Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.04.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.04.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR i------------————~—-------- Siglfirðingur MALGAGN siglfirzkra sjalfstædismanna Ritstjórn: Blaðnelndin Abyvgðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz Jónatansson ---------------------------> VERKFÖLL (Framhald a£ 1. síðu) meirihluti verkalýðsins í landinu er mótfallinn þessum starfshátt- um. Verkalýðurinn er orðinn þreyttur á þessum sífelldu kaup- kröfum og verkföllum. — Hann hugsar málið þannig, að réttlátast- sé, að samræmi sé milli kaup- gjalds og vöruverðs í landinu. — Hann ■ telur verð landbúnaðaraf- urða ofhátt og óeðlileg þessi sí- 'fellda verðhækkun á þeirri vöru. Og fyrst og fremst beri að athuga hvar geti komið til sanngjarnrar lækkunar á nauðsynja varningi. Og einnig að tryggja vinnuna. Kaupgjald byggt á svo og svo miklum niðurgreiðslum á land- búnaðarvörum er eintómt tál og vitleysa. Ríkissjóður getur ekki innt af hendi þessar niðurgreiðsl- ur nema hann fá fé til þess. Hann aflar sér þessa fjár með ýmis- konar sköttum og tollum. Hverjir greiða svo þessa skatta nema gjaldþegnar ríkisins, jafnt verka- menn sem aðrir. Það virðist því vera hlálegt þetta kaupkröfuæði, þegar vitan- legt er, að kaupgjaldshækkunin er greidd til baka í sköttum vegna niðurgreiðslnanna. Verkamenn eru óánægðir með þessa ráðstöfun. Þeir vilja að var- an í landinu sé seld sanngjörnu verði og það sé fest og á því byggist svo kaupgjaldið. Öngþveit ið og vitleysan, sem komin er í þessi kaupgjaldsmál og vöruverð (m.ö.o. verðbólgan í landinu) er þjóðarmein. Það er nauðsynlegt að gengið sé að því í fullri alvöru og ráðn- um huga að lækna þetta illkynj- aða mein. Til þess þurfa góðir menn og sanngjarnir að koma. En meðan auðnuleysingjarnir og ævin týramenn í Reykjavík fjalla um það, er engin meinabót. Það var árið 1940, sem sú spurning lá fyrir forráðamönnum þjóðarinnar, hvort hefjast ætti dýrtíð og verðþennsla í landinu, eða hvort stemma ætti stigu fyrir slíkt. Heimsstyrjöldin síðari hófst í septeember 1939. Lengi vel var ekki séð, hve yfirgripsmikil hún yrði, og var það ekki fyr en í apríl og maí 1940, sem hún tók þá stefnu, að augljóst var, að áhrif hennar mundi gæta hér á landi. Samkvæmt þeirri reynslu, sem fengin var í fyrri heims- styrjöldinn, mátti búast við ýmis- konar röskun á sviði verzlunar og Söngskemmtun Þorsteins H. Hannessonar viðskipta í þessari seinni heims- styrjöld. Það var því búist við, að for- ráðamenn þjóðarinnar létu sér víti fyrri styrjaldar að varnaði verða og reyndu að girða fyrir ofvöxt og óeðlilega þennslu í verð- lagi innlends varnings, en slíkt fyrirbrigði í fyrri styrjöldinni raskaði efnahag og eðlilegum viðskiptum. Menn viðurkenna almennt nú, að hægt hefði verið á árinu 1940 að stemma stigu fyrir hækkandi vöruverð og kaupgjaldi, og telja að ef að því ráði hefði verið horfið stæði hagur þjóðarinnar í blóma. Og til var þá allstór hópur manna, sem héldu því fram, að forráðamönnum þjóðarinnar bæri að búa svo um fyrir þjóðinni, að hún lenti ekki í innbyrðis styrj- öld um verðlag og kaupgjald meðan á heimsófriðnum stæði. Fyrri hluta árs 1949 virtist vera viðunanlegt samræmi milli verðlags og kaupgjalds og heyrð- ust engar raddir um að fá breyt- ingu á því. Verðlag á erlendum varningi hafði þá engin áhrif til hækkunar. Þá leggst spurningin fyrir ríkis- stjórnina. Á að festa vöruverð og kaupgjald eða á að láta skeika að sköpuðu og láta það fara sem vill? j , | Líklega hefur sumum fundist erfitt að svara. Ráðherrar Fram- sóknarflokksins sáu sér þarna leik á borði. Festu þeir verð á landbúnaðarvörum, myndi það hleypa illu blóði í bændur og kjör- fylgi ráðherranna rýrna. Hinsveg- ar ef verð færi hækkandi, myndi fylgið ekki aðeins standa í stað heldur vaxa. Þeir þoldu ekki mátið. Um þjóðarhag var ekki hugsað en fyrir flokkshagsmununum var séð. Þeir urðu að sitja fyrir. — Haustið 1940 skeði svo það, að kjötið var hækkað í verði, þá var beizlinu hleypt fram af öllu og látið taumlaust ráða sér sjálft. — Verðbólgan hefst. Kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds í landinu hefst, og hefur haldizt nú í 15 ár. Land- búnaðarvörur hafa hækkað jafnt og þétt og eftir komið kaupkröfur og verkföll. Og þó almenningur hafi staðið í þeirri meiningu, að við hverja kaupsamningsgerð, myndi vöruverð stöðvast, þá hef- ur verðhækkun ávallt eftir litla stund skotið upp höfðinu. Þessi verðbólga og kaupgjaldshækkun hefur komið þyngst niður á sjáv- arútveginum, því verðið á sjávar- afurðum hefur verið bundið er- lendu markaðsverði, sem hefur ekki verið nægilegt til að standa straum af síhækkandi fram- leiðslukostnaði. Um það hafa ekki Framsóknar- flokksmenn hugsað. En þeir fundu ráð við því að fela verðið á land- Á annan í páskum efndi Þor- steinn Hannesson, óperusöngvari til söngskemmtunar í bíó. Á söngskránni voru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal nokkrar óperuaríur. Það eru nokkur ár síðan Þor- steinn hefur látið til sín heyra í heimabæ sínum. Sú var tíðin, að Þorsteinn velti sér um í hreiðri sínu, ungur og ófleygur. En strax og vængir styrktust, hóf hann sig til flugs, þessi ungi söngvasvanur, kvaddi hreiðrið og leitaði sér fræðslu og frama. Við og við hefur hann flogið heim í hreiðrið og hafið þar söng sinn fyrir hreiðurbúa, og þá alltaf verið í stöðugri framför. Þorsteinn olli ekki neinum von- brigðum í þetta sinn, frekar en endranær, og söng flest lögin vel og sum stórvel og með miklum glæsibrag, svo sem sumar óperu- aríurnar. En það sem söngvarann helzt virtist skorta, voru hinir glæsilegu hátónar, sem svo mjög búnaðarvörunum til þess að gera það glæsilegra í augum almenn- ings í landinu. Þeir fengu því framgengt, að ríkissjóður var lát- inn greiða hluta af verðinu og töldu, að með því móti gengi var- an út og auðveldara væri fyrir fólkið að kaupa hana. Er þetta eins og vikið var að hér að fram- an ekkert annað en ,,svindl“. Al- menningur greiðir sinn mjólkur- líter og kjötkíló á tveim stöðum, í mjólkur- og kjötubúðum og svo hjá bæjarfógeta, en þar heitir það skattur. Nú er verð á íslenzkum land- búnaðarvörum orðið svo hátt, að enginn lítur við þeim á erlendum markaði. Englendingar, sem keyptu talsvert af kjöti fyrir stríð eru alveg hættir. Þeir fá sitt kjöt annarsstaðar frá með miklu væg- ara verði. Enginn markaður fyrir svona dýrt kjöt finnst hvergi í öðrum löndum. S.Í.S. gerði tilraun til markaðs- leitar fyrir kjöt í vetur í Amer- íku. Sú sorgarsaga verður ekki sögð hér, en þess getið þó, að lítið seldist af því kjöti, sem sent var þangað. Mun meginið af því hafa verið sent til baka. Ef svo verður, sem sagt er, að kjötmagnið í landinu vaxi mikið í ár og jafnvel svo að landsmenn torgi ekki, og svo muni það fara vaxandi á næstu árum, hvað “verður þá gjört við kjötið? Liggur þá ekki fyrir tvennt: annaðhvort að fleygja því, sem landsmenn ekki éta, eða þá að lækka verðið, svo að það seljist á erlendum markaði. Það verða sjálf sagt ekki viðfelldin skuldaskil, er sú verðlækkun veldur. Þriðju leið- ina má fara, þó að kjötið verði greitt niður fyrir erlendan markað einkenna mikinn tenórsöngvara, en ef af líkum lætur, og dæma má eftir stöðugri framför hans, þá mun hann ná þessari fyllingu í hátónana innan tíðar. Við íslendingar höfum eignast marga ágæta og velmenntaða söngvara á undanförnum árum, en mér er sagt af fróðum mönn- um um þessa hluti, að Þorsteinn muni þeirra glæsilegastur, ekki kannske fyrir það, að hann hafi fegri rödd en hinir, heldur fyrir hitt, að hann hafi til brunns að bera meiri tjáningarhæfileika, en án þeirra verður engin list til. — Það er því trúa mín og einlæg ósk, að þegar Þorsteinn hefur náð meiri fyllingu og glæsibrag í há- tónana, þá bíði hans glæst fram- tíð á söngvarabrautinni, sem þó oft er þyrnum stráð. Siglfirðingar tóku Þorsteini for- kunnarvel og varð hann að syngja mörg aukalög. Undirleik annaðist Haukur Guð- laugsson af mikilli prýði, en óvið- kunnanlegt verður það að teljast, að hafa sérstakan mann til að fletta fyrir sig nótum. Áheyrandi Húseign til sölu Húseignin Lækjargata 2 er til sölu nú þegar. Tilboð óskast. — Réttur til að taka hvaða tiiboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað í Aðalbúð- ina til Óla Blöndal. eins og heimamenn. Ákvörðun sú, sem tekin var 1940, og nefnd hefur verið hér að framan, hefur leitt öngþveiti og óáran yfir íslenzku þjóðina. — í kjölfar hennar hefur runnið ýmis- legt, sem raskað hefur jafnvægi í þjóðarbúskapnum, aukið skatta- og tollabyrðar á almenningi í landinu. Nú er orðið sjálfsagt að ríkis- sjóður greiði með ekki aðeins land búnaðarafurðum, heldur og sjávar afurðum og ýmsu fleiru. Ef á það bætist svo, að greitt verði með kjötinu á erlendan markað, þá þyngist enn skattabyrðin á lands- mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjört ítarlegar tilraunir til að stöðva dýrtíðina og leitað sam- vinnu við Framsóknarflokkinn í því efni. Og jafnvel þó Sjálf- stæðisflokkurinn hafi lagt sig mjög. fram um að gera eitthvað raunhæft í dýrtíðarmálunum og teflt hagsmunum flokksins í tví- sýnu, hafa Framsóknarmenn verið þar þversum og látið flokks- hagsmuni sína ráða en ekki þjóð- arhag.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.