar fyrirhafnir að öðlast stuðning þessara manna. Hins hefur „Mjölnir" eigi getið, að G. J. hafi beitt dugnaði sínum til að afla „tillögunni" fylgis meðal manna úr Fjárveitinga- nefnd. Vonandi hefur G. J. átt tal við nefndina? „Siglfirðingi“ þætti vænt um, ef „Mjölnir“ vildi svara þeirri spurningu í næsta blaði, svo „Siglfirðingur!‘ þurfi eigi að afla þeirra upplýsinga annarsstaðar frá. „Siglfirðingur“ mun svo eigi ræða tillöguna meira, nema sér- stakt tilefni gefizt til þess. En að lokum vill „Siglfirðingur" geta þess, að hann telur blaðaskrif þau, er orðið hafa um „tillöguna" HAFA SANNAÐ, að G. J. hefði átt að hætta við flutning hennar, þegar séð varð, að hvorki hann eða E. I. gátu aflað henni fylgis Fjárveitinganefndar Alþingis. — Vonandi viðurkennir „Mjölnir“ þetta. mörg orð um þetta mál, um þetta stóra spor, sem nefndin og fleiri góðir menn ætla sér að stíga til viðreisnar og viðhalds fullnægj- andi atvinnu hér í bæ. Hverjum hugsandi manni hlýtur að vera ljóst, að eitthvað þarf að gera, og líklega er mörgum það einnig kunnugt, að eðlilegast og sjálf- sagðast er, að sóknin, tilreyndin til að svifta af okkur atvinnu- leysinu, verður að hef jast hér hjá okkur. Einbeittur vilji og fölskva- laus alvara til sóknar á þessu sviði, veldur því, hvernig skipazt í framtíðinni. Með undirtekt undir fjársöfnun nefndarinnar verður úr skorið, hvort við viljum, þó með litlu fjárframlagi sé, hefja sóknina og leggja að velli draug atvinnu- leysis og lifa sem glaðir og reifir, vinnandi menn. Margur segir: Til hvers er að efna til kaupa á þriðja togaran- um? Það gerir ekkert annað en bæta við taprekstur hinna tveggja sem fyrir eru! Rétt er það, að togarar, bæjar- útgerðarinnar hafa alltaf tapað. En nú stendur til, að taprekstur minnki við verulegar breytingar á sölufiskjarins og þá er sá þrösk- uldur yfirstiginn. En vilja menn athuga, hvað þessir tveir togarar hafa skapað mikla atvinnu hér í bæ: Vinnulaun við frystihús S.R. 1954: Ýmiskonar vinna kr. 1.825.000,00 Vinna við herzlu — 360.000,00 Samtals kr. 2.185.000,00 Greidd vinnulaun við Elliða ’54. (IJthaldstími 280 dagar). Kaup skipverja.. kr. 2.000.000,00 Vinna í landi .... — 240.000,00 Samtals kr. 2.240.000,00 Greidd vinnlaun við Hafliða ’54: (Úthaldstími 157 dagar). Vinnulaun........ kr. 1.000.000,00 Vinna í landi .... — 140.000,00 Samtals kr. 1.140.000,00 Svo má geta þess til fróðleiks, hvað „túr“ eins togara gefur bæj- arbúum í aðra hönd í greiddum vinnulaunum: Vinnulaun við afla úr Elliði 6/1 1955, 268 tonn: Uppskipun ........ kr. 10.800,00 Frysting og herzla — 87.950,00 Fiskimjölsvinnsla .. — 7.500,00 Samtals kr. 106.250,80 Vinnulaun við afla úr Elliða 20/1 1955, 184 tonn. Uppskipun ........ kr. 8.700,00 Frystig og herzla .. — 44.000,00 Önnur vinna ....... — 6.500,00 Samtals kr. 59.200,00 4

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.