Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.08.1955, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 18.08.1955, Qupperneq 1
UP 28. árg. Séro Pálmi Þóroddsson fyrrv. sóknarprestur í Hofs- og Fellsprestakalli Fæddur 9. nóvember 1862. — Dáinn 2. iúlí 1955. Hann lézt á Blönduósi á heim- ili dóttur sinnar frú Hallfríðar og tengdasonar Vilhelms Erlends- sonar, síma- og póstafgreiðslu- manns laugardaginn 2. júlí s.l., tæpra 93 ára að aldri. Séra Pálmi var ættaður af Suðurnesjum, fæddur að Hvassa- felli í Gullbringusýslu, sonur Þórðar Magnússonar á Skeggja- stöðum í Útskálasókn og konu hans Önnu Guðbrandsdóttur, bónda í Kothúsum Þórðarsonar. Ungur gekk séra Pálmi í Lat- ínuskólann og lauk þaðan stúd- entsprófi tæpra 21 árs gamall, með ágætum vitnisburði. Innrit- aðist í Prestaskólann sama ár og útskrifaðist þaðan vorið 1885. Sama ár, 1. sept., fékk hann veit- ingu fyrir Fellsprestakalli í Sléttuhlíð og var vígður þangað 6. s.m. j. Séra Pálmi var ekki með öllu ókunnugur í Skagafirði. Faðir hans hafði svo sem margra Suð- urnesjamanna var siður, farið mörg sumur í kaupavinnu norð- ur í Skagafjörð og var flest sumrin í Ásgeirsbrekku í Við- víkursveit hjá Birni bónda Pálma syni. Á skólaárum sínum fór séra Pálmi með föður sínum norður til Skagafjarðar í atvinnuleit, og var nokkur sumur á Hofsstöð- um, sem er skammt frá Ásgeirs- brekku. Þar kynntist hann konu- efni sínu, Önnu, dóttur séra Jóns Hallssonar, prófasts í Glaumbæ, er dvaldi þá hjá systur sinni frú Björgu og Sigurði Péturssyni bónda þar. Var Hofsstaðaheim- ilið með myndarlegri og glæsi- legri sveitaheimilum Skagafjarðar byggða á þeim tíma. Vegna þessara tengda, mun unga prestinum hafa leikið hug- ur á að leita að embættisstarfi á æsku- og ættarstöðum unnustu sinnar, enda máske kvattur til þess, og því sótti hann um Fells- prestakall, sem losnaði um þess- ar mundir. Að aflokinni vígslu kom hann norður og tók við embættinu. Hann kvæntist þá heitmey sinni og fluttu ungu hjónin þá strax á prestssetrið Fell í Sléttuhlíð. Árið 1891 var Hofsprestakall á Hlöfðaströnd sameinað Fells- prestakalli og prestinum á Felli einnig falin þjónusta þar. Þótti þá Hofskirkjusöfnuði presturinn sitja of fjarri og fengu því fram- gengt, að hann ætti búsetu sem næst á miðbiki milli sóknanna. Þá var jörðin Höfði í Hofshreppi tekin fyrir prestssetur, og þangað fluttist séra Pálmi með f jölskyldu sína vorið 1891. Hofsóskauptún var um og eftir síðustu aldamót í dálitlum vexti. Útgerð óx. Fólk fluttist í kaup- túnið, og byggingum fjölgaði. — Rétt fyrir aldamót hafði Skaga- fjarðarsýsla verið skipt í tvö læknishéruð, Sauðárkróks- og Hofsóslæknishéruð. Héraðslæknir- inn í Hofsóshéraði hafði búsetu í Hofsós. Þótti það mjög hag- kvæmt, að héraðslæknirinn hefði þarna aðsetur sem næst miðju svæði því, sem læknishéraðinu var ætlað að ná yfir. Einnig var það talinn menningarauki að fá menntaðann mann í kauptúnið. — Skömmu eftir aldamót fór að vakna áhugi hjá Hofskirkjusöfn- uði, að Hofsós yrði einnig að- setursstaður sóknarprestsins, og fékkst það framgengt að síðustu árið 1907, að kirkjumálaráðu- neytið gaf út þá tilskipun, að Hofsós skyldi framvegis vera að- setursstaður sóknarprestsins í Hofs- og Fellssóknum. Vorið 1908 brá þá séra Pálmi búi að Höfða og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hofsóss, og þar dvaldi hann þar til hann lét af prestsstarfi í júní 1934, og hafði þá gegnt prestsþjónustu í sömu sóknum í nærfellt hálfa öld. Mun slíkt afar fátítt. Það lætur að líkum, að við eldri sóknarbörn hans, höfum margs að minnast eftir mörg ánægjuleg samstarfs ár. Og innra með okkur geymast marg- ar endurminningar, ljúfar og ánægjulegar um prestsheimilið í sambandi við prestsfrúna og prestinn í sínu kirkjulega og veraldlegu störfum. Frú Anna, kona séra Pálma, var forkunnarfögur og glæsileg kona, í meðallagi á hæð, ýturvax- in lipur og létt í hreyfingum. — Hún var höfðingi í lund, gjaf- mild og greiðvikin. Skapgerðin fremur ör en hrein. — Hún bjó manni sínum og börnum indælt heimili, og var einkar ljúft að veita gestum og gangandi, sem að garði komu með sérstakri rausn og myndarbrag. Eigum við sóknarbörnin margra ánægjulegra og ógleym- anlegra samstarfsstunda að minn- ast á prestsheimilinu. Séra Pálmi var fríður maður, höfðinglegur ásýndum, vel í meðallagi hár, allþrekinn og sómdi sér virðulega á velli. Hann var að jafnaði hinn hæg- láti og rólegi alvörumaður, dag- farsprúður, og sjaldan sást hann skipta skapi. Hann las mikið um ýmis efni, bæði, sem heyrðu embættinu til og því fjarskyldu. Hann var því fróður um margt, og hafði yndi af í sínum hóp að ræða, hv'ort sem var um stjórn- mál, útgerðar- og landbúnaðarmál. Hjá honum var mikinn fróðleik að hafa. Hann var stálminnug- ur og kunni frá mörgu að segja frá gamalli tíð. Hefði hann sjálf- sagt getað skráð margar og merkilegar minningar um menn og málefni, engu síður en sumir jafnaldrar hans, en slíkt mun hann ekki hafa gjört. 1 viðtali við kunningja sína gat stundum gætt saklausrar kímni, en öllu slíku var í hóf stillt. Séra Pálmi rækti prestsstarfið með ágætum. Ræður sínar í kirkju og við ýmis tækifæri skrifaði hann og vandaði vel til þeirra. Flutti þær ávallt skýrt og ró- lega. Hann var íslenzltumaður ágætur og var létt um að skrifa. Hann þótti ágætur ræðumaður, en sérstaklega minnumst við fermingarræðanna. Fermingar- börnin fræddi hann vel og bjó þau vel undir ferminguna. Þann sið hafði hann lengi vel að láta börnin koma til sín til spurn- inga vetur fyrir og eftir ferrn- ingu. Allar kirkjulegar athafnir og önnur preststörf framkvæmdi hann virðulega, og hvíldi jafnan helgiblær yfir starfinu. Embættisbækur voru reglulega færðar og fagurlega. Rithönd hans var með afbrigðum fögur, hrein og settleg. Séra Pálmi var ekki talinn söngmaður, en hann hafði karl- mannlega rödd og flutti al-lt tón vel og skipulega og látlaust. — Hann hafði yndi af hljómlist, en lét lítið yfir, taldi sig ekki dóm- bæran á því sviði. En eftir að Ríkisútvarpið fór að flytja okkur tónverk snillinganna, kom fyrir, að hann vekti máls um þau, og kannaðist vel við höfundana. — Hann hafði miklar mætur á há- tíðasöngvum séra Bjarna, og eftir að hann flutti til Hofsós, flutti hann þá við messur á stór- hátíðum. Mun hann hafa verið fyrsti sveitaklerkurinn, sem það gerði. Séra Pálmi var vinmargur. — Hann settist að í menntunar- snauðri, fátækri og illviðrasamri útkjálkasveit. Hann kom á hvern bæ í sóknum sínum, kynntist fólkinu og högum þess. Til hans leituðu sóknarbörnin með sín vandamál til úrlausnar. Þótti hann ráðhollur. Áf þessu eign- aðist hann marga vini, sem héldu órofa tryggð við hann fram til hins síðasta. Það lætur að líkum, að á hann, eina menntaða manninn í byggð- inni, hlóðust mörg vandasöm störf, auk prestsstarfsins. Um 30 ára skeið var hann sýslunefndar- maður. 1 skóla- eða fræðslunefnd sat hann einnig um 30 ára skeið. Sæti átti hann og í hreppsnefnd, og í stjórn búnaðarfélags sat hann um hríð. Hann lét sér mjög annt um Framhald á 3. síðu

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.