Siglfirðingur - 06.12.1956, Side 1
24. tölublað. Fimmtudaginn 6. des. 1956. 29. árg.
Draumurinn um stólinn
Öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Og hin alvarlegu mál hafa sinar
skoplegu hliðar. Þjóðmál eru mál
málanna, sem taka ber föstum
tökum og af fullri ábyrgð, en
PALMI HANNESSON
hvergi hafa jafn margir menn
orðið hlátursefni og á sviði þjóð-
málanna.
Ráðherrastóll er í sjálfu sér
eins og stólar gerast, en sumum
þykir sérlega notalegt, já, blátt
áfrám mikilfenglegt, að tylla á iþá
þreyttum enda sínum. Þessi til-
hneiging hefur hvergi náð hærra
marki né hlálegri mjmd en hjá
háttvirtum núverandi forsætisráð-
REKTOR - MINNINGARORÐ
Sú fregn barzt út um byggðir
landsins að kvöldi fimmtudagsins
22. nóv. s.l., að Pálmi Hannesson,
rektor Menntaskólans í Reykja-
vík hafði andazt snögglega við
starf sitt í skólanum þann sama
dag.
Ég tel mér bæði rétt og skylt
að minnast með nokkrum orðum
þessa röggsama og merka skóla-
manns, góðs og heilsteypts manns,
og góðs vinar míns, — nú, er
hann er allúr.
Pálmi Hannesson var fæddur 3.
janúar 1898 að Skíðastöðum í
Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðar-
sýslu. Hann lagði ungur út á
menntabrautina og varð stúdent
1918. Sigldi hann síðan til Dan-
merkur og stundaði þar fram-
haldsnám í náttúrufræðum. Lauk
hann prófi í þeim fræðum 1926.
Hann gerðist kennari við Mennta-
skólann á Akureyri að námi
loknu og gengdi því starfi þar til
hann haustið 1929 varð rektor
Menntaskólans í Reykjavík, og
tók hanh við því ábyrgðarmikla
og virðulega starfi af Geir Zoega
rektor. Þeir menn, sem nú eru
tæplega á miðjum aldri og eldri
munu glöggt muna, að margt
sögulegt gerðist í sambandi við
skipun Pálma Hannessonar í þetta
starf. Margir töldu annan eða
aðra hæfari til þess að gegna iþví,
og hafa frekar en hann unnið til
þess að hreppa það. Svo hátt risu
öldurnar um þær mundir, sem
hann tók við starfinu, að nem-
endur skólans, sem hann var ný-
tekinn við stjórn á, gerðu flestir
eða allir verkfall til að mótmæla
skólastjórn hans, gerðu að honum
hróp og sýndu honum margvís-
lega andúð. Ég, sem þessar línur
rita, hóf nám í Menntaskólanum
í Reykjavík haustið 1932. Hefi ég
fulla ástæðu til að ætla, að þá
hafi enn eymt eftir af því hjá
nokkrum nemendum í efri bekkj-
um skólans, að þeir væru ekki
búnir að gleyma þessum atburð-
um; þeir væru geymdir en ekki
gleymdir. Þó held ég, að kali
hinna eldri nemenda í garð Pálma
rektors hafi þá farið ört minnk-
andi.
Þótt ég væri barn að aldri, er
Pálmi rektor tók við starfi sínu
sem rektor, hæfi ekki nám í
Menntaskólanum fyrr en nokkr-
um árum síðar og skoðaði atburð-
ina, sem gerðust við komu hans
að skólanum, úr fjarlægð, hafði
ég samt á þeim árum mótað mér
skoðun á þeim; ég var einn meðal
þeirra, sem töldu Pálma ekki hafa
átt með réttu að hreppa þessa
veglegu stöðu, heldur annan heið-
ursmann, sem nú er löngu látinn.
Með þessum hug hóf ég nám í
skólanum, sem Pálmi heitinn veitti
forstöðu. Ég kynntist honum ekki
að neinu ráði fyrstu ár mín í skól-
anum, en þó nægilega mikið til
þess, þó ekki væri nema sem
æðsta yfirboðara okkar nemend-
anna, til að mynda mér þá skoð-
un, að þar sem hann var, væri
maður, sem hefði býsna marga
kosti til að bera, bæði sem kenn-
ari, forstöðumaður næst-virðu-
legustu menntastofnunar þjóðar-
innar og ekki síður sem maður.
Það fór því svo, að brátt snérist
sú andúð, sem kennt hafði hjá
mér í hans garð, er ég kom í
Menntaskólann — andúð, síðar við
nánari kynni mín af honum í
virðingu fyrir hinum hispurslausa
og stjórnsama manni — og loks í
vináttu, er hann hafði unnið hug
minn allan.
Um Pálma heifinn stóðu oft
allmiklir stormar og styr. Hann
sagði jafnan meiningu sína alla
og dró þar ekkert undan, hver
sem í hlut átti; hann var skap-
maður af norrænu víkingakyni
bæði til sálar og líkama, sem
skipaði sér jafnan í bardagann,
þar sem hann var harðastur. —
Stundum hélt hann yfir okkur
nemendum sínum snjallar og
þrumandi ræður, þegar honum
fannst þess við þurfa, og þegar
þess var raunverulega full þörf
að mínum dómi.
Stundum sveið okkur undan
orðum hans og gerðum í bili, en
flestir hygg ég að séð hafi það
og fundið eftir á, þegar vopnin
höfðu verið lögð niður, að það,
sem stjórnaði orðum hans og at-
höfnum í garð okkar nemenda
hans, var sterkur vilji og einlæg
viðleitni til að gera okkur að nýt-
um og heiðarlegum mönnum; orð
hans voru heilræði og stundum
fortölur reynds ábyrgs manns,
sem þjóðfélagið hafði trúað fyrir
uppeldi á stórum hópi ungmenna,
sem ailar líkur bentu til að eftir
ættu að skipa hinar ábyrgðar-
mestu stöður þess. Þetta held ég,
að flestum eða öllum nemendum
Pálma Hannessonar hafi skilizt
fyrr eða síðar og af þeim sökum
var það, að handtakið var hlýtt
og þakklætisorðin mæit af heilum
hug, þegar kvaðzt var að náms-
tíma loknum — við stúdentspróf.
I ferðalögum, og er tekið var
upp léttara hjal, var Pálmi rektor
hinn bezti. félagi og hrókur alls
fagnaðar. Veit ég, að margir
ungir og eldri nemendur hans eiga
hinar beztu minningar um ihann
frá slíkum stundum. Hann hélt
vináttu sinni og tryggð við nem-
endur sína, eftir að leiðir skildust;
gladdist yfir frama og velgengni
þeirra, en harmaði ófarir þeirra,
sem óheppnir reyndust. Persónu-
(Framhald á 3. síðu)
herra, þingmanni af Ströndum
norður, Hermanni Jónassyni. —
Og þó — öllum mestum er hætt,
einnig Hermanns Jónassonar!
Fyrir nokkrum árum var ráð-
herra í stjórn á Islandi, sem ekki
er í frásögur færandi. — Þegar
flokksbræður hans rufu stjórnar-
samstarfið, vegna þess, að íslend-
ingar tóku afstöðu með vestræn-
um þjóðum, varð hann súr á svip,
ekki vegna þess, að hann væri
málefnalega ósammála flokks-
bræðrum sínurn, lieldur vegna
þess, að honum fannst svo dæma-
laust gott að sitja í stólnum sín-
um, ráðherrastólnum.
Upp úr þessu spannst heiftúðug
— já, fast að því barnaleg óvin-
átta miHi þessa ráðherra, sem
fannst svo gott að sitja, og
flokksbræðra hans. Og þessi ráð-
herra gleymdi aldrei þessum
miska foringja sinna, ekki einu
(Framhald á 2. síðu)
--------------------------------------------------.
J^aedja til *Sipl<(iLtdLn#a
KÆRU SIGLFIRÐINGAR !
Innilega þakka ég gkkur fyrir góöar kveðjur og
árnaðaróskir til mín og fjölskyldu minnar á fimm-
tugsafmœli mínu, þann 5. nóv. s.l. Og alveg sérstak-
lega vil ég þakka kveðjur skipverjanna á togurunum
HAFLIÐA og ELLIÐA og öðrum siglfirzkum sjó-
mönnum, sem ég vona að sjái þessar línur.
Vinarhugur ykkar yljaði mér um hjartarœturnar
þennan dag. Eg vissi, að ég átti marga góða vini í
Siglufirði, en að svo margir hugsuðu hlýtt til mín,
það finnst mér ég ekki hafa verðskuldað.
En allt þetta varð til þess að rifja upp fyrir mér
margar ánœgjustundir á heimilum ykkar og ógleym-
anlegar minningar frá starfsárum núnum í Siglu-
firði.
Ég met mikils vináttu ykkar og hlýjan hug og
ég veit, að hann hefur fylgt okkur hingað suður.
Fyrir allt þetta þakka ég ykkur af hrœrðu
hjarta. Einnig fyrir ánœgjulegar samverustundir frá
s.l. sumri.
Guð blessi öll siglfirzk heimili og framtíð Siglu-
fjarðar á ókomnum árum.
Með kœrri kveðju frá fjölskyldu minni.
ÓSKAR J. ÞORLÁKSSON