Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.06.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 10.06.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR i-------------------------— Siglfirðingur MÁLGAGN SIGLFIRZKRA SIÁLFST/EÐISMANNA Ritstjórn: Rlafinefndin Afcyrgfkirmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz Jónatansson ............................•> Hugleiðingar um skatta- og útsvars- greiðslur. Tryggingarstofnun ríkisins Sín á milli ræða menn oft og tíðum um gjöld og ýmiskonar skatta, sem á þá séu árlega lagðir. Hafa margir eða flestir orð á því, að þeir rísi ekki undir þessari gjaldabyrði. Halda því sumir fram, að bezt sé að eiga ekkert og vinna sem minnst, því þá sé á ekkert eða lítið að leggja. Fárast menn einna mest yfir út- svörunum, og eru þá oft mjög sammála um, að þau séu of há, ósanngjörn og næsta óskiljanleg. Menn gera sér oft ekki fulla grein fyrir á hverju útsvörin og aðrir skattar byggjast, en það er ósköp auðskilið mál, ef athugað er. Öll þjónusta, hverju nafni sem hún nefnist, krefst endurgjalds. Það er lögmál lífsins. Hver ein- staklingur vinnur fyrir sínu dag- lega brauði með því að hafa ein- hverskonar þjónustu á hendi, sem þeir fá gjald fyrir. Ríkisheildin samanstendur af fjölda einstaklinga. Allir, sem náð hafa lögaldri, eru, eða eiga að vera, virkir þátttakendur í and- legri og efnalegri afkomu heildar- innar og eru látnir leggja sinn skerf fram til að greiða þá þjón- ustu, sem útheimtist til þess að ríkisheildin, þjóðfélagið, megi vera vaxandi í menningar- og efnahagsmálum. Einstaklingarnir heimta skóla, vegi, rafmagn, síma og margt fleira, sem þjóðfélagið á að sjá þeim fyrir. Allt kostar þetta þjón- ustu, sem einstaklingarnir eru látnir greiða á ýmsan hátt og nefnt ýmsum nöfnum, t.d. tollar, skattar, eignaskattar, fasteigna- skattar, tekjuskattar o.s.frv. Það er vert til athugunar, að mikill hluti þeirra tekna, sem sjóður þjóðarheildarinnar, ríkis- sjóður, hefur yfir að ráða og úr að moða, til að skapa andleg og verkleg verðmæti, eru framlög frá einstaklingum, allskonar starf- rækslu einstaklinga og félaga inn- an þjóðarheildarinnar. Innan þjóðarheildarinnar skipa einstaklingar sér í smáheildir, t.d. bæjarfélög og sveitarfélög. Einstaklingarnir byggja þessi félög upp og hvert þeirra vinnur að sínum hagsmuna og hugðar- efnum eftir tillögum og fyrirmæl- um einstaklinganna. iVið sem höfum tekið að okkur að byggja upp bæjarfélag Siglu- fjarðar, höfum viljað lifa menn- ingarlífi. Við höfum óskað eftir skólum fyrir börn og unglinga. Við höfum heimtað góðar götur, gangstéttir, rafvæðingu í bæinn, sjúkrahús o.fl. Við látum bæjar- félagið inna af hendi margskonar aðstoð til félagasamtaka, fátækra og fatlaðra, sem ekki verður endurkrafinn. Við höfum fólk til að vinna að og framkvæma það, sem við viljum að til framkvæmda komi, og halda öllum rekstri bæj- arfélagsins í horfinu. Allt er þetta þjónusta, sem þarf að greiða. Af þessu skapast gjöld- in, og gjöldin greiðum við ein- staklingarnir innan bæjarfélagsins og þau bera nafnið útsvör. En svo kemur annað til greina í þessu sambandi, sem eykur til muna útgjaldabyrði bæjarfélagsins og hækkar útsvörin, en það eru árs- gjöldin til Tryggingarstofnunar ríkisins. Það er allstór útgjalda- liður ,sem virðist ætla að ofbjóða fjárhagslegri getu bæjar- og sveitarfélaga og almennings í landinu. Mönnum er líklega ekki fyllilega ljóst hvílík fjárplæging á sér stað hjá þessari stofnun. Má búast við ,að fólk hafi gam- an af að fá vitneskju um, hve hátt framlag Siglufjarðarkaupstaðar er til hennar, en það er sem hér segir: Árið 1954 var framlag bæjar- ins beint til Tryggingarstofnunar ríkisins kr. 390.000,00. Sama ár barnsmeðlög kr. 287 þús. Sama ár Almannatrygginga 24 þús. krónur. Sama ár til sjúkrasamlagsins kr. 153 þús. Samtals nemur þetta framlag bæjarins til Tryggingarstofnunar- innar 854 þús. krónur, eða hluti þeirra upphæðar, sem jafn- að er niður sem útsvör. Bærinn er ekki þess umkominn að greiða þessa upphæð úr eigin vasa. Við einstaklingarnir fáum að standa skil á upphæð þessari í bæjarsjóð og er það einn hluti útsvarsins. Enn er ekki sagan öll. Þegar Almannatryggingarnar tóku til starfa, var sagt, að sjúkrasam- lögin gengu inn í tryggingarnar og þá væri sérgreiðslu til þeirra lokið. Þetta hefur brugðizt. — Sjúkrasamlögin halda áfram að starfa með hækkandi gjöldum. — iSíðastl. ár var einstaklingsgjald til Sjúkrasamlagsins hér kr. 276,00. í ár er þetta gjald kr. 300,00 á einstakling. Enn er viðbótargreiðsla. — Til Jón Jónsson FRÁ TUNGU — 75 ÁRA Fyrir skömmu flaug sú fregn um, að Jón fyrrv. stórbóndi í Tungu væri 75 ára. Þótti það sumum ótrúlegt, því maðurinn er ern, léttur í spori og gengur enn til allrar vinnu eins og hann yngri væri. Jón er Skagfirðingur að ætt og uppruna. Fæddur og uppalinn í AusturnFl j ótum. Almannatrygginganna greiðir hver einstaklingur á skrifstofu bæjarfógeta sem hér segir: Ógiftar konur kr. 560,00 á ári. Ógiftir karlar kr. 680,00 á ári. Hjón 755,00 á ári. Þessi gjöld hafa alltaf verið að smáhækka. Nú geta menn séð hvílík gjaldabyrði hvílir á okkur Siglfirðingum, og sjálfsagt ekki óeðilegt, að fólk þurfi að hafa nokkrar atvinnutekjur til þess að geta staðið sæmilega vel f járhags- lega undir þessum gjöldum, auk nauðsynlegra heimilisstarfa. Og ekki verður því neitað, að það hljómar einkennilega í eyrum almennings, að Tryggingarstofnun ríkisins skuli vera stærsti lánveit- andi þjóðarinnar, og að það fé, sem þær sanka saman úr vösum almennings, bæjar- og sveitarfé- laga, skuli frekar verið notað til útlána, en hækka styrki til gamal- menna eða lækka þessi, sem manni virðist, ósanngjörnu gjöld. Það virðist stefnt í þá átt, að núver- andi og uppvaxandi kynslóðir eigi að koma þessari nauðsynlegu stofnun upp og gera hana færa til þeirrar þjónustu, sem henni var í fyrstu ætlað. Slíkt er óbil- gjarnt. iVel hefði mátt skipta því hlutverki niður á fleiri kynslóðir. Flestum mun þykja ástæða til að tryggingarlöggjöfin sé til rót- tækrar athugunar tekin og lag- færingar. Ekki er vert að gleyma, að enn er í uppsiglingu einn tryggingar- sjóðurinn enn, atvinnutryggingar- sjóður. Er auk framlags úr ríkis- sjóði, öllum vinnuveitendum gjört að skyldu að greiða til sjóðsins 1% af öllum vinnulaunum. Og þar bætist við siglfirzka gjaldþegna líklega allt að y2 milljón króna til að skreyta út- svörin með. Það hlýtur að fara að verða áhyggjuefni og umhugsunarefni, hve útgjaldabyrðin eykst, og að því hlýtur að koma fyrr en seinna, að reynt verði að létta hana með einhverjum ráðum. Því verður að vísu ekki neitað, að margar þessar sjóðstofnanir eru nauðsynlegar og geta haft mikla þýðingu, en byggja þær upp þann veg, að framlög til þeirra ofbjóði gjaldþoli almennings í landinu, nær ekki nokkurri átt. Hann var mikilvirkur, fram- gjarn og hygginn búhöldur á eignarjörð sinni Tungu í Stíflu. Hann gerðist forráðamaður sveit- ar sinnar, og hafði á hendi mörg trúnaðarstörf. Hann var hrepps- nefndaroddviti, hreppsstjóri, sýslu nefndarmaður. Hann greiddi fyrir innrás menningar- og mennta- strauma inn í sveit sína. Gjörðist athafnamikill framkvæmdamaður í búnaði til fyrirmyndar. Eignar- jörð sína, Tungu, gjörði hann að höfuðbóli. Hann var áhugamaður um jarðrækt og búpeningsrækt. Jón hefur alla tíð verið farsæll maður ,gerathugull og gætinn og fjarri honum að rasa um ráð fram, því voru störf hans fyrir sveitina einatt vel og dyggilega af hendi leyst. ' Frú Sigurlína Hjálmarsdóttir, kona Jóns, var búkona góð og var gestrisin, og hýbýlaprýði í Tungu viðbrugðið. Það mun ekki hafa verið alveg sársaukalaust fyrir bóndann í Tungu, þegar Skeiðsfoss var beizl- aður og vatnið flæddi yfir gróður- sælar og grösugar engjar jarðar- innar og um hluta af túninu, og brá fæti fyrir, að hann gæti haldið sínum fyrirmyndarbúskap áfram. Því var að því ráði fallið að standa upp af óðalinu og selja. Og þá flytur hann og fjölskylda hans til Siglufjarðar. Jón hefur alla tíð verið þéttur í lund og haldið fast á þeim málum, sem hann hefur farið hug og höndum um og hann hefur talið að til farsældar lægju fyrir sitt byggð- arlag og alþjóð. Hann hefur aðhyllzt hugsjónir Sjálfstæðisflokksins, fylgt honum alltaf að málum og verið þar far- sæll starfsmaður. Siglfirðingur vill færa honum þakkir fyrir unnin störf í þágu Sjálfstæðisflokksins, óskar honum til hamingju með afmælið og árn- ar honum og fjölskyldu hans góðs gengis og ánægjulegra kom- andi stunda. GÓLFTEPPI úrvals tegund. Verzlun Halldórs Jónassonar DÖMUR Snyrtivörur Ilmvötn Egg Shampo Verzlun Halldórs Jónassonar HERRAR! Rakvörur Rakspritt Verzlun Halldórs Jónassonar PERLONSOKKAR 31,50 bezta tegund. Verzlun Halldórs Jónassonar KAFFIDÚKAR verð frá 55 krónur. Verzlun Halldórs Jónassonar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.