Siglfirðingur


Siglfirðingur - 16.12.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 16.12.1955, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR Örvilnan og úrræðaleysi vinstri flokkanna hafa lamað efnahagslíf þjóðarinnar. Allir sem fylgzt hafa með stjórnmálum síðastl. 25 ár, kynnt sér þar rás viðburðanna, og tekið eftir viðbrögðum og viðhorfum stjórnmálaflokkanna til vanda- mála íslenzku þjóðarinnar, munu vera á einu máli um, að úrráða- leysi og vanmáttarkennd hefur auðkennt stefnu vinstri flokk- anna í stjórnmálum og að í fyrir- rúmi hafa löngum setið pólitískir flokkshagsmunir andstæðir lausn efnahagsmála þjóðarinnar . Það er hægt að færa rök að þessu, en það verður ekki gjört í þessum stutta pistli. Mun það verða gjört síðar rækilega. I þetta sinn verða tekin fáein dæmi, sem sýna mjög áberandi, hve ófærir vinstri flokkarnir hafa verið og eru til þess að hafa for- ustu á hendi. Árið 1942 treystu Framsóknar- flokkurinn og Alþýðufl. sér ekki að taka að sér stjórn lnndsins með Sjálfstæðisl. Þá stóð síðari heims- styrjöldin sem hæst og mörg vandamálin, sem steðjuðu að ís- lenzku þjóðinni. Þá gengu komm- únistar í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisfl. í stjórnartíð þess- ara flokka hefst svonefnt ný- sköpunartímabil. Lögð voru drög til kaupa á nýtízku veiðiskipum, ýmsum landbúnaðarvélum p.fl. — Þetta kostaðimikið fé. Pram- sóknarfl. ofbauð og sagði, að Sjálfst.fl. og kommúnistar hefðu eytt í óþarfa inneign landsins erlendis um 300 millj. króna. Þá urðu kommúnistar hræddir, vildu ekki taka á sig ábyrgð sinna gjörða, rufu samvinnuna við Sjálfstæðisflokkinn og hlupust á brott eins og strákar, sem f ramið hafa einhver strákapör. Þeir sem sé skildu ekki hvað var að gerast og ekki svo framsýnir að sjá hvað myndi gerast. Þeir kom ekki til hugar að ætla, að nýju tog- ararnir leystu það hlutverk af hendi, sem þeim var ætlað. Sann- ast mála er, að nýsköpunartog- ararnir hafa, þrátt fyrir mikinn taprekstur, skapað mikla atvinnu almenningi til handa og gjaldeyri. Myndi þjóðin hafa verið illa á vegi stödd, ef þessi skip hefðu ekki verið keypt. Þá stóð Sjálfstæðisflokkurinn einn uppi. Að lokum kom Alþýðu- flokkurinn og tók upp stjórnar- samstarf við Sjálfstæðisfl. Það gekk svona hálfskrikkjótt. Flokk- urinn var fremur kjarklítill og ekki til þess að standa í stórræð- um. Að síðustu brast kjarkurinn og fékk hann þá Framsóknarfl. til að taka þátt í stjórnarsam- starfinu og standa sér við hlið. Árið 1949 fóru fram kosningar til Alþingis. Þá var formanni Framsóknarfl. falið að reyna að mynda stjórn. Eftir miklar um- ræður og málaleitanir við vinstri flokkanna, gafst formaður Fram- sóknarfl. upp og tilkynnti, að hann gæti ekki myndað stjórn. — Þa var formanni Sjálfstæðisfl. falið að gera tilraun með stjórn- armyndun. Það tókst ekki. En þá tekur Sjálfstæðisflokk- urinn þá stefnu í málinu, sem traustur og ábyrgur stjórnmálafl. að hann myndar minnihlutastjórn og gerir merka og mjög athyglis- verða tilraun til að stöðva verð- bólguna í landinu og treysta af- komu alls almennings. Sjálfstæðisfl. brást ekki kjark- ur eða úrræði. Hann hélt þarna vörð um hagsmunamál og vel- ferð þjóðarinnar, og lagði til hliðar hagsmunamál flokksins. Það var að vísu ekki laust við, að vinstri flokkarnir færu hjá sér og hálfgjört dáðust að karl- mennsku og þrótti Sjálfstæðisfl. Vinstri flokkarnir litu að síð- ustu hýru auga til Sjálfstæðisfl. og vildu gjarnan taka þátt í þess- um úrbótatiliögum flokksins, að svo miklu leytis em flokkshags- munir leyfðu. Af þeirri ástæðu varð ekki um neina samvinnu milli Sjálfst.fl., Alþýðufl. og kommúnista. — Framsóknarmenn sáu sinn kost vænstan að ganga í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Sala á áfengi fyrstu þrjá ársf jórðunga '55 Selt í og frá Reykjavik............................. kr. 22.564.461,00 ----------------Seyðisfirði ............................ — 766.577,00 ----------- — Siglufirði .............................. — 2.044.823,00 Kr. 25.375.861,00 Annan ársfjórðung seldi verzlunin fyrir kr. 20.581.886,00 Fyrsta ársfjórðung nam salan ................ kr. 17.346.421,00 Fyrstu þrjá ársfjórðunga nam salan ........ kr.- 63.304.168,00 en allt árið 1954 nam salan alls rúmumi84 millj. kr., en þess skal geta, að verðhækkun fór fram á áfengum drykkj- um á þessu ári. Á þessu stutta skyndiyfirliti sést, að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur á vandamestu og erfiðustu stundum í lífi þjóðarinnar staðið einn vörð um velferð hennar og hag. Vinstri flokkarnir hafa kvik- að til og kiknað undir þunga vandamálanna, flúið af hólmi, þegar mest hefur á riðið að standa saman, losað sig undan ábyrgðinni og velt henni yfir á aðra, — en þakkað sér svo heilla vænleg úrslit mála. Þetta stutta tímabil, sem hér um ræðir, sannar átakanlega, að vinstri flokkarnir eru ekki megn- ugir þess að hafa stjórn ríkisins á hendi. Vinna nafin í Tunnuverksmiðju ríkisins hér Síðastl. laugardag 10. þ.m. hófst vinna í Tunnuverksmiðjunni. Var upphaflega svo gert ráð fyrir, að vinna byrjaði um síðustu mán- aðarmót. Menn, sem ráðnir voru í verksmiðjuna, en voru komnir í vinnu annarsstaðar, sögðu henni upp, til þess að geta tekið strax til starfa í verksmiðjunni. — En þegar hef ja átti vinnu, kom í ljós dálítið misklíðarefni milli Þróttar og forráðamanna verksmiðjunnar. Verkamönnum var bannað að fara til vinnu á meðan ekki væri úr þeim ágreiningi leyst. Allmargir, og má segja velflestir verkamenn, voru óánægðir með þetta, og töldu að þennan ágreining hefði mátt vera búið að jafna, úr því vitað var, hvenær vinnan ætti að byrja. Þetta kostaði verkamenn 7 daga vinnutap. Um það var ekki hugs- að. Eg vorkenni ekki verkamönn- um, sagði maðurinn, sem taldi sig vera þeim hlyntur. Hliðstætt þessu er hið gamla: Hvað varðar mig um þjóðarhag. Hugsunarhátturinn bak við þessi orð: „Það er um að gera að kría sem mest út úr vinnuveitendum", er með endemum strákslegur, og miðar ekki í þá átt að tryggja at- vinnu og afkomu almennings. Ur eldhúsi kommúnista er bor- inn almenningi sami grauturinn, bæði sangur og hrár í sömu krús- inni. BÆKUR Frá bókaforlagi Odds Björns- sonar, Akureyri hafa nýskeð kom- ið út nokkrar bækur. Eru það þrjár unglingabækur og tvær sögubækur fyrir fullorðna. Unglingabækurnar eru: Flugferðin til Englands, eftir Ármann &. Einarsson; Gullhell- irinn, eftir Frances F. Neilson og Ivik bjarndýrsbani, eftir Pípaluk Freuchen. — Allar eru þessar bækur tilvaldar fyrir unghnga og án efa kærkomin jólagjöf. Sögubækurnar eru þessar: Mary Anne eftir Daphne du Maurier. Fjallar hún um viðburða ríkan æviferil langa-langömmu skáldkonunnar. Hin bókin er Sumarást, eftir Francois Sagan, ungan Frakka, sem vænzt er mikils af á himni bókmenntanna. Báðar þessar bækur eru mjög ROKOLL er bezta límið. skautar DRENGJA VERKFÆRI GARDÍNUBRAUTIR og KAPPASTENGUR EINCO LINOLEUM Teppi og renningar nýkomið. Verzlun Sig. Fanndal. KRISTALL, GLER og LEnt Mikið úrval, ódýr og falleg vara. LITLABÚDIN skemmtilegar og tilvaldar jóla- gjafir. Frágangur á öllum ofangreind- um bókum er hinn snotrasti. * Þá hefur Siglufjarðarprent- smiðja gefið út tvær unglinga- bækur. Tarzan og tvífarinn, eftir Edgar Rice Burroughs. Þessar Tarzan- sögur eru sérlega skemmtilegar og spennandi, og er þessi síðasta engin eftirbátur í þeim efnum. Tarzan sögurnar eru vinsælar meðal unga fólksins, og flestir leita þeirra til jólagjafa. Hin bókin er ákaflega hrífandi og skemmtileg telpnasaga Sigga og Solveig eftir Gretha Stevns. Er án efa ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri jólagjöf handa ungum stúlkum. Bókin er þýdd af Páli Sigurðs- syni kennara, og hefur hann leyst það verk vel af hendi. Frágangur á báðum þessum bókum er hinn prýðilegasti.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.