Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.04.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 23.04.1955, Blaðsíða 1
jfrgin 8. tölublað. \%JJ Laugardagur 23. apríl 1955. 28. árg. VERKFOLL Þjóðarmein -JÞjóðarólán Verkfall það, sem hófst í marz' síðastl. hefur nú staðið í fimm vikur. Það á sammerkt við önnur undangengin verkföll með að skapa vandræði, trufla allt verzl- unar-og viðskiptalíf, stöðva nauð- synlega framvindu atvinnutækja þjóðarinnar, svifta verkalýðinn möguleikum til sjálfbjargar og rýra atvinnutekjur hans um tugi eða jafnvel hundruð þúsunda króna. Það er sem sagt stefnt að því að hér leggist allt í auðn. Hverjir valda? Er það verkalýðurinn sjálfur eða eru það þeir, sem troða sér fram og þykjast þeir einu, sem telja má færa um að sjá um, að hagsmunamálum verkalýðsins sé vel borgið ? Fjöldi verkamanna_ úti á landi voru undrandi yfir verkfalhnu, sem skall á 1. des. 1953. Fjöldi verkamanna er enn undrandi yfir yfirstandandi verkfalli. — Fjölda verkamanna ber saman um, að ástæðulaus sé sífelld kauphækk- un. Þeir segja: Kaupið er nóg, en það sem vantar er trygg atvinna, stanslaus atvinna allan eða mest- an hluta ársins. — Aðalatriðið er sem sé það, að tryggja atvinn- una, skapa hana nóga. Þá björg- umst við. Ennfremur ber þeim saman um, að nær væri að fá lækkað verð á innlendum neyzlu- vörum, landbúnaðarvörum og reyna að skapa heilbrigt samræmi milli vöruverðs og kaupgjalds, og koma algjörlega í veg fyrir sí- fellda verðhækkun, sem alltaf leiðir af sér kaupkröfur. Þessa skoðun hafa verkamennir sjálfir, og þeir vita sjálfsagt bezt hvar skórinn kreppir mest að. Á þessu sézt, að það er langt frá því, að verkamenn sjálfir séu hvatamenn að þessum verkföllum. OÞeir vilja hafa vinnufrið. Þeir vilja, að vinnan sé nægileg. Þeim er á móti skapi að hafa hendur í vösum og róla um göturnar, þegar vinna býðzt. Þeim er dýr hver stundin, sem til spillis fer. Það er því óhætt að fullyrða, að þeim er enginn greiði gerður með verkföll- unum. Það hefur sýnt sig, að vegna þeirra hafa verkamenn tap- að stórfé. Hverjir valda þá þessum óláns- verkum? Ætli það séu ekki þeir menn- irnir, sem eru að trana sér fram og telja málum verkalýðsins bezt borgið í höndum sínum, auðnu- leysingjar ,sem þykjast vera of fínir til að vinna á heilbrigðan hátt fyrir sínu daglega brauði í sveita síns andlitis, mennirnir, sem vilja fyrirhafnarlaust taka sitt lifibrauð á þurru landi, ævintýra- mennirnir, sem hafa þá einu hugs- un að lifa skemmtilegu, marg- breytilegu, öfgafullu og ábyrgðar- lausu tra-la-la lífi, sem koma þessu hamingjusnauða ólánsverki á stað. Með þessu telja þeir, að þeir séu verðugir launanna frá verkalýðnum. Með þessu öng- Skriðuhlaup úr Skrámhyrnu og Hafnarfjalli Fólk f lýði úr húsum, þar sem skriðan f éll umhverf is. Mánudaginn 18. þ.m. tók að rigna hér á Siglufirði um hádegis- bil. Rigndi allþétt fram til kl. 5 e.h. þá stytti að mestu upp, en á sjöundu stundu fór aftur að rigna og á níunda og tíunda tíma gerði afskaplegt vatnsveður. — Á 11. stundu fóru að heyrast miklar drunur uppi í f jallinu og um leið varð fólk í efstu húsunum vart við óeðlilegt vatnsrennsli niður með húsunum. Drunurnar uxu, og áður en fólk gat áttað sig vall aurleðja með hnullungs grjóti á þveiti, allskonar hótunum, um að maturinn og mjólkin verði tekin frá börnunum, og að eðlilegar og sjálfsagðar þarfir þjóðfélagsþegn- anna séu að vettugi virtar, og að engu hafðar ef kröfum, sem þess- ir dánumenn bera fram, verði ekki fullnægt. Þetta verða þeir auðvitað að gera til þess að sýna, að þeir séu dálitlir „karlar í krap- inu". En nú ber að athuga, að mikill (Framhald á 2. síðu) Frá bæjarstjórnarfundi 18. þ.m. Bæjarútgerðin. Á fundi bæjarstjórnar 18. þ.m. var samþykkt að ganga frá samn- ingum við S.R. um rekstur togara Bæjarútgerðarinnar, Elliða og Hafliða, til ársloka 1955. Hinn nýi samningur kveður svo á um, að Bæjarútgerðin fái í sinn hlut væntanlegan hagnað af rekstri hraðfrystihúss S.R. í hlutfalli við það fiskmagn, sem togararnir leggja upp til vinnslu í hraðfrysti- húsið. Þetta má telja spor í rétta átt. Það virðist einnig ekki ósann- gjarnt að ætlast til þess, að Bæjar útgerðin njóti sömu kjara varð- andi rekstur Dr. Paul og fái líka í sinn hlut eitthvað af reksturs- hagnaði verksmiðjunnar. Á það gat þó ekki stjórn S.R. fallist að þessu sinni, hvað sem síðar kann að verða. Á bæjarstjórnarfundinum upp- lýstist, að reksturshagnaður af Skreiðarframleiðslu ársins 1953 og hluta ársins 1954 var um 150 þús. kr. og rennur sá hagnaður til Bæjarútgerðarinnar, svo og allur sá hagnaður, sem kann að verða eftirleiðis á skreiðarframleiðsl- unni. ; < Samningar við Brunabótafélag Islands. i Samþykkt var með atkvæðum allra bæjarfulltrúa (2ja varafull- trúa Framsóknarflokksins) að heimila bæjarstjóra að undirrita samninginn, sem gerður var við B,í, síðastl. vetur, Einnig var samþykkt að fara þess á leit við B.í. að það lánaði Sigluf jarðarbæ á árinu 1957 kr. 750 þúsund til endurbyggingar á hafnarbryggjunni til viðbótar þeim 700 þús. kr., sem félagið lánar samkv. samningi á þessu ári og næsta ári til þess að ljúka við Hólsdalsveituna. Framkoma aðalfulltrúa Fram- sóknarflokksins varðandi samning inn við B.l. er dálítið kátbrosleg. Þegar búið er að semja við B. í. í vetur, fá Framsóknarfulltrú- arnir því til leiðar komið með að- stoð sósíalista og Sigurjóns Sæ- mundssonar að veita ekki bæjar- stjóra heimild til að undirrita samninginn þá þegar. Svo loks þegar ekki þótti fært að draga lengur undirskrift samn- ingsins, voru varafulltrúar látnir mæta á bæjarstjórnarfundinum til þess að vera aðilar að heimildar- tillögunni og samþykkja hana. — Aðalmönnunum hefur vafalaust fundizt það beyzkur biti að kingja vegna þess, sem á undan var komið. En eins og fyrr segir var tillagan um heimild til handa bæj- arstjóra að undirrita samninginn samþ. með 9 samhljóða atkvæð- um. Atvinnubótafé, Siglufirði var að þessu sinni út- hlutað kr. 1.600.000,00 af þeim 5 milljónum króna, sem ætlað var á fjárlögum 1955 til atvinnubóta, eða sem næst y$ hluta. Bæjarstjórn samþ. með 9 sam- efstu húsin, klofnaði þar og rann niður á milli húsanna og stöðvað- ist að mestu á Hlíðarveginum, en aur og leðja barst ofan túnin, — ofan á íþróttavöll og ofan að Tún- götu. Þetta leit ískyggilega út. Nátt- myrkur var á, svo ekki sást til f jallsins. Enginn vissi hver endir yrði á þessu. Á því syæði, sem skriðan féll var fólk flutt burt úr húsum, því búizt var við að áfram hald yrði á hlaupunum, en sem betur fór varð ekki meira úr þeim. Skriðan féll á um 100 metra breitt svæði á Hólavegi og Hlíðar- vegi, eyðilagði girðingar, og gróð- urlendur, en litlar skemmdir urðu á húsum. Þessi skriða féll ofar- lega úr Skrámhyrnu sunnanvert við Hvanneyrarskál. | ;; | A r\ Sunnar í Hafnarfjalli tóku sig upp smáskriðuhlaup rétt ofan við Gimbrarkletta. Þau komu styttra að og voru ekki eins kraftmikil. Eitt hlaupið féllmilli hólanná fyrir ofan kirkjugarðinn. Fór kvísl af þeirri skriðu inn í kirkju- garðinn og stöðvaðist þar. Suður í skriðuhverfinu hljóp ein skriða ofan gilið og varð hús Þor- láks Guðmundssonar þar aðallega fyrir átroðningi. Skriðan sprengdi upp húsdyrnar að vestanverðu, og vall vatn og aur inn í íbúðina og eyðilagði gólfdúkinn, og á næstu lóð fyrir utan eyðilagðist girðing og garður. Mikil spjöll urðu að þessu skriðuhlaupi á lóðum og girðing- um, sérstaklega á Hóla og Hlíðar- vegi, og einnig skemmdist vegur- inn. Má fullyrða, að það kosti nokkra tugi þúsunda að færa allt í samt lagt aftur. hljóða atkvæðum að mæla með við ríkisstjórnina að neðanskráð- um aðilum yrði úthlutað af þessu fé sem lán: . Bæjarútgerðin kr. 1.250 þús.--- Daníel Þórhallsyni til kaupa á bát kr. 100 þús. Sveini Þorsteinssyni og sonum til kaupa á bát 100 þús. M.b. Særúnu til viðgerðar kr. 50 þúsund. Jón, Guðm. og Sveini Sveins- sonum v. b.v. Bjarna Ólafssonar 60 þús. H.f. Milly til kaup á dýptarmæli (Astic) og til viðgerðar m.s. Milly 40 þús. Jafnframt var samþykkt að mæla með því við ríkisstjórnina, að Þráni Sigurðssyni yrði lánað af atvinnubótafé næsta árs kr. 100 þús. til bátakaupa, enda mun Þráinn hafa talið slíka yfirlýs- ingu frá bæjarstjórn nægilega fyrir sig í bili, ,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.