Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.06.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 10.06.1955, Blaðsíða 1
11. tölublað Föstudagur 10. júní 1955 28. árg. Einar Ingimundarson, alþingismaður: Um afgreiðslu nokk- urra þingmála Síðasta Alþingi stóð óvenju lengi. Var það sett 9. okt. s.l. og stóð síðan til 18 des., en þá var því frestað til 4. febr. Stóð síðari hluti þess síðan frá 4 febr. til 14. maí, er þinglausnir fóru fram. Þingfundir voru alls haldnir 236, 89 í neðri deild, 88 í efri deild og 59 í sameinuðu þingi. Fram voru borin 136 frum- vörp, 51 stjórnarfrumvörp og 85 þingmannafrumvörp. Þar af voru 73 frumvörp afgreidd sem lög, 46 stjórnarfrumvörp og 27 þing- mannafrumvörp. Bornar voru fram 60 þingsályktunartillögur, þar af 4 í neðri deild, en 56 í sameinuðu þingi. Af þessum til- lögum voru 22 afgreiddar sem ályktanir sameinaðs þings og 2 sem ályktanir'neðri deildar. . 22 fyrirspurnir um ýmisleg efni voru bornar fram í samein- uðu þingi og voru þær allar rædd- ar nema 2. Verður nú hér á eftir vikið að nokkrum lagasetningum síðasta þings, sem máli 'skipta fyrir Siglufjörð og allan almenning. VEGAMÁL Eins og kunnugt er var á nýaf- stöðnu þingi gerð breyting á vegalögunum og leiddi af þeirri breytingu m.a., að þjóðvegir í landinu lengjast um mörg hundr- uð kílómetra. Er ýmist gert ráð fyrir lagningu nýrra vega eða vegir, sem áður töldust ekki þjóð- vegir eru teknir í þjóðvegatölu. Eina merkustu breytinguna, sem að þessu sinni var gerð á vegalögunum má hiklaust telja, að samkvæmt lögunum er ákveð- ið, að nýr vegur, sem nefndur er Sigluf jarðarvegur ytri verði lagð- ur af veginum við Hraun í Fljót- um um Almenningsskriður, Úlfs- dali fyrir Stráka og síðan inn í Siglufjarðarkaupstað, enda leiði rannsókn í ljós, að leið þessi sé fær, og vegalagningin leiði ekki af sér óeðlilegan kostnað. Varla þarf að efast um, að leið þessi sé fær og vel gerlegt að leggja veg eftir henni með þekn stórvirku tækjum, sem vegagerð ríkisins hefir nú yfir að ráða. Hinu má að sjálfsögðu gera ráð fyrir, að lagning hins fyrirhug- aða ytri Siglufjarðarvegar taki nokkur ár og verði alldýr, enda yfir nokkrar torfærur að sækja. — Tildrög þess, að vegur þessi hefir nú verið tekinn í vegalög eru í stuttu máli þau, að á þing- inu í fyrra fluttum við Gunnar Jóhannsson og þingmenn Skag- firðinga þingsályktunartillögu um, að rannsakað skyldi vegarstæðið, sem ákveðið hefir nú verið, að hinn nýi vegur liggi um. Skyldi at- hugun þessari vera lokið fyrir 1. okt .1954. Tillaga þessi var sam- þykkt á þinginu í fyrra, en vegna verkfræðingaskorts hjá vegamála- stjóra í fyrrasumar gat rannsókn- in ekki farið fram þá. Þegar fyrir- sjáanlegt var, að vegalögin yrði „opnuð" á þessu þingi (en það er gert á nokkurra ára fresti) fluttu sömu þingmenn, sem fluttu þingsályktunartillöguna, sem fyrr getur, breytingartillögu við vega- lögin, þess efnis, að Siglufjarðar- vegur ytri, sem liggja skyldi um leið þá, sem áður greinir, yrði tekin í þjóðvegatölu og tóku sam- göngumálanefndir beggja þing- deilda upp tillögu þessa í tillögur sínar, þegar flutt var frumvarpið um vegalagabreytinguna. Var mál- inu þar með tryggður framgang- ur. Einnig studdi vegamálastjóri það, að hinn fyrirhugaði nýi Siglufjarðarvegur yrði tekinn í vegalögin. Nú í sumar mun vegar- stæðið út fyrir Stráka verða at- hugað og mælt fyrir hinum fyrir- hugaða vegi. Er Jafnvel ekki von- laust um, að htilsháttar verði byrjað á vegalagningunni sjálfri á þessu sumri eða hausti, ef fært þykir að hef ja vegargerðina strax, vegna kostnaðar. Rannsókn á vegarstæðinu, sem framkvæmd verður bráðlega sker að sjálfsögðu úr um þetta. Það þarf áreiðanlega ekki að lýsa því fyrir Siglfirðingum hví- líka þýðingu það muni hafa fyrir Sigluf jörð að komast í viðunandi vegarsamband við Skagaf jörð. — Einangrun og samgönguleysi við nágrannabyggðarlögin hefir lengi háð Siglufirði og komið í veg fyrir eðlilegan samgang og við- skipti Siglfirðinga og nágranna- byggðanna. Með tilkomu hins fyrirhugaða nýja vegar, sem gera má ráð fyrir, að yrði opinn fyrir umferð nærri allan ársins hring, myndu samgöngur við nærsveit- irnar færast í eðilegt horf og opn- ast leið til margvíslegra viðskipta milli byggðarlaganna. Eru greiðar samgöngur við Siglufjörð mikið áhugamál Austur-Skagfirðinga, en byggðir þeirra myndu einmitt með bættum samgöngum verða „uppland" Siglufjarðarkaupstað- ar. Með vegalagabreytingunni, sem samþykkt var á síðasta þingi var einnig ákveðið, að vegur yrði lagð ur fyrir Ölafsf jarðarmúla. — Þótt vegur þessi komi fyrst og fremst til með að verða Ölafsfirðingum til hagræðis, er þess einnig að gæta, að hann mun stytta leiðina frá Siglufirði til Akureyrar um tugi kílómetra og verður því þeim, sem ferðast til eða frá Siglufirði, til eða frá Eyjafirði og Norð- austurlandi til hins mesta léttis. TEKJUÖFLUNARFRUMVÖRP FYRIR SIGLUFJÖRÐ Öllum Siglfirðingum er kunn- ugt um þau miklu fjárhagsvand- ræði, sem bæjarsjóður Siglufjarð- ar á nú við að etja, vegna rýrn- unar á tekjustofnum, sem brugð- izt hafa að mestu eða öllu leyti undanfarin 10 síldarleysis ár. — 1 því skyni að reyna að afla bæjarsjóði nýrra tekjustofna flutti ég og fleiri þingmenn í sam- ráði við bæjarstjórn 3 frumvörp á síðasta þingi og varð eitt þeirra að lögum, frumvarp um að lág- marksgjald Síldarverksmiðja rík- isins á Siglufirði til bæjarsjóðs skyldi aldrei vera lægra en kr. 100.000,00. Áður hafði umsetn- ingargjaldið verið ákveðið y2 % af heildarandvirði (brúttóandvirði) seldra afurða verksmiðjanna og hafði eitt undanfarið síldarleysis- ár hér á Siglufirði komizt niður í rúml. 7.000 krónur. Hinsvegar mun ekki þurfa nema tiltölulega lítið síldarmagn, miðað við það síldarmagn, sem barst hér á land til bræðslu á síldarárunum fyrir 10—15 árum, til þess að umsetn- ingargjaldið til bæjarsjóðs nemi hærri upphæð en 100.000 krónum. Kemur því lágmarksgjaldið, eins og það nú er ákveðið, ekki til greina, nema lítið magn síldar berist verksmiðjunum, eins og verið hefir síðustu 10 ár. Hin frumvörpin 2 náðu ekki fram að ganga á þessu þingi. — Annað þeirra,. sem felur í sér ákvæði um, að síldarverkun og síldarsala skuli vera útsvarsskyld á þeim stað, sem hún er rekin, hvort sem fyrirtækið, sem rekur slíka starfsemi er skrásett á staðnum eða ekki, gekk greiðlega í gegn um neðri deild, en virtist ekki hafa. nægilegt fylgi í efri deild og dagaði þar uppi. Þriðja tekjuöflunarfrumvarpið fyrir Siglufjörð, sem ég átti hlut að var um, að Tunnuverksmiðjur ríkisins skyldu greiða %% af brúttóandvirði seldrar framleiðslu ár hvert í útsvar til bæjar eða sveitarsjóðs, þar sem þær eru starfræktar. Lágmarksútsvar verksmiðjunnar á Siglufirði skuli þó eigi vera minna en kr. 25.000 ár hvert. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga á þessu þingi, enda flutt á síðustu dögum þings- ins. Um frumvarp þetta er það annars að segja, að skoðanir munu vera mjög skiptar um það á Alþingi og utan þess, hvort rétt sé að íþyngja tunnuverksmiðjun- um á Akuréyri og Siglufirði með útsvarsgreiðslu, þar eð vitað er, að starfrækslu verksmiðjanna á þessum stöðum má nánast telja atvinnubótavinnu. Á hinn bóginn er vandalaust að færa rök að því, að a.m.k. bæjarsjóði Siglufjarðar veitir ekki af þeim auknu tekjum, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir honum til handa. AÐSTOÐ TIL ÍBÚÐA- BYGGINGA Eins og kunnugt er, hefir láns- fjárskortur hamlað mjög íbúða- byggingum mörg undanfarin ár, og hefir það reynzt nærri óger- legt fyrir húsbyggjendur að fá samningsbundin lán hjá lánsstofn- unum til lengri tíma til fram- kvæmdanna. Mikil bót var ráðin á þessum vandræðum með setningu laga um lán til smáíbúða, sem nú- verandi stjórnarflokkar beittu sér fyrir 1952, en samkvæmt þeim lögum gátu þeir, sem hugðust að byggja eða áttu í smíðum smá- íbúðir fengið lán til framkvæmd- anna allt að kr. 25.000 — með hagstæðum kjörum. Sú fyrir- greiðsla, sem leiddi af setningu laganna um smáíbúðarlánin hefir komið mörgum að góðum notuni, en hefir þó hrokkið skammt, ef um meiriháttar framkvæmdir var að ræða, enda ekki gert ráð fyrir, að aðrir nytu smáíbúðalánanna en þeir, sem voru með smáíbúðir í smíðum og gátu að meira eða minna leyti unnið að smíðinni sjálfir. Þegar núverandi stjórn var mynduð í sept. 1953, gerðu flokk- ar þeir, sem að henni standa, með sér málefnasamning um ýmis at- riði, sem unnið skyldi að fram- kvæmd á meðan stjórnarsam- vinnan stæði. Eitt þeirra atriða, sem upp var tekið í málefnasamn- ingnum var, að tryggt skyldi auk- ið fjármagn til íbúðabygginga. Á síðasta þangi bar svo ríkisstjórnin fram framyarp um húsnæðismála- stjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Var frumvarp þetta sam- þykkt á Alþingi 10. maí s.l. og má telja það einhver merkustu lög, sem síðasta þing setti. Samkvæmt lögum þessum skal setja á stofn húsnæðismálastjórn, sem heyrir undir félagsmálaráðu- neytið. Er verkefni húsnæðismála-. stjórnar að beita sér fyrir umbót- um í byggingarmálum og að hafa. yfirumsjón lánsfjáröflunar og lán- veitiga til íbúðabygginga í land- inu. (Fraiahald á 3. síðuX J

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.