Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.09.1957, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 09.09.1957, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR r~* Siglfirðingur ttALSAOM ¦laLrilIHA Ji*Lrir«»IfMAKN* •»!•«>»: M«|«Mla«Ua A*»Tt>t«m»««Mi Ólalmt !¦¦¦¦>* **§'*»'«¦««: "¦II Eil«md»i»» OEORG PÁLSSON, miiuiingarorð, ¦.'•¦ (Framhald af 1. síðu) og móöir hennar Halldóra Hall- dórsdóttir frá Hálsi í Svarfaðar- dal. . Er eftir því, sem kunnugir herma, góðar og gagnmerkar ætt- ir, sem Georg er kominn af. Hefur móðurætt hans (Krossaættin), sem er allf jölmenn, átt innan sinna vébanda margt . vel gefið hæfileikafolk. Á Seyðisfirði ólst Gedrg upp hjá foreldrum sínum, ásamt bræðrum sínum, en þeir eru: Björgvin, dó í æs'ku, Alfreð, búsektux.á Akureyri, Páll Á. og Þorgeir, einnig búsettir á Akur- eýri og Halldór búsettur í Reykja- vík» aJiir giftir. . Georg sótti nám í Gagnfræða- skóla Akureyrar og útskrifaðist þaðan vorið 1928 með ágætis eiiikunn. Réðist hann þá starfsmaður til Bifreiöastöðvar Akureyrar og vann þar um 10 ára skeið.— Á Akureyfi urðu iþáttasikil í lífi Georgs; þar kynntist hann stúlku, Hólmfríði Guðjónsdóttur, sem hann kaus sér sem heitmey og aíðar lif sförunaut og gengu þau í hjónaband 19. nóv. 1930. • Árið 1939 fluttu þau búferlum til Siglufjarðar og haf a dvalið hér gíðan. Starfaði Georg á akrif stofu hjá mági sínum, Friðriki Guðjóns- syni, í allmörg ár og nú síðastliðin iö* ar hef ur hann haf t skrif stof u- stjórn og umsjón á hendi hjá Þor- möði Eyjólfssyni við afgreiðslu Eimskips og Rákisskip3. Þess utan iiafði hann nökkur siðari ár um- sjón og reikningshald fyrir eignir danarbús Öskars HaMórssonar hér a staónum. Við síðustu bæjarstjórnarikosn- ingar var faann í framboði fyrir Sjáifstæðisflokkinn hér og hlaut koshingu. iSat hann í ýmsum "nefndum bæjarstjórnar. Slðastl. ár tók Georg ásamt tyeimur mönnum 4 leigu hrað- frystihúsið ,,Hrímnir" og rak þar bæði slldarsöltun og frystingu beituáiidar. Snemma á þessu ári réðist hann ásamt nokkrum öðr- ura í að festa kaup á Hrímniseign- iniú, og var hann þar framkv.stj. M4 segja, að þar hafi verið í upp- aigliflgu fyrirtæki, sem vonir stóðu til að styddi s.ttð yaxandi at- vinnu og velliðan bæjarbúa. Á þessu litla og ófullkomna yfirliti sézt, að Georg hefur verið ihugusamur, slingur og afkasta- Georgs Pátssonar minnzt á bæ jarstj.f undi. Á bæjarstjórnarfundi, sem haidinn var 5. sept. s.i. minntíst forseti bæjarstjórnar í upphafi fundarins hins látna bæjarfull- trúa. Risu bæjarstjóriiai'meðli.niir siðan íu- sætum í virðingar- skyni við hinn látna. Forseta bæjarstjórnar, Baldri Eiríkssyni, fórust bannig orð: „Síðan vér héldum seinasta bæjarstjórnarfund, hefur einn úr vorum hópi, Georg Pálsson bæjarfuötrúi, látizt. Hafði hann svo sem kunnugt er, legið sjúkur syðra og gengið þar undir holskurð, en um bata, sem þó var vonast eftir, var ek'ki að ræða. Hann lézt að morgni hins 25. ágúst, aðeins 48 ára að aldri. Hafði hann átt heimili hér undanfarin 20 ár og gegnt hér ýmsum trúnáðarstörfum og síðustu árin fulltrúi hjá fyrirtækinu Þormóður Eyólfsson h.f. I bæjarstjórn var hann kosinn 31. jan. 1954 og átti iþví sæti í henni rúm 3 ár. Lét hann sig einkum varða hafnarmál Siglufjarðar, enda átti hann alla tíð sæti í hafnarnefnd, en reyndist og jafnframt tillögugóður og glögg- ðkyggn á önnur mál bæjarstjórnarinnar, og lét þar af hendi mikil og ágæt störf. Ahugaanaður mikill um öll framfaramál Sigluf jarðar og lagði þeim lið svo sem hann taldi rétt og nauð- synlegt. Hirti minna um aukaatriði og smáatriði, því hann sá ætíð kjarna hvers máls og aðalatriði og kom þar fram hin skarpa greínd hans og ljósa hugsun, og velvilji hans til allra. Skapmaður var hann, en kunni vel með að fara, og þéttur á velli og 'þéttur í lund. Hann var drengur hinn bezti í hvívetna og hvers manns hugljúfi. Vinum sínum var hann traustur og hollráður og bar hlýan hug til samborgara sinna. lóvildarmenn átti hann engan eða fáa. — Hann var í f áum orðum sagt mannkostamaður og með honum er hniginn óvenju starfsihæfur maður og vel gerður, langt fyrir aldur fram. t*að er sérhverju ibæjarfélagi mikill missir að bverj- um borgara og enn meiri, þegar um er að ræða mikla hæfileika- menn, sem mikið starf beið og voru vaxandi menn í störfum og trausti því, sem borið var til þeirra og mest þeirra, er sárast eiga um að binda. Vér sendum ástvinum hans öllum kveðjur samúðar og blut- tekningar. Jafnframt því, sem ég þakka honum mikil og góð störf fyrir bæjarfélag vort og í því, bið ég yður, háttvirt bæjarstjórn, að votta hinum iátna virðing yðar með þvá að rísa úr sætum". mikill starfsmaður og' framsækinn athafnamaður. Eins og fyrr segir stofnaði Georg til hjúskapar með heitmey sinni, Hólmfríði Guðjónsdóttur. — Þau eignuðust 3 börn, tvo sonu og eina dóttur. Dóttirin, Soffía, lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri og giftist síðan Arnold Bjarnasyni viðskipta fræðingi og eiga þau 3 börn. — Annar sonurinn, Kristinn, vél- smíðanemi, er giftur Hönnu Stellu Sigurðardóttur múrarameistara og eiga þau tvö börn. Hinn sonurinn, Ingvar, var fermdur síðastl. vor. Frú Hólmfríður, bjó manni sín- um og börnum hið híbýlaprúðasta heimili, og það sæti verður ekki fyllt, sem þessi gjörfulegi og góði drén'gur skipaði þar. Söknuðurinn verður iþví sár hjá eiginkonunni og börnum við fráfall heimilis- föðurins. Og tregi fyllir hjörtu bræðra og annarra náinna vina og samstarf smanna. Og að síðustu móðir hans, þessi geðþekka, gáf- aða, aldraða kona, sem mörgu ár- in hafa kennt að iþekkja og skilja tilgang -lifsins, strýkur sinni mjúku móðurhönd, eins og hún hafði oft áður gert, á vanga síns elskulega sonar d síðasta sinn. Guð blessi okkur öllum minningu þessa góða drengs. Páll Erlendsson Georg sál. Pálsson var jarðsung inn síðastl. miðvikudag, 4. þ.m., Bæn var flutt á héimili hans. I kirkju flutti sóknarprestur nokkur kveðjuorð til Georgs frá ástvinum hans og nokkrum vinum, og síðan bæn. Daníel Þórhallsson söng einsöng í kirkjunni. Kirkjukórinn annaðist sönginn. Bræður Georgs sál., son- ur, tengdasonur og móðunbróðir, báru kistuna í kirkju. Félagar úr Rótaryklúbb Siglu- fjarðar stóðu heiðursvörð hjá kistunni. Bæjarstjórn Sigluf jarðar bar kistuna úr kirkju. Á kirkju- tröppum tóku Sjálfstæðismenn við og báru áleiðis til kirkjugarðs, en þá tóku verzlunarmenn við og báru, ásamt Sjálfstæðismönnum, kistuna upp garðinn til legstaðar. Athöfnin fór virðulega fram að viðstöddu miklu fjöhnenni. Þakkarávarp Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hluttekn- ingu við aiullát og jarðarför eiginmanns míns GEORGS PALSSONAR Sérstaklega þakka ég bæj- arstjórn, Rótarýklúbb, Sjálf- stæðisfélögunum og síma- stúlkum í Siglufirði. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanna, Hólmfríður Guðjónsdóttir t Guðmundur Kj. Guðntundsson MINNINGARORB Hann hafði 22. ág. síðastl farið í róður á litlum vélbáti, sem hann átti. Var búizt við honum úr róðr- inum að kveldi sama dags. Kvöld- ið leið og Guðmundur kom ekki að landi. Þótti iþað harla grun- samlegt. Var m.b. Þorsteinn fenginn til að leita hans um nóttina og í dög- un þess 23. ág. fannst vélbátur- inn rekinn í Héðinsfirði og skammt frá bátnum var Guð- mundur þar örendur. Engum getum vérður leitt að því hvernig þetta sorglega slys hefur viljað til. Gamalt islenzkt máltæki h'ljóðar þannig: „segir fátt af einum", og býr enn yfir þeim sannindum, og enginn verð- ur til að afsanna það. Guðmundur heitinn var góð- menni hið mesta, óadeilinn og orð- fár, og bjó yfir rólegri og prúð- mannlegri skaphöfn. Hann þótti góður verkmaður, laghentur vel. Hann stundaði jöfnum höndum oftast nær bæði vinnu í landi og róðra á litlum vélbát, sem hann átti. Hann var giftur og átti fyrir stórri fjölskyldu að sjá, og var í þessari síðustu för að ná björg í bú eins og svo oft áður. Jarðarför hans fór fram frá heimili hans hér í bæ 30. ág. s.l. að viðstöddu f jölmenni. Blessuð sé minning hans. Siglfirðingar góðir! Minnist þess, að Minningar- spjöld Kvenfélagsins „Vonar", eru til sölu á neðangreindum stöðum: í Bókaverzlun Hannesar Jónas- sonar; hjá Sigurbjörgu Hó'lm, Hafnargötu 20; hjá Magdalenu Hallsdóttur, Hvanneyrarbraut 40.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.