Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.06.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.06.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUB r----------——--------------—•' Siglfirðingur mAlgagn siglfirzkra siAlfstæðismanna Ritstjórn: Blaðneindin Abyrgðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz lónatansson* -----------------------------> Þróttmikið þing norð- lenzkrar sjáifstæðis- æsku. Fjórðungsþing ungra Sjálfstæðis- manna á Norðurlandi haldið á Akureyri 18. júní s.l. Fjórðungsþing Sambands ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi var háð á Akureyri laugardaginn 18. júní s.l. Formaður samtak- anna Jónas Rafnar, alþ.m., setti þingið, sem var f jölsótt, en gest- ur þingsins var Magnús Jónsson frá Mel alþingismaður og fram- kv.stj. Sjálfstæðisflokksins. Fór einkar vel á því, að þessir ungu þingmenn, sem báðir eru meðlimir í æskulýðssamtökum flokksins, skyldu vera leiðandi menn á þing- fundunum. Aðalviðfangsefni þingsins voru skipulagsmál flokksins og stjórn- málaviðhorfið, en hvorttveggja þessi mál voru ýtarlega rædd og ályktanir gerðar, sem sendar voru þeim aðilum,, sem þau mál heyra undir. Var einkar ánægjulegt að heyra unga menn og konur úr flestum byggðum Norðurlands ræða af fjöri og brennandi áhuga þau málefni flokksins og fólksins í landinu, sem mestu varða og efst eru í huga. Sérstaka athygli vakti fram- söguræða Magnúsar Jónssonar frá Mel, um stjórnmálaviðhorfið, sem var í senn stórfróðleg og skemmtileg og gaf fulltrúum glögga innsýn í það,t sem raun- verulega er að gerast í stjórnmál- um landsins. Fundahöld stóðu yfir allan laugardaginn og var fulltrúum borið kaffi og brauð á fundarstað og stóð stjórn sambandsins fyrir þeim vetingum, en að kvöldi bauð F.U.S. Vörður, Akureyri, þingfull- trúum öllum til kvöldverðar að Hótel KEA. Var þar skipzt á stuttum ræðum yfir borðum. Stjórn samtakanna, sem kjörin var í lok þingsins, er nú þannig skipuð: Ragnar Steinbergsson, Akur- eyri, formaður. Vignir Guðmundsson, Akureyri, Stefán Friðbjarnarson, Siglu- firði. Magnús Stefánsson, Ólafsfirði. Jón Isberg, Húnavatnssýslu Kári Sigfússon, Dalvík. Haraldur Árnason, Sauðárkróki ELLfflEIMILI (Framliald af 1. síðu) einkum að sumarlagi og þá helzt út í einhvern garð eða á grænt gras. Miklar stigagöngur eru flestu gömlu fólki erfiðar. Að þessu athuguðu, ætti því helzt að staðsetja elliheimili á dá- lítið afviknum stöðum, með garð- eða graslendi í kring. — Forðast skal að staðsetja elliheimili í bæj- um þar sem umferð og hávaði er mikill. Æskilegast er, að elliheim- ili séu aðeins einlyft með góðum og þægilegum útitröppum, ella séu lyftur í húsunum. Þetta eru fáein höfuðatriði, sem hafa ber í huga er reisa skal elliheimili. STOFN- OG REKSTURS- KOSTNAÐUR Ef auðug bæjarfélög eiga í hlut, þá má segja, að þessi hlið málsins sé eigi vandasöm. Hins- vegar gegnir öðru máli, ef ræða er um bláfátækt bæjarfélag, eins og Siglufjörð. Þá verður að vega og meta kostnaðarhliðarnar vand- lega. Sérstaklega ber að athuga reksturskostnaðinn gaumgæfilega, því allajafna er hann þýðingar- meiri en stofnkostnaðurinn. Þeir, sem rætt hafa þetta elli- heimilismál við mig hafa allir velt því fyrir sér, hvort heppilegra yrði að reka heimilið sem sjálf- stæða stofnun eða í sambandi við sjúkrahúsið. — og flestir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að síðari leiðin yrði bæði ódýrari og varanlegri. Sjálfur er ég ákveðið sömu skoðunar, en því miður hefi ég eigi tök á að rökstyða þessa skoðun mína með tölum. Til þess hefði ég þurft að hafa lengri tíma fyrir mér og afla mér upp- lýsinga frá sérfróðum mönnum, t.d. suður í Reykjavík. En þó svona vilji til ,má þó segja, að allar líkur bendi til þess, að bæði sé heppilegra og ódýrara að reka báðar þessar stofnanir undir sama þaki. Fyrst og fremst mundi þetta spara starfsfólk. 1 öðru lagi myndi sameiginleg matreiðsla verða ódýrari en ef hún væri í tvennu lagi. I þriðja lagi myndi stjórn sjúkrahúslæknis á báðum þessum deildum tryggja f járhags- lega afkomu stofnunarinnar í heild, sbr. ummæli Ól. Þ. Þor- steinssonar læknis í bréfi til bæj- arstjórnar dags. 6. júní 1955, þar segir svo orðrétt: ,,Eg geri ráð fyrir, að langdvalarsjúklingarnir hafi orðið til þess að bæta nokkuð fjárhagsafkomu sjúkrahússins.“ Varastjórn: Sigurður Jónasson, Akureyri. Jóhanna Pálsdóttir, Akureyri. Jónas Elíasson, Akureyri Haraldur Þórðarson, Ólafsfirði. Jón Björnsson, Skagafirði. F.aunar fer Ólafur læknir ekkert dult með skoðun sína, því síðar í sama bréfi segir hann: ,,Af framansögðu getur háttvirt bæjar stjórn eflaust ráðið í, hvaða lausn ég tel heppilegasta í þessu máli, þ.e. gamalmennahæli í nánum tengslum við sjúkrahúsið og með sama starfsmannaliði og þar“. 10—12 ÁRA DRAUMUR Fyrir atbeina Ólafs læknis ,var fyrir 12 árum síðan farið að ræða um stækkun sjúkrahússins, og komst það svo langt einu sinni, að farið var að viða að byggingar- efni á sjúkrahúslóðinni. — En þá kom annað til sögunnar, sem þótti meira aðkallandi og hirði ég eigi að rekja það nánar. Síðan má segja, að sjúkrahúsmálið hafi legið í salti, þar til nú er bæjar- stjórnin ákvað að taka málið upp að nýju í sambandi við elliheim- ilið. ELLIHEIMILIÐ ÁFRAM A DAGSKRÁ BÆJARSTJÓRNAR Að athuguðu því, sem að fram- an segir, virðist hafa verið hyggi- legt af bæjarstjórn, að fresta elli- heimilismáliu og fela þingmanni og helztu ráðamönnum bæjarins, í samráði við heilbrigðisstjórnina að athuga hugmynd Ólafs læknis um viðbótarálmu við sjúkrahúsið. Þannig mætti leysa í einu lagi, tvær aðkallandi þarfir bæjarfé- lagsins í heilbrigðismálum. Á ég hér við elliheimilið og lieilsu-. verndarstöð. En lögum samkvæmt ber því opinbera að leggja til hús- næði fyrir heilsuverndarstöðvar. Hér er þetta húsnæði alltof lítið og algjörlega ófullnægjandi. HEILBRIGÐISMÁLIN MEGA EKKI VERÐA ÚTUNDAN Mér er það vel ljóst, að við Siglfirðingar eigum við mikla f jár- hagsörðugleika að stríða um þess- ar mundir og að við eigum fullt í fangi með að standa undir þeim böggum, sem við þegar höfum bundið okkur. Samt lít ég svo á, að okkur verði að vera það metn- aðarmál, að heilbrigðismálin sitji eigi á hakanum til lengdar. Slíkt finnst mér bera vott um sinnu- leysi, sem eigi megi um okkur spyrjast. H. Kristinsson Byggingafulltrúi Samkvæmt samþykkt bæjarráðs auglýsist hérmeð til umsóknar, starf byggingarfulltrúa fyrir Siglufjarðarkaupstað. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k. — Byggingafulltrúinn skal ann- ast teiltningar fyrir bæinn, lóðamælingar, eftirlit með byggingum, skipulagsmál, eldfæraeftirlit og tæknilegar leiðbeiningar. Nánari upplýsingar um störf og iaunakjör, gefur undirritaður. Siglufirði, 15. júní 1955. BÆJARSTJÓRINN skXtTskráT9?5^ Skrá yfir greiðendur tekjuskatts, eignarskatts, tekjuskattsvið- auka og stríðsgróðaskatts í Siglufirði, liggur frammi á skrifstofu bæjarfógeta frá kl. 10 f.h. til kl. 17 e.h., frá og með mánudeginum 27. júní til mánudagsins 11. júlí n.lt. Frestur til að kæra yfir álögðum skatti er til mánudagsins 11. júií n.k., kl. 24. Skattkærur skulu SENDAR SKATTSTOFUNNI, lagðar í bréfa- kassa hennar, Aðalgötu 32, eða póstlagðar fyrir sama tíma. Siglufirði, 25. júní 1955. , Skattstjórinn í Siglufirði RAGNARJÖHANNESSON Nauðungaruppboð i Eftir kröfu Jón Jóhannssonar .netagerðarmanns, Þormóðsgötu 18, Siglufirði, verður herpinót, talin eign h.f. Faxaborgar, Reykjavík, seld iá opinberu uppboði, sem haldið verður í húsinu nr. 17 við Snorragötu hér í bænum, laugardaginn 16. júlí kl. 10,30 ,til lúkningar viðgerðar- og geymslukostnaði nótarinnar, að uppliæð kr. 13.399,07 auk vaxta frá 1 .jan. 1955 og öllum kostnaði við uppboðið. Siglufirði, 18. júní 1955. BÆ JARFÓGETINN

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.