Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.03.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 25.03.1955, Blaðsíða 1
ADAL.FUNDUR Miðvikudaginn 30. marz 1955 verður aðalfundur Félags Sjálf- stæðismanna í Siglufirði, haldinn í húsi félagsins í Lækjargötu 2 kl. 8,39 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. venjuleg aðalfundarstörf. — 2. Önnur mál. STJÓRNIN r 100 ára afmœli verzlunarfrelsis á Islandi 1. apríl 1855 - 1. apríl 1955. Fyrr á öldum var það æðimargt sem sneið þjóð vorri þröngan skó á fæti og studdi mjög að andlegu og efnalegu ósjálfstæði hennar, og var valdandi ýmiskonar þján- inga og vandræða. Eldgos, drep- sóttir, hafís og hörkutíðarfar er talið hafa leikið íslenzku þjóðina grátt, en þó mun sanni nær, að það sem mestan þátt átti í að firra þjóðina kjarki og áræðni til sjálf- stæðrar hugsunar og baráttu hafi verið þeir verzlunarhættir, sem þjóðin átti við að búa um margar aldir- Snemma á fjórtándu öld fóru erlendir kaupmenn að fá áhuga fyrir að koma varningi sínum til íslands og selja hann landsmönn- um og kaupa íslenzkar landbúnað- ar- og sjávarafurðir. 'Voru það kaupmenn frá svonefndu „Hansa- bandi“, sem var stórt og um- fangsmikið verzlunarfélag og stóð víða fótum um Norðurlönd um eitt skeið. Það svo sem þarf ekki að láta sér detta í hug, að lands- menn hafi hagnast mikið í við- skiptum við þessa harðsnúnu og reyndu kaupmenn. Og munu Nor- egskonungum hafa þótt eitthvað athugavert við framferði þeirra, því þeir fóru að hafa afskipti af siglingum og verzlun útlendinga hér, og bönnuðu öllum að sigla til landsins í verzlunarerindum nema með sérstöku leyfi. Og lengst af mun sá siður hafa haldizt, meðan verzlunaráþjánin stóð yfir, að konungar Noregs og síðar Dan- merkur ráðstöfuðu verzlun hér við land til erlendra kaupmanna. Snemma á 15. öld hófu Eng- lendingar siglingar til landsins. í fyrstu var aðaltilgangur þeirra að stunda hér fiskveiðar, en brátt hófu þeir verzlun við landsmenn, án þess þó að hafa fengið leyfi til þess. En síðar munu þeir hafa fengið leyfi til að bjóða lands- mönnum hér vörur sínar og kaupa íslenzkar vörur. Allharðar erjur hófust milli þessara kaupmanna og kepptust þeir við að sigla á þær hafnir, er þeir högnuðust mest á að hafa yiðskipti við, en létu hinar eiga sig. Var því í sumum landshlut- um algjör þurrð á nauðsynjavör- um. Samky. banni konungs, máttu kaupmenn ekki stunda fiskiveiðar hér við land eða á annan hátt afla sér fiskjar til þess að rýra ekki vörusölu landsmanna. En kaup- menn kunnu flest ráð. Þeir þröngv uðu landsmönnum til að róa á sínum skipum, og höfðu svo aðal- vörumagnið í sinni hendi. Vegna skeytingarleysis kaup- manna, sem hingað sigldu með vörur sínar, urðu eins og fyrr segir, ýmsir landshlutar útundan. Um þetta bárust kvartanir til kon- ungs. Var þá það ráð tekið að bjóða út og leigja hafnir til verzl- unar í nokkur ár. Þetta varð til þess, að margir vildu freista gæf- unnar og reyna verzlun við ís- lendinga. Buðu margir kaupmenn og félög kaupmanna í ýmsar hafn- ir til ákveðins árafjölda, og til var, að íslenzkir menn buðu líka í hafnir, en voru þó í félagi við erlenda kaupmenn, t-d. bauð Eggert Hannesson lögmaður í Skutilsfjörð og Dýrafjörð og rak þar um skeið verzlun í félagi við Hamborgara. Guðbrandur Hólabiskup fékk verzlunarleyfi í Hofsósi fyrir sig og Skagfirðinga og sá myndar- skapur var þar á, að hann keypti 60 lesta skip af Hamborgurum, sem átti að annast vöruflutninga frá og til landsins. — Má segja, að þetta hafi verið fyrsta tilraun af Islendinga hálfu til að annast sjálfir sína vörusölu og vörukaup, því engir erlendir kaup- menn voru félagar í því fyrirtæki. Skipið fórst á leið út og þar með lauk þessari tilraun. Þá hófu margir danskir kaup- menn verzlun við ísland og högn- uðust vel. , En þrátt fyrir það, þó verzlun ykist á þepnan hátt og meira vörumagn flyttist til landsins, voru þó margir annmarkar á þessu fyrirkomulagi. Vörurnar voru mjög mismunandi að gæð- um og fyrir kom, að nauðsynleg vara, svo sem matvara, var stór- skemmd og ekki mannamatur, þó sumir neyddust, vegna aðsteðj- andi hungurs, að leggja hana sér til munns. Einn annmarkinn var sá, að þær hafnir, sem lélegar þóttu, voru ekki teknar á leigu. Þeir landshlutar, sem að þessum höfnum lágu, urðu aál|eg útundan og afskiptir. Kostaði það búend- ur mörg og löng ferðalög að ná í varninginn, og þá oft með lítið farið heim. Þá var og annað, að útlenda varan hækkaði rnjög í verði, en verðlag íslenzku varanna var eftir geðþótta og ráðríki kaup manna ákveðið, og gátu íslend- ingar ekki við það ráðið. Þá má og geta þess, að með þessum verzlunarhætti, gerðust, hinir erlendu kaupmenn og for- ráðamenn verzlananna og undir- menn þeirra æði uppivöðslusamii’ og gengu um með ránum og grip- deildum og sölsuðu undir sig oft og tíðum þann varning, sem landsmenn hugðust hafa til kaupa á erlendri nauðsynjavöru. Urðu íslendingar að þola allskonar óáran, efnatjón og svívirðingar af þeirra völdum. Um verðhækkun og hirðuleysi og trassaskap sumra kaupsýslu- manna er kvartað í bréfi til Danakonungs frá Guðbrandi Hóla- biskupi og Jóni Jónssyni lög- manni. — Þetta bréf, sem og líka það, að konungi fannst verzlun við ísland all arðvænleg, varð til þess að konungur gefur út til- skipun 20. apríl 1602 um að banna öllum, — utan Dönum einum, — verzlun við Island, og þar með hófst hin illræmda og annálaða einokunarverzlun Dana á Islandi, og helzt hún til ársins 1787. Of langt mál yrði það í stuttri blaðagrein að lýsa þeim hörm- ungum, sem fylgdu í kjölfar þess- arar tilskipunar konungs, og þá verzlunaráþján, sem landsmenn urðu nú við að búa. Bak við þessa tilskipun konungs lá sú hugsun, að verzlun við Is- land væri gróðafyrirtæki og vildi hann láta þegna sína njóta þess í ríkulegum mæli, burtséð frá því, hvort til hagsbóta væri fyrir Is- lendinga sjálfa. Verzlunina við Island tóku þá í sínar hendur hver félagasamtökin á fætur öðru, og héldu henni í sín- um höndum en mismunandi lengi, eða allt frá 9 árum upp í 50 ár. Flest þessara félaga hættu og gekk á ýmsu fyrir þeim. Tvisvar á þessu tímabili tók konungur verzlunina í sínar hendur; hefur þá líklega keyrt um þverbak með verzlunarhætti þáverandi verzl- unarhafa og borizt um það um- kvörtun frá Islandingum. En þó talið sé, að nafninu til, að kon- ungur hafi tekið að sér verzlun- ina, þá höfðu hana á hendi slyng- ir fjárplógsmenn, sem ekki hirtu að neinu leyti um hag íslandinga og þarfir þeirra. Allur sá langi tími, sem Einokunarverzlun Dana stóð yfir, eru mestu ófrelsis og þjáningatímar, sem yfir hina ís- lenzku þjóð hafa dunið. Og alveg virtist sama hvaða aðilar tóku að sér verzlunina, þó segja megi, að keyrt hafi um þverbak á tímum hins svokallaða Hörmangarafé- lags. Þegar kemur fram um 1740, fer eins og dálítil vakningaralda um þjóðlífið. Ágætir menn eins og Skúli Magnússon landfógeti, taka verzlunarhættina til athug- unar. T.d. leggur Skúh til, að Is- lendingum sjálfum sé leyft að hefja verzlun. Þessa skoðun Skúla studdi Jón Eiríksson canselliráð í Kaup- mannahöfn. En hér var við ramm- an reip að draga. Skúli varð síðar all stórhuga á sviði verzlunar og iðnaðar. Það má því hiklaust telja Skúla atkvæðamikinn og framsýnan brautryðjanda á sviði frjálsar verzlunar á landi voru, þó margar af framkvæmdum hans og hugmyndum féllu í val- inn fyrir ráðríki og öfundsýki er- lendra kaupmangara, en þó ef til vill hvað mest vegna sinnuleysis landsmanna sjálfra. Þegar Danakonungar voru orðn- ir þreyttir á þessu verzlunarólagi, og nauðsynlegt að taka til greina umkvartanir Islendinga og um- sagnir velviljaðra og ágætra ís- lendinga, sem dvöldu í kóngsins Kaupinhafn, var gefin út tilskip- un um að verzlunin við ísland væri gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs. Þar með lauk Ein- okunarverzlun Dana á íslandi, þó ekki verði annað sagt en að lengi eymdi eftir af henni, m.a. vegna þess, að íslendinga sjálfa skorti allt afl til að taka verzlunina í sínar hendur, og svo héldu hin dönsku verzlunarfyrirtæki, sem þróuðust á Einokunartímabilinu, áfram að verzla hér, enda áttu þau hér húseignir og margskonar verzlunartæki. Sú breyting, sem kom með hinni nýju verzlunarskipun, og varð einna mest til bóta fyrír hina aðþrengdu íslenzku þjóð, var, (Framhald á 3. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.