Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.11.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 12.11.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR SÖLUSKATTUR Athygli söluskattskyldra aðila í Siglufirði skal vakin á því, að gjalddagi á söluskatti yfir tímabilið 1. júlí til 1. október 1955 var 15. október s.l. Verði skatturinn eigi greiddur fyrir 20. þ.m. verður lokunar- ákvæðum beitt án frekari fyrirvara. Skrifstofu Siglufjarðar 9. nóv. 1955. BÆJARFÓGETINN MARKASKRÁ fyrir Siglufjörð verður prentuð á þessu ári. Markeigendur komi mörkum sínum til Árna Kristjánssonar, Túngötu 37, fyrir 30. nóv. n.k. og greiði um leið kr. 20,00 fyrir eyrnamark og kr. 5,00 fyrir brennimark. BÆJARSTJÓRI r---------------------——------- Siglfirðingur mAlgagn siglfibzkra SJALFSTÆÐISMANNA Bitstjórn: Blo6neindin ÁbyrgSOrmaður: ólafur Ragnars Anglýlingar: Franz Jónatansson _______________________________i MARGT ER SKRÝTIÐ (Framhald af 1. síðu) á sölu sumra vara um óákveð- inn tíma eða á meðan þau voru að koma fótum undir sinn rekstur, af því þau óttuðust þá örðugleika, sem þau treyst- ust ekki til að yfirstíga með frjálsum og heiðarlegum að- ferðum í venjulegri samkeppni. Ekki skal nefnt fleira, þó það sé hægt, því af ýmsu er að taka. Enda ekki unnt í stuttri blaða- grein að gera þessu efni full skil. Aðeins er á þetta bent til að sýna hve þessum aðferðum svipar til. aðferða SAS gegn Braaten, og vekja athygli á því, að Tíminn virðist vera hneykslaður yfir þessu norska fyrirbæri. En svo sem kunnugt er, hefur Tíminn barizt hatramlega gegn einka- rekstri kaupmanna og iðnrek- enda og mælt eindregið með því, að þessi einstaklingsrekstur verði ofurliði borinn, með því að skjóta samvinnufélögunum undir vernd hafta og einkasölu, og skapa þeim hagstæðari aðstöðu til að hefja sinn rekstur og halda honum gangandi. IH. Því neitar enginn, að hugsjón- in, sem samvinnuhreyfingin var byggð á er göfug og á fullan rétt á sér. Hún er í senn mannúðar- og siðgæðishugsjón. Hún varð til af fullri nauðsyn. Hún stefndi að því að bæta lífskjör alls almenn- ings og skapa heiðarleg og drengi leg samskipti manna í verzlun og viðskiptum. Þessi göfuga hugsjón fékk að vísu ekki byr undir báða vængi við fæðingu, en hún vann sig upp án óheiðarlegra aðferða, og hefur farið sigurför um mörg lönd, þar sem menn hafa kunnað að fara með hana og skilið hlutverk henn- ar. Hér á landi hafa menn máske skilið hennar hlutverk, en hún hefur ekki fengið að njóta sín í höndum þeirra manna, sem mestu hafa ráðið. Þeir hafa tekið hana í sína þjónustu, blandað henni inn í pólitískar erjur og notað hana, sem vopn á sína póhtísku and- stæðinga. Þar átti hún ekki heima og drógst því skjótt úr leik og er nú landslýð horfin. Nú liggur hún, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, hulin úrgangsrusli frá hinu pólitíska hagsmunavélaverk- stæði Framsóknarflokksins. IV. Þetta er sjálfsagt sönn saga, Skólagarðar eru merk nýjung. Á s.l. vori var sýnd hér í bæ norsk kvikmynd er sýndi vinnu- brögð og tilhögun á starfsemi unglinga-skólagarða, eins og þeir eru starfræktir þar í landi. Var kvikmynd þessi fengin hingað frá Reykjavík fyrir for- göngu og að frumkvæði manna í Lionklúbb Siglufjarðar. Undirritaður sá þessa kvik- mynd, og er skemmst a f því að segja, að ég hefi ekki árum sam- an séð eins hagnýta og skemmti- lega fræðslumynd og þessa. Var mjög fróðlegt að sjá tilhögun og vinnubrögð ungmenna þeirra, er þessa iðju stunduðu. Hér í bæ munu færri hafa séð mynd þessa en vert var, en hún var þeim, er hana sáu, einkar minnisstæð, og allir, er um þessi mál vilja hugsa, munu sammála um, að brýn þörf sé að hef ja hér í bæ slíka tilraun til gagns og þroska fyrir ungl- inga á aldrinum 11—16 ára, en eins og allir vita er oftast erfitt að fá hentuga vinnu fyrir ungl- inga á þeim aldri, en úr þeirri þörf er skólagörðunum fært að bæta til stórra muna. Eg vil með línum þessum þakka Lionklúbb Siglufjarðar fyrir að hafa átt frumkvæði að því að fá hingað fræðslumynd þess og um leið vil ég skora á forráðamenn skólanna hér í bæ svo og bæjar- stjórn og bæjarstjóra að sýna þessu merka máli fyllsta áhuga, og hefja þegar á næsta vori til- raun með skólagarða hér í Siglu- firði, því hugmynd þessi er þegar reynd í höfuðstaðnum og á þar mjög vaxandi vinsældum að fagna. Heimilisfaðir en ljót er hún. Margir góðir og heilbrigðir aðdáendur Samvinnu- hreyfingarinnar hafa verið óá- nægðir með þessar aðfarir, en engu fengið umþokað. Ef menn vildu hafa fyrir þvi að fletta upp í „Tímanum“ á ár- unum fyrir 1930, mætti vera, að þeir sæu sitt af hverju, sem ekki þætti um hönd hafandi í íslenzkri bændaglímu. Það vill máske enginn Fram- sóknarmaður ryfja það upp, en á spjöld sögunnar kemst það á sínum tíma. Tímarnir breytast og mennirnir með. Máske þeir tímar komi, að samvinnuhugsjóninni skjóti upp úr ruslakistu Framsóknar, og ger- izt hættulegast andstæðingur þeirrar „samvinnuhreyfingar“, er nú er rekin hér á landi. Þá gæti svo farið, að endalok hennar yrðu svipuð og hjá öld- unum, sem hef ja sig upp úr djúp- inu og hreykja sér hátt þar til þær falla, iijaðna og deyja, Fréttir í stuttu máli Fárviðri af norðaustri ’ gekk yfir Siglufjörð aðfaranótt 2. nóv. síðasl. Þriðjudaginn 1. nóv. var norðaustan hvassvirðri með dálítilli snjókomu. Um kl. 5 e.h. gekk á með haglélum. — Undir kvöldið lægði og birti til í lofti. Um kl. 2 aðfaranótt miðviku- dags 2. nóv. skall á feykna veður. Var rokið harðast frá kl. 4—6. Snjókoma var lítil og frostlaust. Skemmdir urðu talsverðar. Járn þök fuku af húsum, sumum að miklu leyti, en af öðrum nokkr- ar plötur. Rúður brotnuðu allvíða, girðingar um húsalóðir lögðust niður. Talsverð ókyrrð var á bátum, sem láu við bryggjur innan við Eyrina, en engar urðu þá skemmd ir á þeim. Eftir kl. 6 fór veðrinu að slota, en gekk þó á með all- snörpum vindhviðum allan mið- vikudaginn. Rafmagnslaust var um nokkurn hluta bæjarins. Töframaðurinn Frisinette kom á vegum „Skemmtikrafta" hingað til bæjarins í síðastl. viku og skemmti fólki hér eitt kvöld í Nýja bíó. Hann fékk nokkra menn upp á leiksviðið til sín, dá- leiddi þá og lét þá svo framkvæma ýmislegt. Meðal annars lét hann þá setjast öfugt á stóla og héldu þeir um bökin. Hann taldi þeim trú um, að þeir væru í kappakstri á reiðhjólum. Þeir djöfluðust svo með fæturna eins og þeir væru að stíga reiðhjól. Einnig sagði hann þeim, að mývargur biti þá. Þá tók þá að klæja; þeir óku sér og skóku og klóruðu sér án afláts og einn ætlaði að fara að afklæða sig til að komast inn á sig, Þá vakti hann þá. Fólki fannst þessir menn hálf vingulslegir og dálítið utan við sig, þegar þeir vöknuðu til veruleikans. Ýmislegt fleira lét hann þá gera. Eitt sinn fór töframaður niður í sal til áhorefnda og týndi þá nokkra krónupeninga upp úr skallanum á einum. Eina eða tvær krónur dró hann út úr nefinu á öðrum. Margskonar sjónhverf- ingar lék hann. Húsfyllir var og skemmti fólk sér vel. Mótteknar gjafir 1955 til viðbótarbyggingar við Sjúkra hús Sigluf jarðar: Frá frú Margrét Guðmunds- dóttur kr. 100,00. Frá frú Kristjönu Katarínus- dóttur kr. 50,00. Frá frú Katrínu Pálsdóttur og Hlöðver Sigurðssyni skólastjóra kr. 966,00. Frá frú Ingibjörgu Jónsdóttur og Þorgrími Brynjólfssyni, kaupm kr. 500,00. Fyrir hönd sjúkrahússins færi ég gefendunum beztu þakkir. Elísabet Erlendsdóttir K ARLMANN AN ÆRFÖT góð tegund, síðar buxur, langar ermar. Verzlun Halldórs Jónassonar RÓSÓTT SIRSEFNI Ný sending. Verzlun Halldórs Jónassonar Bridge spil á kr. 14,00 Reykjarpípur 34,50 / Mennen rakkrem Mennen rakspritt Verzlun Halldórs Jónassonar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.