Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.11.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 12.11.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR Frá áfengisvarnaráði: Stofnað Landssamband gegn áfengisbölinu í reglugerð um áfengisvarnar- ráð er því ætlað að efna til sam- vinnu meðal allra bindindissam- taka í landinu og samræma störf þeirra. Síðastliðið vor skrifaði áfengisvarnaráð milli 20 og 30 félögum og jafnvel fleiri en þeim, sem hafa bindindi á stefnuskrá sinni, og óskaði þess, að þau gerð- ust aðiljar að stofnun Landssam- bands gegn áfengisbölinu, svo sem fyrirmynd er að með öðrum þjóð- um, eins og t.d. Svíum. Játandi svöruðu 22 félagasamtök og kusu hvert tvo fulltrúa á væntanlegan stofnfund. Þrjú félög sendu tvo áheyrnarfulltrúa hvert. Öll svör- uðu vinsamlega. Aðeins frá einu hefir ekkert svar borizt. Auk áðurnefndra fulltrúa mætti áfengisvarnarráð, sem boðað hafði til fundarins. Var hann háður 15. og 16. okt. s.l. í Bindindis- hölinni í Reykjavík. Brynleifur Tobiasson, formaður áfengis- varnaráðs, bauð fulltrúa velkomna í upphafi fundarins og rakti til- drög hans og tilgang slíks fé- lagssambands. — Fundarstjórar voru kosnir Magnús Jónsson alþ.m. og Björn Magnússon próf- essor, en fundarritarar Helgi Tryggvason eand. theol og Bene- dikt Bjarklind cand. juris. Frum- varp til laga Sambandsins var lagt fram af hálfu fundarboðenda, og eftir athugun nefndar, sem kjörin var á fundinum og nokkr- ar umræður, var það samþykkt. Samkvæmt lögunum er j.Tilgangur Landssambandsins að stuðia að bindindissemi, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og leitast við að skapa almennings- álit, sem hagstætt er bindindi og reglusemi. Landssambandið starfar í sam- vinnu við áfengisvarnarráð." Kosin var sjö manna stjórn, og hefir hún nú skipt með sér störf- um þannig: Formaður: Magnús Jónsson alþ.m., varaf ormaður: Björn Magnússon prófessor, rit- ari: Frímann Jónsson skólastjóri, féhirðir: Axel Jónsson sundlauga- vörður, og meðstjórnendur: Magnús Guðmundsson, prestur í Ólafsvík, Stefán Runólfsson, raf- virkjameistari og frú Viktoría Bjarnadóttir. Fimm voru kosnir í varastjórn: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason Hagalín bókafulltrúi, Gunnar Sigurðsson cand. theol., Ingimar Jóhannesson, fulltrúi og Pétur Óskarsson form. Sjómannafélagsins í Hafnarfirði. Endurskoðendur reikninga voru kosnir: Steinþór Guðmundsson cand. theol og Salómon Heiðar skrifstofustjóri. Ennfremur kaus stofnfundur- inn fulltrúaráð, einn fulltrúa frá hverju félagasambandi og einn til vara. Allir þessir starfsmenn voru kosnir til eins árs samkvæmt bráðabirgðaákvæði um að halda næsta reglulegt þing haustið 1956. Upp frá því skal kjörtímabilið vera tvö ár. Þessi félagasamtök sendu full- trúa á stofnfund Landssambands gegn áfengisbölinu: Alþýðusam- band Islands, áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði, Bandalag íslenzkra farfugla, Bandalag íslenzkra skáta, Bind- indisfélag íslenzkra kennara, Bind indisfélag presta, Bindjndisfélag ökumanna, Hjálpræðisherinn, — Hvítabandið, íþróttasamband Is- lands, Samband bindindisfélaga í skólum, Samband íslenzkra barna- kennara, Samband íslenzkra kristniboðsfélaga, Sjöunda dags Eg gekk niður Gránugötu einn vordaginn 1942. Úti í dyrum á einu húsi þar, kom góðkunningi minn, kallaði í mig og bauð mér inn. Við röbbuðum þar saman æði stund um daginn og veginn. Inni í húsi þessu var einn maður við vinnu sína, var hann að steypa frárennslisrör. Hann var vel í meðallagi á hæð, dálítið lotinn í herðum; hárið, sem fyrr hafði verið tinnusvart, var dálítið hæru- skotið. Svipurinn alvarlegur, en bar vott um rólega og geðþekka skapgerð; augun greindarleg og góðleg. Þessi maður gaf ekki gaum að samtali okkar, og virtist varla vita af okkur. Eg renndi auga til hans og verksins, sem hann var við. Af forvitni beið ég þar til hann hafði lokið við að steypa eitt rör. Mér var star- sýnt á vinnubrögðin. Að engu var farið óðslega, ekkert fum eða ráðleysi. Öll handtök fastákveðin, hnitmiðuð; hugurinn einbeittur að skila rörinu úr mótinu svo óað- finnanlegt væri. Eg hafði gaman af að sjá til hans, dáðist að vand- virkni hans og handbragði. Eg hafði séð þennan mann nokkrum sinnum á götu, en aldrei kynnzt honurn. En þarna mótaðist strax í huga mér mynd af honum, sem máðist ekki. Síðar kynntist ég þessum manni, Hólmkel Jónas- syni. Hann seiddi mig oft inn í rörasteypuna til sín, og síðar urðum við nágrannar og áttum oft leið saman, heim og að heim- an. aðventistar á Islandi, Stórstúka íslands af I.O.G.T. og Ungmenna- félag Islands. Auk þéss sátu áfengisvarnarráðsmenn fundinn og eiga fulltrúa og varafulltrúa í fulltrúaráði Landssambandsins. — Áheyrnarfulltrúa sendu A.A.- samtökin, þ.e. Félag fyrrverandi drykkjumanna, Læknafélag Is- lands og Slysavarnafélag íslands. Á stofnfundi Landssambandsins gegn áfengisbölinu kom fram ein- lægur samstarfsvilji meðal full- trúa fyrrgreindra félagasamtaka, enda voru allir sammála um brýna þörf samvinnu allra góðra manna og samtaka gegn inum ískyggi- lega drykkjuskapar-faraldri í landinu. Gert er ráð fyrir nánu sam- starfi áfengisvarnarráðs og Lands sambandsins. Er annars vegar um að ræða ríkisstofnun og hins- vegar frjáls samtök landsmanna, og er mikils um vert, að þau beiti sameinuðum kröftum sínum að sameiginlegu takmarki. Það var bæði gagn og gaman að eiga tal við Hólmkel. Hann var vel gefinn og víða heima. — Hann var fremur hlédrægur og hafði sig lítt í frammi. Fáskiptinn var hann og stundum þögull, en ef á hann var yrt, glaðnaði yfir svip hans og var viðmótið þýðlegt og aðlaðandi. Þá gat hann verið vel ræðinn og kunni frá mörgu að segja, því minnið var öruggt. Til hafði hann á þeim stundum að bregða fyrir sig glettni og fór með hana af hagleik. Hann fylgdist vel með í málum bæjar og þjóðar. Hann hafði sínar ákveðnu stjórnmálaskoðanir og vék ekki frá hugsjónum þeirrar stefnu. Hann var heilbrigður og sanngjarn í dómum um menn og málefni. Hann hafði annað við- horf til kirkju og trúmála en margir samferðamenn hans. — Enginn árekstur var út af því. Trúmálin voru Hólmkel hjartfólg- in og voru að hans áliti ofar öllu. Dagleg framkoma Hólmkels var tildurlaus, áferðarfalleg eins og rörið, sem hann tók úr mótinu forðum daga, og svo var allt, sem hann snerti hendi á. Það mátti með sanni segja, að þar lofuðu verkin meistarann. Hólmkell sál. kvaddi okkur of fljótt, en um það er ekki til neins að deila. Mest er um vert, að hann skilur eftir í huga samferðamannanna mynd af góðum dreng, heilbrigðum og holl- ráðum manni. Hólmkell var giftur Jpsefínw Nýkomnar vörur Barnanáttkjólar Kvennærföt Sokkamöppur Snyrtitöskur Broderskæri VERZLUNIN TUNGATA 1 li.f. ÞEIR BROSA í ALLAR ATTIR (Framhald af 4. síðu) Brosið hverfur. Eftir öll þessi veizluhöld og gleðskap, snúa svo Rússar sér að alvarlegri störfum, þeir gefa Finnum aftur Porkalaskagann, — í stað þeirrar herstöðvar koma þeir upp mikilli herstöð í Svine- miinde. Brosið sem var á andliti Rússa til vestrænu fulltrúanna, er for- leikur að ógurlegum hildarleik, sem þeir nú reyna að stofna til suður við Miðjarðarhafsbotn með því að bjóða Egyptum vopn. Þeir vilja nú helzt að kvikni almennilega í púðurtunnunni þar syðra. Það er óhætt, því þeir hafa búið vel um sig. Þeir þurfa ekki að óttast árás að norðan frá Finnum. — Þeir tryggja sér Austur-Þýzkaland með herstöðvabyggingum í Svine- miinde. Nú er ekkert í hættu þó þeir vendi sér suður á bóginn og setji allt í bál við Miðjarðarhaf og beini athygli stórþjóðanna frá Þýzkalandsmálunum til ástands- ins, sem þeir ætla sér að skapa þar syðra. Rússar eru illa heftir við Dar- danellasund. Þeir hafa löngum þráð að þær dyr opnuðust, svo að þeir gætu óhindraðir farið þar inn og út. Meðan aðstaða þeirra er þannig, sem á hefur verið bent, að þeir hafa búið um sig í norðri, er þeim óhætt að etja saman þjóðunum við Miðjarðarhaf að sunnanverðu og austan, setja þar allt í bál, ná tangarhaldi á Dardanellasundi og með því veikja þeir aðstöðu Sam- einuðu þjóðanna til að leita friðar milli þjóða heims. Verði gengið hart að því, að Austur-Þýzkaland komizt undan yfirráðum Rússa, er þessi áætlun þeirra um yfirráð yfir austan- verðu Miðjarðarhafi að engu orðin. Á yfirstandandi fundi utanríkis- ráðherranna í Genf eru litlar líkur til að samkomulag náist um Áustur-Þýzkaland, og .mun þá sannast, að þeim fundi loknum, hvað Rússar hafa í huga. Björnsdóttur, mikilhæfri og góðri konu. Voru þau samhent með að búa sér einkar snoturt heimili. Guð blessi minningu þessa góða manns. i Vinur f HólmkeBI lónasson MINNINGABORÐ

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.