Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.04.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 23.04.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Skíðamót Islands Jónas Ásgeirsson íslandsmeistari í stökki og norrænni tvíkeppni. Eins og auglýst hafði verið, var Skíðamót Islands haldið á Akur- eyri um páskana. Úrsht mótsins urðu þessi: íslandsmeistrar í einstökum greinum urðu þessir: I 15 km. göngu, Jón Kristjáns- son, Þingeyingur. B 15 km. göngu 17—19 ára, Hreinn Hermannsson, Þingeying- ur. í svigi og stórsvigi karla, Ey- steinn Þórðarson, Reykjavík. I svigi og stórsvigi, kvenna, — Jakobína Jakobsdóttir, ísafirði. 1 bruni karla og alpa-tvíkeppni, Haukur Ó. Sigurðsson, Isafirði. I stökki og norrænni tvíkeppni, Jónas Ásgeirsson, Siglufirði. 1 stökki drengja 17—19 ára, Matthías Gestsson, Siglufirði. í 30 km. göngu, Oddur Péturs- son, Isafirði. Þingeyingar unnu 4x10 km. boðgöngu. Isfirðingar unnu sveitakeppni í svigi. 15 km. ganga. Jón Kristjánsson, Þing. 66 mín. 6 sek. (Oddur Pétursson, Isaf. 69 mín. 5 sek. Matthías Kristjánsson, Þing. 70 mín. 55 sek. 15 km. ganga, 17—19 ára. Hreinn Hermannsson, Þing. 74,03 mín. Matthías Gestsson, Siglufirði, 85,51 mín. Örn S. Arnaldsson, Akureyri 96,22 mín. Svig karla. Eysteinn Þórðarson, Rvík, 124,8 sek. Haukur Ó. Sigurðsson, ísafirði, 128,8 sek. 'Stefán Kristjánsson, Rvík 133,1 sek. Svig kvenna. Jakobína Jakobsdóttir, Isafirði, 66,7 sek. Marta B. Guðmundsdóttir, ísaf. 68,4 sek. Arnheiður Árnadóttir, Reykjavík, 70,3 sek. Brun karla. Haukur Ó. Sigurðsson, Isafirði, 1 mín. 29,7 sek. Stefán Kristjánsson, Rvík, — 1 mín. 30,3 sek. Steinþór, Jakobsson, Isafirði, 1 mín. 31,3 sek. Brun kvenna. Jakobína Jakobsdóttir, Isafirði, 61,9 sek. Arnheiður Árnadóttir, Reykja- vík, 67,2 sek. Martha B. Guðmundsdóttir, Isafirði, 68,7 sek. 30 km. ganga. Oddur Pétursson, ísafirði, 2 klst. 0,44 mín. Helgi V. Helgason, Þingeyingur, 2 klst. 08,31' mín. Gunnar Pétursson, Isafirði, 2 klst. 10 mín. Skíðastökk. Jónas Ásgeirsson, ’ Siglufirði, 228.8 stig. Guðmundur Árnason, Siglufirði, 225,5 stig. Skarphéðinn Guðmundsson, — Siglufirði, 214,1 stig. Lengsta stökk, 39 metrar, átti Guðmundur Árnason. Skíðastökk 17—19 ára. Matthías Gestsson, Siglufirði, 218 stig. Kristinn Steinsson, Ólafsfirði, 174.1 stig. Norræn tvíkeppni. Jónas Ásgeirsson, Siglufirði, 431,4 stig. Gunnar Pétursson, Isafirði, 431 stig. Skarphéðinn Guðmundsson, — Siglufirði, 425,7 stig. Alpatvíkeppni karla. Haukur Ó. Sigurðsson, Isafirði, 2,13 stig. Stefán Kristjánsson, Reykjavík, 4,66 stig. Eysteinn Þórðarson, Reykja- vík, 7,46 stig. Alpatvíkeppni kvenna. Jakobína Jakobsdóttir, ísafirði, 10,0 stig. Arnheiður Árnadóttir, Reykja- vík, 11,37 stig. Martha B. Guðmundsdóttir, — Isafirði, 12,23 stig. Stórsvig karla. Eysteinn Þórðarson, Rvík, 68,6 sek. Magnús Guðmundsdóttir, Rvík, 72.1 sek. Steinþór Jakobsson, Isafirði, — 72.8 sek. Stórsvig kvenna. Jakobína Jakobsdóttir, Isafirði, 66.2 sek. Martha B. Guðmundsdóttir, — ísafirði, 66,8 sek. Arnheiður Árnadóttir, Reykja- vík, 87,7 sek. Svigkeppni sveita. Sveit Isfirðinga 471,4 sek. — Sveit Reykvíkinga 481,5 sek. Isfirðingar unnu nú keppnina í fjórða skipti í röð. 4x10 km. ganga. A sveit Þingeyinga 2 klst. 34,02 mín. B sveit Þingeyinga, sama, 2 klst. 42,58 mín. SKÍÐAÞING Skíðaþing var haldið á Akur- eyri þessa mótsdaga. Formaður Skemmtun barnasknlabarna Hin árlega skemmtun barna- skólabarna til ágóða fyrir ferða- sjóðinn verður í dag kl. 5 (fyrir börn) og á morgun (sunnudag) kl. 5 og 9. Verður þarna margt til skemmtunar, svo sem leikþætt- ir, söngur o.fl. Siglfirðingur vill eindregið hvetja foreldra svo og aðra Sigl- firðinga til að sækja þessa skemmtun barnanna. Skíðasambands Islands var endur- kjörinn einróma, Einar Kristjáns- son. Á þinginu var samþykkt að hef ja aftur keppnir á landsmótum í B og C flokkum og bætt var við keppnisgreinum. Mótinu var slitið í samkomu- húsinu Varðborg og verðlaun af- hent. Fararstjórar skíðamanna og starfsmenn mótsins færðu Einari Kristjánssyni einkar veglegan bikar fyrir mikið starf í þágu skíðaíþróttarinnar. Veður var gott keppnisdagana og fór mótið vel fram. ----oóo----- Úrslit þessa skíðamóts vekur ýmsar hugleiðingar. Þingeyingar virðast ráða yfir göngunni, en taka ekki þátt í öðru. Að vísu unnu Isfirðingar 30 km. gönguna, líklega fyrir það, að Þingeyingar tefldu ekki fram sínum bezta manni. — ísfirðingar virðast vera fjölhæfastir allra keppenda. Þeir taka þátt í öllum keppnisgreinum og næsta eftirtektarverð afrek þeirra, sérstaklega þó Jakobínu Jakobsdóttur. Reykvíkingar taka þátt í svigi, bruni og alpatvíkeppni ? Einn Akureyringur kemst á blaðið í einni grein. Svo koma blessaðir Siglfirðing- arnir. Þeir keppa í þrem greinum. Þeir eru einir með stökkið, og út- koman er ágæt. En eitthvað finnst manni þetta samt fátæklegt. „Það var við höfðum hár- ið“, mega Siglfirðingar segja. — Hér áður var keppt í göngu, stökki, svigi og bruni og þótti þá enginn ósómi að frammistöðu sigl- firzkra keppenda. Nú virðist allt lagt niður nema stökkið. Síðan Jón Þorsteinsson og fleiri góðir garpar hurfu úr leik, er það Jónas Ásgeirsson, sem heldur þessu gangandi, aðallega með stökkið. Gera má ráð fyrir, að Jónas hætti fljótlega úr þessu. Hver tekur þá við? Ætli fari eins raeð eftirmann s Karlakórinn Vísir Svo sem áður hefur verið minnzt á, hefur Karlakórinn Vísir ákveðið að efna til söngfarar út á land. Verður líklega haldið til Suðurlandsins, og sungið þar á nokkrum stöðum. Undirbúningur þessarar söngfarar er hafinn fyrir alllöngu og hefur kórinn nú um skeið notið tilsagnar og þjálfunar hjá Þorsteini Hannessyni óperu- söngvara. Undirbúningur slíkrar söngfar- ar sem þessarar er alltaf yfirleitt kostnaðarsamur og ferðalög dýr. Þegar söngkórar taka sig upp frá heimastað og halda samsöng á ókunnum stöðum, eru þeir að auglýsa söngmenningu heimastað- arins. Kjörorð þeirra er og verður því ávallt það, að frammistaða þeirra og flutningur viðfangsefna verði þeim og heimabænum til sóma. Á undanförnum 30 árum hefur Vísir haldið þetta kjörorð og æ verið talið sómi bæjarins að eiga slíkt menningartæki. Og Vísir hefur enn í hyggju að viðhalda sínum gamla orðstí í vor, en þarf eins og oft áður aðstoðar bæjarbúa til að gera þessa söng- för sem glæsilegasta úr garði. I þessu skyni hefur Vísir efnt til ’happdrættis um marga glæsi- lega vinninga, og eru þeir til bæj- arbúum til sýnis í bíó-búðinni. — Er hér með skorað á bæjarbúa að styrkja kórinn og freista sjálfir gæfunnar með því að kaupa happ- drættismiða. Kórinn hefur einnig í hyggju að efna til samsöngs seinast í maí, og er ástæða til að skora á bæjarbúa að fjölmenna þá í bíó, en misbrestur hefur verið á því, að söngskemmtanir kórsins hafi verið vel sóttar að undanförnu. Er sérstök ástæða til að skora sérstaklega á þau félög, sem kór- inn hefur oft sungið fyrir á undan förnum árum að hvetja meðlim- ina til að sækja þennan sam- söng, og launa þannig kórnum að nokkru marga ánægjustund. Siglfirðingar! Styrkið Karlakór- inn Vísir með því að sækja söng- skemmtanir hans, og sýnið að þið kunnið að meta þá menningar- viðleitni, sem hann heldur uppi. Siglfirðingar! Kaupið miða í happdrætti Vísis. Jónasar og eftirmann okkar ágætu Heiðu Rögnvaldsdóttur. — Hann hefur ekki sézt. — 1 fyllstu alvöru talað, er hér um að ræða afturför í skíðaíþróttinni, og hún (Framhald af 4. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.