Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.05.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 27.05.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Sundlaugin og fleira í 7. tölubl. „Siglfirðings“ birtir ,,Reginn“ hugleiðingar sínar um íþróttamál Siglfirðinga. Hann fer nokkrum orðum um ástandið í skíðaíþróttamálum, og finnst það vera af sem áður var, sem von er, en virðist ekki gera sér grein fyrir því hver ástæðan er. Aðalástæða • afturfara Siglfirð- inga í skíðaíþrótt eru breyttir atvinnuhættir síðastliðin 15 ár. Þetta held ég hverjum Siglfirð- ingi ætti að verða ljóst, ef hann hugleiddi málið. Viðbrögð sigl- firzkra unglinga eru svipuð og annarra, sem á legg eru að kom- ast. Baráttan fyrir hinu daglega brauði er númer eitt, en leikur, frægð og medalíur í öðru sæti. Ég ætlaði reyndar ekki að minnast neitt á skíðamál, — það voru ummæli Regins um íþrótta- málanefnd og sundlaugina, sem komu mér til að hripa þessar lín- ur. | Reginn spyr hvort íþróttamála- nefnd sé ekki starfandi og um hvað hún hafi í hyggju í sam- bandi við rekstur sundlaugarinn- ar. Ég er nú reyndar ekki í íþróttamálanefnd, en þar sem þetta mál snertir mig, ekki síður en aðra íbúa þessa bæjar, og vegna þess að ég þekki nokkuð aðstöðu íþróttamálanefndar og samvinnu eða samvinnuleysi bæj- arstjórnar við hana, síðan ég var meðlimur nefndarinnar, langar mig til að benda Regin og öðrum áhugamönnum á, að íþróttamála- nefndin er aðeins ráðgefandi nefnd. Nefndin hefur starfað eins og tök voru á, en flestar tillögur hennar hafa strandað á bæjar- stjórn. Og hvernig sem því er háttað, hafa viðbrögð bæjarstjórn ar orðið þeim mun þumbaralegri, sem tillögurnar voru á betri rök- um byggðar ,t.d. sbr. tillögur nefndarinnar um yfirbyggingu laugarinnar og rekstur hennar. Ég á ekki bara við þá bæjar- stjórn sem nú situr, þetta hefur verið svona í mörg ár. Meginstefnan í sambandi við sundlaugina hefir verið að spara. Sparnaður er vissulega góðra gjalda verður, ekki sízt þegar menn eru að handleika annarra fé, en hagsýnn sparnaður á þar erfitt uppdráttar. Vegna þess, að allt er stílað upp á það ódýrasta, og aldrei gengið frá neinu til frambúðar, vegna þess hve ,,dýrt“ það er, hafa tugþúsundir króna farið í viðhald umfram það, sem eðlilegt hefði verið, ef farið hefði verið eftir tillögum íþróttamálanefndar, og gengið var frá öllu í upphafi. Vegna þess að ekkert þak er yfir búningsklefunum, rignir þar inni ef rigning er úti, því stein- platan í loftinu lekur eins og hrip. I fyrrasumar var ekki hægt að tendra eitt einasta rafljós í karla- klefanum eða böðunum. Ástandið var heldur skárra í kvenna-klef- anum. 1 vetur myndaðist margra þumlunga þykkt lag af klaka á flestum gólfum í vistarverum sundlaugarinnar. Fyrir nokkrum árum þurfti að skipta um allar raflagnir, sem höfðu eyðilagst vegna raka, og ekki þætti mér ólíklegt að það færi að verða aðkallandi aftur. I kjallara laugarinnar er svipað ástand, tækin liggja undir skemmdum vegna slæms aðbún- aðar, og nú er búið að selja aðal- hitunartækið til gagnfræðaskól- ans. Af því ég minnist á hitunartæki, og af því alltaf er verið að leitast við að spara, langar mig til að spyrja: Væri ekki hægt að lækka hitunarkostnaðinn eitthvað ? — Hvernig væri til dæmis að leita samkomulags við íbúa verka- mannabústaðanna um að koma sameiginlegri kyndistöð fyrir bú- staðina og laugina, og hafa þá að eldsneyti jarðolíu ? Sambygging- um og stórhýsum sem hituð eru með jarðolíu fjölgar víðsvegar Nýkomnir ÞI RRKAÐIR ÁVEXTIR Stórlækkað verð! NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR og allt sem þarf í GÖÐAN BAKSTUR GESTUR FANNDAL Hrein lyfjaglös verða keypt 1.—8. júní LYFJABÚÐIN Nýjar vörur með hverri ferð. Reynið viðskiptin. EYRARBtÐIN um land, enda er kostnaðurinn ekki nema brot af hráolíukynd- ingu. Ef slík kyndingarstöð yrði byggð nytu verkamannabústað- irnir hennar einir að vetrinum, en laugin að mestu að sumarlagi. Eg benti einum bæjarfúlltrúan- um á þetta í vetur, en læt tillög- una koma fram hér, því ég veit ekki nema hann hafi gleymt henni. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en vil að lokum bera fram áskoranir til fjögurra aðila. í fyrsta lagi skora ég á bæjar- stjórn að gera eitthvað raunhæft í sundlaugarmálinu, — bara pínu- lítið raunhæft, því þá getur maður huggað sig við að ekki er öll von úti. I öðru lagi skora ég á íþrótta- málanefnd að fylgja fast fram málum sínum við bæjarstjórn, og láta almenning vita meira af störfum sínum ,en hingað til ,með blaðaskrifum. Og í þriðja lagi skora ég á al- menning að láta meira til sín heyra um laugina. Blöðin eru hinn rétti vettvangur til að ræða slík mál, sem þetta, er snerta al- menningsheill. Það gæti líka ef til vill vakið athygli hæstvirtrar bæjarstjórnar á því, að ekki er allt í lagi þarna útfrá. Bragi Maguússon ATVINNUMÁL (Framhald af 2. síðu) heldur minna um framkvæmdir, var þó Alþýðuflokkurinn í meiri- hluta bæjarstjórnar. Var ekki ein áætlun kommún- ista hér á árunum sú að beizla Skeiðsfoss með því að leiða hann í pípum ofan í Hvanneyrarskál- ina og byggja þar orkuverið? Það fór nú eins og það fór. Og svona mætti lengi telja. Það er ekki aðalatriði hjá for- ráðamönnum bæjarfélagsins að spreyta sig á ýmiskonar tillögum og áætlunum, sem eiga að vera svo sem eins og nokkurskonar sýnishorn af víðsýni þeirra og hugkvæmni, en komast aldrei til framkvæmda. Aðalatriðið er að ráða fram úr aðkallandi vanda- málum bæjarins, og koma öryggi og festu í fjárreiðurnar. Með togaraútgerðinni er hafin endurreisn atvinnulífsins. Allt kapp verður að leggja á, að henni farnist vel, en þá verður líka að vinna að því, að bærinn verði þess megnugur að styðja hana, Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins Þeir verkamenn ,sem óska að starfa hjá oss sumarið 1955 þurfa að hafa sótt skriflega um vinnu fyrir 5. júní n.k. Siglufirði, 21. maí 1955. SÍLDARVERSMIÐJUR RÍKISINS N ÁVARP Eins og mörgum er kunnugt, hefur stjórn Náttúrulækningafé- lags íslands, undir forustu hins þjóðkunna læknir Jónasar Krist- jánssonar, hafið byggingu á heilsu hæli í Hveragerði. Mörg undanfarin sumur hefur félagið rekið vísi að hressingar- hæli að Varmalandi í Borgarfirði og Hveragerði með ágætum ár- angri, þar sem fjöldi fólks hefur reynt af eigin raun gildi réttrar næringar og öðlast um leið mikla heilsubót, og trú á lífið, en löngu áður eða um áratugi hefur Jónas Kristjánsson í ræðu og riti bent þjóðinni á leiðina frá sjúkdómum til heilbrigðis. Stofnun þessi verður tvennt í senn heilsuhæli og skóli hollra lifnaðarhátta, stofnun sem nú þegar, og síðar á tímum verður talinn merkur áfangi og mikils- varðandi hornsteinn íslenzkrar heilbrigðisþjónustu. En nú skiptir miklu hvernig til tekst, því hælið er sem áður segir í smíðum, en hinn stórhuga mann- vinur, setur markið hátt og ætlar sér þegar í sumar að hefja starf- semi sína í hinu nýja heimkynni félagsins, svo sem föng eru á. En þröngt er nú fyrir dyrum fjár- hagslega, og hefur því stjórn Náttúrulækningafélags íslands efnt til happdrættis um 5 manna nýtízku bifreið er dregið verður um 11. júlí næstkomandi. Og vér sem stöndum að þessu ávarpi, beinum þeirri ósk til yðar góðu Siglfirðingar, að þér nú eins og oft áður er til yðar er leitað um hjálp, kaupið sem geta er til, happdrættismiða félagsins. Með fyrirfram þakklæti fyrir veitta aðstoð. f.h. stjórnar Náttúrulækningafél. Siglufjarðar, Ólína Bergsveinsdóttir formaður Tannlækningar Tannlæknir og s tannsmiður verða hér á staðnum seinni hluta júní mánaðar. Annast smíði gerfi- tanna, tannúrdrátt og tannvið- gerðir. Þeir, sem óska eftir smíði gerfitanna, góðfúslega skirfi sig á lista í verziun Aðalgötu 34 h.f. Vantar unglingsstúlku til að gæta barna. IIAMILY BJARNASON

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.