Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.09.1957, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 09.09.1957, Blaðsíða 3
SIOLFIBÐ1N6U K KÆRUFRESTUR til yfirskattanefndar Sigluf jarðar út af álögðum tekju- og eigna- skatti 1957 er til 18. september n.k. Kærur skulu sendar tíl bæjarf ógetans í Siglufirði og skulu fylgja kærum úrskurðir skattstjóra, svo og afrit af kærum til hans. Siglufirði, 26. ágúst 1957. YFIRSKTTANEFNDIN I SIGLUFIRÐI »^-*^-<M »»?»»»»»»? TILKYNNING Nr. 23/1957. Innflutningsskrifstofan hefur á dag akveðið eftirfarandi hámarks- verð á selda vinnu hjá rafvirkjum: I. Verkstæðisvinna og viðgerðir: Dagvinna .................................................................. kr. 40.95 Eftirvinna ..........................................................;..... kr. 57,35 Næturvinna.............................................................. kr. 73,75 II. Vinna við raflagnir: Dagvinna .................................................................. kr. 39,05 í Eftirvinna ................................................................ — 54,65 Næturvinna............................................................. — 70,30 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu, og skal vinna, sem undanþegin er gjöldum þessum, vera ódýrari sem þeim nemur. Reykjavík, 1. september 1957. VERÐLAGSSTJÓRINN TILKYN Nl NG Mr. 22/1957. Innflutningsskrif stof an hefur í dag ábveðið eftirfarandi hámarks- verð á selda vinnu hjá bifreiðaverkstæðum: Dagvinna Eftirvinna Næturvinna Sveinar ............ kr. 39,30 kr. 55,00 kr. 70,75 Aðstoðarmenn — 31,35 — 43,85 — 56,40 Verkamenn .... — 30,65 — 42,95 — 55,20 Verkstjórar ....— 43,25 — 60,50 — 77,80 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í '. verðinu. Reykjavík, 1. sept. 1957. VERÐLAGSSTJÓRINN Brennivínsgleðin í Moskvu Hinir háttsettu valdhafar í Kreml hafa stöðugt verið í al- þjóðamálum hin furðulegustu spurningarmerki: Á hverju byggja þeir? Hvert er markmið þeirra? Hver er sammála hverjum? Hverj- ar eru hugs jónir iþeirra ? Þá sjaldan, er þessir háu herr- ar tala opinskátt, eru þeir mjög undir áhrifum hinna sterku drykkja. Til dæmis er Krusjtsjov, framkvæmdastjóri, víðfrægur orð- inn sem hetjaí að drekka og byrla áfenga drykki, hvort sem vökvinn heitir vodka eða eitthvað annað. Brenniyínsveizlur kommúnista við móttökur í sendiráðunum í Moskvu kynna byltingahugsjón þeirra iá mjög kynlegan hátt. Langt verður að seilast aftur í támann til þess að finna hliðstæðu brennivínsgleðinnar í móttöku- veizlunni í kínverska sendiráðinu í Moskvu, sem haldin var CJhou- En-Lai, forsætis- og utanríkisráð- herra Kína. Frásögn AFP gat þess, að uppspretta fagnaðarins mundi hafa verið sú, hve austur- landabrennivínið var þar óspart veitt. 1 ræðu sinni minntist Krusjt- sjov framfcvæmdastjóri á Stalín — og kunnugt er mönnum um, að það hefur hann áður gert. Það var einmitt hann, er bar fram hið gifurlega klögumál á hendur þess- um guði og ákærði hann fyrir rangláta valdbeitingu, ofsóknir og tilbúna málssókn á hendur sak- lausum mönnum, mannadýrkun og annað verra, svo að öll veröld kommúnista skalf og nötraði á undirstöðum sínum, já, og nötrar enn í ýmsum löndum. — Hvað var það þá, sem Krusjtsjov sagði að þessu sinni? Jú, hann sagði, að í stéttabarátturini væri Stalín kommúnistum sönn fyrirmynd. — Ég geri'engari mun á stalinisma og Jkommúnisma, sagði framkv.stj. Þá hrópaði Kaganóvitsj bravó. — Krustjovs lét skiála til heiðurs kánverskum kommúnisma, og sagði: „Þeim, sem eru ekki ein- huga í þessu, ber þó að iáta sem þeir séu það, élla verða þeir kraf ð- ir reikningsskapar í eilífðinni, þar sem okkur verður öllum stefnt saman að siðustu". Hér bætti framkvæmdastjórinn 'þeirri ósk, að Guð gæfi sérhverjum komm- únista að heyja baráttuna eins og Stalín. Á að leggja trúnað á slíka ræðu? Á að líta á hana sem veiga mikla, pólitíska yfirlýsingu eða fánýtt ölvunarbull? ölvaðir menn opinbera oft hugsanir hjarta síns. Fornt ikjarnyrði segir, að börn og og ölvaðir menn segi helzt sann- leikann. Öl ér innri maður. Sé unnt að taka nokkurt mark á því, sem Krusjtsjóv segir nú, þá verð- ur að líta á það sem hann keppist nú við að reisa af nýju það goða- líkan, er hann með hinni mestu áfergju braut niður fyrir skömmu. Sé það satt, er Krusjtsjov hefur áður sagt um Stalín, að hann hafi eflt mannadýrkun, látið taka sak- laust fólk af Idfi og höfða rang- lega málsókriir gegn mönnum o.s.fry.., þá höfum við nú fengið að vita, hvernig fyrirmyndar kommúnista ber að hegða sér, og hvað er hið ákjósanlega fordæmi, er vera skal keppikefli sem flestra Orð hans, um samfundi í eilífð- inni, geta ekki skilizt á annan veg en að hann trúi á annað líf, þar sem hver maður verði leiddur fram fyrir einhvers konar sósíal- istiskan alþýðudómstól. Liggur þá nærri að álykta, að Stalín og Krusjtsjov verði 'þar dómarar. Brerinivínið hefur truflandi áhrif á hugsanir allra manna, hyort sem þeir heita Jeppi eða Krusjtsjov. Hitt verður vissulega ekki auðveldlega séð, hvort brenni vínið á einnig eftir að valda sveiflum á sviði stjórnmálanna. (Hér lýkur þessum greinarstúf, er birtist í norska blaðinu Folket, 29. janúar 1957, og mun einnig ýmsum hér á landi þykja hann athyglisverður. — Fréttatilkynn- ing frá áíengiavarnaráðunaut). • r Fyrirhugað stjórnmálanám- skeið verður að iorí'allalausu háð dagaua 16., 17..18. og 19. september n.k. Aðalstjórn- andi þess verður sr. Jónas Gíslason iró Vík í Mýrdal. — Meðal fyririésara verður eaui- fremur Jónas Rafnar tyrrv. alþingismaður og Einar Ingi- mundarson. Nánar verður til- kynnt um aðra fyrirlesara síðar. Fyrirkomulag náihsketðsins verður pann veg, að fluttír verða yfirlitefyririestrar um ýmis þjóðmál, og þeir, geu þess óska geta fengið tilsögn í flutningi talaðs mals. Þátt- taka í námskeiðinu er heimil öllum velunnurum SjáUst.fl. Væutanl. þáttfakendur setji sig í samband við Stefau Friðbjarnarson (sími 1S eftir kl. 7 síðd.) FUS. Qrðsending frá Bóka- útg. Menningarsjóðs Það tilkynnist hér með, að Ólafur Reykdal, sem verið hefúr umboðsmaður útgafunnar í Siglu- firði, hefur látið af því starfi, en við því hefur tekið Einar M. Al- bertsson, Hvanneyrarbraut 62, sími 130. Nýlega eru komnar út tvær bækur hjá útgáfunni, Kalevala- ljóðin finnsku í þýðingu Karis Is- felds, og Mæðrabókin, eftir ,víð- kunnan norskan barnalækni, Al- fred Sundal prófessor dr. med. — Þýðandi er Sbefán Guðnason, læknir á Akureyri. Þeir, sem kaupa vilja þessar bækur geri svo vel að panta þær hjá umboðsmanni. Félagamenn eru minntir á, að þeir fá 20% afslátt af verði útgáfubóka. Knattspyrnumót Norðurlands 1957 var háð á Siglufirði dagana 7. og 8. þ.m. Þrjú félög tóku þíitt í mótinu, KS, Sigluf. og KA og Þór frá Akureyri. Norðurlandsmeist- arar 1957 yarð KA, unnu tþeir KS með 10 mörkum gegn 6, en Þór gaf þeim l^ikinn. Aftur á móti gerðu KS og iÞór jafntefli, 1:1. Dómari var hinn landskunni ágæti dómari, Hannes Sigurðsson, úr Reykjavíls,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.